Þjóðviljinn - 15.02.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.02.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Fimmtíu konur. Blákaldar tölurnar segja stundum íurðu fróðlegar sögur. — Fimmtíu konur — sjö þúsund eitt hundrað og einn fullorðinn karlmaður — fjörgur þúsund eitt hundrað þrjá- tíu og átta börn. Þér finnst, lesari góður, sennilega ekkert merkilegt við þessar tölur, svona fljótt á litið, en þegar þú færð að vita, að þær tákna tölu þeirra mannvera, sem komu á lestr arsal Bæjarbókasafnsins árið 1943 báðu um bók og settust við lestur, held ég að við hljótum að verða sammála um það, að þessar tölur segja athyglisverða sögu. Piltar og stúlkur Eitt er það, sem þessar tölur þegja tim, sem segja þyrfti. Þær segja okkur, að 4138 börn hafi komið á safnið til lestrar. Hvað i voru drengirnir margir? Hvað voru stúlkurnar margar? Um það þegja tölurnar. Hinsvegar vita allir, sem i til þekkja, að stúlkur eru ekki fá- mennari í þessum- hóp en piltam- ir. Hvernig stendur þá á, að hlut- fallið breytist svona herfilega þeg- ar til fullorðinsáranna kemur — ’ fimmtíu konur á móti sjö þúsund eitt hundrað og einum karlmanni. Hafa konur betri aðstöðu til lestrar heima en karl- menn? Þessari spurningu hlýtur að verða svarað neitandi, og ekki aðeins það, allir vita, að aðstaða konunnar til lestrar á heimilunum er mun verri en karlmannsins, það væri því eðli- legt, ef gengið er út frá, að lestrar- löngun kvenna sé engu minni en karla, eins og ætla má, samkvæmt reynslu barnanna, ættu konur að sækja þessa lesstofu meira en kari menn. Skýringin á þessu fyrirbæri virðist því blátt áfram vera sú, að konur eru svo bundnar við ým- iskonar störf, að þær hafa nær engar fristundir. Búðarmaður, búðarstúlka. í búðinni stendur karlmaður og kvenmaður hlið við hlið. Kven- maðurinn er í flestum tilfellum jafndugleg, jafnveT duglegri að selja vörur en karlmaðurinn. Búðar maðurinn fær allt að tvöfalt hærra kaup en búffarstúlkan. Þannig er þetta einnig Á skrifstofum, i verk- smiðjum og víðar. Þegar búðarmað urinn hefur lokið störfum sezt hann að matborðinu, heldur siðan heim í herbergið sitt, einhver kvenmaður hefur fágað það og prýtt, þvegið fötin hans, gert við þau, og skilað öllu í röð og reglu, og búðarmað- urinn á kvöldið sjálfur, eins og vera ber. Hann ver því til skemmt- ana, bókalesturs, félagsstarfsemi eða íþróttaiðkana, allt eftir því, sem áhugi hans og menning býður honum. En hvað þá um búðarstúlkurnar?* Það er ekki alveg víst að þær telji sig hafa ráð á að kaupa fulit fæði. í mörgum tilfellum fer búðar- stúlkan beint heim frá vinnustaðn- um, eldar kvöldmat á lítilli suðu- hellu, eða jafnvel á pressujárni. Þegar því er lokið þarf hún að þrífa herbergið, þvo fötin sín, gera við þau, og þegar allt þetta er búið eru frístundimar farnar. Þó að búðarmaðurinn og búðar- stúlkan hafi hér verið tekin sem dæmi, er sagan hin sama hvar sem karlmaður og kvenmaður vinna hlið við hlið. Afköstin eru jöfn eða svipuð, kaup karlmannsins nærri því tvöfalt hærra en kon- unnar, frístundir karlmannsins talsverðar en konunnar engar. Húsbóndinn og húsmóð- irin. Þá eru það hjónin. Þau SKipta oftast með sér verkUm þannig, að húsbóndinn aflar tekna með vinnu sinni utan heimilis, en konan sér um hfc’milisstörfin. Húsbóndinn hefur ákveðinn, takmarkaðan vinnu dag, kvöldið á hann löngum sjálf-. ur, en konan hún á aldrei frí, enga stund fyrir sig. Þannig er jafnrétti karla og kvenna. Þannig er jafnrétti karla og kvenna á íslandi á því herrans ári 1944, þannig er það í framkvæmd. Grundvallarhugsunin virðist vera sú, að konan eigi að vera á fram- færi mannsins, þessvegna er henni ekki ætlað nema hálft kaup á við hann, en í staðinn á hún að vera í æfilangri þrælavinnu hjá karl- manninum, svo á hann að vera ó- sköp kurteis við hana, standa upp fyrir henni í strætisvagni, bjóða henni einstaka sinnum á skemmt- anir, en guð náði oss ef hún leyf- ir sér að bjóða honum, sem sagt konan á að vera i þjónustu karl- mannsins, en hann á að vera ó- sköp góður við hana, eins og kött- inn sinn. Svona er jafnrétti í framkvæmd. Er það furða þó hlutfallið sé fimm- tíu á móti sjö þúsund eitt hundrað og einum á menningarmiðstöðvum bæjarfélagsins? Þetta var nú annars. allt út af Bæjarbókasafninu, en um það og stjórn íhaldsins á því, en margt hægt að segja, en það er önnur saga og kemur siðar. íVIltaf bregðast einhverjir Engin þjóð er svo hamingjusöm, að með sannindum verði um hana sagt að hún eigi „eina sál“ á hin- um miklu timum þegar hnútar ör- laganna eða hvað við nú viljum kalla það, eru leystir. Ekki eru Islendingar undantekn- ing hvað þetta snertir, síður en svo. Á öllum hinum örlagaríkustu tímum í sögu þjóðarinnar, hafa einhverjir brugðist málstað hennar, fleiri eða færri. íslendingar hafa brugðist hinum íslenzka málstað, og hyllt erlendan málstað. ídageru það. ,,undanhaldsmenn“, eitt sinn voru það ,,konungkjörnir“. En skáldin hafa túlkað hugsjónir þjóðarinnar Þjóðin hefur verið þessum fá- vísu sonum þung í skaufi, og skáldin hafa túlkað hugsanir henn- ar .í þeirra garð, oft á þann veg að aldrei gleymist. „Fávisu syn- irnir“ gleymast en dómurinn um í þá lifir, og þjóðin gengur götuna fram á leið, eins og þeir hefðu aldrei fæðst. Séra Bjöm Halldórsson í Laufási langafi Klemensar Tryggvasonar j hagfræðings oríi á sínurn tíma ljóð I um þá konungkjömu, í ■ því voru | þessi erindi: i „Eg er konungkjörinn'1 Eg er konungkjörinn — karl minn segi eg þér, — enda upplykst vörin, efri og neðri á mér, aldrei nema á eina lund eftir því, sem þóknast bezt þjóð' við Eyrarsund. Síðastliðið sumar skipaði rík- isstjórnin nefnd til að gera til- lögur um skipun launamála starfsmanna ríkisins. Var nefndin skipuð eftir kröfu Alþingis og valin með tilliti til þess að árangur gæti orðið af störfum hennar, ef henni tækist að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Var hún skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka, ríkisstjórnar og fulltrúum Bandalags starfs- manna ríkis- og bæja. Nefndin mun nú hafa skil- að áliti fyrir nokkru og hefur ekki komið fram nema eitt álit frá henni, undirritað af 6 af 7 nefndarmönnum . Sjöundi nefndarmaðurin, full trúi Framsóknarflokksins, sem ekki skrifaði undir álit meiri- hlutans mun þó ekki hafa skil- að séráliti og má því segja að nefndin sé óklofin Þá er það og vitað, að nefnd armenn hafa haft allnáið sam- band við þá aðila, er þeir voru mættir fyrir og virðist því eðli legt að gera ráð fyrir, að að þessu nefndaráliti standi óskipt ir þessir aðilar: B. S. R. B.,núverandi ríkis- stjórn, Sósíalistaflokkurinn, Al- þýðuflokkurinn og mikill hluti Sjálfstæðisflokksins og jafnvel allur, en Framsóknarflokkurinn hefur hinsvegar ekki opinber- lega lýst sig mótfallinn áliti nefndarinnar Þá liggur og fyrir skýlaus yf- irlýsing Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins um fylgi þeirra við málið, bæði í blöðum þess- ara flokka og samþykktum mið- stjórna. Annað blað Sjálfstæðis Tillaga um birtingu veðurfregna Pétur Ottesen flytnr i sameinuðu þingi Lilliigu um veðurfregnir, svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að slcora á rík- isstjomina að freista þess að fá því til vegar komið að veðurstofan fái ‘aðstöðu til að láta landsmönnum í tc veðurfregnir og veðurspár, er að haldi megi koma“. Eg er konungkjörinn klefa hjartans í hrikta líka hjörin hvert sinn eftir því, sem í Höfn þeir hvessa sig. Þaðan sérhvern sólarvind soga ég í mig. Eg er konungkjörinn kvíða engan ber varla veltur knörinn — verk er hólpið mér, — ríkisþing og ráðgjöfum annast danskan íslending, eins og rakkann sinn. Eg er konungkjörinn kross og nafnbót fæ í mér eykst svo mörinn að eg skellihlæ — hlæ þótt gráti þjökuð þjóð — fyrir danska sæmd og seim sel eg íslenzkt blóð. Þriðjudagur 15. febrúar 1944. Hlöðver Sígurðsson: Hlöðver Sigurðsson. flokksins í Reykjavík, dagblað- ið Vísir, hefur einnig í forustu- grein gefið samhljóða yfirlýs- ingu og sjálfstæðismennirnir Jakob Möller og Magnús Gísla- son hafa skrifað undir hið sam- eiginlega álit nefndarinnar, en engin rödd hefur komið fram úr Sjálfstæðisflokknum, er túlki i hið gagnstæða. Það er því á- stæða til að ætla, að þrír flokk ar þingsins eða rúmir % þing- manna ásamt ríkisstjórn séu málinu fylgjandi. Þar sem málið lítur þannig út á yfirborðinu, kemur okkur starfsmönnum ríkisins einkenni lega fyrir sjónir, hve málið virðist ganga seint og áhugi fyr- ir því vera lítill af hálfu Al- þingis og ríkisstjórnar, og vilj- um við þó ekki væna þessa a'ð- ila um óheilindi að óreyndu máli. Eftir reynslu þeirri, sem við höfum af málum þessum undan- farin ár, mun enginn lá okkur þótt við fylgjumst af athygli með málinu og setjum það á minnið, hverjir drengilegast bregðast við því, en vonandi verða þeir margir. En hvaða ástæða er nú til að afgreiða launamálið strax á þessu ári? Síðastliðið sumar lýsti ég því dálítið í viðtali við Þjóðvilj- ann, hvert öngþveiti ríkir nú í launagreiðslum ríkisins. Hve flókið það kerfi er og hve mis- ræmið er mikið. Eg mun nú endurtaka fátt af því, en að- eins geta þess, að flest laun eru nú í allt að því 10—12 lið- um og er ekki á færi nema sér- fræðinga að ráða fram úr því öngþveiti. Ef svo heldur áfram rekur að því að setja verður á stofn kennarastól í þeim fræðr um við Háskóla íslands. Eg skal hinsvegar lítið eitt minna á það misræmi og órétt læti, sem nú á sér stað um launagreiðslur. Flestar hinar eldri stéttir em- bættismanna eru mjög illa laun aðar, svo sem kennarar, prest- ar og læknar í strjálbyggðum héruðum. Starfsmenn ríkisstofnana eru yfirleitt mikið betur launaðir, einkurri forstjórarnir, en auk þess er þeim mörgum veitt há- launuð aukastörf, sem sum eru jafnvel þannig vaxin, að þau ættu að vera innifalin í starfi þeirra sjálfra án nokkurrar ser- stakrar greiðslu, og getur verið að ég fari nánar út í það siðar, ef ástæða þykir til. Nú læt ég nægja að geta þess að á oenn- an hátt hafa margir þeirra kom izt upp í gífurlegar tekjur, jafn- vel um og yfir 40 þús. kr. og er þó vitanlegt að sumir þeirra hafa auk þess drjúgar tekjur í hinu svonefnda ,bisness“-lífi. Aftur á móti eru laun sumra svo lág, að ómögulegt er af þeim að lifa, og skal ég nú sýna dæmi þess. Gríp ég því niður, þar sem, ég er kunnugastur, en það eru laun kennarastéttarinnar. Þó vil ég geta þess, að þótt kennara- stéttin, einkum barnakennarar- og kennarar gagnfræðaskóla og héraðsskóla, séu líklega allra lægst launuðu menn í þjóðfé- laginu, þá eru þó ýmsir litlu betur á vegi staddir. íslenzka þjóðin hefur lengi stært sig af því að vera menn- ingarþjóð, en þó hefur líklega engin þjóð í öllum heimi búið jafn illa að kennurum sínurn. Kennari við þorpsskóla, sem starfar í 9 mánuði hefur í grunn laun frá kr. 261,28 til 326,38 á mánuði. Skólastjóri sama skóla frá kr. 312,25 til 377,35 á mán. Kennarar við kaupstaðaskóla s. s. Siglufjarðar hafa í grunnlaun. frá kr. 302,92 til kr. 433,18 á mánuði og skólstjórar við sama skóla rúmar 530 krónur á mán- uði. Þessir starfsmenn bera á- byrgð á menntastofnunum með 400—700 nemendum og eru laun skólastjóranna jafnhá launum bílstjóra við mjólkursamsöluna. Á þessum sama tíma eru grunnlaun iðnaðarmanna um 630—700 kr. á mánuði og verka manna yfir 400—500 kr. Afleiðingar þessara lágu launa eru óhjákvæmilega þær að fleiri og fleiri yfirgefa þetta starf. Nú vantar um 70 sérmenntaða kennara og nemendatala Kenn- araskóla Islands er hríðfallandi en námskröfur kennara eru auknar og væri ekki nema allt gott um slíkt að segja, ef laun- in færu eftir því, en nú er kenn aranámið orðið sex ára nám. Það eru því allar líkur til að bráðlega reki að því að loka verði öllum barnaskólum og héraðsskólum landsins. Við erum réttilega stoltir af bókmenntum okkar, fornum og nýjum, og hafa margir á það bent, að þar væri okkar helzta landvörn, en nú lítur helzt út fyrir að við hættum að kenna börnunum lestur. Væri þá ekki athugandi, hvort ekki væri reynandi að seíja útgáfurétt allra okkar bókmennta úr landi og kaupa inn í þeirra stað ein- hvern þarfavarning t. d. gler- kýr. Hlöðver Sigurðsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.