Þjóðviljinn - 30.12.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.12.1943, Blaðsíða 3
3 Fimmtudagur 30. des. 1943. ÞJÓÐVILJINN Bækur á Islandi One more bookshop, one more bookshop: ein bókabúðin enn, sögðu amrískir hermenn, sem gengu á undan mér eftir Aust- urstræti og Bankastræti á dög- unum. Það eru nú um tuttugu bókaverzlanir í þessum fjörutíu þúsunda bæ, Reykjavík, og þannig nokkur aukning frá því um aldamótin, en þá voru hér 5000 íbúar og tvær bókaverzlan- ir. Mér er til efs að í nokkrum bæ í heimi séu hlutfallslega jafnmargar bókabúðir. í augum Bandaríkjapilta, eins og þeirra sem gengu á undan mér um daginn, hlýtur þetta að vera dularfullt fyrirbrigði. í þeirra ríka landi, sem hefur að vísu á ýmsum sviðum hærri menn- ingu en við, t. d. í þrifnaði og verklagni, eru bókabúðir mjög sjaldgæfar utan stórborganna. Eg man hvað ég var undr- andi, þegar ég kom til Winnipeg í Kanada, sem er 300 þúsunda borg, og uppgötvaði, að þar var aðeins ein bókaverzlun, þó mjög illa birg, og fór á hausinn skömmu síðar, svo þá var eng- in eftjr — nema lítil kompa sem seldi íslenzkar bækur, Ólaf- ur S. Thorgeirsson. Somerset Maugham skrifar nýlega, í formála fyrir amr- ískri útgáfu nokkurra verka . sinna, um ánægjuna sem sé í því falin að ganga í bókabúðir, segir síðan orðrétt: „ en þetta er ánægja, sem allur meginþorri íbúa í Bandaríkjunum er firrt- ur“. Hann telur algengt, að í hundrað þúsunda bæ 1 Banda- ríkjunum sé ekki til bókabúð, nema sérstök tegund af gjafa- bókum og metsölubækur fást þar í apótekum; og 200 þúsunda bæ amrískan segist hann þekkja, þar sem ekki sé til bókabúð. Fjölda margir Banda- ríkjapiltar, sem til íslands koma, hljóta því að sjá hér bókaverzlun 1 fyrsta sinn í grein um íslenzkan bókabú- skap í Helgafelli fyrir nokkru var haft eftir tveim helztu bókaútgefendum landsins, að 1942 mundum við íslendingar hafa greitt fimm milljónir króna fyrir prentmál. Það er ekki hægt að segja, að þessi ályktun sé óvarfærin, því fyrir dagblöð ein hljótum við að greiða tvær milljónir króna á ári eða meira. Ef við borgum fimm milljónir fyrir bækur, eru það fjörutíu krónur á mannsbarn. Höldum við áfram að bera okkur saman við hið mikla menningarland Bandaríkin, sem eru í svipinn grannland okkar, þá þykir þar í landi sómasamlegt ef venjuleg bók selst í tveggja til fjögurra þúsunda upplagi, margar seljast í lægra upplagi en þetta. Fjögur þúsunda upplag, sem er ekki lágt í Bandaríkjunum, svarar til þess, að hér á íslandi væru prentuð fjögur eintök af bók. Bók í Bandaríkjunum er löngu komin í tölu „bestsellers“, þeg- ar faf in 'eru af henni 50 þúsund eintök, og þær bækur má telja á fingrum sér, sem á ári hverju seljast í svo háu upplagi þar í landi. Slík sala svarar þó aðeins til þess, að 50 eintök seldust af bók hér á íslandi. Ef svo lítið væri selt af bókum hér á ís- landi, mundi öll bókaútgáfa hætta og lestur og skrift leggjast niður. Það er sem sagt undantekning á íslandi ef bók er gefin út 1 minna en milljón eintaka upplagi, reiknað eftir töluhlutfalli milli okkar og i Bandaríkjanna, sem er h. u. b. 1:1000. Kunnugt er um skáld- sögur sem selzt hafa hér í 3000 eintökum á einu hausti, 2—3 mánuðum. Það samsvarar því, að þrjár milljónir seljist af skáldsögum í Bandaríkjunum á sama tíma, en slíkt er óþekkt. Það má margt finna okkur ís- lendingum til foráttu, en við erum enn bókaþjóðin. En þegar búið er að segja okkur þetta mikið til hróss, verður að líta á hina hliðina, svo við ofmetnumst ekki. Jólabókauppskeran hleðst kringum mann í stakka. Engin bók er góð í þeim skilningi, að hún mundi ná máli þar sem ágæt prentlist er metin, en það gerði Guðbrandsbiflía á sínum tíma, að sögn fróðra manna, og er það lítill heiður fyrir Islend- inga nútímans. Sum^r bækur okkar nýjar eru þó laglegar og ekki óþokkalegar, einkum hvers- dagslegar útgáfur sem gera ekki kröfu til að vera neitt sér- stakt. Aðrar eru furðulegt sýnis- horn ómenningar í verkiðju. En nú eru jólin, og það er bezt að nefna engih nöfn, samkvæmt því gamla guðspjálli, að hver sem svívirðir mínar dætur á jólum, skal ekki fá að sjá dýrð þeirra á páskum. Fyrir meira en tuttugu árum keypti ég einhversstaðar í þýzkri bókafornsölu innheftan Faust í Reclamsútgáfu, bæði bindin fyrir nokkra aura, mig minnir að bókhlöðuverðið hafi upprunalega verið innanvið eitt mark. Síðara bindinu er ég löngu búinn að týna, af því það er svo leiðinlegt, hið fyrra á ég enn. Eg hef verið að blaða í því aftur og fram í tuttugu ár, og tekið það í vasa minn, þegar ég hef orðið að fara farangurslítill í ferðalag. Þrátt fyrir áratuga vægðarlausa notkun, er ekkert lát á heftingunni og það er enn ekkert útlit fyrir, að kápan muni losna frá kjölnum. Eg kom inn í bókabúð í Reykjavík um daginn, spurði eftir íslenzkri skáldsögu og var sýnt eintak í kápu. Bókin kostaði nokkra tugi kxóna, en um leið og ég opnaði hana bil- aði bæði heftingin og límingin í kjölnum, svo kápan losnaði frá, en bókin féll í þrjá hluta iólahefti tímaritsins Helgafells Jólahefti tímaritsins Helgafel^ er nýkomið út, og er efni þess sem hér segir: Riddarinn blindi, ljóð (Tómas Guðmundsson), Skoðanakönnunin í lýðveldis- málinu (Torfi Ásgeirsson), Sjó- mannakveðja, ljóð (Þorsteinn Erlingsson), Myndlist okkar forn og ný (Halldór Kiljan Lax- ness), Úr Goethes Fást, upphaf sorgarleiksins, í þýðingu Magn- úsar Ásgeirssonar, Sáuð þið hana systur mína, sönglag (Páll ísólfsson), Gerd, ljóð (Nordahl Grieg), Skáldið á Litlu-Strönd (Sigfús Bjarnason), Frá liðnu sumri, ljóð (Melitta Urbantsch- itsch), Uppreisn Dana (Jón Magnússon), Listamaðurinn Gunnlaugur Blöndal (Tómas Guðmundsson). Auk þessa lesefnis flytur heft ið fjölda mynda af innlendum og erlendum listaverkum. og erlendum listaverkum, þar á meðal málverkum eftir Gunn- laug Blöndal, Gunnlaug Schev- ing og Þorvald Skúlason. í höndum mér. Eg hélt þetta væri gallað eintak og bað um annað, en það fór á sömu leið, síðan hið þriðja og fjórða: þau urðu ónýt um leið og þau voru opnuð í fyrsta sinn. Að vísu má segja, að bók sé bók, þó hún detti í smátt um leið og hún er opnuð í fyrsta sinn, alveg eins og brauð er brauð þó manni sé afhent það í molum. En þeir sem gera slíkar bækur eru ekki miklir vinir iðnaðar- manna. Hvaða orð á að hafa um vöru sem er ónýt um leið og maður snertir hana? Hvorki höfundi bókarinnar, útgefanda, „bókbind aranum“, kaupmanninum né kaupandanum getur verið þægð í að svona óþverravara sé búin til. En hverjum? Mér finnst hver Islendingur sem kaupir slíka bók eigi að gera sér að skyldu að skila henni aftur vegna heiðurs landsins. Það stendur hvergi skrifað, að við eigum að vera meiri ómyndir í verkum en aðrir menn, þó út- lendir ferðabókahöfundar á 17. öld hafi sagt, að íslendingar kynnu til einskis verks. Skrútator gat þess um daginn. að sæmileg útgáfufyrirtæki erlend teldu eina villu á tutt- ugu blaðsíðum hámark prent- villufjölda í bók. Hér má þykja gott ef tuttugu línur eru villu- lausar í prentuðu máli. Stundum lesa hér margir hálærðir menn prófarkir af sömu bókinni og sarot úir og grúir af villum. í tveim stórum forlögum, þar sem ég er kunnugur ytra, var ung stúlka prófarkalesari í öðru, gamall karl i hinu, og það var viðburður ef prentvilla sást í bókum þessara fyrirtækja, og þó var prófarkalesurunum aldrei þakkað í formálum bók- anna eins og hér er siður. Við könnumst öll við ,skjóttu“ síðurnar í alltof mörgum ísl. bók- um, stundum er leSmálið klesst, stundum grátt, stundum vantar á stafina, mismargar línur á síðu, mislahgt bil milli orða: Undanfarið hafa verið vand- kvæði á því að ná í Marxistarit á erlendum málum hér á landi. Þau koma sjaldan í bókabúðir og þá fá eintök í einu, sem fara strax. Undanfarna daga hefur fengizt í bókabúð KRON ensk útgáfa af nokkrum úrvals- ritum Marx og Engels, í tveim- ur bindum, og er ódýr, (rúmar 30 kr.). Útgáfan er óvönduð, á þunnum pappír, stríðstíma- útgáfa, en efnið er ósvikið (Karl Marx: Selected Works. 1—2. Lawrence & Wishart. London). • í fyrra bindinu eru ýtarlegar ritgerðir eftir Engels, Lenin, Stalin, Wilhelm Liebknecht og Paul Lafargue, um Morx og Marxismann. Þá koma „Þróun jafnaðarstefnunnar“ eftir Eng- els, „Kommúnistaávarpið“, stundum allt hvað ofan í öðru, stundum svo langt á milli orða að lesmálið virðist ætla að drafna sundur, — svo nefndar séu aðeins fáar algengustu mis- fellur. Þrátt fyrir hina óvönd- uðu vinnu við bókagerð hér, er mér sagt að vélar séu hér jafn fullkomnar og annarsstaðar. Eg spurði Hallbjörn Halldórs- son, sem er einn lærðastur og listfengastur prentari landsins, hver væru orsök til þessarar einkennilegu hroðvirkni sem svo almenn er í bókagerð hér. Það er taugaveiklun nútím- ans, sagði hann. Það er æsingin og hraðinn allt í kringum menn ina. Það eru bílarnir. Festina lente: flýttu þér hægt, er einkunnarorð allra sem vinna vel. Mér dettur 1 hug, hvort það mundi bæta að reka seinfærar kýr eða teyma lata hesta í hringi kringum vinnustofurnar; eða hafa skjald bökur á gólfinu. Eg sat fyrir nokkrum árum á tali við dr. Kippenberg, sem var forstjóri og eigandi Insel-Ver- lags í Leipzig, þess forlags, sem þótti gefa út einna vandaðastar og listfegurstar bækur 1 öllu Þýzkalandi. EÍg hafði fengið eina af bókum mínum nýprent- aða frá íslandi. Hann var að blaða í bókinni meðan við rædd umst við, ég var að segja hon- um sitt hvað frá íslandi. í lok samtalsins sagði hann með sín- um ljúfmannlega hætti um leið og hann rétti mér bókina mína aftur: Die Islánder sind ein liebes Völkchen, — aber druck- en können sie nicht: Islendingar eru indæl þjóð, — en prentað geta þeir ekki. Mér fannst þetta harður dóm ur um mestu bókaþjóð heims- ins. En ef við berum okkur aldr- | ei saman við annað en hið bezta i sem til er í heiminum, og kepp- I um að því einu, mun okkur tak l ast að breyta slíkum dómi, ekki í bókagerð einni, heldur á hverju sviði. H. K. L. J „Launavinna og auðmagn“, „Laun, verð og gróði“, og ýmis smárit varðandi aðalrit Marx, „Das Kapital“, söguskoðun Marxismans og heimspeki. í síðara bindinu eru rit sögu- legs efnis og er þar að finna nokkur ágætustu ritþeirraMarx og Engels. Þar er „Saga Komm- únistabandalagsins“, er getið hefur sér ódauðlegan orðstír fyrir stefnuskrána, er þeir Marx og Engels sömdu („Kommún- istaávarpið“). Þarna eru sögu- ritin „Bylting og gagnbylting í Þýzkalandi“, „Stéttabaráttan í Frakklandi 1848—50“, „Átjándi Brumaire Louis Bonapartes", „Borgarastyrjöld í Frakklandi“, „Gagnrýni Gothastefnuskrárinn ar“, auk margra smærri rita, þar á meðal fjölda bréfa frá þeim félögunum Marx og Eng- els varðandi alþjóðastjórnmál og verklýðshreyfinguna á 19. öldinni. • Ekkert af þeim gagnmerku ritum er þetta síðara bindi hef- ur að geyma hefur enn verið þýtt á íslenzku nema „Gagnrýni Gothastefnuskrárinnar11, sem Brynjólfur Bjarnason þýddi í Rétt fyrir allmörgum árum. Fyrir þá sósíalista, sem ensku lesa, er þessi útgáfa handhæg til nokkurra kynna af ritum brautryðjenda hins vísindalega sósíalisma. Þótt söguritin séu að mestu leyti um viðburði og þróun þjóðfélagsmála 19. aldar- innar, samtíma Marx og Engels, eru þau einkar lærdómsrík vegna þess hve söguskoðun Marxismans er þar beitt snilld- arlega til skilgreiningar og mats á sögulega viðburði, sem höf- undarnir voru annaðhvort á- horfendur að eða þátttakendur í. Það verður ekki nægilega brýnt fyrir sósíalistum, hve nauðsynlegt er að þeir lesi og nemi fræðirit sósíalismans, láti námið alltaf haldast í hendur við hin daglegu störf að fram- gangi stefnunnar. Það er vand- ræði hvað við eigum lítið af fræðiritum sósíalismans á ís- lenzku, en því meiri áherzlu verða þeir, sem ráða við erlend niál að leggja á lestur og nám sósíalistískra rita. Þjóðviljinn mun framvegis benda á helztu rit um sósíal- isma, alþjóðastjórnmál og verk- lýðshreyfinguna, sem út koma í nágrannalöndunum, ef verða mætti til Ieiðbeiningar um öfl- un þeirra. Helztu bókaverzlan- irnar, í Reykjavík að minnsta kosti, pánta slíkar bækur eftir beiðni, en pantanirnar eru oft lengi á leiðinni vegna stríðs- truflana á flutningum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.