Þjóðviljinn - 15.02.1944, Page 4

Þjóðviljinn - 15.02.1944, Page 4
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. febrúar 1944. Þriðjudagur 15. febrúar 1944. — ÞJÓÐVILJINN 0* " ---- þJÓÐVILJINH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri: Sigurðuf Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Emar Olgársson, Sipfús SigurhjarUirton. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustig 19, simi 218U. Prentsmiðja: Víkingsjprent h.f., Garðastrœti 17. ^ ÁsJsriftorverð: f Reykjavík og nágrenni; Kr. 6,00 á mánuði. - Úti á landi: Kr. 5-H0 á mánuði. Styrjöld íslendinga við Ægi Skammt er nú stórra höggva í milli. Eftir hið mikla manntjón, er togarinn Max Pemberton först með 49 manns, er nú orðin full ástæða til að óttast um að þrír bótar hafi farizt með öllum áhöfnum, alls 14 manns. Og vitað er, að tveir bátar hafa farizt en mannbjörg mun hafa orðið á þeim, að undanteknum einum manni, er líf lét, og skall þó hurð nærri hælum með fleiri. Og tveir bátar hafa stórskemmst. Þetta eru þungar fómir, og vér verðum að horfaSt í augu við það að vér gerum alls ekki nóg til þess að hindra þessi geigvænlegu slys. Það hefur mikið verið rætt um fiskiskip vor, smá og stór, undanfar- rð, og hér skal ekki farið að endurtaka þá miklu og nauðsýnlegu gagn- rýni, sem fram hefur komið í því sambandi, né heldur gert að umtals- efni hin viðurkennda og sjálfsagða skylda vor, að sjá sjómönnum lands- ins fyrir sterkari, betri og öruggari skipakosti. En það er eitt atriði, sem verður að taka til alvaríegrar og gagn- gerrar meðferðar. Það eru slysavamirnar. Nú sem stendur em þær aðallega verkefni sjálfboðaliða og svo að- stoðar hið opinbera og aðrir við hjálp og leit, þegar í óefni er komið. Þetta verður vafalaust að gerbreytast. Vér verðum að líta svo á, íslendingar, sem vér séum að búast í stríð, er vér leggjum til átakanna við Ægi. Það verður að haga öllum reglum og öllum útbúnaði í sambandi við þessi átök næstum því eins og í sta-íð skyldi fara. Það verður að skapa fljótvirkt samstarf á milli vísinda veðurathug- ananna og útgerðar bátanna — og koma því á, að einhver aðili hafi vald til að banna það, að bátar fari út, þegar of mikil hætta þykir á ferðum — eða geta kallað þá heim af miðum, ef nauðsyn ber til. — Allir, sem þekkja kapp og dirfsku íslenzkra sjósóknara vita, hve tæpt er að treysta einvörðungu á gætni þeirra. Valdboði, sem jafnt næði til allra, myndi hinsvegar hlýtt. Ennfremur verður að koma upp miklu stærri, sterkari, liraðskreið- ari og betur útbúnum skipum, til að nota sem björgunarskip en hingað til hefur verið gert. Og slíkt má ekki vera einkafyrirtæki einstakra ver- stöðva, eða undir samskotafé komið, hvort gert sé. Ríkið þarf að koma npp slíkum „herskipum“ íslenzks sjávarútvegs til styrjaldarinnar við Ægi, til þess að geta beitt þeim, er mest liggur við, þó þau svo verði að liggja aðgerðalaus langa tíma og alltaf sé „tap“ á þeim á rekstursreikn- ingum. Samstarf við sjálfboðaliða eins og Slysavarnafélagið er sjálfsagt. En það gengur ekki lengur, að þjóðin reyni að kasta ábyrgðinni af þessum aðgerðum af sér á þann hátt, að ætla Slysavarnarfélaginu að vinna eins mikið verk og því raunverulega hefur verið ætlað að undanförnu. Allar slysavarnir okkar þarf að taka til tafarlausrar, rækilegrar end- urskoðunar. Það verður að gera ráðstafanir til slysavarna liér í álíka stórum stíl og vér myndum gera' til hervarna, ef vér hyggðum á að heyja stríð. Manntjón þjóðar vorrar í baráttunni við Ægi er svo mikið, að ])að hefur öld eftir öld reynzt hlutfallslega eins mikið og manntjón annarra þjóða í ófriði — og svo er enn. En vér höfuni ekki lært að vígbúast til fulls í þessu mannskæða stríði, er vér heyjum. Vér höfum enga afsökun lengur fyrir því að vér gætum ekki staðizt herkostnaðinn peningalega. En það er skylda vor gagnvart sjómönnunum, sem daglega hætta lífi sínu, gagnvart fjölskyld- um þeirra, sem alltað bíða milli vonar og ótta í landi, — og gagnvart þeim hundruðum og þúsundum sjómanna, sem látið hafa lífið hér við strendur vorar, — að gera allt, sem í mannlegu valdi stendur til að draga úr manntjóninu í stríði því; Hvort kýs islenzka þjóðin? Hagkerfí Morgunblaðsíns: TrYllta sambeppní milii þjóðanna um að lækka kaupgjald og kaup- getu alþýðustétta allra landa — og þarmeð síaubna fátækt og óstöðvandi kreppu EÐA hagkerfi sósíalismans: skípulagt samstarf þjóðanna að því að auka framleíðslu allra landa og efla kaupgetu alþýðunnar í þeím og þarmeð sívaxandí farsæld með þjóðunum. Morgunblaðsritstjórunum hef ur — sem von var — orðið Iiverft við þá kenningu að eitt aðalatriðið í búskap þjóðanna hlyti að vera að kaupgeta ál- þýðunnar væri sem mest, ef vér ættum 1 framíáðmni að losna við atvinnuleysið og kreppurnar. Það er skiljarilegt að þetta samrýmist illa þeirri kenningu, sem er haldreipi auð valdsins í þessum málum, að það sé aðeins ein lækning á þessu öllu saman: Kauplækk- un og aftur kauplækkun. Og Morgunblaðið þykist nu heldur en ekki hafa tromp á hendinrii gegn þessari hættulegu kenn- ingu um nauðsyn mikillar kaupgetu: fátæktina í við- skiptálöndum íslands eftir stríð. Við skulum nú athuga viðhorfið á þessu sviðí. KAUPGETAN FYRST EFTIR STRÍÐ Því néitar enginn að það verður ægilegt aðkomu í Ev- rópu, þegar nazisminn loks hef ur verið að velli lagður. Borgir í rústum, iðjufyrirtæki eyðí- lögð, fólkið aðfram komið af sulti, löndin eydd. — En eng- inn efast um þarfir þessa fólks fyrír að fá sem mest af þeim vörum, sem ísland, Ameríka og önnur þau lönd, sem slopp- ið hafa við eyðileggingu stríðs- ins geta framleitt. Spurníngin verður þá: Á að segja við Evrópu: Þú getur ekki borgað, þess vegna skalt þú heldur ekki fá vörur? — Það myndi þýða að Evrópa yrði að vera fátæk, af því hún væri fátæk, og hjálpa sér svo af eigin rammleik upp úr eymdinni, líkt og Sovétríkín gerðu eftir lok borgarastyrjald- arinnar 1921. — Og afleiðing- m af slíkri pólítík myndi vera að ísland, Bandaríkin og önnur ósködduð lönd, myndu draga stórum úr núverandi fram- leiðslu sinni og gera þannig sig sjálf fátækari en fyrr, með því að leiða yfir sig atvinnuleysí og minnkandi kaupgetu. Slík fjármálapólitík væri stórskaðleg fyrir alla viðkom- andi, — og ekki hvað sízt fyr- ir þau ríki, sem héldu áfram ao byggja á grundvelli auðvalds, skipulagsins, og misstu með þessu móti hina erlendu mark- aði sína. Leið'togar hinna sameinuðu þjóða hafa nú þegar markað allt aðra og viturlegri stefnu á fjármálasviðinu. Og þeir eru nú þegar byrjaðir að fram- kvæma hana. Stefna þeirra er sú að einmitt af því að Evrópa sé þurfandi fyrir hverskonar vörur, þá beri að láta henni þær í té og gera hana þannig sem fyrst færa um að kaupa sem mest og borga. „Láns- og leigu“-fyrixkomulagi;ð getur ekki síður gengið í friði en Stríði. UNRRA-hjálparstofnun hinna saméinuðu þjóða— er aðalskipulagsformið, sem skap- að hefur verið til þess að koma aftur fótunum undir þjóðir Ev- rópu og gera þær sem fyrst fullfærar til að ’ framleiða af fullum krafti. Og það er litl- um efa bundið að í sambandi við þá viðreisn fara fram stór- felldustu láns-framkvæmdir veraldarsögunnar, jafnvel gjaf- ir í stórum stíl líka. — Og hagnaðurinn fyrir Ameríku og önnur lönd, sem ekkl hafa orð- ið eins illa úti og Evrópa, ligg- ur í augum uppi: Allt fram- leiðslukerfi þeirra getur haldið áfram að starfa, jafnvel þó nokkur hfuti framleiðslunnar sé látinn að láni í stað greíðslu út í hönd. Hugmyndin, sem vakir fyrir leiðtogum hinna sameinuðu þjóða, er þeir hríntu þessum fyrírætlunum í framkvæmd er að tryggja það að ekkert at- vinnuleysi verði eftir stríð. Þeir sjá það af sínu hyggju- viti að fyrst hægt er að af- nema allt atvinnuleysí með því að setja meirihlutann af þjóð- unum í að framleiða hergögn til að eyðileggja, — þá er ekki síður hægt að afmá allt at- vinnuleysi með því að setja hvern innfæddan mann í að framleiða nauðsynjar til að auka velferð mannanna. Þeír vita að þörfin fyrir nauðsynjar er nóg — og þeir eru að skapa nýtt alþjóðlegt lánskerfi til þess að tryggja að kaupgetan í hverju landi verði einnig nóg, til að geta tekið við þessum af- urðum, meðan löndin hafa ekki náð sér eftir eyðileggingu stríðs ins. En hvernig er þá háttað um kaupgetu almennings og verð- ur strax og Evrópa opnast? Áður en þeirri spurningu verður svarað, verður að at- huga eitt fyrirbrigði, sem menn vafalaust undra sig á, en er einkennandi fyrir hið vitskerta skipulag auðvaldsins: Eyðileggingar styrjaldarinn- ar t. d. í Englandi eru að vísu œgilegar. Vér heyrum talað um borgir í rústum, þjóð, sem verði að neita sér um allt, o. s. frv. — En vér megum ekki gleyma því að „eyðileggingar“ friðarins þar voru líka ægileg- ar: Vinnuafl þriggja milljóna manna var látið ónotað og þeir látnir draga fram lífið á kostn- að annarra: Það jafngilti í raun inni því að öll húsin, sem þess- ar 3 milljþnir manna hefðu getað byggt, vœru skotin í rúst ir, — að fötin, sem þeir hefðu getað framleitt, væru brennd, — að skipunum, sem þeir hefðu getað smíðað, vœri sökkt, — að kolin, sem þeir hefðu getað unnið úr jörð, vœru ónýtt. — Það var svo í síðustu kreppu að það var t. d. ekki nema helmingwrinn af framleiðslu- magni járniðjuverksmiðjanna í Bandaríkjunum notaður — og það samsvaraði því að annað- hvert stáliðjuver lœgi í rústum eftir sprengjuregn þá stundina. Nú er vinnuafl hvers karl- manns og kvenmanns, sem að heiman kemst, notað til fulls í Englandi og hver verksmiðja í gangi. Og það hefur meðal annars skapað það einkennilega fyr- irbrigði, sem vér þekkjum líka heima, að nú fyrst á tímum stríðseyðileggingarinnar og skortsins, hafa milljónir fjöl- skyldna í Englandi getað borð- ' að sig saddar. Rannsóknir á skólabörnum í Edinborg hafa t. d. leitt það í Ijós að meðalþungi þeírra er nú mun miklu meiri en var fyr- ir stríð. M. ö. o. atvinnuleysið svarf meira að fátækustu stétt- um Englands en stríðið, — stríðið m. a. o. hefur fært sum- um þeírra matinn, sem þær áð- ur skorti, með því að færa þeim kaupgetuna til að kaupa hann. Það er harður dómur á auð- valdsskipulagið að íþað skuli þurfa strið til þess að allir getí fengið vinnu, — og að eyði- leggingarnar af völdum friðar- ins skuli í landi eins og Eng- landi vera jafnvel allt að því eins miklar, ef skoðað er niður í kjölinn, eins og eyðileggingar stríðsins. Þeir Roosevelt og Churchill virðast hafa fullan hug á að láta það auðvaldsskipulag, sem þeir búast við að stjórna eftir stríð, ekki verðskulda slíkan dóm. Takist nú að koma þessari fyrirhuguðu viðreisnarstarf- semi á með þeim krafti, sem tilætlað er, ætti hver maður í þessum löndum að hafa vinnu Það þýðir að kaupgeta almenn- ings í löndunum verður mikil, — jafnvel þó löndin sem slík geti alls ekki greitt þau firn af vélum, byggingarefnum o. s. frv., sem þau þurfa að fá á vegum viðreisnarskipulagsins. Og á kaupgetu almennings í löndunum byggist markaðurinn fyrir matvöruna, sem vér ís- lendingar |nær einvörðungu framleiðum. KAUPGETAN TIL FRAM- BÚÐAR Nú ber þess að gæta að slíkt ástand eins og kemur til með að verða fyrst eftir stríð: Skort ur á öllum vörum, — er und- antekningarástand í auðvalds- þjóðfélaginu. Reglan í því er: „offramleiðsla“ á vörum, m. ö. o. meira framleitt en fólkið, sem framleitt hefur vöruna, hefur efni á að kaupa, af því það fær ekki greitt fyrir vinnu afl sitt eins og það verðskuld- ar vegna afraksturs vinnunn- ar. Spurningin, sem fyrir oss liggur, verður því eðlilega sú: Hvernig ætlum vér að koma í veg fyrir að slíkt „offram- leiðslu-óstand“ skapizt aftur rétt strax? Sumir kunna að segja að þess muni verða langt að bíða að heimurinn þurfi að hafa á- hyggjur út af því. Það verði nóg viðfangsefni að bæta úr neyðinni og afleiðingum eyði- leggingarinnar fyrst um sinn. Þeir, sem þannig hugsa, gera sér ekki ljóst, hve fádæma af- kastamikið framleiðslukerfi mannkynsins er, ef það er allt notað, — hve fljótt mannkynið getur sótt fram á brautinni til allsherjar hagsældar, ef það sóar ekki kröftum sínum í at- vinnuleysi, kreppum, glund- roða og stríð. Vér skulum taka eitt dæmi. Allir vita hve gífurlegar eyði- leggingar fara fram á skipa- flota heimsins nú. Rúmlesta- magn heimsflotans var fyrir stríð um 60 milljónir. En fram- leiðslugeta skipasmíðastöðv- anna í Bandaríkjunum einum saman mun nú vera um 20 milljónir rúmlesta á ári! — það er ef til vill ekki fjarri lagi að áætla að Ameríkumenn einir gætu byggt á einu ári allt, sem veröldin þyrfti til að bæta sér upp allan skipaskaða heimsstyr j aldarinnar. Ef þjóðirnar hjálpast að með að bæta mannkyninu sem heild upp eyðileggingar þessa stríðs, og allir kraftar eru not- aðir, — þá þarf það ekki að taka langan tíma. Enda er það svo að t. d. frjálslyndir Banda- ríkjamenn eru strax farnir að gera ráðstafanir til þess að mæta því ástandi, er þá skap- ast. Og þær ráðstafanir miða eðlilega allar í þá átt að geta aukið kaupgetuna svo að hægt sé að halda framleiðslunni í fullum krafti. Og það þarf ekki að efast um að Evrópuþjóðirnar gera allar ráðstafanir til þess að framleiðslukerfið starfi af full- um krafti og kaupgeta alþýðu verði eins mikil og nauðsynleg aukning framleiðslúkerfisins frekast leyfir, en sem allra minnst verðmæti fari til spill- is. Aðalatriðið fyrir íslendinga er því að gera nú þegar nauð- synlegar ráðstafanir til þess að taka þátt í viðreisnarstarfi þjóðanna í stríðslok — og setja fyllsta kraft á alla framleiðslu, sem hér er hægt að hafa með höndum, — og koma þjóðarbú- skap okkar þannig fyrir að okk ar leýti að einnig hér fari kaupgeta almennings sívax- andi. Lífsstig þjóðarinnarog Dagsbrúnarkröfurnar Morgunblaðið virðist ganga út frá því að 2,50 kr. tíma- kaup sé of hátt lífsstig fyrir íslenzka verkamenn, eða tæp- ar 6000 kr. á ári í grunnlaun sé meira en þjóðin geti veitt þeim. Við skulum láta reynsluna skera úr því, Moggi sæll. Ef það kemur í ljós, að þjóð- in geti ekki veitt börnum sín- um slíkar meðaltekjur, eftir að komið hefur verið á svo skyn- samlegri hagnýtingu auðlinda vinnuaflsins sem hægt er nú, og eftir að þeir, sem betur hafa verið settir undanfarið og eru enn, hafa sýnt „fórnarhug“ sinn fyrir þjóðina í verki, — þá myndi vart standa á Dags- brúnarmönnunum að fórna. — En við skulum ekkert tala um slíkt, meðan gróði atvinnurek- enda er slíkur að þeir stærri vita ekki hvað þeir eiga við fé sitt að gera. Og þegar Mogginn kemur með markaðsspursmálið inn í þetta, þá er honum bezt að at- huga eitt: Um söluverð erlend- is er venjulega samið í erlendri mynt. Dagsbrúnarverkamenn eru ekki að heimta fast 6,25 kr. í tímakaup nú með þeim afleiðingum, sem það hefur fyrir framleiðslukostnað ís- lenzkra vara á erlendum mark- aði. Þeir eru að heimta 2,50 kr. grunnkaup og það væri jafn- gott fyrir þá að fá það og ann- að með væri í samræmi þar við, eins og að fá 6,25 kr. tíma- kaup með þeirri gífurlegu dýr- tíð (og röngu vísitölu), sem braskarar íhalds og Framsókn- ar hafa hjálpast að að leiða yfir þjóðina. — Það er hins- vegar þessara flokka, sem vald- ið hafa dýrtíðinni og ábyrgð tekið á hinum svokölluðu dýr- tíðarráðstöfunum: milljóna- austrinum úr ríkissjóðnum, — að lækna það mein. Verkalýðs- hreyfingin treystir sér til að lækna það, ef hún fær að ráða, — en meðan hún fær það ekki, þá er það þeirra, er nú hafa völdin að sýna hvað þeir duga. Sjónarspil Aiþýðuflokksins Hann ber fram tillögu í bæjarstjórn um að skora á Alþingi að afnema útsvarsfrelsi hátekna, af því hann veit að þær verða ekki samþykktar. — Hann neitar að vera með í flutningi frum- varps um sama efni á Alþingi, af því hann veit að hugsanlegt er að það yrði samþykkt. Hann ber fram tillögu í bæjarstjórn um eigna- aukaútsvör. Einn þingmanna flokksins fellir frum- varp um eignaaukaskatt á Alþingi. A draumur Claesse ns og Co. að rætast? Og lítt hafa þeir dugað enn. — Það liggur hinsvegar í aug- um uppi að það er ekki grunn- kaupið 2,50 kr., sem skapar erf- iðleika á erlenda markaðinum, — að svo miklu leyti sem þeir yrðu, — heldur þau 150 vísi- tölustig, sem braskaraflokkarn- ir hafa hækkað verðlagið í landinu um, að verkalýðurinn knýr þá til að bæta sér upp. í HVERJU LIGGUR HUGS- ANAVILLA MORGUN- BLAÐSMANN A? Hvernig stendur á því að menn, sem eru á kafi í verzl- un og fjármálum og hafa ótal hagfræðinga sér við hlið, skuli hugsa eins og kjánar, þegar brjóta á vandamál atvinnulífs- ins til mergjar? Það er ekki aðeins yfirstétt- arafstaða og hagsmunirnir, sem sveigja hugsun þeirra inn á þessa braut. Það er og eðli- leg þröngsýnf, sem nú skal skýrð: Þegar kreppa skapazt af svo- kallaðri „offramleiðslu“ (— af því kaupgeta alþýðu er of lítil til að geta keypt það, sem hún framleiðir: auðvaldið tekur svo drjúgan gróða til sín! —), þá lítur hún þannig út frá bæj- ardyrum hvers einstaks fyrir- tækis — eða hvers einstaks lands — -að vörur þess seljist ekki af því það framleiði of dýrt. Viðkomandi gerir því ráð- stafanir til að geta keppt við keppinautinn. Höfuðráðstöfun- in er venjulega kauplækkun hjá verkafólkinu og aukning framleiðslunnar, svo hún verði enn ódýrari. En þetta þýðir hvorttveggja í senn: að minnka enm kaupgetu alþýðunnar og auka enn meir framleiðslu af- urða, sem fólkið getur ekki keypt. — Héldist auðvaldinu þessi leið uppi, myndi hún leiða til síharðnandi kreppna. Við skulum hugsa okkur þetta t. d. hvað afstöðu okkar til Norðmanna snertir. íslenzk- ir atvinnurekendur segðu: Kaup íslenzks verkalýðs er of hátt, við getum ekki keppt við Norðmenn. — Kaupið verður að lækka. — Og setjum svo að kaupið lækkaði niður fyrir norska kaupið. — Þá segðu norsku útgerðar- mennirnir við „sína“ verka- menn: Kaupið er of hátt, við getum ekki keppt við íslend- inga. — Kaupið verður að lækka. — Og setjum svo að kaup Norðmanna lækkaði nið- ur fyrir íslenzka kaupið! Þannig myndi svo auðvitað ganga koll af kolli! — Þetta er „lausnin“, sem Morgunblaðs- liðið boðar á vandamálum at- vinnulífsins. Hver yrði svo afleiðngin? Kaupgeta ■ norskrar og ís- lenzkrar alþýðu færi síminnk- andi. Við getum minna og minna keypt af iðnaðarvörum frá Englandi, ávöxtum frá Spáni o. s. frv. — Þar sem sami háttur yrði á hafður í öðrum löndum, ef Morgunblaðs vizkan réði, þá mundi kaup- geta almennings í viðskipta- löndum okkar fara síminnk- andi. Afleiðingin er auðsæ: í stað þess að losna út úr krepp- unni, lendum við sífellt í meiri og meiri kreppu. Þessi leið Morgunblaðsins: að lækka kaupgjaldið er skipu- lagning fátæktarinnar, aðferð- in til að leiða hana yfir alþýðu hvers lands á fætur annarri, skapar tryllta samkeppni milli þjóðanna um að auka sem mest fátækt alþýðustéttanna með hverri þjóð í tálvon um að forðast þannig atvinnuleysi og kreppur! Frh. á 8. síðu. Ingibergur Hðnnesson sextugur í dag er Ingibergur Hannesson verkamaður, Hjálmholti, Vest- mannaeyjum, sextugur. Ingibergur er einn þeirra manna, sem lifað hafa súrt og sætt með verkalýðshreyfingu Eyjanna sem virkur þátttakandi í sköpun henn- ar og baráttu frá fyrstu tíð til dagsins í dag. — Hann er einn þeirra manna, sem ekki hafa orðið skólamenntunar aðnjótandi, en af meðfæddu mánnviti og dæmafáu siðferðisþreki lært af lífi sínu og stéttar sinnar það mikið, að marg- ur doktorinn, dósentinn og prófess- orinn, sem lætur nú „ljós“ sitt skína í innan- og utanríkismálum vor- um, hefði getað sparað nafnbót siimi óvirðingu og heilbrigðu brjóst viti þjóðarinnar hneykslan, hefði honum auðnazt, samhliða skóla- náminu, að njóta, í einskonar auka- tíma, hinna gagnmenntuðu áhrifa í samneytinu við þennan gáfaða og raunmenntaða verkamann. Eins og að líkindum lætur, hef- ur Ingibergur Hannesson staðið framarlega í verkalýðsbaráttu Eyj anna og gegnt trúnaðarstorfum í stjórnum og fjölda nefnda innan verkalýðsfélaganna þar. — Hann hefur ennfremur — svo dæmi séu nefnd — setið í stjórn Ivaupfélags verkamanna í Vestmannaeyjum, sem nú er eitt af blómlegustu neyt- endafélögum landsins, frá stofnun þess 1931, og skipar þar enn sæti sitt af hinni mestu prýði. Ingibergur hefur eigi kynnt nafn sitt sem ræðumaður á stjórnmála- fundum né með ritmennsku í blöð- um. Eigi að síður má fullyrða, að enginn maður úr hópi verkamanna hafi verið kunnari í verkalýðshreyf ingu Eyjanna, og þótt eigi væri á annað litið en það, hversu oft nafn Ingibergs í Hjálmholti hefur sézt í blöðum andstæðinganna þar um slóðir, tvo síðustu áratugina, gefur auga leið, að hér er enginn hvers- dagsmaður á ferð í verkalýðshreyf- ingu Eyjanna né einstaklingur, sem málspörtum finnst gilda einn um, hvoru megin hryggjar væri. Höfuðstyrkur þessa verkamanns felst í því, hversu snemma stéttar- tilfinning hans öðlast þjóðfélags- legt innsýni og sósíalskt markmið. — Hin sósíalska lífsskoðun færir honum heim sanninn um það, að verkalýðurinn verður að frelsa sig sjájfur, og að sigur alþýðunnar — sósíalisminn — verður því fyrr sem betur er unnið, fyrir málstað henn- ar. Þetta, ásamt hinu óbilandi sið- ferðisþreki þessa mann», er skýr- ing þess, að ætíð blasir við manni andlit Ingibergs Hannessonar í fremstu röð, s. I. 25 ár í Eyjum, þegar í raunir rekur fyrir stétt hans Alþýðublaðið hefur undan- fama daga verið að tala um að „Kommúnistar“ í bæjar- stjóm Reykjavíkur hafi komið 1 veg fyrir að samþykkt væri tillaga frá Alþýðuflokknum, um að skora á Alþingi að fella niður það ákvæði laganna um stríðsgróðaskatt, er bannar sveitarfélögunum að leggja út- svör á hærri tekjur en 200 þús. kr. og ennfremur að beina því til niðurjöfnunarnefndar að Iáta útsvörin að verulegu leyti hvíla á eignaaukningu, sem orðið hefur á stríðsáranum. Það er óneitanlega dálítið gaman að þessum tilburðum Alþýðublaðsins, og skal nú sýnt með örfáum orðum hvem ig afstaða Alþýðuflokksins er í þessu máli. 1) Sósíalistar gátu engu ráðið um afdrif þessarar tillögu í bæjarstjóm. Þetta var eina tillagan af tillögum vinstri flokkanna sem Ámi frá Múla sýndi þann sóma að lýsa því yfir fyrir fram, að hann gæti ekki fylgt. Auðvitað vom Sjálfstæðis- mennimir allir með tölu henni andvígir, tillagan hlaut því að falla, hún gat í hæsta lagi fengið 7 at- kvæði og gegn vom 7 eða 8. 2) Sósíalistar hafa þrjú þing í röð borið fram frumvarps- tillögu um að afnema allt skattfelsi stórgróðans. Á þessu þingi fór flokkurinn þess á leit við Alþýðuflokk- inn, að hann flytti fram- varpið með honum. AL- ÞÝÐUFLOKKURINN NEIT AÐI ÞVÍ. Framhald á 8. síðu. og augnablikið krefst áræðis og fórna af beztu soniini og dætrum alþýðunnar. — Þetta er einnig skýr ing þess, að Ingibergur er einn skeleggasti talsmaður alþýðusam- takanna meðal stéttarsystkina sinna í Eyjum, hvar og hvenær sem tækifæri býðst — og að hinn fátæki fjölskyldumaður skeytir hvorki um vild né óvild þeirra, er ríkjum ráða, þegar málstaður alþýð unnar er annars vegar. Verkalýðsstétt, sem á marga slíka menn í röðum samtaka sinna þarf ekki að kvíða framtíðinni, þeir eru sú trygging, sem ekki bregst. Aldrei verður slíkum mönnum i'ull þakkað með orðum né heldur laun- að sem skyldi nema með þeirra eig- in dæmi í verkum, og það ekki fyrr en hinir stóru draumar þeirra holdg ast sjálfum veruleikanum. Fáir munu betur þeirra launa verðir en Ingibergur í Hjálmholti. Jón Rafnsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.