Þjóðviljinn - 07.03.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.03.1944, Blaðsíða 3
í'riöjudag'ur 7. marz 1944. PJÓÐVILJINN S NORDAHL GRIEG FALLINN Hinn eftirminnilega dag, 9. apríl 1940, þegar nazistar her- tóku Danmörku og réðust inn í Oslófjörð, spurðu Norðmenn ekki um hættuna, heldur gripu til vopna. Þessum atburöi, jafn ein- faldlega mannlegum, brá á loft eins og skæru bliki, er lýsti af um heiminn. Eitthvaö stórfenglegt haföi gerzt. Eftir aö hvert ríki af öðru hafði fall ið óvariö fyrir fasismanum, eöa látið selja sig og svíkja í hendur honum, gekk fram ein smæsta þjóö Evrópu og mælti: Þó ég sé smá, læt ég ekki fótumtroða manndóm minn. Á þessum. degi varð Noreg- ur tákn hetjuanda þjóðanna. Merki Spánar var að nýju tek ið upp. Og hjarta hvers frjáls- huga manns í heimii\um sló örar þennan dag. Hér var þjóð, sem ekki lægði sig í duftið. Dáö hennar var í senn krafa, fordæmi og fyrirheit: Maðurinn á jörðinni mundi ekki lægja sig í duftið. Einn þeirra NorÖmanna, er gripu til vopna 9. apríl, var skáldiö Nordahl Grieg. Nordahl Grieg átti nokkra sérstööu þennan dag. Hann þurfti enga nýja ákvöröun aö taka. Sína ákvöröun haföi hann tekið löngu fyrr. Um margra ára skeiö hafði allt starf hans veriö helgaö því einu, aö koma norsku þjóö- inni í skilning um þá hættu, sem stafaði af fasismanum og öðrum auövaldsöflum, sem undirbjuggu nýtt styrjaldar- bál. Leikrit hans Vár Ære og vár makt (1935), Men imorg- en (1938), Nederlaget (1937), kvæöi hans, tímaritiö Vejen frem, er hann stjórnaði og stofnáöi 1936, skáldsagan Ung má Verden endnu være, verk hans öll voru leiftrandi hvatning >. til norsku þjóö- innar að þekkja vitjun- artíma sinn, vara sig á þjónum fasismans, kvisling- nnum, er ætluöu aö selja ííf norsku þjóðarinnar fyrir fé og völd. Og Nordahl Grieg talaði ekki aðeins til Norð- manna, hann talaöi til allra þjóða heims. Aftur og aftur hrópaði hann hetjurödd sinni: þjóöir, menn, sjáið hvaö er aö gerast, opnið augun fyrir hættunni: verjizt, rísið til varnar strax. „Mannkyniö á ekki nema eina leið að velja“. hrópaði hann í inngangsorð- um áö Vejen frem, „baráttu gegn stríðinu og því þjóðskipu lagi, sem leiðir út í fasisma og stríð“. „Vér verðum áö leggja fram hæfileika vora og krafta fyrir nýtt þjóðfélag, friðarins og sósíalismans“. Heima í Noregi fletti hann of- an af Quisling og fyrirætlun- um hans. „Að þekkja fasism- ann er sama og fyrirlíta hann; upp af þeirri fyrirlitningu veröur aö rísa krafa alls frjáls huga almennings í landinu: aö kveöin veröi niöur hin sviksamlega æsingastarfsemi fasistanna hér heima. — Vér þurfum ekki á að halda því formi þjóðlegrar einingar (National Samling hét fasista flokkur Quislings), sem er í því fólgin áö safna í einn hóp beztu mönnum þjóðarinnar til aö slá um þá gaddavírs- giröingu.... Vér berjumst fyrir öðru fööurlandi, þar sem vér finnum tengslin viö dýpstu og sterkustu framþró- unaröfin í lífi þjóðarinnar frá upphafi, því að allt mikilíeng- legt, sem hún hefur skapað, hefur veriö byltingarsinnuö framkvæmd, nýr skilningur, ný dáð“. (Vejen frem, júní 1936). Frá Spáni hrópaöi hann: „Af þeim atburðum, sem gerast á Spáni nú, dreg- ur upp ógnandi og blóöuga bliku yfir örlög allrar Evrópu. — Fasisminn byggir skipulag sitt og elur upp einstakling- ana meö aðeins eitt takmark fyrir augum: stríð“. „Frels- inu blæöir á Spáni. Hjálpið Spáni“. (Vejen frem, okt. 1936). Nærri fjögur ár hefur varg- öld fasismans staðið í Noregi, sú vargöld, er kvisiingai’niv buðu heim, en veröa sjálfir fullsaddir af. Frelsinu hefur blætt. Beztu mönnum Noregs verið smaláö saman í gadda- vírsgirðingar. Álitlegm- hópur verið myrtur. En allan tím- ann veitir norska þjóðin viö- nám, berst, verndar óskyggö- an sólglitrandi demant hjarta síns: hugprýðina. Nordahl Grieg var einn 1 hemum, er hélt úr landi til að halda baráttunni áfram er- lendis. Úr útlegðinni orti hann þjóð sinni ný Bjarka- mál. Og rödd hans, er náði til svo fárra áður, fann hljóm grunn í hverju norsku hjarta. Byltingaskáldið varö þjóð- skáld Norðmanna. En svo, — einn dag í vetur barst sú fregn, að Nordahl Grieg væri fallinn. Hann heföi farizt 1 loftárás á Berlín. Og aftur brá upp í heimin- um skæru bliki af nafni Nor- egs. Enn haföi eitthváð stór- fenglegt gerzt, eitthvað, sem átti sér dýpsta inntak,eitthvað er snart hjarta hvers frjáls- huga manns á jörðinni. Og þaö sló í svipan djúpri þögn á allt. Og þó hefði heiminum ekki getað borizt hversdagslegri fregn. Því að hvað var svo sem um aö vera? Eitt mannslíf týnt. Hver gat látið sér bregöa viö svo ofureinfalt atvik? Millj- ónir manna týna lífinu í þess- ari styrjöld. Þaö hefur ekki liöiö sú mínúta í mörg ár, að ekki hafi einhverjir falliö fyrir fasismanum; jafnvel tug ir á mínútu. En felst ekki misskilningur í orðinu „hversdagslegur“? Nordahl Grieg var ekki hvers- dagslegxu- maður. Hann var ekki í hópi hins nafnlausa múgs. Hann var heimsfræg persóna, þjóðskáld lands, sem einna hetjulegast orö haföi farið af í stríöinu. Hví þá aö tala um hversdagslegan viö- burð? Nordahl Grieg mundi hafa kunnað viö þessu bezt svar sjálfur. Enginn mat lífið hærra en hann, líf hvers manns, og hann greindi aldrei líf sitt frá lífi annarra, lífi landa sinna, lífi hins óbrotn- asta manns á jörðinni. En föllumst samt á rökin: Nor- dahl Grieg var ekki hversdags maður, heldm- skáld meö heimskunnu nafni. Em áhrif þessa atviks fólgin í því? Eg skal ekki draga úr, aö svo geti að nokkru leyti ver- ið. Mannslífin eru sannarlega ekki lögð að jöfnu í þessum heimi, og ástæöulaust að ætl- ast til slíks. En mörg „stór- menni“ hafa fallið 1 stríðinu, jafnvel prinsar og þjóöhöfð- ingjar, og dauöi þeirra hefur ekki valdiö samskonar djúpri þögn, sem fall Nordahls Griegs, ekkert líkt því. Og fjöldi skálda hefur látiö lífiö fyrir fasismanum, skáid, sem áttu heimsnafn. Dauöi þeirra sumra hefur vakið andartáks athygli, sumra ekki verið minnzt einu orði. Fall Nor- dahls Griegs nú er sambæri- legast viö fall enska skáldsins Ralph Fox, er lét lífiö á víg- völlum Spánar í ársbyrjun 1937. Því var veitt nokkur eft- irtekt, einkum í Englandi og Ameríku. En mér skildist, áö dauöi hans fyndist flestum sjálfskaparvíti eða á ábyrgð enska Kommúnistaflokksins, er heföi sent hann út í dauð- ann. Eg man ekki til, að nein ir dásömuðu fórn hans, hug- prýöi né frelsisást aörir en flokksbræður hans. Fall skálds, jafnvel þótt frægt sé, þarf aö bera aö með alveg sérstökum hætti og falla meira að segja á sérstakan hátt við anda tímanna til þess aö þögn slái á heiminn. En liggur þá elcki skýring in í því, aö Nordahl Grieg baröist og féll fyrir málstað frelsisins í heiminum? Svo sannarlega barðist og féll Nordahl Grieg fyrir mál- stað frelsisins 1 heiminum. Hann reyndi eins og hann frekast gat til aö vara við þessu stríöi og fasismanum. Nordahl Grieg. Hann baröist fyrir skilningi á Sovétríkjunum og friöar- stefnu þeirra. Hann lagöi fram alla atorku sína í Spán- arstyrjöldinni til að fá menn til að skilja, aö þar væri bar- izt fyrir frelsi allra þjóöa. Svo sannarlega baröist hann og féll fyrir málstaö frelsisins í heiminum. En hefur það í sjálfu sér veriö svo ákaflega dýrt metið, aö heiminn setji hljóöan, þegar einn slíkur fell- ur? Sjálfboðaliðar alstaðar að úr heiminum böröust fyrir málstað frelsisins á Spáni. Ýmsir létu líf. sitt, meðal ann- arra frægasta skáld Spánar, Garcia Lorea. Hvar var á það minnzt? í staöinn hrópaði heimurinn húrra fyrir Cham- berlain, og hélt áfram aö dást að Hitler. Og þegar frelsi Spán ar og þar með frelsi Evrópu var sært helsári og sjálfboða- liöamir, sem höföu verið aö beijast þar :yrir málstaö fiels isins, flýöu undan hersveitum Hitlers og Mússólínis inn yfir iandamæri hins lýðfrjálsa Frakklands, var þeim smalaö í gaddavírsgiröingar og látnir svelta og frjósa í hel, og vald- ir úr hinir „dýrmætustu“, skáldin og menntamennirnir, inn í fangelsi Frakklands, og þegar Hitler kom einnig í þá veiöistöð, voru þeir framseldir honum, svo hann gæti á full- komnari hátt kvalið úr þeim lífiö. Það er ekki alla tíma jafnt, sem heiminn setur hljóöan við fall hetjunnar, sem berst fyrir málstaö frels- isins. En hvemig sem það veröur skýrt, fundu allir við fregnina um dauða Nordahs Griegs: hér haföi eitthvaö stórfeng- legt gerzt, aö vísu aöeins fall | eins manns, en þó svo óendan lega djúpt aö inntaki. Og enn fremur: þaö fann hver maöur, ljóst eöa óljóst, aö hér var til hans talað, á einfaldan en jafnframt svo ótvíræðan hátt, aö undan varð ekki vikið nema að missa nokkurs í af sjálfsvirðingu sinni og mann- gildi. Hvað gat verið svo einstakt við þetta atvik? Var það svo hetjulegt? Já, að vísu. En þús- undir manna fljúga stundum daglega frá London til loftár- ása á Berlín. Hver slík för er farin upp á líf og dauöa. Sá sem þátt tekur í því flugi, teflir lífinu í hættu. Hann er í fremstu víglínu. Meö Nordahl Grieg stóð sér- staklega á. Hann var ekki flug maður. ifann var þjóðskáld. För hans til Berlínar var ekki skyldustarf í flugher Banda- manna. Honum hefur ekki verið fyrirskipuð þessi ferö. Hann hefur farið sjálfviljug- ur. ÞaÖ má jafnvel telja lík- legt, aö hann hafi þurft að sækja það fast aö fá íeyfi til þessarar farar. Ýmsir átelja, að honum skyldi veitt það ieyfi. Þaö er eflaust í þessu „til- tæki“ skáldsins, þessu „óþarlu tiltæki“ þess, svo óvæntu og „óskynsamlegu", að hin sterku áhrif liggja falin. Menn sjá, að hér er eitthvað á bak viö, eitthvaö ekki veiga lítið, sem knúiö hefur skáldiö til aö leggja lífið í hættu fyr- ir jafn „ónauðsynlega“ og óvit urlega tiltekt“ eins og aö fara með loftárásarliöi til Berlínai, aðeins sem fréttaritari. AÖrir „ónauðsynlegir menn“ gátu farið. Vissi ekki Nordahl Grieg, hve dýrmætt líf hans var? Sá hann ekki, hve marg- Fraufh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.