Þjóðviljinn - 04.03.1944, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVJLJINN. — Laugardagur 4. marz 1944.
#---------------------- 1
þJÚÐVILJINN
Utgefandi: Sameinimjarjlokkur alþýðu — Sásíahstaflokkurinn.
Bitstjóri: Sigurður Guðmundsson.
9tjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarstm.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavcrðustíg 19, simi 21S1>.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, simi 2270.
Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17.
Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
• _ ■ ___________r, , ......—->
í hverju liggja yfirburðirnir?
Morgunblaðið heldur áfram að ræða um hvort rekstursskipu-
lag sósíalismans hafi yfirburði yfir atvinnurekstur auðvaldsins.
Segir blaðið m. a. í því sambandi: „Öruggasta leiðin væri ein-
mitt sú, að kommúnistar sjálfir gengjust fyrir stofnun sameign-
arreksturs, t. d. í útgerð, og sýndu í verki yfirburði sína við
rekstur sliks fyrirtækis.“
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst því yfir að hann ætli ekki
að standa sem nátttröll gagnvart þeim nýja heimi, sem upp
komi úr þessu stríði. Vér skulum því gera tilraun að ræða þetta
mál með rökum við Morgunblaðið, ef það skyldi fást til þess
að ræða málið alvarlega, frekar en með útúrsnúningum.
Yfirburðirnir sem vér sósíalistar teljum okkár megin, felast
ekki 1 því að vér sem einstaklingar séum færari til að reka
fyrirtæki en einstakir auðmenn, eða í því að rekstursfyrirkomu-
lag, svo sem samvinnuútgerð, sameignarútgerð eða ríkisútgerð
hafi endilega yfirburði yfir einkaútgerð, svo framarlega sem öll
þessi útgerð er á grundvelli auðvaldsskipulagsins, svo framar-
lega sem framleiðslan sjálf er óskipulögð og háð öllum dutl-
ungum óviss markaðs og valdboði einokunarhringa.
Hvort mennirnir hétu Richard Thors, Sigurður Jónasson eða
ísleifur Högnason, — hvort fyrirtækin væru kennd við hluta-
félög, ríkisútgerð eða samvinnurekstur, — þá standa allir þess-
ir menn, öll þessi félög, máttlaus þegar verðhrun dynur á mörk-
uðum erlendis, kreppurnar geysa í allri sinni ógn, og atvinnu-
líf þjóðarinnar lamast. Ágætir hæfileikar fjármálamanna, mikill
auður, pólitísk sambönd, geta ef til vill gert þessum fyrirtækj-
um misjafnlega erfitt eða auðvelt að bjarga sér, — þangað til
næsta kreppa dynur yfir, — en gagnvart þjóðfélagsstormunum,
kreþpunum, standa þeir raunverulega allir jafn máttlausir (—
og þá ekki síður gagnvart styrjöldunum, sem líka eru bein af-
leiðing auðvaldsskipulagsins).
Yfirburðimir, sem vér sósíalistar höldxun fram að séu vor
megin, felast í því að ef hagkerfi sósíalismans er komið á, þá
getum við hindrað að kreppurnar komi nokkumtímann, — þá
getum vér tryggt að hægt sé að síauka framleiðsluna og gera
atvinnulífið í sífellu blómlegra og fjölskrúðugra.
Ef vér komum á hagkerfi sósíalismans í aðalatriðum hér á
íslandi, þá getum vér t. d. samið við ýmsar erlendar þjóðir um
sölu á öllu því, sem vér getum framleitt til útflutnings, — eðli-
lega miðað við það fyrst og fremst, sem vér getum hægast fram-
leitt, sem sé fisk og fiskafurðir, — og jafnframt samið við þær
um vörur þær, sem vér þörfnumst, og þá ekki hvað sízt vélar
og skip, til nýsköpunar útgerðar og fiskiðnaðar í landi voru.
Með slíkum alþjóðlegum samningum um vöruverð, vörumagn
o. s. frv. sköpum vér það öryggi um vaxandi kreppulausa fram-
leiðslu, sem auðvaldsskipulagið getur ekki veitt.
En slík þjóðleg og alþjóðleg skipulagning framleiðslunnar
er aðeins einn liður í hagkerfi ‘sósíalismans. Annar höfuðþáttur
er sameign heildárinnar á stærstu framleiðslutækjunum, t. d.
togurunum hér, síldarverksmiðjunum o. fl., og yfirráð hennar
yfir utanríkisverzluninni. Slík sameign er nauðsynleg til þess,
1) að tryggja þeim, sem vinna ávöxt erfiðis síns, — 2) hindra
einræði í atvinnulífinu í krafti auðs einstakra manna, en skapa
lýðræði í atvinnulífinu og þarmeð sterkasta grundvöll að sönnu
lýðræði í þjóðfélaginu sem heild, — 3) að tryggja að unnið sé
sem mest og bezt, enda hefur það sýnt sig að afköst verkamanna
margfaldast, en þeir vita að því meira, sem þeir vinna, því meira
bera þeir úr býtum, — og þurfa ekki að óttast að strax og verk-
inu sé lokið taki atvinnuleysið við eða kaupið verði skrúfað nið-
ur, ef atvinnurekandinn sér að afköstin eru svo mikil að verka-
maðurinn fær góð laun.
Vér sósíalistar erum þess fullvissir að með slíku hagkerfi
sósíalismans: — skipulagningu framleiðslunnar og sameign stærstu
atvinnutækjanna, — getur þjóð vor tryggt sér stórkostlegar fram-
JÖN
Jón Magnússon skáld var
fæddur að Fossakoti í Andakíl
hinn 17. ágúst 1896 og voru
foreldrar hans Magnús Jóns-
son og Sigríður í>orkelsdóttir.
Föður sinn missti hann 6 ára
gamall. Hafði móðir hans þá
fyrir fjórum ungum börnum
að sjá, og þar sem hún var al-
veg efnalaus, varð hún að láta
Jón frá sér og ólst hann upp
hjá vandalausum í Borgarfirði
til 12 ára aldurs, en þá reisti
móðir hans bú að Svartagili
í Þingvallasveit og gat tekið
hann aftur til sín. Var hann í
Þingvallasveit, þangað til hann
fluttist til Reykjavíkur árið
1916. Hóf hann þegar beykis-
nám hjá Jóni Jónssyni og lauk
sveinsprófi árið 1919. Síðan
stundaði hann iðn sína í Reykja
vík, en var þó oftast í síldar-
vinnu á sumrin, unz hann árið
1930 stofnaði með gömlum fé-
laga sínum, Guðmundi H. Guð-
mundssyni, Húsgagnaverzlun
Reykjavíkur og veitti Jón for-
stöðu verzlunarlegum rekstri
fyrirtækisins. Arið 1930 kvænt-
ist hann eftirlifandi konu sinni,
Guðrúnu Stefánsdóttur frá
Fagraskógi. Áttu þau fjögur
börn og eru þrjú þeirra á lífi.
1938 fór Jón að kenna sér meins
þess, sem leiddi hann loks til
dauða. Andaðist hann eftir upp
skurð á Landsspítalanum rnánu
daginn hinn 21. febrúar s. 1.
★
Jón Magnússon var einn hinn
ágætasti maður, sem ég hef
borið gæfu til að kynnast náið
og binda við vináttu. Við
kynntumst fyrst í síldarvínnu
í Djúpavík í Reykjarfirði sum-
arið 1918. Kunningsskapur okk-
ar, sem brátt varð að vináttu,
hófst með því, að við unnum
nokkurn tíma verk saman og
ræddumst þá margt við. Hafði
hann gaman af að fræða mig
um ýmsa hluti, einkum þó
skáldskap, benti hann mér á
kvæði til lestrar í þeim bókum,
sem ég hafði undír hendi, og
lánaði mér ljóðabækur, er hann
hafði með sér. Átti hann mik-
inn þátt í því að glæða mennta-
löngun mína, en eigi síður mik-
ilsvirði var. mér bjartsýni hans
á möguleikum á því að kom-
ast áfram. Að áeggjan hans
fór ég svo til Reykjavíkur
haustið 1922. Bjó ég síðan jafn-
an hjá honum á veturna, þang-
að til ég fór ,til náms til út-
landa árið 1927. Var hann mér
allan þennan tima sem eldri
SKÁLD
NOKKUR MINNINGARORÐ
bróðir, og minnist ég þess ekki,
að okkur hafi nokkru sinni orð-
ið neitt að sundurþykkju eða
að skuggi hafi nokkurntíma
fallið á vináttu okkar. Og eftir
að leiðir okkur skildu, bar hann
jafnan hag minn mjög fyrir
brjósti, annaðist t. d. fyrir mig
fjárreiður hin síðustu ár, sem
ég var í útlöndum, og greiddi
fyrir mér á allan hátt, er hann
mátti, í orði og verki. Fæ ég
því aldrei fullþakkað vináttu
hans.
Jón var heilsteyptur og sér-
kennilegur persónuleiki. Hann
er sigilt dæmi þeirra manna,
sem hefjast úr mikilli fátækt
og umkomuleysi til hárrar
menningar og efnalegs sjálf-
stæðis. Barátta hans fyrir því
að afla sér menntunar og góðr-
ar afkomu var svo erfið, að fá-
ir, sem ekki hafa staðið í sömu
sporum, hafa skilyrði til að
meta hana að verðleikum. Eiga
vissulega við Jón þessi vísuorð
Þorsteins Erlingssonar, er hann
kvað til Benedikts S. Þörar-
inssonar vinar síns:
Þú reyndir hvert hugur og
haröfylgi ná,
~þótt hendurnar tvískiptar
vinni:
að brjóta með annarri braut
sinni fró,
en berjast við lífið með hinni.
Fram til ársins 1930 stundaði
Jön iðn sína af mesta dugnaðL
Hann var enginn burðamaðirr,
en verklaginn, harðfrískur og
kappsfullur, svo að hann mun
hafa verið með allra afkasta-
mestu og vandvirkustu mönn-
um við starf sitt. Dauðlúinn eft-
ir, langan vinnudag settist hann
svo-á kvöldin við lestur og nám
eða sinnti öðrum andlegum
hugðarefnum sínum. Á þennan
hátt tókst honum að afla sér
ágætrar menntunar. Hann var
mjög vel að sér í íslenzkum bók
menntum, einkum Ijóðum, en
auk þess las hann talsvert af
norrænum og þýzkum skáld-
skap. Ferðaðist' hann árið 1926
um Norðurlond og Þýzkaland,
og hafði sú för mjög örvandi á-
hrif á hann. Jón kom sér
snemma uppi safni íslenzkra
úrvalsrita, áttí hann einkum
margar fágætar ljóðabækur, og
á síðustu árum lagði hann
stund á að safna íslenzkum
bókum gefnum út vestan hafs.
Bókasafn hans er ekki mjög
stórt að vöxtum, en prýðilega
Jón Magnússon
farir og kreppulausa þróun atvinnulífs síns. En það viljum vér
taka fram að á grundvelli slíks hagkerfis sósíalismans getur
líka þrifist allmikill einkarekstur, bæði í landbúnaði, smáútgerð,
vérzlun og iðnaði, — og blómgast í skjóli þess atvinnulega ör-
yggis, er hagkerfi sósíalismans skapar atvinnulífinu sem heild.
Skilyrðið til þess, að koma slíku hagkerfi á er að sósíalistisk
alþýða og þeir, sem með henni vilja vinna, nái völdunum með
þjóð vorri. Og vér efumst ekki um að þeir verði margir, er kjósa
frekar samstarf við oss sósíalista um slíkt en að eiga aftur að
fá yfir sig hrunið og atvinnuleysið frá 1931—4.
hirt, og er þar hver bók valin.
Kom þar fram smekkvísi hans
og dómgreind. En mestum hluta
tómstunda sinna varði hann þó
til skáldskapar. Þegar allar :áð-
stæður hans eru mc-tnar, gegn-
ir furðu, hve miklu og göðu
verki hann fékk afkastað á
því sviði. Hann orkli oft brot úr
kvæðum við vinnu sína, en fáig-
aði þau og felldi í h'eild á kveld
in og næturnar. En þetta tvö-
falda starf var svo mikil' þrek-
raun, að mér er ekki grun-
laust'um, að hann hafi á þess-
um árum ofboðið keilsu simá,
þótt afleiðing þessarar of-
reynslu kæmi ekki í Ijós fyrr
en seinna. Eftir að hann lagði
iðn sína á hilluna og tók að
gegna verzlunarstörfum, mun
honum vart hafa unnizt meiri
tími en áður til að sinna hugð-
arefnum sínum. Og þegar hann
loks hafði komið ár sinni svo
fyrir borð, að hann h-efði getað
gefið sér betra tóm til skáld-
skapariðkunar, bilaði heilsan,
svo að hann tók ekki á heilum
sér hin síðustu ár. Þráít fyrir
þessar erfiðu aðstæður, tóksr
honum að skapa verk, sem
skipa honum í röð fremstu
ljóðskálda , íslendinga, sem
fram hafa komið á þessari öld.
Hann varð reyndar aldrei tízku
skáld, en átti þó miklum vin-
sældum að fagna bæði meðal
alþýðu og menn'tamanna. Hann
gaf út 4 stór ljóðasöfn: Blá-
skóga 1925, Hjarðir 1929, Flúð-
ir 1935 og kvæðabálkinn Björn
á Reyðarfelli 1938. Nokkur
kvæði hafa síðan birzt eftir
hann, en önnur munu liggja í
handriti. Á síðastliðnum tveim
árum starfaði Jón ásamt öðr_
um mönnum að endurskoðun
nýrrar sálmabókar. Hann lagði
mikla alúð við það starf, enda
var hann alla ævi trúhneig'3-
ur. Er ætlan mín, að hann hafi
leyst þarna stórmerkilegt verk
af hendi.
Jón rækti hvert það verk,
sem hann gekk að, af mestu
samvizkusemi og mátti ekki
vamm sitt ýita í neinu. Nutu
þessir kostir hans sín ekki hvað
sízt eftir að hann hóf sjálfstæð-
an atvinnurekstur. Honum iét
ekki að lofa neinu upp í erm-
ina eða gylla hluti fyrir mönn
um. Hygg ég. að áTeiðaniitgri
mann í viðskiptum en Jén Iháfi
ekki getið, og myndu lommenn
hafa kallaíS hann kaupdreng góð
an.
J ón Magnússon var iremur
lágur verxti, en þrekrnn og
hvatlegur. Hann var mjög 'Ijós
á hár, augun blá og svrpurinn
svo bjartur og hýrlegur, að ,af
honum ljómaði. Hann var glað-
legur i vrðmóti og garnansamur
í viðræðum, en þó mikill al-
vörumaður. Vegna góðvildar
sinnar, hreinskilní og 'heíllyndi
varð hann hugljúfi hvers manns
sem lcynritist honum. Er ekki
ofmælt, að hann hafi verið bú-
inn flesturn þeim kostum., sem
göðan dreng mega prýða.
Símon Jóh. Ágústsson.
ánægjulegt, að um leið og
skáldið samdi þessa glæsilegu
einyrkjasögu í ljóðu/m, þar sem
hann styðst vjð sannar heimild-
ir og bjargar merhum fróðleik,
vann það stc'rsigur á sviði list-
arinnar.
Þá duldist engum, að Jón
Magnússon hafði stigið inn í
'fremstu röð góðskáldanna.
Skáldið hafði skorið upp úr
hinum retta jarðvegi, léftað
söguhetjunnar i bernskuhérað
sitt, fundið hana og leití hana
sí.ðan fram í glæsilegri mynd.
Einyrkfasagan, þar sem Ijóðin
eru tengd með köflum í ö-
bundnu máli, var viðurkermd
sem e-ítt af ágætisverkum 'ís-
lenzkra bókmennta og þar var
ekkent ofsagt.
Jón heitinn var Reykvíking-
ur mikinn hluta ævi sinnar.
Hér í bænum starfaðí hanri að
iðn sinni, vann sig upp frá s'árri
fátækt og skapaðí sér og sínum
góð lífskjör á mælikvarða ál-
mennra borgara. Hér kvongað-
ist hann vænni konu og átti
með henni góð böm og yndis-
legt heimili.
Jón Magnússon er mér minn-
isstaður. Ekki vegna þess, að
hann væri mikill að vallarsýn,
eða ieitaðist við að láta mfkið
á sér bera. Nei, hann var mað-
ur lágur vexti, hæglátur og
prúður í framgöngu. En þegar
rætt var við hann, bá fann
maður fljótt að hann var eng-
inn meðalmaður, hér var víð-
sýnn hugsjónamaður, skarp-
gáfaðux og athugull. Hann var
mikill tilfinningamaður og
„hjarta hans var fullt af kær-
leika“. ,,Þáð er ekki víst“, sagði
hann einu sinni við mig, „að ég
hafi lent á réttri hillu i lifinu.
Mér finnst stundum að ég hefði
átt að vera bóndi. Mér þykír
vænt um moldina“.
Svo þagði hann litla stund.
Hann hafði horft út um glugg-
ann, en nú leit hann á mig og
sagði: „En ég hef það gott, ég
ætti að vera þakklátur“. Eg
man enn hve hann sagði þetta
iMHaMiH Iíbíbf oerið oguðor
Hressxngarskáliim höfar verið opnaðizr aftur, en hann hafði
verið lokaður um tw> mánuði undanfarið vegna lagfæriuga
®g hreyá inga.
Og þö Jón Magnásson sé nú
lagstur til hinztu hvílu á bezta
aldri, þá lifir náfn hans meðal
allra þeirra, sem unna fögrum
ljó'ðum.
Wið blessum minningu hans.
Ósfkar ~Þorðarson
ffra Haga
Kveðja frá
Borgfirðingi
Það hefur jafnan verið svo,
að hinar ýmsu sveitir og sýsl-
ur hafa með nokkru stolti tíl-
■einkað sér þær dætur sínar og
syni, sem á einhverju sviði hafa
unnið sér frama, sakir eigin
mannkosta, hæfileíka og dugn-
aðar. Á þessum vettvangi hef-
ur það ekki þótt breyta neinu,
þóft nærrí allt ævistarf þeirra
yrði fjarri æskustöðvunum, og! innilega. og hve ljóminn í aug-
sá hinn samí væri þar aðeins
gestur nokkrum sinnum á æv-
inni. Og það virðist vera gam-
all og góður siður, þegar getið
er merkra manna og kvenna að
minnast þess um leið, hvar vagg
an stóð, hvaða hérað það er,
sem gefið hefur landinu hinn
nýta starfsþegn.
Þegar við Borgfirðingar
minnumst Jóns Magnússonar
sem hins dáðá skálds og sanna
íslendings, sem nú er hniginn
í valinn fyrir aldur fram, þá
minnumst við þess um leið,
hreyknir og þakklátir, að hann
var „einn af oss“, fæddur Borg-
firðingur, og þótt verklegt
starfsvið hans yrði fjarri fæð-
ingarhéraði hans, þá var hann
alla tíð ramm-borgfirzkur í
anda. Sem dæmi þess má nefna
að síðasta bók hans „Björn á
Reyðarfelli“ er lífssaga borg-
um hans og andliti túlkaði það,
að hugur fylgdi máli.
Jón heitinn var lífsglaður
maður. Þótt heilsuleysið, stríddi
á hann um nokkurra ára skeið,
bugaði það hann ekki. Við,
sem dáum ljóðin hans, vorum
farin að vonast eftir nýrri bók
frá honum. En þeir, sem kunn-
ugastir voru,. vissu að hann
var oft mikið sjúkur og svo,
skyndilega, kom harmafregnin,
að hann væri látinn, aðeins 47
ára gamall. Lífsstarf hans er að
vísu óvenjumikið, þegar tekið
er tillit til allra aðstæðna. En
við vonuðum að honum mætti
enn auðnast að lyfta hugum
okkar á vængjum nýrra ljóða,
inn í hugarheim skáldsins, þar
sem ætíð var svo vítt og bjart.
En nú, þegar hann er dáinn, þá
þökkum við arfinn, sem hann
-hefur eftirlátið okkur og ó-
firzks alþýðumanns og það er bornum börnum íslands
i Ránarfaðrn >er sólin sigin.
Hún sefur þreytt df gongu dag&'.
í vestur hoMa húsmins fákar..
'Þeir hrista -icm loft hið brúna fttx
Úr sporum þeirra dimman
drýpur
sem dögg, <etr klœðir fjall og
sk:óg.
Þeir feta léfií, og hópinn haldu,
um'hófar 'broða bláan sjó.
Þannig Ir'öf 'Jón Magnússon
kvæði sití Haust. Og nú er
hinn þýði itxausti fákur skálds-
ins siálfs horfinn hina somu
leið.
Jón Magnússon hafði verið
vanheill máður um skeið, en
ríkar v.onir munu þó hafa srað-
ið til fulls hata. Og maður var
farinn að hlakka til að hitta hann
hraustan og óskiptan við óáka-
Staíf sitt: Ljöðagerðina. En allt
'i einu kveður við andlátsfregn
hans utan úr ljösvakanum, —
hann er fallinn írá mitt á blóma
skéiði manndömsáranna. Þar
með hefur land og þjóð misst
einn sinn ástrlkasta og trygg-
asta vin. Og vér, unnendur
hans, sitjum lostriir djúpum
trega.
Jón Magnússon var bónda-
maður 3 húð og hár.. Hann var
„fæddur hér í Bláskógaheið-
inni“, þar sem klukka landsins
hringir fegurst. Arfleifð hins
bezta og mannlegasta 3 lífi
sveitarinnar sat föstum rótum í
sálarlifi harts. Þrátt fy,rir bú-
setu í borg, elskaði hann hin-
ar hvítu hjarðir sem áður, ást
hans á sögunni var gagnsýrð
af anda kvöldvökunnar, þjóð-
vísan ómaði undir strengjum
hans, hann sá Krist í ljósi móð-
ur sinnar og ömmu.
Þessi órofa tengsl við lífs-
gildi fortíðarinnar settu mót
sitt á allan skáldskap hans.
Hann var ekki uppreisnarmað-
ur hvorki að formi né efni, held
ur einskær varðveizlumaður í
þess orðs beztu merkingu. Þcí
enda þótt hann drægi engin
nýtízku efni í bú, þá ávaxtaði
hann hið arftekna pund af mik-
illi alúð og skilningi, og gaf því
sinn isterka persónulega blæ.
Skáldskapur Jóns Magnússon
ar er allur yljaður af mann-
gildi hans, og á í því sammerkt
við skáldskap Stephans G.
Stephanssonar. Hvert lióð hans
vottar, að í brjósti höfundarins
hefur brunnið hin alþýðlega
glóð einlægninnar, — góðs
manns, er kvað heils hugar.
Og það er þessi ilmur mikilla
kosta úr Bláskógaheiðinni, sem
gert hefur kveðskap hans svo
ástsælan meðal hinna kyrrlátu
1 landinu.
Nokkrar breytingax haía ver-
ið framkvæmdar á sölunum,
lagðir nýir dúkar málað og inn-
anstokksmunir endurnýjaðir, m.
a. sett ný eld- og vintraust borð.
Ennfremur hefur verið sett upp
„sodafoundtain“ í slcáilanum. í
éldhúsið hafa verið sett ný-
'tízku áhöld.
Verða • þarna allskonar veit-
ingar, kaldir drykkir, matur og
kaffi, en fast fæði verður ekki
■selt.
Garðurinn verðui einnrg lag'
færður og verða þar veitingar
þegar véður leyfir, eins og að
undanförnu, en það er einhver
vinsælasti veitingastaður bæj-
arins.
Fyrirkomulag afgreiðslunnar
hefur verið breytt, verða þar
nú 4 þjónar, auk nokkurra
stúlkna. Yfirþjónn ex Sigurður
B. Gröndal.
Eigandi skálans er hlutafé-
lagið Hressingarskálinn. For-
maður þess er Ragnar Guð-
laugsson bryti.
Hitalðgn og hreinlætis
tæki í Langaskólann
Þrjú tilboð hafa borizt 1 hita-
lögn og hreinlætistæki i Lauga-
skölann, frá Jóhanni Pálssyni
og Axel Smith að upphæð
58500 kr„ frá Helga Guðmunds-
syhi að upphæð 68500 ki’. og
frá Haraldi Eiríkssyni að upp-
hæð 58200 kr. Jóhann og Axel
bjóðast til að ljúka verkinu á
30 dögum, en Haraldur á 45.
Bæjarráð samþykkti að taka
tilboði Jóhanns og Axels.
Laugardag'ur 4. marz 1944. — ÞJÓÐVILJINN
Æsfea^ iþróftfr og síðfcrdi
wnsiar Ma II! ao Ma sigrkl
Övæntar umræður um skíðaferðir og siðferði
Á fundi foæjarstjómar í fyrradag báru þau Katrín
Páisdóttir' og Steinþór Guðmundsson, bæjarfulltrúar
Sósíalistaflokksins frarn eftirfarandi tillögu:
aldrei bar þar fyrir
á persónulegt vinfengi,
Sá, er þetta ritar, átti ekki
ætíð samleið.við hið látna skáld
hvorki um lífsskoðanir ne leið-
ir. En
skugga
— ljúfari og drenglundaðri and
stæðing er erfitt að hugsa sér.
Vitur ritdómari lét einhverju
sinni svo um mælt, að Jóni
Magnússyni léti einna sízr að
yrkja um það, sem hann hat-
aði, en því betur um hítt, sem
kallaði á meðaumkvun hans
og samúð, og það, er hann dáði
og tignaði. Þetta var rétt: hatr-
ið var í rauninni hörpu hans
framandi, — harpa Jóns Magn-
ússonar var harpa mannúðar-
innar og lofsöngsins. Og slík
mun hún halda áfram að óma
með þjóðinni, ásamt þeim dul-
ræða undirleik, er úundum
mátti frá henni heyra:
Esperanío
Framh.af 3. síðu
brtfanámskeið'i, og ætti eng-
inn sósíalisti að láta slíkt
tækifæri önotað.
Eg vil að lokum leyfa mér
áð benda hæstvirtri millí-
þinganefnd 1 skólamálum á,
hvort ekki sé tímabært, í
sambandi við þá endurskoðun
kennslumálanna f landinu,
sem hún er að gera, aö taka
mpp kennslu í Esperanto
annaö hvort í efstu bekkjum
almennra gagnfræðaskóla,
eða í fyi’stu bekkjum mennta-
sköla. Þessi tillaga mín er rök-
studd með þeim sannleika, aö
nemandi sá/ er lært hefur Es-
peranto einn vetur, stendur
mun betur að vígi til að nema
ensku, þýzku, frönsku og la-
tínu en ella, þar eð orðaforði
Esperanto er að mestu leyti
fekinn úr ?essum menningar
málum.
Ólafur S. Magnússon á skil-
ið þakklæti fyrir þann áhuga
og þá ósérplægni, sem hann
hefur sýnt með því að koma
bréfanámskeiði sínu í Esper-
anto af stað.
Mani Háleggur.
Og aftaninn hneig yfir
Álfaskóg.
— Eldur í vestrinu brann.
Og niður í moldina dagurinn dó
svo dimmt varð um himin,
fjöll og sjó.
Um lífið varð báðum um og ó,
því enginn sitt þráðasta fann.
En hörpuna slær hann ekki
framar til nýrra söngva. Bless-
uð veri minning jafnt manns
sem skálds.
Jóhannes úr. Kötlum.
Hugleiðingar nm skýrslu
sjðdðmsins
Framh. af síðu.
taka til sín sem eiga. En það
er hægt að koma þessum mál-
um í viðunandi horf þó Alþingi
bregðist þar skyldu sinni. Það
er til vald í landinu sem getur
komið skipaskoðuninni og öðr-
um öryggismálum sjófarenda í
sæmilegt horf, og ég sé ekki
fram á annað, en tími sé nú til
kominn að beita þessu valdi.
Þetta vald eru sjómannafélög-
in í Alþýðusambandinu og Far-
manna- og fiskimannasamband
ið. Verkfall hefur oft verið háð
þegar síður skyldi. en til þess
að knýja fram viðunandi um-
bætur á þessu sviði. Enda er
það ekki skammlaust fyrir stétt
arsamtök sjómanna að horfa
aðgerðalaus á það ór eftir ár
að lífsöryggi þeirra, sem hafið
sækja, sé stofnað í beina hættu
fyrir trassaskap eða gróðaveiki
nokkurra fiskbraskara.
FINNAR
Framhald af 1. síðu.
I tyrkneska útvarpinu hefur
því verið haldið frarn. að skil-
málarnir væru hvorki harðir
með tilliti til kringumstæðna
né' í sanianburði við skilmála
þá sem ítölum voru settir á
sínum tíma.
„Bœjarstjórn Reykjavíkur
telur nauðsyn að stuðla að því
að böm í bamaskólum bæjar-
ins og unglingar í gagnfrœða-
skólunum geti komizt á skíði
nokkrum sinnum á vetri.
Fyrir því felur hún• borgar-
stjóra að sjá svo um að hver
skól eigi minnst 30—60 pör af
skíðum til þess að lána nem-
endum sínum.
Ennfrerhur að semja við í-
þróttafélögin um afnot af skíða-
skálunum i þessu skyni“.
I framsöguræðu sinni fyrir
tillögu þessari ræddi Katrín
um nauðsyn þess að efla heil-
brigði og hreysti æskunnar og
veita henni skilyrði • til þess
að leggja stund á hollar íþrótt-
ir. Nú væri það svo að fjöldi
barna og unglinga í skólunum
ættu ekki kost þeirrar hressing-
ar er skíðaferðir veita, vegna
þess að þau ættu engin skíði
og gætu ekki keypt þau.
„HAFA Á SÉR YFIRSKYN
HREYSTINNAR, EN AF-
NEITA HENNAR KRAFTI“
Út af þessari tillögu spunn-
ust óvæntar umræður.
Guðrún Guðlaugsdóttir kvaðst
telja skíðaferðir unglinga mjög
varhugaverðar og myndu þær
geta orðið til þess að auka á
umtalið um siðspillingu æsk-
unnar. „Éf satt reynist það,
sem um æskuna hefur verið tal
að og ritað mun ekki heppilegt
að sleppa henni eftirlitslausri
í skíðaferðir næturlangt“. Taldi
hún sig hafa fyllstu ástæðu
til að ætla að „skíðaferðir ung-
menna séu ekki alltaf skíða-
ferðir, heldur yfirskyn til ann-
arra framkvœmda“.
Hér skulu ekki, að svokomnu
málí, bornar brigður á að skoð-
un frúarinnar hafi við eitt-
hvað að styðjast, en ef svo er
— af hverjum ætli að ungling-
arnir hafi lært?!
TÍMI •INNILOKUNARINNAR-
ER LIÐINN
Katrín taldi hinsvegar, að
hverju sem áfátt væri um upp-
eldi æskunnar og siðferði henn-
ar. þá væri sá tími liðinn, að
hægt væri að loka hana inni,
og myndi einmitt vænlegt og
nauðsynlegt til hollra áhrifa á
æskuna að vekja áhuga henn-
ar fyrir hollum íþróttum og
veita henni kost á að stunda
þær.
Borgarstjóri taldi hér vera
um nauðsynjamál að ræða og
væri sjálfsagt að athuga það.
m. a. leita álits barnaverndar-
nefndar og lagði til að málinu
yrði vísað til annarrar umræðu
á bæjarstjórnarfundi síðar og
var það samþykkt með sam-
hljóða atkvæðum.