Þjóðviljinn - 30.12.1943, Síða 2
'2
ÞJC 'JF
Fimmtudagur 30. desember 1943
Nýr flokkur?
I>að er lieldur gjóslsamt innan borgara-
flokkanna íslenzku um þessar mundir.
Framsóknarmaðurinn Egill Tliorarensen,
kaupfélagsstjóri Arnesinga, skrifar nú
liverja greinina af annari um nauðsyn nýrr-
ar flokksstofnunar. Ekki fær Egill inni fyr-
ir l>essi skrif i hinum eiginlegu Framsókn-
arblöðum, hann er útskúfaður eins og Jón-
as. lilað Egils heitir Bóndinn. Einn af al-
l>ingismönnum Sjálfstæðisflokksins, Jón
bóndi á Reynistað, skril'ar mjiig i sama
anda sem Egill; Jón fær inni í Morgun-
blaðinu. Hér koma smá-glel'sur úr skrifum
þessara heiðursmanna, þær sýna Ijóslega
ástandið í flokkum þeirra.
„Heiðarlegjur framleiðenda
flokkur“.
Egill kaupfélagsstjóri viil fá „heiðarlegan
framleiðendaflokk" (Framsóknarflokkurinn
er víst óheiðarlegur framleiðendaflokkur).
I þessum flokki telur Egill að stóratvinnu-
rekendur og kaupsýslumenii muni verða
með. Hér kémur kafli úr grein Egils;
„Þúsundir kjósenda 1 Sjálfstæðisflokksins
al' bændum og smúframleiðendum bíða
þess með óþreyju, að komast í heiðarleg-
an framleiðendaflokk, þar sem málefna
þeirra er fyrst og fremst gætl en ekki
spilað upp á þau við kommúnista. Það er
þetta fólk, sem mun mynda flokk með
okkur Framsóknarmönnum, fyrr eða síðar,
og ég vil bæta því við, að langt inn I raðir
stóratvinnurekenda og kaupsýslumanna
munu menn verða þar með. Menn, sem
l'yrir löngu eru gáttaðir orðnir á loddara-
sjíap sinna pólitísku foringja.
Þetta fólk gengur seint eða aldrei í
Frarnsóknarflokkinn. Aróður og margra ára
væringar valda því. Þess vegna þurfum við
að gefa þessu fólki tækifæri til að sam-
einast okkur málefnalega undir nýju flokks-
lreiti. Það er sagt að við þurl'um ekki nýj-
an flokk i Arnessýslu, Framsóknarflokkur-
inn haldi á okkar málum og geri það vel.
Það er rétt, en Framsóknarþingmennirnir
eru of fáir og þeim fjölgar ekki til muna
nema í nýjum flokki. með fólki úr Sjálf-
stæðisflpkknum".
„Það verður að stöðva sókn
kommúnista“
Jóni alþingismanni á Reynistað verður
eins og Agli tíðrætt um „kommúnista".
Um það efni segir Iiann svo.'meðal annars:
„Margir hugsandi menn sjá hverl stefnir.
Þeir spyrja sjálfa sig og aðra: Ætlar AI-
þingi eða meiri hluti þess að hita flokks-
ofslæki og sundrung hamla nauðsynlegri
samvinnu og verða þannig þess valdandi,
að þjóðin verði smám sarnan skref fyrir
skref liigð undir járnhæl kommúnista?
Þetta má ekki verða.
Ég hef leitt rök að því, að eins og nú
er jistatt, verður sókn kommúnista aðeins
stöðvuð með sameiginlegu átaki stærstu
flokka þingsins.
Jafnframt hef ég gjört grein fyrir því,
að það er skylda þessara flokka að taka
liöndum saman vegna kjósenda sinna, ef
þeir ætla ekki beinlínis að koma þeim á
kné.
Loks hef ég bent á, að þjóðin þarf að
l'á sterþa ríkisstjórn, er liefur svo ríflegan
meiri hlula Alþingis að bjrki sér, að hún
geli lagt höfuðlínurnar í starfi þingsins,
þar á meðal lausn dýrtíðarmálanna, og
f'engið þær samþykktar á Alþingi. Þetta
tel ég aðeins unnt eins og nú standa sakir,
með samstarfi og sameiginlegu ataki Sjálf-
stæðisflokksins <>g Framsóknarflokksins".
„Tveir rammstaðir hestar“
Jón líkir Sjálfstæðisflokknum og Fram-
sóknarflokknum við tvo „rammstaða
hesta“. Honum farast þannig orð:
„Fari svo, mót von minni, að störf AI-
þingis á árinu 1944 verði enn mótuð sama
markinu og verið hefur nú um sinn, getur
ekki hjá því farið að aðalflokkar þingsins,
sem mest ábyrgð hvílir ií, bíði við það
mikinn hnekki, sem getur leitt til upp-
lausnar, enda fer þá að verða fullreynt, að
þeir eru ekki þess megnugir að fullnægja
grun<Jvallarskilyrðum þingræðisins, og verð-
skulda því ekki annað.
íkk drap á þetta, ekki af því, að ég
telji nýja flokksmyndun æskilega, heldur
þvert ti móti, nema annars sé ekki kostur.
Ef tveir rammstaðir hestar standa þvers-
um ti vegi og verður ekki þokað áfram
af sjálfdáðum, svo <">11 umferð verður þéss
vegna að sveigja út í fen og foræði, bá
verður að setja ný öfl af stað til að ryðja
veginn".
Þeir sem ekki mega heyra
Framsókn nefnda
Jón er sjáanlega mjög reiður þeim flokks-
bræðrum sínum, sem ekki mega heyra
Framsókn nefnda. Um það efni segir svo í
grein hans:
,,Eg læt hér staðar numið að sinni. Eg
get bviist við því, að þeir llokksbræðra
minna, sem ekki þola að heyra Framsókn-
arflokkinn nefndan á nafn án þess að um-
hverfast, telji mig liafa unnið mér til óhelg-
is með þessum skrifum, ég sé að svíkja
Sjálfstæðisflokkinn, ' ganga í Framsóknar-
flokkinn eða stofna nýjan flokk, o. s. frv.
I>essa og þvílíka sleggjudóma læt ég mig
engu skipta. Ég tel stjórnmálaástandið svo
alvarlegt, að ég hika ekki við að benda á
hætturnar, er af því geta leitt og jafnframt
leiðir til virbóta, þótt þær séu ekki öllum
að skapi“.
Allt er þetta eðlilegt
Það er eðlileg og Ijós rót. sem til þess
liggur að sundruugin mikla hefur gripið
um sig í borgaraflokkunum og að svo er
nú komið að ýmsir leiðandi menn þeirra
s.já engin önnur úrræði en stofnun nýs
afturhaidsflókks. Þessir flokkar hafa ekki
getað leyst upin þau vandamál, sem síð-
uslu tímar hafa færl þeim að höndum, og
það af þeirri einföldu jrstæðu, að sa grrrrrd-
völlur, sem þeir byggja á, grundvöllur sanr-
keppninnar og óskipulagðra atvinnuhatta,
er óhiefur til að reisa i't lronum úrlausn
nökkurs vandamáls. Ólgan og upplausnin
í þessum flokkum er bein al'leiðing þess
að þeir byggja á úreltu og deyjandi skipu-
lagi auðvaldsins, og þessar staðreyndir
munu þeir lrerrar, Jón á Reynistað og Egill
• í Sigtúnum, ekki l'á um flúið þó þeir legg-
isl í slóð þess mæta manns Tryggva Þór-
hallssonar og myndi framleiðendaflokk.
Sá fjöldi, sem l'ylgt hel'ur Framsóknar-
l’lokknum og Sjálfstæðisflokknum, sér bet-
ur og betur að sósíalisminn er stefna nú-
tímans, og í flokk sósíalista inun liann
skipa sér, meðtur skútur þeirra Jóns og
Egils liðast sundur.
Vöntun á kvikmyndum
fyrir böm
I>að verður nú stöðugt sjaldgæfara að
kvikmyndahúsin sýni myndir, sem sérstak-
lega eru ætlaðar fyrir börn eða þeim levfð-
ur aðgaugur að. Lang oftast er aðeins full-
orðnu fólki leytður aðgangur.
I>etta er mjög slæmt, þegar þess er gætt
livað mikið uppeldisgildi góðar kvikmyndir
hafa, og hve góða skemmtun þáer gela
veitt. Nú um jólin er það aðeins eitt kvik-
myndahús hér í bænum sem sýnir barna-
kvikmynd, en það er Gamla I5íó. I?að
sýnir kvikmyndina Gúllíver í Putalandi,
kl. 3, og heldur því vonandi áfram þessa
viku. Eigendur (iainla Bíós eiga þakkir
skilið fvrir þessar sýningar, og ættu for-
ráðamenn hinna bíóanna að taka sér ])á
til fyrirmyndar, hvað þetta snertir.
Gamall maður drukknar
Á aðfangadag vildi það slys
til, að Ögmundur Ketilsson
maður á níræðisaldri, féll í
Grímsá og drukknaðj.
Ögmundur átti heima á Eyr-
arteigi í Skriðdal í S-Múlásýslu.
Arní Ágústsson:
Æska og arfnr
Þjóðviljinn birtir í dag fyrsta kaflann í riti Árna
Ágústssonar: Æska og arfur, en það er hið fyrsta í röð-
inni af fræðsluritum þeim sem fræðslunefnd Dagsbrún-
ar gefur út.
Rit þetta á brýnt erindi til allra ungra manna í
verklýðsstétt.
Rit það, sem hér birtist, er
gefið út af fræðslunefnd verka-
mannafélagsins „Dagsbrún“.
Með útgáfu þess vill fræðslu-
nefndin gera tilraun til þess
að ná sambandi við hinn ört
fjölgandi hóp æskulýðs, er
vegna atvinnulegrar „ aðstöðu
sinnar í þjóðfélaginu skipar sér
undir merki verkalýðssamtak-
I anna. í stærri bæjum, svo sem
■ Reykjavík, þar sem ungir verka-
menn bætast hundruðum saman
árlega í fylkingu vinnustéttanna
' og láta skrá sig inn í stéttar-
félögin vegna gildandi venju,
fremur en af áhuga og skilningi
á því hlutverki, sem bíður
þeirra þar, skapast eitt af þýð-
ingarmestu, en um leið, erfið-
ustu viðfangsefnum alþýðu-
hreyfingarinnar. Þetta viðfangs-
efni er tengt hinni miklu nauð-
syn sem á því er, að gefa æsku-
lýðnum tækifæri til að njóta
krafta sinna og hæfileika í fé-
lagsmálabaráttu stéttar hans,
vekja áhuga hans og örfa skiln-
ing hans á hlutverki verkalýðs-
samtakanna og gera hann virk-
an í örlagaríkri baráttu, sem
svo miklu ræður um framtíð
hans. Þetta verkefni alþýðu-
samtakanna er fyrst og fremst
erfitt vegna þess, að öll félags-
leg menning, t. d. í Reykjavík,
geldur þess, hve illa er að henni
búið að flestu leyti. Húsnæð-
isskortur til félagsmálastarfsemi
veldur því, að fundarstarfsemi
fjölmennra félaga nýtur sín
ekki og æskan á þess mjög tak-
markaðan kost að dvelja í frí-
stundum sínum annarsstaðar en
þar, sem siðleysi ög ófágaðir
félagshættir ráða mestu um
svipmót umhverfisins. En þrátt
fyrir þessa erfiðleika verða al-
þýðusamtökin að leggja ríka á-
herzlu á leiðbeiningar og
fræðslustarf meðal unga fólks-
ins, svo að það geti'öðlazt djúp-
an og víðtækan skilning fyrir
þeirri ábyrgð, er á því hvílir
gagnvart stéttarsamtökunum.
Ungu verkamennirnir, sem í
fyrsta skipti koma út á vinnu-
staðina frá heimilum sínum til
þess að vinna fyrir sér, hafa
ekki haft tækifæri til þess að
fylgjast svo vel með sem vera
þyrfti, þeirri sögu, er verka-
lýðssamtökin eiga að baki sér.
En sú saga geymir glæsilegar
og örfandi myndir af þraut-
seigju, fórnfýsi, baráttukjarki
og félagslegri góðvild þeirrar
kynslóðar, sem fyrst hófst
handa til þess að lyfta merki
hins vinnandi fólks úr djúpri
niðurlægingu til vegs og við-
urkenningar, og sem skóp — oft
með yfirmannlegum fórnum —
verkalýðnum betri og rýmri lífs
skilyrði en þau, er hann áður
naut.
Ámi Ágústsson
Það væri sannarlega fræð-
andi og lærdómsríkt fyrir upp-
vaxandi verklýðskynslóð að sjá
á kvikmynd nokkra merkustu
þætti í þróunarsögu íslenzkra
verkalýðssamtaka. Saga „Dags-
brúnar“, stærsta verkalýðsfélags
landsins, ætti rétt á því að vera
höfuðuppistaða í þvílíkri sýni-
mynd íslenzkrar verklýðsbaf-
áttu og félagslegrar þróunar rís-
andi stéttar, sem að eðlisbund-
inni köllun býr sig undir óum-
flýjanlega valdatöku 1 þjóðfé-
laginu.
í fyrsta þætti þvílíkrar mynd-
ar mætti sjá, að Dagsbrúnarnafn
ið er táknrænt. Inn í hálfrökkr-
ið, þar sem þjakað og þraut-
pínt fólk sættir sig við allt, sem
að því er rétt, bregður fyrir
geisla rísandi sólar, dagsbrún
komandi dágs. Hin skyndilega
birta verkar í fyrstu eins og
ónæðissöm truflun á fólkið, sem
myrkrið og arfgeng þjáningar-
saga hefur bundið fast við öm-
urlegt hlutskipti örlaganna.
Eins og af inngróinni eðlisþörf,
sem nú fær skyndilega útrás,
bregða þreyttir verkampnn
erfiðum svefni. Þessir menn úr
hópi kúgaðrar stéttar skilja allt
í einu kall nýs tíma. Líf þeirra
hefur öðlazt nýtt innihald, ný
markmið komið í ljós.
En þótt þessir fjarlægu við-
burðir kunni á ytra borði laus-
legrar frásagnar að orka eins
og ylríkur vorblær um þá kyn-
slóð, sem nú nýtur morgunverka
brautryðjendanna í verkalýðs-
hreyfingunni, þá má það, ekki
gleymast, hvílíkar fórnir þá
voru færðar. Um þær fórnir
er erfitt að skrifa. Fá dæmi
ættu þó að nægja til þess að
vekja þá, sem enn eru ungir og
eiga eftir að skila verkalýðs-
hreyfingunni sínum fórnum í
lokabaráttunni fyrir frelsi og
jafnrétti þjóðanna, til skilnings
á skyldunum, sem á þeim hvíla
við þann fórnararf brautryðjend
anna, sem lífsöryggi vor allra
hvílir á.
Á þessum fyrstu erfiðu bar-
áttuárum verkalýðssamtakanna
gerðust ekki ósjaldan þau tíð-
indi, að fátækir fjölskyldufeð-
ur voru sviptir atvinnu sinni
vegna þess eins, að þeir feng-
ust ekki til þess að taka við sér-
stökum fríðindum úr hendi at-
vinnurekenda, með þeim skil-
yrðum, að svíkja félaga sína og
stéttarbræður. Þvílík dæmi eru
sannarlega styrkjandi og til for
dæmis fyrir þá, sem í dag
kunna að vera veikir fyrir Júd
asarpeningum, þegar mikið ligg
ur við, að enginn bregðist fé-
lagslegum skyldum. Og vel er
þá komið málum verkamanna,
þegar þeir skilja það allir, að
afneitun tímabundinna tylli-
boða af hálfu atvinnurekenda,
í því skyni gefin að veikja fé-
lagslegt öryggi þeirra, táknar
trúverðugasta vörn um eigin
hag og velferð ekki aðeins í
svip heldur um alla framtíð.
Þessi fordæmi brautryðjend-
anna um afneitun Júdasarpen-
inga úr hendi andstæðinganna
verða enn athyglisverðari og
glæsilegri, þegar þess er gætt,
hvílíks aflsmunar gætti í þá
daga milli hinna ungu og ó-
þroskuðu verkalýðssamtaka og
atvinnurekendavaldsins. Það var
áhættusamara í þá daga en nú
að fylgja málstað verkalýðs-
stéttarinnar. Verkalýðssamtökin
gátu þá oftast enga vernd veitt
þeim einstaklingum, sem féllu
í ónáð hjá sterkum atvinnu-
rekendum eða auðdrottnum, er
neyttu á miskunnarlausan hátt
bolmagns síns og arfbundinna
réttinda yfir lífsskilyrðum al-
mennings. Þeir höfðu valdið til
þess að svipta þá menn atvinnu
og jafnvel öllum bjargráðum,
er mestan dugnað og drengskap
sýndu í fyrstu átökum verka-
lýðsins til þess að heimta rétt
sinn. Og þannig var hungui-
svipunni beitt gegn heimilum
duglegustu brautryðjendanna.
Jafnvel ómálga börn þeirra
uröu að bera krossinn í þessari
baráttu, sem fól í sér fyrirheit
um þaö að létta krossbyrði rétt-
leysis og skorts af herðum ó-
fæddra kynslóða.
Vinnandi æska, sem nú nýtur
verndar sterkra félagssamtaka
um kaup og kjör og allan að-
búnað við störf sín, verður að
öðlast skilning á því, að alls þess
sem hún nýtur nú, hefur verið
aflað með mikilli og fórnfrekri
baráttu. Og þessi barátta hefur
jafnan verið háð við sterk óvina
öfl. Baráttan um rétt alþýðunn-
ar hefur staðið og mun standa,
unz yfir lýkur, við gamla úr-
elta forréttindastétt, sem held-
ur fast í húsbóndavaldið yfir
lífsmöguleikum fólksins, með
yfirráðum sínum yfir landinu,
auðlindum þess og framleiðslu-
tækjum. Eignarréttur gömlu
forréttindastéttarinnar yfir af-
komuskilyrðum almennings á
sér þá sögu, að í villimannlegri
fortíð réði hnefarétturinn einn
lífsrými einstaklingsins. Sá
sterkasti tók sér allan rétt yfir
þeim, sem minnimáttar voru.
Það er á þessum sama rétti, sem
auðstétt nútímans byggir til-
veru sína. Nú er það hlutverk
verkalýðsstéttarinnar að hrinda
þessari ævafornu réttarröskun
Frh. á 5. síðu.