Þjóðviljinn - 01.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.12.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. desember 1943 Pistlar frá Norðfirði Mtir H mMMatam islands Fyrir fáum dögum var sem Reykvíkingar rækju úpp stór augu þegar blöðin sögð’u frá því að í Hafnarfirði væru 50—100 manns atvinnulausir. — Og menn veltu vöngum yfir fréttinni. — Var atvinnu- leysið að koma á ný? — Voru stríðsgróðatímarnir að líða hjá? — Þannig var spurt og menn fylltust ugg og kvíða. En. við, sem búum úti á landi í þorpunum þar sem blessunar. setuliðsvinnunnar hefur ekki gætt öðruvísi en sem fjarlægs óms af klingj- andi gulli brezk-ameríska her- veldisins, kippum okkur ekk- ert upp við svona fréttir. — Okkur þætti meiri býsn ef okk ur væri sagt að um þetta leyti væri enginn atvinnulausíþorp unum okkar. — Við eigum því að venjast, að verkamenn séu atvinnulausir allan vetur- inn og allajafna drjúgan tíma af sumrinu líka. II. Aflabrögð hafa verið mis- jöfn árið sem nú er að líða. — Homafjarðarvertíðin var líklega ekki meira en í með- allagi vegna óvanalegra ' ó- gæfta þótt góður afli væri, þegar á sjó gaf. — Vorvertío- in brást fyrir smærri báta. sem á grunnmið sóttu og var mjög lítill afli fram i ágúst. — En á djupmiðum var góð- ur afli. — Enginn bátur var á síldveiðum. — Hver hlutur var er mér ekki kunnugt, en hann hefur verió mjög mis- jafn. Hæstur hefur hann ver- ið um 14000 kr. en allvíða (á smábátunum að 8 tonnum', fá þúsund. — Allur fiskur var fluttur út ísaður og stunduöíi fjögur norðfirzk skip flutning ana. Eru þau 64—102 smál. — Auk þess gerðu útgeröar- menn á Norðfirði út færeysk skip til flutninganna og er gert ráð fyrir því, að sá fisk- ur, er það flutti, veröi greidd- ur um 20/i hærra veröi en gangverö er. — Norófirðingar hafa góða reynslu af útgerö flutningaskipa bæðí á friðar- tímum og stríðstímum, þvi á kreppuárunum gerðu þeir út togarann ,,Ver“ til slíkra flutninga eitt sumar og fengu miklu hærra verö fyrir fisk- inn, en fékkst fyrir hann í fiskkaupaskipunum (líklega þriðjungi hærra). III. Eg hygg aö útgerðarmenn séu óvíöa betur skipulagöir i verzlunarsökum, en í Neskaup stað. Hafa þeir komiö sér upp öfiugu samvinnufélagi, þar sem þeir kaupa í *félagi allar útgeröarvörur, smáar og stór- ar. Finnig selur félagió alla beirra framleiðslu. Nú hefur félagið á prjónun- * 1 um útfærslu á starfsemi s;rni — Nú er það að taka aö sér olíusöluna, sem hingað til hefur verið i höndum olíu- hringanna. Ennfremur er nú gtrð tilraun til þess að fá keypt eða leigö 2 skip ca. 150 smál. og eiga þau að anna-st alLn flutning ísvarins fiskjar á markaö. — Þá hefur félag- iö cg hug á því að eignast írysLhús. Útgerðarmenn 1 öðrum ver- stöðvum gætu sjálfsagt tekiö stéttarbræður sína í Neskaup stað'til fyrirmyndar í verzlun- armálum. — Verzlunarsam- vinnufélög útgerðarmanna þurfa að komast á stofn í hverju sjávarþorpi. Gætu á þann hátt verzlunaryfirráðin dregizt úr höndum hringanna til útgerðarmanna, einkum ef umrædd samvinnufélög stofnuðu meö sér landssam- band. IV. Það hefur verið mjög baga- legt, að í Neskaupstaö hefur ekki veriö neitt viðunandi vélaverkstæði og engin drátt- arbraut. — Nú hefur verið stofnað félag, sem ætlar sér aö bæta úr þessu og er nú verið að reisa fullkomiö véla- verkstæði á Norðfjarðareyri. — Ráðgert er að byggja síðar dráttarbraut á Eyrinni vest- anverðri. V. Nokkuð hefur verið um í- búðarhúsabyggingar á þessu ári, en það er algerlega ófull- nægjandi, því húsnæðísleysið stendur vexti bæjarins mjög fyrir þrifum. — Á næsta ári verður reynt að byggja nokkra verkamannabústaöi. Myndarleg sundlaug hefur verið reist í bænum og hefur verið starfrækt til þessa, en ekki er hægt að gera ráð fyr- ir að -hægt sé aö nota hana' aö vetrarlagi vegna kulda. — En yfir vetrartímann getur hún þó komið að notum sem almenningsbaðhús. VI. í Neskaupstað standa nú yfir þrjú sjómannanámskeið: stýrimannanámskeiö, for- stöðumaður Herbert Þóröar- son, Neskaupstað; vélstjóra- námskeið, forstöðumaður Helgi Kristjánsson, Siglufirði; matreiðslunámskeið, forstöðu- maður Hermann Hermanns- son, Seyðisfirði. — Námskeið- in sækja 60—70 nemendur og eru tvö síðasttöldu einkum fjölsótt. VII. Þótt Neskaupstaður sé ein- hver mesti útgerðarstaður á landinu miðað við fólksfjölda, er höfnin slæm. Fjörðurinn er stuttur og opinn fyrir norð austanátt. — Haldbotn er heldur ekki sem beztur. — Verður vafalaust mjög mikl- um erfiðleikum bundiö að gera þar höfn, sem góð geti talizt. AÖeins ein hafskipabryggja hefur undanfarin ár verið á Norðfirði, en í sumar féll hún að mestu. Olli því trjámaðkur, sem þar er mjög skæöur. Nú hefur farið fram viðgerð á bryggjunni, en bærinn þarf aö eignast aöra bryggju og er sennilegt að hún verði reist á næsta ári. B. Þ. Söngkennsla: Kjartan Jóhannesson söng- kennari, Ásum, Gnúpverjahr. hefur veríð ráðinn til þess að kenna söng hjá nokkrum ung- mennafélögum í Árnessýslu í vetur. Hefur Ungmennafélag ís lanös í hyggju að auka þessa starfsemi á næstunni. til Guðlaugs Rósirikranz ritara Nörrœna félagsins Herra G úðlaugur Rósin- kranz, rits.ri Norræna fé- lagsins! Þegar ég á föstudagskvöld- ið sat og 'hlustaði á útvarps- fréttirnar, fann ég allt í einu, að ég varö að skrifa yöúr bréí. En vegna þess að ég þekki yð- ur ekki persónulega, og vissi að efni bréfsins gat því ekki oröið neitt einkamál okkai tveggja, þá afréð ég að hafa það opið og biöja Þjóðviljann aö birta þaö. Á föstudagskvöldið var í ut varpinu lesin upp frétt frá Svíþjóð um þaö, að þar ætti aö hefja skyndisöfnun til jóla- gjafa handa norskum börn- um, safnaöafénu skyldi var- ið til matarkaupa handa börn unum, til þess að seðja meö því hungur þeirra nú þegar. Þarna kom það. Það er þá hægt aö koma matargjöfum til Noregs um Svíþjóð. Það eru eftir þessu starfandi hjálpar- félög í Svíþjóð sem taka þetta að sér. Eg veit að Norræna félag- ið hefur gengizt fyrir fjársöfn un til styrktar Noregi. End t þótt n.inna hafi borið á þess- ari siifnurt heldur en ætia. mætti. Þá hefur nú safnazt töluverð fjárupphæð. Félag yð ar ákvað . í upphafi að féð skyldi geymt og ekki notaö íyrr en eftir stríð. i eir, sem gáfu til Noregs- söfnunarinnar, gerðu það í fyrsta lagi til þess að sýna frændþjóðinni samúð og þó enn fleiri sem vona að þetta geti verið hjálp í hörmungun- um. Það eru margir svo heilir og heitir frelsisvinir hér, ao þeir brenna í skinninu yfiv því að geta ekki tekið virkan þátt í baráttu þessa fólks, en — hér eru líka margir, sem þola ekki einu sinni að sjá kvikmyndir sem lýsa lífi og þjáningum herteknu þjóð- anna, til þess að raska ekk: með því ró sinni og vellíðan. Slíkir menn eru alltaf að stag ast á því, aö við eigum aö vera hlutlausir og afskipta- lausir. Þaö sem fyrir mér vak- ir, er þetta: Gætuð þér ekki fengið félag yöar til þess að hefjast nú þegar handa, safna meiru fé hér, og koma því jafn óðum til Svíþjóðar, til þessara hjálparfélaga, sem kaupa matvæli fyrir þaö og koma þeim á rétta staði. Sú fjárhæð, sem við íslend- ingar sendum, getur ekki á- orkað miklu, en aldrei yrði hún betur þegin en einmit) nú, þegar svo erfitt er að fá hjálp utan frá, en hungur- vofa við hvers manns dyr í Noregi. Það er mitt álit, og margra annarra, að stjórn Norrræna fé- lagsins geti ekki legið svona á þessu fé, á þessum tíma þegar full ástæða er til þess að ætla að í Noregi svelti börn í þús unda tali. Auk þess sem fólk- ið er kvaliö og drepið, verður það að horfa á börn sín hrynja niöur úr hungri og hvers konar harðræöi. Er ekki norska þjóðin ao heyja Úrslitaorustuna um líf sitt og tilveru? Hvert manns- barn berst þar ekki aðeins fyr ir sínu eigin lífi, heldur um það hvort drepa á þjóðina nið ur, eða hvort hún lifir áfram og byggir land sitt.. Það er siðferðisleg skylda ykkar aö hefjast handa nú þegar. Ef stjórn Norræna félagsins liggur áfram á þessu, þá leyn ég mér að efast um að öll ykkar fögru orö um samúð og hjálparvilja til handa Noregí, séu annað en oröagjálfur. Þér hljótið að sjá að það eru engar þær ástæður til, sem réttlæta það að féð sé geymt þangað til guð veit hvenær. Nú vitum við öll að það er hægt að koma hjálp til Norð- manna strax. í von um aö þér fáið félag yöar til að hefjast handa, er ég yðar einlæg Petrína Jakobsson. Skógarvarzla: Þórður J. Pálsson kennari í Reykjavík hefur verið ráðinn skógarvörður í Þrastaskógi næstu fimm árin. íþróttamál: íþróttakennarar U.M.F.Í. í vet ur verða þessir: Bjarni G. Bach mann, Borgarnesi. Kennir hann hjá Umf. á Vestfjörðum og auk þess tveimur félögum þar að tilhlutun í. S. .1. Einnig mun hann kenna í Borgarnesi. Kári Steinsson, Neðra-Ási, sem kenn ir í Austur-Skaftafellssýslu, Dalasýslu og Skagafirði. Sigríð ur Guðjónsdóttir, Eyrarbakka, kennir þar og á Stokkseyri, bæði piltum og stúlkum. Gutt- ormur Sigurbjörnsson, Gilsár- teigi er ráðinn héraðskennari Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, það hefur einnig ráðið Harald Hjálmarsson, Siglufirði, til íþróttakennslu um tíma í vetur. Áhugi Umf. fyrir íþróttum er mjög mikill og var ekki hægt að fullnægja umsóknum þeirra í vetur vegna skorts á íþrótta kennurum. , Síðastliðð vor og sumar störf- uðu þessir íþróttakennarar að tilhlutun U.M.F.Í. auk fastra kennara sambandsins: Stefán Kristjánsson, IJúsavík, sem kenndi hjá ungmennasambandi Þingeyinga, Páll Sigurðsson Hólum og Guðjón Ingimundar- son, Sauðárkróki, sem kenndu hjá Ungmennasambandi Skaga- fjarðar og Jón Bjarnason Hlemmiskeiði, sem kenndi hjá Umf. Skeiðamanna. Þá voru veittir styrkir til margra félaga. sem nutu kennslu heimamanna. og ýmist eru íþróttakennarar eða áhugamenn um íþróttir. Minningarsjóóur Aöalsteins Sigmundssonar: er orðinn 10 þús. kr. Hefur hann nýlega fengið skipulags- skrá, staðfesta af ríkisstjóra.' Stjórn U.M.F.I. o.g afgreiðsla Tímans í Reykjavík taka fram vegis á móti gjöfum í sjóðinn. Ný sambandsfélög: Ungmennafélag Ólafsfjarðar hefur nýlega géngið í U.M.F.Í. Telur það um 50 félagsmenn, Formaður er Tryggvi Jónsson. Skeggjabrekku. Eru þá sam- bandsfélög U.M.F.Í. 151. með 8200 félagsmönnum. Skiptust þau í 14 héraðssambönd, auk nokkurra félaga úr héruðun- um þar sem þau hafa enn ekki verið stofnuð. Aðalfundur Dýraverndunarfélagsins Aðalfundur Dýraverndunar- félags íslands var haldinn föstu daginn 26. þ. m. Varaformaður félagsins, Flosi Sigurðsson, tré- smiður, stjórnaði fundinum og minntist sérstaklega hins látna formanns, Þórarins Kristjáns- sonar hafnarstjóra, og hlýddu fundarmenn á mál hans stand- andi. Ritari gaf skýrslu um starf stjórnarinnar milli aðalfunda og gjaldkeri las endurskoðaða reikninga, sem allir voru sam- þykktir. Árstillag félagsins hækkaði í kr. 5,00 (úr kr. 3,00) og æfifélagsgjald í kr. 50,00 (úr kr. 25,—). Formaður var kosinn Sigurð ur Hlíðar dýrálæknir, ritari Hafliði Helgason prentsmiðju- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.