Þjóðviljinn - 15.02.1944, Síða 3

Þjóðviljinn - 15.02.1944, Síða 3
Þriðjudagur 15. febrúar 1944. Háttvirt Úthlutunarnefnd! Dýru félagar og vinir! Þótt ég stíli eftirfarandi línur til ykkar í eigin nafni og skrifi einn undir þær, langar mig til að biðja ykkur að gera vkkur í hugarlund, að svipaðar hugsanir og spurningar og hér koma fram muni hreyfa sér í hugum ýmsra félagsmanna Hithöfundafélagsins — og ef til vill margra annara, sem láta sig bókmenntir einhverju varða. Það er kunnugra en svo, að á- stæða sé til að rninna á það, að fyrir nokkrum árum hófum við í „Félagi íslenzkra rithöfunda'", eins og félag okkar hét þá, ásamt öðrum félögum í Bandalagi íslenzkra listamanna, andstöðu gegn því, er okkur fannst vera yfirgangur og óréttlæti gagnvart rithöfundum og öðrum listamönnum. En okkur fannst „Menntamálaráð lslands“ gera sig bert að þessu, eftir að Al- þingi hafði afhent því óskorað vald til úthlutunar á opinberu fé til bókmennta og lista. Aðalkröfur okkar voru, að fast- ir styrkir yrðu teknir upp aftur á 18. gr. fjárlaga ríkisins eins og áður liafði átt sér stað, að „Mennta málaráð“ hætti beinum afskiptum af málefnum listamanna og að út- hlutunarvaldið hyrfi að mestu aft- ur til Alþingis, eins og líka virðist vera lang eðlilegast undir öllum .kringumstæðum. Eins og kunnugt er féllst Alþingi •ekki á þessar kröfur, heldur valdi það þá leið að veita vissa upphæð til bókmennta og lista. — „Mennta málaráð“ skyldi skipta upphæðinni hlutfallslega milli hinna ýmsu list- greina, en stéttarfélög listamanna annast úthlutun til einstaklinga, hvert í sinni grein. Það var því hægt að segja, að í raun og veru gengi Alþingi lengra en við höfum farið frarn á í kröf- um okkar. — Nú var það í hönd- um listamanna sjálfra að úthluta fénu innan þeirra takmarka, sem fjárlög ríkisins settu. Sérstakir trúnaðarmenn voru valdir í hverju félagi — og þarf ekki að efa að til þess kjörs hafi verið vandað og þeir menn kosnir, sem félögin treystu best til þess að inna af hendi þetta vandasama verk, sem allir vissu að úthlutun- in mundi verða. — Einnig verður að ætla, að þeir menn, sem nutu þessa mikla trúnaðar félaganna og tóku starfið að sér, hafi verið sér "þess fullkomlega meðvitandi, hvað af þeim yrði heimtað að því er snerti heilbrigða dómgreind og fullkomna réttsýni í starfinu. í raun og veru átti það líka að vera fullkomlega útilokað að neitt af þeim mistökum og misfellum, sem „Menntamálaráð“ hafði verið sak- að um, gætu endurtekiíS sig. Mér er ekki kunnugt um, hvern- ig þetta hefur tekist í hinum félög- unum. En hjá okkur i Rithöfunda- félaginu fór það nú svo, að við fyrstu úthlutun, í fyrra, bar þegar á nokkurri óánægju með gerðir nefndarinnar meðal félagsmanna, onda varð úthlutunin fyrir tals- verðri gagnrýni í blöðum ■— frekar vinsamlegri gagnrýni yfirleitt að vísu, þar sem það álit kom fram, að starf nefndarinnar gæti staðið tn bóta. Sömu eða líka skoðun munu þeir óánægðu innan Rithöfunda- félagsins yfirleitt hafa haft. Og því mun nefndin hafa verið endur- kosin í vetur, að féíagsmenn hafa ÞJÓÐVILJINN Friðrife Asfnundsson Brcfeban; Opið bréf til ðthlutunarnefndar og ann ara félaga f Rithðfundafélagi íslands viljað gefa henni nýtt tækifæri. — Nefndin hefði líka átt að vera far- in að átta sig betur á hlutunum eftir reynslu fyrra ársins og þeim bendingum, sem hún hlýtur að hafa fengið frá félagsmönnum. — Að einu leyti varð þó starf nefnd- arinnar í fyrra félaginu til tjóns og bakaði því álitshnekki: Gunnar Gunnarsson skáld sagði sig úr fé- laginu. og jafnvel nefndinni sjálfri var það ljóst, að það voru hennar aðgerðir, sem höfðu orðið þess valdandi. Þeir félagsmenn, sem óánægðir voru i fyrra — og ef til vill höfðu ástæðu til þess — kusu þó ekki að fylgja fordæmi Gunnars Gunn- arssonar og segja skilið við félags- skapinn. Þeir treystu því, að störf nefndarinnar stæðu til bóta og, eins og áður er sagt, þeir vildu gefa henni nýtt tækifæri. Hvernig hefur svo nefndin notað þetta tækifæri? Höfum við, sem í fyrra lögðum okkur í lima til þess að bera í bætifláka fyrir nefndina í viðtölum við miður ánægða félagsmenn, feng ið vonir okkar uppfylltar — eða hefur nefndin gert okkur til skamm ar? Verkin sýna merkin. Hafi úthlutanir „Menntamálaráðs íslands“ á sínum tíma verið mörg- um manni óskiljanlegar, hvað verð ur þá sagt um þessa síðustu út- hlutun, sem nefnd Ritliöfunda- félagsins sjálf hefur gengið frá, að fenginni ársreynslu — og með öll víti „Menntamálaráðs“ til varnað- ar fyrir augum? Hvað eftir annað, þegar farið er yfir úthlutunarlista nefndarinnar, blasa við atriði, sem virðast vera öllu mannlegu hyggjuviti um megn að skilja eða útskýra. — Skulu hér nefnd eins og tvö eða þrjú dæmi þessu til skýringar: Magnúsi Ásgeirssyni er úthlutað 3600,oo krónum. Jafnháa upphæð fá þeir Guðmundur Kamban og Jóhannes úr Kötlum, Jakob Thor- arensen fær 2400,00 krónur, og Jón Magnússon — einar — fimmt- án hundruð! Eftir Guðmund Kamban liggur fjöldi af leikritum og skáldsögum, og hann hefur verið — og er — talinn einn af fremstu skáldum þjóðarinnar, bæði heima og erlendis. Eftir Jóhannes úr Kötum liggja 6 ljóðabækur og 2 allmiklar skáld- sögur, og það er ekki of djúpt tekið í árinni þá sagt sé, að frá því fyrsta að bók kom út eftir liann og fram á þennan dag, hefur liann verið talinn einn af bestu ljóðskáldum ókkar. Alveg það sama gildir, þegar lit- ið er á þá Jakob Thorarensen og Jón Magnússon — Jakob hefur gefið út 10 bækur — þar af 7 ljóða- bækur — síðan 1914. er fyrsta bók hans kom út. Eftir Jón Magnússon liggja 4 ljóðabækur — þrjár þeirra stór og mikil verk — Og öll hafa ljóð hans orðið ástsæl meðal þjóðarinnar. IJm Magnús Ásgeirsson er það að segja. að frá hans hendi mun J vera til ein Ijóðabók — Htil — frá yngri árum lians. Síðan hann náði þroska sem skáld hefur liann eingöngu fengist við þýðingar aðallega ljóðaþýðirigár — cftir ýms erlend skáld. Hann hefur unnið sér þann orðstír að vcra talinn rnjög snjall þýðandi, og vafalaust hefur hann fært okkur mikil verðmæti með túlkun erlends skáldskapar á íslenzka tungu — þótt hann sé engan veginn einn um það. — Séð frá þessu sjónarmiði eru því þær 3600,oo kr. sem hann fær i sinn hlut, fráleitt neitt, sem hægt er að sjá ofsjónum yfir. En skoðað í hlutfalli við þau skáld, sem að ofan eru nefnd, virðist dálítið öðru nváli að gegna. — Þar hlýtur sú spurn- ing að vakna, hvort þýðingar úr erlendum málum liafi meira gildi fyrir íslenzka menningu en ágætis verk frumsamin á íslenzku — og ef svo er — hvers vegna þá að vera að styrkja þá, senv frum- semja? Það er af nógu að taka í erlendum bókmenntum til að þýða. — Yrði nú svarið hinsvegar á þá leið, að íslenzkri menningu sé fullt eins mikill eða meiri fengur í góðu frumsömdu verki íslenzku en jafn- vel hinni bestu þýðingu, þá vand- ast málið. — Er þá hér ekki að ræða um ofmat á einum og vaiv mat á öðrum? Eða hafa ljóð þeirra Jóns Magnússonar og Jakobs Thorarensen langtum minna gildi fyrir íslenzka þjóð, heldur en þýð- ingar úr erlendum málum? Steinn Steinarr fær 3000,oo kr. —Steinn Steinarr er ungt og upp- rennandi skáld, sem yrkir aá mörgu leyti alveg prrýðilega. Ef til vill kemst hann með tímanum í tölu höfuðskálda. Það er því ekki hægt að segja, að hann sé ekki vel að þeirri upphæð kominn, sem honurn er úthlutað, ef ekki þyrfti að taka neitt tillit til hlutfalla nvilli hans og annara skálda. — En sjálf- sagt væri það nú að draga dár að honum ,ef farið væri að bera hann saman við þá Jakob Thorarensen og Jón Magnússon, og halda því fram, að hann sé kominn svo langt fram vir þeim í skáldlistinni, sem munurinn er á upphæð þeirri, sem honum er ætluð og þeim. — Á Jóni Magnússyni nvunar það rétt- um helmingi! Satt. að segja virðist það öllu mannviti ofvaxið að út- skýra þennan inikla mun —- en kannski að úthlutunarnefndin skilji það? Elínborgu Lárusdóttur er út- hlutað 1500,oo krónum. — Sala á bókum Elínborgar sýnir, að hún er nvi meðal rnest' lesnu og vin- sælustu rithöfunda hér á landi. Það virðist því — fyrir augum venjulegra dauðlegra manna — _ vera lílil ástæða fyrir því, að hún sé metin nvinna cn 24-hundruð- króna-skáldin*— eins og t. d. Olaf- ur Jóh. Sigurðsson, að minnsta kosti, án þess að ég vilji á nokk- urn hátt draga vir verðleikum lians eða annara, er fá þá upphæð. Nú hafá verið nefnd nokkur dæmi unv starf néfndarinnar, déemi. senv eiginlega öll sýna það sama, og öll þyrftu skýringar, ef félags- nvenn í Rithöfundafélaginu og landsnvenn almennt ættu að eiga þess kost að geta skilið vinnubrogð hennar eða hugsanagang. En það er langt frá, að nveð þessu sé tæmt allt það, sem skýringar þyrfti nveð. — Hér skal aðeins farið nokkrum orðum um þá, sem „utangarðs“ verða hjá vithlutunarnefndinni: Nefndin segir í greinargerð sinni, að 6 nvenn, senv notið hafi styrks í fyrra, séu nvi felldir niður. — Ilvers vegna? — Og þar við bætast nokkrir prýðilegir höfundar, senv ekki hafa notið styrks og aldrei fá notið sín, vegna þess að þeir geta aldrei sinnt ritstörfum nema þá stund og stund í einu. Um flesta þessa nvenn, bæði þá, sem nefndin hefur fellt niður frá i fyrra og hina, er. það kunnugt, að starfi þeirra og högum í þjóðfélaginu er þannig háttað, að jafnvel lítill styrkur er þýðingarmikill fyrir þá. Lítill styrkur getur bjargað fyrir þá nokkrum vikunv á ári til rit- starfa, annars eru þeinv í raun og veru allar bjargir bannaðar í þeinv efnunv. Hefði nú verið til of naikils ætlast, þegar úthlutunarvaldið á rithöfundalaunum kom í hendur rithöfundanna sjálfra, að tekið hefði verið ofurlítið riieira tillit til einmitt þessara manna, en áður hafði verið gert? Reynslan sýnir, að hér er gengið í þveröfuga átt. Eg ætla ekki að telja upp nöfn þeirra nvanna, senv hér er átt við, enda þótt þau séu öll þjóðinni vel kunn. — En ég get ekki stillt mig um að spyrja: Hvers á skáldið Jakob Smári að gjalda hjá öllunv, sem fara með úthlutun rithöfunda- fjár, að hans skuli aldrei vera minnst? Þá kenvur að þeim lið í störfum nefndarinnar, sem sennilega vekur mesta undrun, og þar sem. völund- argangarnir í hugsanaferli hvmnar verða hvað mest órannsakanlegir. Er þar að ræða um hina frvimlegu nýsköpun hennar — „verðlauna- flokkinn"". Auðvitað eru það ekki nema smámunir, senv naumast tekur því að um sé talað, að í fjárlögum rík- isins, senv farið er eftir, er engin fjárveiting til „verðlauna'" i þessvi sambandi, og heldur ekki staf- krókur fyrir heimild til að verja nokkrum hluta fjár þess, sem veitt er til bókmennta, á þann hátt. — Ef til vill gætu félögin sjálf, sem hér eiga lilut að nváli, með fundar- samþykktunv heinvilað að taka nokkvirn hluta fjársins frá til verð- launaVeitinga. — En frá llithöf- undafélaginu liggur engin slík sanv- þykkt fyrir. Úthlutunarnefndin hef ur því ekkcrt unvboð frá neinum l il þess að starfa sem „vevðlauna- nefnd'". eða ?em nokkurskonar yfirdómstóll un. einstök ritverk raantuv. Það \a!d licfur hún veitt sér sjálf. Af óskiptr jvvi fé. sun henni er trúað fvrir til úl.hlutunnr, tekur hvin nokkur þúsund krónur og fer ineð nánast eins og vun einka eign hennar vten að ræð.i. - - Ilver skilur nú jvcssar kúnstir? Og hver skilur tilgang „verð- launanna“? Hvers vegna í ósköp- unum þarf að kalla fjárveitingu til skálda eins og Halldórs Stefáns- sonar og- Þóris Bergssonar — og allra hinna, senv hér eiga hlut að máli — „verðlaun“? Eru þeir ekki verðir jvess að njóta venjulegra höfundalauna? Eða á þett.a að vera eitthvað „extra fínt“ fyrir þúp Jafnvel maðurinn, seni fær verð- lauvv (hátt upp í öll skáldalaun Jóns Magnússonar) fyrir eina til- greinda smásögu — hvað gat verið því til fyrirstöðu, að hann nyti skáldalauna? Fljótt á litið virðist Ilalldór Kilj- an Laxness hafa þarna sérstöðu, þar senv hann fær 2500,00 króna „vcrðlaun" fyrir bók sína, „íslands- klukkan"', ofan á skáldalaun sín. En við nánari atlvugun er það þó ekki. Nefndinni lvefði verið alveg eins innan handar að úthluta hon- um þeim vnuvv hærri skáldalaunum. — Þetta virðist ennþá augljósara, þegar þcss er gætt, að þrír rithöf- undar, senv njóta sönvu upphæðar og Laxness í skáldalaun, lvafa skil- að frá sér skáldverkunv í haust. Ekkert þessara rita er „verðlaun- að“. Kemur það til af þv-í, að nefnd in hafi álitið þann reginnvun á Jvess- um verkunv og bók Laxness? Aðra ályktun virðist ekki vera hægt að draga af Jvví, sem fvrir liggúr. En af því leiðir svo aftur að áh'kta, að nefndin hafi v raun og veru álitið að honunv bæri hærri skáldalaun. En því þá ekki að láta lvonum þau í té í stað þess að fara að leika þennan skrítna „verðlauna-felu- leik“ í fullkomnu héimildarleysi? í sambandi við „verðlaunaveit- ingar“ nefndarinnar er vert að geta þess, að hún kemur sjálf nveð nokk- ur orð til hughreystingar og upp- örfunar fyrir Jvá „útilokuðu“ — nefnilega, að ekki sé loku fyrir það skotið, að litið verði í náð til þeirra og þeinv veitt „verðlaun“ — að ári — eða á einhverjum ókomnum ár- um. — Þetta er vitaskuld mjög huggunarríkt — fyrir þá. En öðr- um yrði kannski á að spyrja: Ilvers vegna er verið að bægja þessum væntanlegu „verðlaunaskáldum“ frá allri hlutdeild í rithöfundalaun- um nú? Eða er það vvveining nefnd- arinnar að ,,verðlauna“ verk Jveirra höfunda, senv hún telur alls ekki mats verð, Jvegar rithöfundalaun- um er úthlutað. — Þá er það vissu- lega engin furða þó nefndin tali unv .nýbreytni" í Jvessu sambandi. -----Nú má ekki gleynva því, þegar störf nefndarinnar eru gagn- rýnd, að heildarupphæð svi, sem i hún hefur til úthlutunar er mjög j takmörkuð. Af því leiðir vitanlega, að ekki er hægt að ætlast til ann- ars en að sú upphæð, senv úthlutað er til hvers einstaklings, verði einn ig mjög svo takmörkuð. Út af fyr- ir sig væri það ekki einungis á- stæðulaust, heldur beinlínis rangt, að áfella nefndina fyrir, að hún veitti of lágar upphæðir, ef einung- is væri hægt að finna að sanvræmis og fullkomins réttlætis hafi verið gætt við hyerja einstaka úthlutun. Nefndinni sjálfri virðist ekki hafa vcrið þessi einföldu grundvallarat- riði nægilega ljós. Þegar litið er á úthlutunarlistann sem heild, getur ekki hjá því farið, að það veki at- hygli, lvversu langt bil þar verður á milli þcirra hæstu og þeirra, sem miðlungslaunanna njóta, og í raun og veru verður Jvað óskiíjanlegt á Franvh. á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.