Þjóðviljinn - 23.10.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.10.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Laugardagur 23. október 1943. 237. tölublað. SjðlfslæOisflolthuFinn bn I ..... Nokkrir Alþýðuflokks- og Framsóknarmenn slásf f för með þeim fingsályktunartillögu um rannsókn á olíutélogin vísað til nefnd- ar með þrettán atkvæðum gegn tólf # Theódór Friðriksson dæmdur í tugthús fyrir sjálfsæfisögu sína Theódór FriÖriksson rithöf- undur hefur nýlega verið dœmd ur í 100 kr. sekt, eða 5 daga dvöl í tugthúsi, fyrir ummæli í sjálfævisögu sinni. Mörgum, sem lesið hafa sjálfsævisögu hans, mun verða á að spyrja: Hvað er það í sögu hans, sem hann er dæmdur fyrir? Honum varð það á í frásögn af manni einum norðanlands, að segja frá uppnefni manns pessa norður þar. Afkomendur mannsins hugðu á hefndir og pykjast nú sjálfsagt hafa feng- ið þær: 100'kr. sekt eða 5 daga í steininum! — Það fer að ger- ast vandlifað fyrir ævisagna- ritara á landi hér! Theódór býst frekar við því að hann muni áfrýja dómnum. Þingsályktunartillagan um rannsókn á olíufélögin var til umræðu í neðri deild í gær. Framsögumaður, Finnur Jónsson lagði til að tillagan væri samþykkt án þess að henni væri vísað til nefndar, þar sem áður væri búið að ræða málið í sjávarút- vegsnefnd og þingflokkum. Risu nú upp þeir íhaldsmeimirnir Gunnar Thoroddsen og Garðar Þorsteinsson og vildu endilega fá málið til allsherjarnefndar, en þeir eru báðir í henni og Garðar formaður. Þótti þeim það vænlegast til þess að tefja málið. Ólafur Thórs tók eins og vænta mátti í sama strenginn. Hinsvegar töluðu þeir Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartar- son, Þóroddur Guðmundsson og Finnur mjög eindregið á móti því að tef ja málið. Urðu umræður allheitar. Fór svo fram atkvæðagreiðsla um hvort málið skyldi fara til allsherjarnefndar og var það samþykkt með 13:12. Þessir greiddu atkvæði með því að tefja málið og senda það til allsherjarnefndar: Ásg. Ás- geirsson, Emil Jónsson, Garðar Þorsteinsson, Gísli Sveinsson, Gunnar Thor., Ing. Jóns., Jóh. Jós., Jón Pálma., Jón Sig., Ól. Hjónaband. í dag verða gefin sam an í hjónaband í Hveragerði ung- frú Svanhildur Steinþórsdóttir (Guðmundssonar, kennara) og Kristmann Guðmundsson, rithöf- undur. Hneykslanlegt fromferði Fram- sóknarþingmanna Þeir svíkjast um að gegna skyldum sínum á Al- ÍJinoi og einbeita valdð sínu til aO tefja framgang mifa Fyrstu umræðu um mjólkur frumvarp sósíalista var lokið í fyrrakvöld, svo sem fyrr var frá sagt. Eftir öllum þingvenj um hefði svo atkvæðagreiðsla um frumvarpið átt að fara fram í gær. — En þá bregður svo við, að forseti neðri deildar, Framsóknarmaðurinn Jörundur Brynjólfsson setur málið alls ekki á dagskrá, heldur stingur af úr bænum ásamt nokkrum helztu mjólkurpostulunum, Bjarna Ásgeirssyni, Eysteini Jónssyni og Sveinbirni Högna- syni! Vanrækja þessir þing- menn skyldur sínar við þingið til þess að stunda allskonar æsingastarfsemi út um sveitir. Sigfús Sigurhjartarson fór fram á það við 1. varaforseta, Emil Jónsson, sem stjórnaði fundi neðri deildar, að nýr fundur yrði settur til þess að taka þetta mál á dagskrá. Hafði forseti vinsamleg orð um það, en þó varð eigi úr, m. a. sökum harðvítugra átaka, er síðar urðu á fundinum í olíumálinu. Tókst Framsóknarþingmónn • um því með þessu framferði sínum að tef ja það enn í 4 daga að mjólkurmálið kæmist til nefndar, eftir að hafa áður tafið það svo með málþófi að 1. um- ræða hefur staðið í heilan mán uð (kom fyrst á dagskrá 22. sept!) Thors, Páll Þorst., Sig Bj. og Sig. Hlíðar. En á móti voru: Áki Jak,. Ein ar Olg., Finnur Jóns., Björn F. Bj., Lúðvík Jós., Páll Zóph.. Pétur Ott., Sigf. Sigurhj., Sig. Guðna., Sig. Thor., Sigurj. Á. pl., Þóroddur Guðm. En eftirtaldir þingmenn voru fjarverandi: Barði G., Bj. Ásg., Eyst. J., Jak. Möll., Sig Krist., Sig. Þórð., Skúli Guðm., Svb. Högna. (og svo Gísli Guðm, sem er veikur og getur ekki setið þing). Olíu-íhaldinu tókst sem sé að draga með sér tvo Alþýðu- flokksmenn og reið það bagga- muninn, auk þess sem Páll þing maður Vestur-Skaftfellinga, trítlaði til þeirra. Alþýðu manna mun ekki blandast hugur um hvað fyrir þessum olíu-mönnum vakir. Þeir ætla sér að svæfa málið í nefnd. Þeim skal hinsvegar ekki verða kápan úr því klæðinu. Sósíalistaflokkurinn, sem auð- sjáanlega stendur' einn allra flokkanna heill og óskiptur að málinu mun sjá til þess, að þeim verði ekki undanbragða auðið. Háskðltnn settur í dag Háskólinn verður settur í dag kl. 2 í hátíðasal Háskólans. Prófessor Jón Hjaltalín Sig- urðsson flytur setningarræðuna, en því næst flytur prófessor Magnús Jónsson erindi um Hallgrím Pétursson. Þá verða nýjum stúdentum afhent há- skólaborgarabréf sín. Að lokum syngur söngflokkur undir stjórn Hallgríms Helgasonar. HIIuf siiiFhep ifiuerli í oínfaDili hætfu vegna sóknar Rássa í Dnéprbugðunni Sókn rauða hersins í Dnjeprbugðunni heldur á- fram með vaxandi þunga, segir í fregnum frá Moskva í gærkvöd. Rússar tóku í gær bæinn Versnetsníkoff og rauf járnbrautina frá Dnjepropetrovsk til Krivoj Rog, mik- ilvægustu undanhaldsleiðina, er Þjóðverjar höfðu frá Dnjeprbugðunni. Norður af Krivoj Rog tók rauði herinn í gær bæ- inn Anovka, um 30 km. frá borginni. Suður og suðvestur af Krem- entsúk sóttu Rússar fram 6—10 km . og tóku 50 bæi og þorp. Framsveitir rauða hersins eru nú 50 km. norðvestur af Dné- propetrovsk og sækja hratt fram í átt til borgarinnar. í Hvíta-Rússlandi og við Kieff vinnur rauði herinn á, þrátt fyrir geysiharða mót- spyrnu. í Melitopol féllu á annað þúsund Þjóðverjar í bardögun- um síðastliðinn sólarhring. Hef ur þýzki herinn nú áðeins nokkrar götur í norðurhluta borgarinnar á valdi sínu. Rússnesk blöð rita mikið um orusturnar í Melitopol. Pravda segir í gær, að þær gefi ekki eftir Stalingradbardögunum í fyrra, og afleiðing Melitopol- orustunnar geti orðið Ijafnaf- drifarík. Finnska útvarpið sagði í gær, að sókn Rússa í Dnéprbugð- unni ógnaði öllum vígstöðvum Þjóðverja syðst í Úkraínu og á Kxím. Ef ekki takist að stöðva sóknina, og rauði herinn sæki fram allt að ósum Dnépr, eigi þýzki herinn nýjan Stalin- gradsigur í vændum. liil í nðiu WPhðsin Hæsf 4014440 - bæflSt 2906500 Fyrir fundi bæjarráðs í gær lágu tilboð frá 6 bygglngar- meisturum í byggingu tveggja sambygginga á Melunum ásamt geymslu fyrir reiðhjól og barnavagna. Byggingarnar eiga að verða í sama stíl eins og hin nýbyggðu bæjarhús og jafnstór eða alls 48 íbúðir. Þríveldaráðstefnan í Moskva Á þríveldaráðstefnunni í Moskva eru haldnir fundir dag- lega, en enn hefur ekkert ver- ið látið uppi um viðræðurnar. Tilkynnt var í gær hverjir sætu ráðstefnuna af hálfu Rússa og eru meðal þeirra, auk Molo- toffs, Vorosiloff, Visinskí og Litvinoff. Loftárásir á stöðvar Þjóðverja í Júgóslavíu Flugvélar Bandamanna gerðu í gær harða loftárás á Skoplje í Júgóslavíu, frá bækistöðvum í ítalíu. Er lýst yfir að loftárásirnar á Júgóslavíu séu gerðar í sam ráði við þjóðfrelsisherinn, en barátta hans gegn þýzka setu- liðinu fer síharðnandi. Tilboðin eru þessi: Einar B. Kristjánsson kr. 2 986 500,00. Ingólfur B. Guðmundsson kr. 3 224 900,00. Byggingarfélagið h. f. kr. 3 380 000,00. Tómas Vigfússson og Anton Sigurðsson kr. 3 392 000,00. Haraldur Bjarnason kr. 3 872 500,00. Magn. Jónsson kr. 4 014 440,00. Undanskilið er í tilboðum þessum lagnir, málning o. fl. Tilboðin eru miðuð við núver- andi verðlag og kaupgjald og breytast, ef þessir liðir breyt- ast svo hér er fremur um á- ætlun en tilboð að ræða. Engin ákvörðun var tekin um tilboðin og virðist jafnvel eitt- hvert hik á borgarstjóra um framkvæmdir, þó að bæjarráð væri áður búið að samþykkja að hefjast handa um þessar byggingarframkvæmdir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.