Þjóðviljinn - 10.03.1944, Blaðsíða 1
9. árgang-ur.
Föstudagur 10. marz 1944.
56. tölublað.
Vélbyssukúlu skotið
inn um glugga á
íbúðarhúsi
í gærkveldi kl. hálf níu var
lögreglunni tilkynnt að skot-
ið hefði verið inn um glugga
á húsi einu við Víðimel.
Einn af íbúum hússins hef-
ur skýrt svo frá að hann hafi
verið að tala við konu sína,
sem sat á stól við glugga sem
sneri á móti suðri. Allt í einu
heyrðu þau brothljóð og gler-
brot hrutu um alla stofuna.
Við athugun kom í ljós, að
vélbyssukúlu hafði verið skotið
í gegnum gluggann og lá kúl-
an í gluggakistunni.
Hnefastórt gat er á rúðunni.
AllsherjarverkfalliS breið-
ist út á Norður- Italíu
Útvarpið í Róm skýrir frá því
að allsherjarverkfallið á Norð-
ur-ítallu nái nú til 280000 verka
manna. Samkvæmt fréttum frá
Svisslandi eru þeir þó miklu
fleiri.
Skærur hafa orðið í Mílanó
milli verkamanna og þýzkra
hermanna, sem aðstoða fasista.
ítalska frelsisnefndin skýrir
frá því, að stofnuð hafi verið
leynileg nefnd til að stjórna
verkfallinu. Hefur frelsisnefnd
in sent verkamönnum ávarp og
lýst yfir stuðningi sínum við
þá. Telur hún verkfallið mikil-
vægan þátt í baráttunni fyrir
úrslitaósigri fasismans.
Hefur rofið Dolinsk - Nikolajeff - járnbrautina cg fekið Novi Bug
Stalin marskálkur tilkynnti í gær með sérstakri
dagskipun að rauði herinn hefði undir stjórn Mol-
inovskis hershöfðingja náð glæsilegum árangri í nýrri
sókn í Dnéprbugðunni fyrir suðvestan Krivoj-Rog, sem
hafði þá staðið í fjóra daga.
Varnir Þjóðverja hafa verið rofnar á 170 km. breiðu
svæði og sótt fram 30—60 km.
Rússar hafa rofið jámbrautina milli Dolinsk, sem
er 50 km. fyrir norðvestan Krivoj-Rog, og Nikolajeff.
Um leið tóku þeir bæinn Novi Búg og samtals yfir 200
bæi og þorp.
Níu herfylki hjóðverja hafa ver-
ið hrakin á flótta. Þar af eru 3
sk riðdrekah erfylki.
Meir en S000 Þjóðverjar lágu í
valnum eftir fjögurra daga bar-
daga, en yfir 1000 voru handtekn-
ir. Tekinn hefur verið fjöldi skrið-
dreka og fallbyssna og meir en
2000 flutningabílar.
STARO-
KONSTANTINOFF
var tekin af fyrsta úkrainska
hernum í gær með samtíma árás-
um að framan og frá hlið. Yfir
3000 Þjóðverjar féllu í bardögun-
um um bæinn. Greiðist nú. vegur-
inn mjög til Proskúroff.
Bardagar eru háðir á strætun-
um i Tarnopol. Þar í grennd tóku
Rússar yfir 100 bæi og þorp í gær.
Fyrsti úkrainski herinn^ undir
stjórn Zúkoffs marskálks, á nú í
bardögum á öllu svæðinu milli
v!ð Suðurla
Fjömtí og þrír menn bíörgsað^
usf, fjórir létu lífíð
Aðfaranótt miðvikudags strönduðu þrjú erlend fiski
skip við Suðurland.
Strönduðu skipin við svokallaða Mávabót, sem er
landspilda milli Veiðióss og Skaftáróss.
Kl. 2 e. h. komu nokkrir skip-
brotsmenn heim á bæinn Sléttu
hól, sem er skammt frá strand-
staðnum. Vissi fólk í landi ekki
fyrr að strandið hefði átt sér
stað. Var þá liðinn ca.' hálfur
sólarhringur frá því skipin
strönduðu.
Tókst flestum skipverjum að
komast á land, eða fjörutíu og j
þrem alls, einn drukknaði í
brimgarðinum og þrír létust af
vosbúð eftir á land var komið.
Slysavarnaskýli er ekki við
strandstaðinn, en hinsvegar
mun vitamálastjórnin eiga
skýli þarna skammt frá, en um
það vissu skipbrotsmenn vit-
anlega ekki.
Skip þessi munu hafa orðið
samferða hér upp að landinu.
Tarnopol og Kassatin, tæpa 50 km.
fyrir suðaustan Berdiséff. Þar tóku
Rússar yfir 40 bæi og þorp í gær.
í fyrradag eyðilögðu Rússar 87
skriðdreka fyrir Þjóðverjum og
skutu niður 56 flugvélar.
Hermenn ota hnífi og
stela peningum
Kl. hálf 12 í fyrrakvöld kom
maður inn á lögreglustöðina
og tilkynnti, að hermenn hefðu
ráðist á sig, er hann var á
gangi á Ingólfsgarði. Hafi þeir
fært hann inn í skotbyrgi, ot-
að að honum hníf, tekið seðla-
veski hans og stolið úr því
400—500 krónum.
Málið er 1 rannsókn.
R>msóknarnefnd
skipuð
Atvinnumálaráðuneytið hefur
skipað neftid þá, er Alþingi
samþykkti að skipuð yrði til
þess að rannsáka breytingar
fiskiskipa og hver áhrif þær^
hefðu á öryggi þeirra; jafnframt
á nefndin að fjalla um starf-
semi skipaeftirlits ríkisins.
Formaður nefndarinnar er
Bárður Tómasson skipasmiður,
er hann tilnefndur af atvinnu-
málaráðuneytinu. Aðrir nefndar
menn eru skipaðir af ráðuneyt-
inu eftir tilnefningu þeirra að-
ila sem lögum samkvæmt eiga
að tilnefna menn í nefndina,
en það eru: Sigurjón Á. Ólafs-
son, varaformaður nefndarinn-
ar, tilnefndur af sjómannafé-
lögunum í Reykjavík og Hafn-
arfirði, Theodór Líndal hrm.,
tilnefndur af Slysatryggingafé-
lagi sjómanna, Benedikt Grönd-
al verkfræðingur, tilnefndur af
Landssambandi íslenzkra út-
vegsmanna og Guðmundur
Markússon af Farmanna- og
fiskimannasambandi íslands.
Baráttun við kafbátana
Komið hefur í ljós, að í febr. síð-
astliðnum hefur skipatjón Banda-
manna verið minna en nokkurn
tíma áður síðan Bandaríkin komu
í stríðið og aðeins einu sinni áður
minna en þá frá stríðsbyrjun. Er
jictta enn glæsilegra, jiegar tekið
er tillit til liinna auknu siglinga
Bandamanna. Var í ferbrúarmán-
uði ennþá einu sinni sökkt fleiri
óvinakafbátum en kaupskipum
Bandamanna. Og fleiri kafbátum
var þá sökkt en í janúar síðat-
liðnum.
Paul Wínterton
% v'
í"
HamsKeioio
Lúðvík Jósefsson flyt-
ur eriodi ua fs-
lenzka sjávarútvegion
í greininni á 4.—5. síðu, „Sjón-
arvottur á austurvígstöðvunum“,
skýrir Paul Winterton, Moskva-
fréttaritari News Chronicle og
brczka útvarpsins, frá reynslu sinni
og ræðir sambúð Bretlands og Sov-
étríkjanna.
í kvöld helduf námskeið
fræðslunefndar áfram og verða
flutt tvö erindi að venju.
Lúðvík Jósefsson alþingism.
flytur erindi um sjávarútveg
íslendinga, og ennfremur verð
ur flutt fjórða erindið í flokkn-
um alþjóðastjórnmál og fjallar
þetta erindi um sögu Sovétríkj-
anna.
Námskvöldið hefst ki. 8,30 í
salnum á Skólavörðustíg 19. —
Mætið stundvíslega.
Vélbáfnutn
Æglff bjargað
Vélbátnum Ægi frá Gerðum
hefur nú verið bjargað, en hon-
um hvolfdi í óveðrinu 12. febr-
úar og drukknaði þá einn af
skipverjum en fjórir björguð-
ust.
i Hefur Dráttarbraut Keflavík-
I ur undanfarið unnið að björg-
i un Ægis, en hann rak á land
undir Melabökkum í Borgar-
firði. Hefur verið unnið að
ojörguninni heila viku og í
fyrradag tókst að koma bátn-
um á flot. Var báturinn flutt-
ur til Keflavíkur til frekari
viðgerðar.
Er Ægir mikið brotinn
ofanþilja, en bolurinn talinn ó-
brotinn. Ekki er búizt við að
það taki langan tíma að gera
‘ við bátinn.
Hampiðjan tíu ára
* *
Eitt af kunnustu iðnfyrirtœkjum þessa bœjar, llanvpiðjan h.f., er
10 ára í dag. llún var stofnuð 10. marz 193Jf, og er hlutverk hennar það,
að búa til botnvörpugam og annað svipað garn úr manila- og sisal-
hampi.
Sá sem gekkst fyrir því að byrj-
að var að búa til slíkar vörur hér
á landi var Guðm. S. Guðmunds-
son vélfræðiugur. Ilafði hann áð-
ur í mörg ár starfað í nánu sam-
Jiær tilbúnar til notkunar í árslok
1934. Var Guðmundur fram-
kvæmdastjóri félagsins þar til
hann dó 20. maí 1942, en þá tók
við Frímann Ólafsson, ásamt Jóni
bandi við togaraflotann, fyrst sem j Guðlaugssyni, sem starfað hefur
vélstjóri og síðan sem aðal-verk- | við verksmiðjuna frá byrjun, og
stjóri í Vélsmiðjunni Iléðinn, og
var því k’unnugur þörfuni útgerð-
arinnar á jiessu sviði, en Jió mun
þekking hans á vélum ásamt öðr-
uin hæfileikum hafa haft mcst að
liefur nú yfir-umsjón með fram-
leiðslunni sjálfri.
Fyrsta árið sem verksmiðjan
starfaði voru framleidd um 100
... . tonn af garni, og störfuðu þá við
segja, og verið frumorsokin í þvi, c,,. , ,
v , . ... .. , , , . 1 hana um 10 manns. Siðan hefur
að Jiessi iðnaður komst liér á.
Sá Guðmundur um kaup á nauð- j
synlegum vélum, sem eru bæði [
miklar, og margbrotnar, og voru !
hún verið stækkuð oftar en einu
sinni, og hnýtingu á botnvörpunet-
Framhald á 8. síðu.
X