Þjóðviljinn - 23.10.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.10.1943, Blaðsíða 4
NINI ROLL ANKER: Úrborglnnt, Næturlæknir er í Læknavarðstöð Eeykjavíkur, sími 1530. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki Ljósatími bifreiða ogr bifhjóla er frá kl. 7 síðdegis til 5,40 að morgni. Gefið gaum að börnum á akbraut- inni, notið lítið flautuna, en verið viðbúnir að stöðva bílinn samstund is. Það er betra að aka ekkert, en aka illa. Umferðin krefst hæfra ökumanna. Útvarpið í dag: 18,30 Dönskukennsla, 2. fl. 19,00 Enskukennsla, 1. fl. 19,25 Hljómplötur: íslenzk haust- og vetrarlög. 20,20 Kvöldvaka: a) Að vetramóttum: hugleið- ing við missiraskiptin (Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs Alþingis). b) 20,45 Erindi: Á Njálsbúð (dr. Einar Ól. Sveinsson háskólabókavörður). c) 21,10 „Takið undir!“ (Þjóð kórinn — Páll ísólfsson stjómar). Nýlega hafa opinberað trúlofun sina ungfrú Júlía Jónsdóttir, Ránar- götu 21 og Guðjón Torfason, jám- smiður. Sunnudagaskólinn í Háskólakap- ellunni byrjar á morgun, sunnudag 24. okt. Börn eru beðin að mæta í forstofunni 10 mínútum fyrir kl. 10. Alþýðan verður að — Framhald af 1. síðu þeir réðu verklýðshreyfingunni þá væri ekki aðeins svo komið að verklýðshreyfingin hefði enga möguleika til þess að taka forustu í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, heldur myndu þeir vera búnir að setja slíkan smánarblett á verklýðshreyf- inguna að margra ára baráttu hefði þurft til þess að þvo hann af. En til allrar hamingju hafa þessir menn engu getað ráðið um stefnu Alþýðusambands Is- lands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Fiskimanna- og farmannasambandsins í þessum málum. Stjórn Alþýðu- sambandsins og þing Banda- lagsins hafa eindregið lýst yfir vilja verklýðshreyfingarinnar til þess að gera ísland frjálst sem fyrst. Og vitað er að far- menn og fiskimenn vorir eru ekki eftirbátar annara verka- manna í sjálfstæðismálinu. Verklýðshreyfingin stendur — eins og hún alltaf hefur stað- ið — í broddi fylkingar í bar- áttu þjóðarinnar fyrir fullu sjálfstæði sínu. Flokkur henn- ar, Sósíalistaflokkurinn, hefur staðið einarðlega á verði í þeim málum og tók hiklaust upp merki það, er Alþýðuflokkur- inn lét niður falla 1939 eftir fyrirskipun Staunings. Þess- vegna hefur skjöldur verklýðs- hreyfingarinnar í sjálfstæðis- máli íslendinga haldizt hreinn. Verklýðshreyfingin mun aldrei yfirgefa sjálfstæðismál íslendinga, heldur berjast fyr- ir því í fremstu röð unz sigur er fenginn. Skemmdarstarf sundrungardrauganna mun engu fá um þokað í þessum málum. NÝJA fAé liáninn líður (The Moon is Down) [Stórmynd eftir sögu John' ÍSteinbeck. Bönnuð fyrir börn yngri en 16 ára. Sýning kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. S! I Sýning kl. 3 og 5. HEIMILISBÖÐULLINN (Jennie). VIRGINIA GILMORE LUDWIG STOSSEL, GEORGE MONTGOMERY Aukamynd: INGRID BERG- MAN segir frá Svíum í Ameríku. Aðgöngumiðasala hefst kl. 11 f. h. Þ mMm&w&é < Takld ondírj (Priorities on Parade). Amerísk söngva- og gaman-* mynd. ANN MILLER, BETTY ROHDES, JERRY COLONNA, JOHNNY JOHNSTON. AUKAMYND: NORSKUR HER Á ÍSLANDI (Arctic Patrol) Sýnd kl. 3, 5. 7 og 9. Sala aðg.m. hefst kl. 11 f. h, SÍÐASTA SINN ÁsKriftarsfmi Þjóðviijans er 2184 >tM»X^*M>^<*^<*<‘^*'>*>*>*>W<**W*< LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR „LÉNHARÐUR FÓGETI“ eftir Einar H. Kvaran. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 til 7 í dag. Leíkrítíð Angel Street verður leikið í New Tripoli Theater við Melaveg laugardaginn 23. okt. kl. 8 e. h. Allur ágóði rennur í barnaspítalasjóð Hringsins. Aðeins fyrir íslendinga. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlunum Sigfúsar Eymundsen, ísafoldar og KRON. FRELSUN ALÞÝÐUNNAR VERÐUR AÐ VERA VERK HENNAR SJÁLFRAR. Vér höfum nú talið þrjú af höfuðskilyrðunum til þess að alþýðan geti sótt fram til frels- is og valda hér á landi. Alþýðusamtök íslands þurfa að kappkosta um að fullnægja þessum skilyrðum sem allra allra fyrst, því enginn getur sagt hve fljótt kann til úrslita- átakanna að koma við aftur- haldið. Frelsi og vald verkalýðsins og annarra vinnandi stétta fær aðeins unnizt fyrir atorku þeirra sjálfra. í veigamestu samtökum sín- . um, verklýðssamtökunum, þarf alþýða íslands í vetur að „vekja oss eindrægni, vilja og þor, þau vopn eru sverðunum betri“ — eins og Þorsteinn Erlingsson, einn bezti brautryðjandi verk- lýðshreyfingarinnar og baráttu maður þjóðfrelsisstefnunnar á íslandi, segir 1 einu eggjunar- kvæði sínu. Völd og áhrif alþýðunnar í framtíðinni geta oltið á því að hvert einasta verklýðsfélag Is- lands geri skyldu sína í vetur. Vísifalan 260 Kauplagsnefnd og hagstofan hafa nú reiknað út vísitöluna fyrir október og reyndist hún 260 stig, eða tveim stigum lægri en í september. Lækkunin stafar af verð- lækkun á kartöflum, en að lækkunin varð eigi meiri orsak- ast af verðhækkun á kolum, kjöti o. fl. «»*»©<><><><><><><><><><><><><><> Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur TÍEET NY EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. ooo<><K><yx><»oó<>o«><>« Ölvaður maður í hitaveituskurði. í fyrradag féll ölvaður maður í hitaveituskurð á móts við Laugaveg 11. Hlaut hann skurð á hnakkann. Var maðurinn fluttur á Landspítal- ann og skurðurinn saumaður sam- an. ELÍ OG ROAR Betri gjöf gæti enginn gefið henni, — hún hló við. Hver vissi nema hún yrði svo dugleg að hún gæti sent eitthvað á septembersýninguna; þau gætu þá lagt saman í lárviðarkrans, haustið það! Og um leið og hún sagði það, blossaði starfsáhuginn upp í henni, hún athugaði vandlega snöggklippt höfuð Róars.... Það var rétt hjá honum, gamla prófessorskarl- inum, hún teiknaði ekki nógu djarflega. En það skyldi lagast! Og þó það yrði erfitt að kveðja París, og halda norður á bóginn, höfðu þau bæði nóg að hugsa þegar heim kæmi. En það varð auðveldara en Elí hélt að hafa sig af stað. Dag nokkurn, er Elí kom heim af málaraskólanum, var íbúðin mannlaus. Á gólfinu í svefnherberginu stóð gúmmíbalinn, sem Róar notaði á morgnana er hann hellti yfir sig kalda vatninu. Gólfið allt rennandi í vatni, sápa og handklæði sitt í hvorri áttinni, allt benti til að hann hefði þotið 1 flýti. Hún stóð forviða og hálfleið yfir þessu róti þegar hann k^m. Hlæjandi sagði hann henni hvað gerzt hafði. Hann var nógu lengi búinn að ergja sig yfir skítuga stráknum húsvarðarins, sem bar upp eldivið til þeirra og fór sendiferðir, í dag hafði hann ákveðið að þvo honum í eitt skipti svikalaust. Stráksi var til í það fyrst, en hann var ekki fyrr kominn í balann, en það þurfti að halda honum þar með valdi. Og svo ....... Róar skellihló. Heldurðu ekki að hann hafi smogið um greipar mér eins og fiskur, Elí! Æddi út, allsber, og hljóp heim. Ég á eftir með fötin, og fékk heldur en ekki viðtökurnar! Strákur- inn æpti og kerlingin skammaðist, ég skildi ekki auka- tekið orð, en þess þurfti heldur ekki, maddaman var svo reið að hún hrækti á mig. Það hefði ekki látið verr þó ég hefði ætlað að drepa krakkann! En þegar ég loksins gat komið fyrir mig orði, komið henni í skilning um að ég hefði gert þetta í beztu meiningu, og tók upp tíu fránka seðil, lét hún sér segjast .... Elí gat ekki annað en hlegið með honum. Þú mundir ekki hika við að þvo öllum Parísarbúum upp úr græn- sáu, ef þú gætir, villingurinn þinn — annar eins þvotta- björn!! Geturðu ekki látið fólk í friði þegar þú sérð hvað það kann vel við sig óhreint? Seinna um daginn þurfti hún í búðir. Á leiðinni mætti hún madame Dupére. Og þessi stóra og góðlynda kona tók varla undir kveðju hennar. Elí stanzaði. Þér eruð þó ekki reið við okkur, madame? hún rétti fram höndina. Konan tók ekki í hana, — litlu brúnu augun urðu harðleg. M’sieur gerði það í beztu meiningu, madame, sagði hún. Ég skil. M’sieur á sjálfur syni. Já, — Elí roðnaði, þótti það leitt, og varð enn rauðari. M’sieur er skilinn. Já, madame. Það kemur líka fyrir í París að hjón skilja. Digra konan yppti öxlum, horfði fyrirlitlega á ljós- klæddu konuna. Ríka fólkið kannski, sagði hún. — Ekki heiðarlegar manneskjur. — Hún sneri sér snúðugt við og tifaði sína leið. Elí gekk hægt upp að bakaríinu. Róar hafði sagt madame Dupére frá börnunum. Hann hafði gert það til að gera skiljanlegt tiltæki sitt. Hann hafði verið spurður og svarað greiðlega. Því hann þurfti engu að leyna ...... En þegar hún var búin að koma í búðirnar sem hún var kunnug í, vissi hún að húsvarðarkonan hafði látið fréttina ganga boðleiðina; hálfgerður kuldi mætti henni hvar sem hún kom. — Nokkrum dögum áður en hún lagði af stað heim var hún að bursta föt Róars við opinn glugga. Þá flögruðu allt í einu ótal lítil bréf úr frakkavasa hans, svifu niður og settust á grasið í garðinum. Hún varð að hlaupa niður og tína þau saman, — það voru símskeyti, stíluð á L’- Institut Pasteur ... Það hafði hann gert til að hlífa henni ...... Víst var það gott, að þau voru á förum heim. Það var ekki seinna vænna að hún fengi hlutdeild í öllu, sem hann átti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.