Þjóðviljinn - 30.12.1943, Side 7
Fimmtudagur 30. desember 1943
ÞJÓ^VILJINN
7
færa börnum gjafir á aðfangadagskvld. Hann var góð-
mannlegur og hafði grátt, sítt skegg. En nú var hann
dapur og raunalegur.
„Það er ekki gaman að vera jólaálfur núna“, sagði
hann. „Eg er búinn með allar jólagjafirnar og enn eru.
eftir mörg börn, sem ekkert hafa fengið og fara í jóla-
köttinn. Jólagja'fir eru keyptar fyrir peninga nú orðið.
og ég á enga peninga. Það er ekki gaman að vera jóla-
álfur á svona tímum“.
Þá fór Ása litla að hugsa, og henni datt dálítið í hug.
„Komdu með mér, jólaálfur“, sagði hún. „Eg þekki
gamlan mann, sem ekki hlakkar til jólanna og getur
ómögulega skilið, hvað gaman er á jólunum“.
„Ja, nú er ég svo alveg hissa“, sagði jólaálfurinn.
„Þessi gamli maður er risi, sem býr í helli hérna
skammt frá, og hann á marga poka fulla af gullpening-
um. Hann hefur verið að safna þeim alla ævi og hafði
aldrei tíma til að gifta sig“,
Þegar þau komu inn í hellinn, kallaði Ása:
Heyrðu Mosaskeggur minn, nú skal ég kenna þér að
hlakka til jólanna.“
Risinn varð alveg hissa.
„Þú skalt gefa jólaálfinum fulla skjóðu af gullpen-
ingum til að kaupa gjafir handa börnum, svo að þau fari
ekki í jólaköttinn.“
„Ekki annað,“ sagði risinn. „Mér er alveg sama um
peningana. Ég er hættur að hafa gaman af að telja þá.“
Og risinn sótti fullan poka af peningum.
Þá varð jólaálfurinn glaður og sagði:
„Hefurðu ekki gaman af að koma með mér, þegar
ég fer með gjafirnar í kvöld, risi minn?“
Mosaskeggur tók því vel. Hann fór sjaldan að heim-
an og það gat orðið gaman.
Mosaskeggur gamli stóð fyrir utan gluggana og sá,
þegar börnin fengu jólagjafirnar, sem keyptar höfðu
verið fyrir gullpeningana hans. Og hann sagði við jóla-
álfinn á eftir: „Láttu mig vita, hvenær næst verða jól.
Ég hlakka svo til.“
Risanum leiddist aldrei framar' Hann taldi pening-
ana sína á hverjum degi og var alltaf að hugsa um, hvað
jólaálfurinn mundi kaupa fyrir þá um næstU'jól, og hvað
yrði þá gaman að horfa inn um gluggana.
(J^ÞETTA
Móðirin: Láttu mig ekki koma
að þér 1 rúsínunum oftar.
Drengurinn: Þú mátt þá ekki
ganga svona hægt um, mamma.
* I
Prófessor nokkur einhversstað j
ar erlendis var hræddur um að !
margir stúdentanna sæktu fyr-
irlestrana illa, en þekkti þá ekki
gerla í sjón. í kennslusalnuin
var súla, mikil og gild, og eitt
sæti bak við hana.
Prófessorinn hugsaði sér að
komast eftir, hverjir hefðu van-
rækt námið og stefndi öllum
nemendum til sín um vorið,
einum og einum, undir ein-
hverju yfirskyni. Þegar hann
hafði rætt við þann síðasta,
sagði hann, eins og af hendingu:
„Mér finnst ég ekki kannast
við yður í sjón“.
,,Eg hef alltaf setið bak við
súluna“, sagði pilturinn.
„Þér eruð sá tólfti, sem hefur
setið bak við súluna 1 vetur“,
sagði prófessorinn. „Það hlýtur
að hafa verið þröngt um ykk-
ur“.
Drengurinn: Hversvegna ertu
farinn að hærast, pabbi?
Faðirinn: Það verða allir grá-
hærðir, sem eiga óþekka syni.
Drengurinn: Afi er samt
miklu gráhærðari en þú.
A: Fjnnst þér hún ekki falleg?
. B: Fegurð hennar nær ekki
inn úr skinninu. *
A: Það er mér líka nóg. Held-
urðu, að ég sé mannæta?
SKÁLDSAGA ^
7 OH AN FALKBEllGET
* -'X !?*•* PP*
vio i\olhn
hugsaði um svefn. Snemma í
morgun kom hann heim frá
vinnunni og fleygði sér niður
á hálmsængina án þess að taka
af sér skóna. Hann lét aftur aug
un.
En nú gat hann ekki sofnað.
Honum fannst blóðið þjóta í æð
unum við gagnaugun og það
hélt fyrir honum vöku. Þann-
ig lá hann fram eftir degi. Þá
fór hann á fætur, tók af sér
skóna og fleygði þeim langar
leiðir. Þar næst þvoði hann sér
úr ísköldu vatni. Það hrefesti
hann ofurlítið.
Hann settist framan við ofn-
inn og starði inn í eldinn gegn-
um rifu á ofnhurðinni. Loginn
lék sér að viðnum í gáska, og
það heyrðist hægur þytur í reyk
háfnum. Það var ró og værð í
þessum þyt. Unaðslegur svefn-
höfgi
En þá var kominn tími til
að fara aftur til vinnunnar.
Hann þurrkaði rykið af rúðunni
með hendinni. Augu hans leit-
uðu fjallanna. Lengst í norðri
óx birkiskógur í dalverpi inn á
milli fjallanna. í vesturátt var
önnur náma með löngum, dimm
um göngum inn í fjallið.
Það var að koma él.
Hann heyrði marra í snjón-
um. Hávaxinn maður gekk fyrir
gluggann. Hann vár í gráum,
skósíðum vaðmálskufli og girtur
ól með látúnshringju. Á höfð-
inu hafði hann rauða topphúfu.
sem náði niður fyrir eyru. Grátt
hárstrí sást framundan húfunni.
Hann minnti á skógarbjörn
gangandi á afturfótunum.
Hann var eftirlitsmaður í nám
unni og nú var hann kominn
til að vekja þá, sem áttu að
vinna í nótt. Hann hringdi stórri
klukku, sem hékk uppi í turni
og gnæfði yfir hreysi námu-
mannanna.
Eftirlitsmaðurinn greip
klukkukaðalinn. Hann kiknaði
í knjánum í hvert skipti, sem
hann kippti í kaðalinn. Að öðru
leyti stóð hann teinréttur. Hann
hringdi lengi. Klukknahljómur-
inn var dimmur og þunglama-
legur, eins og hann hefði dreg-
ið dám «að veðrinu.
Jón gekk frá glugganum. í
eldaskála námumanna sváfu
þeir, sem áttu að fara til vinnu,
enn á hálmfletum sínum. Þeir
höfðu ekki vaknað við hringing-
una. Á miðju gólfi stóð langt
borð. Þar stóð stúlka og þvoði
matarílát. Hún hét Elín og var
kölluð Elín eldabuska..
Elín var um tvítugs aldur.
Hún var feitlagin, klædd pilsi
og treyju, sem hvorttveggja var
mjög slitið. Ljósgult hár hennar
þyrlaðist ógreitt um ennið. Hún
þvoði krúsirnar og bollana ræki
lega með dulu og raðaði svo öllu
á borðið. Öðru hvoru kastaði
hún til höfðinu, því að hárið
sólti niður fyril* augun. En
stundum varð hún að strjúka
það frá með blautri hendi.
Við ofninn sat gamall maður
og skar tóbak. Það var Hans
frá Móum. Hann var elztur allra
námumanna. Hár hans og skegg
var orðið hvítt eins og jökull-
inn. Það var langt síðan hann
hafði haldið á hamri. En nann
hafði unnið svo lengi í námunm
að hann gat ekki slitið sig það-
an. Gamli maðurinn var ekki
með öllu ósjálfbjarga enn. Hann
átti svolitla búð og seldi þar
tóbak og fleira smávegis. En
þegar hann var ekki í búðinni,
sat hann þarna við ofninn,
tuggði tóbák og sagði frá endur-
minningum sínum.
J ón gekk að einu fletinu og
tók har.díylli sína í skyrtu-
brjóst mannsins, sem svaf þar.
Það var Marteinn Finni. Hann
hraut með opinn munninn.
„Upp með þig, Finnaþrjótur“,
sagði hann. Marteinn spratt á
fætur, en hann settist niður aft-
ur og nuddaði augun.
„Fjandinn sjálfur“, nöldraði
hann.
„Það var hringt, Marteinn“.
Jón fór frá honum og settist
við borðin. Hann tók brauð og
smjörlíki upp úr kistu sinni,
setti það á borðið fyrir framan
sig og horfði lengi á það.
Hann langaði ekki í matinn,
ekki þetta gamla brauð og fúlt
smjörlíki. Annan mat hafði
hann ekki séð lengi.
Elín eldabuska lauk við að
þvo ílátin og þurrkaði sér um
hendurnar á pilsfaldinum. Hún
var hjólbeinótt. Þegar hún hafði
þurrkað sér, hellti hún kaffi í
bolla og færði Jóni. Hún yrti
ekki á hann, en horfði á hann
græðgislegu augnaráði um
stund.
Marteinn Finni snaraðist fram
úr rúminu. Það hékk hálmur í
fatagörmum hans. Hann hristi
sig eins og dýr skógarins, þegar
þau rísa úr bæli sínu. Marteinn
settist líka við borð og fór að
naga grjóthart brauð. Hann átti
ekki annan mat og það var hálf-
ur mánuður frá því hann eyddi
sínum síðasta eyri. Lánstraust
hans hjá Hansi var lítið. Mar-
teinn Finni lapti fátæktina úr
skel.
Allir þögðu. Þeir sátu þarna
margir sótugir menn, hengdu
höfuðið syfjaðir og steinþögðu.
Jón hellti svörtu kaffi 1 skál,
blés á það og drakk það í löng-
um teygum, án þess að snerta
skálina méð höndunum. Þreyt-
an náði valdi yfir honum. Hann
sá allt í grárri móðu. Öll hljóð
virtust eins og þau kæmu langt
að.
Hann kveið fyrir að fara að
vinna. Löng nótt var í vænd-
um, kuldi, strit. Hann gat varla
afborið þá hugsun. að ekki
kæmi morgunn, íyrr en nóttin
væri liðin. Hver klukkustund
við grjótkvörnina var löng.
Hann átti eftir að horfa stöðugt
á þetta sama — stáltennur
kvarnarinnar bryðja málmgrjót
ið, — heyra þetta sama — hvin
hjólanna — finna gustinn af
þjótandi renniböndum ......
Höfuð hans hneig niður á
borðið.
Lamandi kvíði.
Idann hlaut að verða blautur
í nótt í þessum krapasnjó.
Grjótið var egghvasst. Það reif
oft fingurnar til blóðs. Svo sett-
ist steinrykið í skurfurnar. Þá
sveið eins og af salti.
En honum var ekki undan-
komu auðið. Honum var vél-
komið að vinna bæði sofandi og
sjónlaust, bara ef hann vann.
Svefn!
Höfuðið var þungt. Það var
engu líkara en steinn væri inn-
an í höfðinu á honum. Ef hann
bara fengi að sitja svona við
borðið, 1 stað þess að fara út!
Það hefði verið gott — dásam-
legt. Svefninn var að dreifa
hugsununum. Þær svifu í lausu
lofti ..... Nú var langt síðan
hann var drengur og mátti fara
snemma að sofa á ‘kvöldin,
heima hjá mömmu sinni.
Þá var gott að lifa. Mamma!
Hún var komin til hans. Hún
kraup við rúmstokkinn hans
og bað guð að senda engla til
að vaka yfir drengnum sínum.
Err nú kraup einhver við hlið
hennar — barn með blá augu.
Nei, það var Dagbjört. Hún bað
líka fyrir honum.
Hann sá litlu stofuna með
timburþiljunum, blámálaðri
hurð og blámálaðri gluggagrind.
Gólfið var þakið grænum eini.
En hvað barrið var hvítleitt í
sólskininu! Ofninn var úti í
horni og þar lá reykháfurinn
upp 1 bakið, grár og gildur.
í öðru horni var gamall skáp-
ur. Klukkan h<jkk á veggnum.
Það var klukka með þungum
málmlóðum.
Honum varð eitthvað svo erf-
itt um andardráttinn og augna-
lokin fóru að titra.
Mamma — þú ættir bara að
vita, hvað mér líður illa. Það
vaka engir englar yfir drengn-
um þínum. Ónei, það eru ekki
englar, sem hafa gætur á mér.
Það eru bara vondir og vinnu-
harðir menn. —
En þá sá hann þær báðar aft-
ur. Þær krupu við hlið hans,
móðir hans og Dagbjört.
Hann hafði sofið. Þetta var
draumur.
Marteinn Finni tók í öxlina
á honum: „Þú verður að vakna“.
Hann reis á fætur og það fór
um hann kuldahrollur. Tenn-