Þjóðviljinn - 12.03.1944, Síða 3

Þjóðviljinn - 12.03.1944, Síða 3
Sunnudagur 12. marz 1944. ÞJÓÐVILJINH RITSTJÓRI: RANNVEIG KRISTJÁN SDÓTTIR Kuislingatízbai í París í París, borg berfættra, sveltandi fátæklinga, er nú lif að í meira sukki og óhófi en í nokkru öðru landi Evrópu. Fína fólki'ö samanstendur af Þjóðverjum og kringum tvö þúsundum Parísarbúum, sem njótra vafasamrar blessunar nazistaverndaranna. En allur almenningur býr við sult og hefur enga kaupgetu. Hjálpar menn nazista, sem eru á lista hinna vel séðu, fá allt sem þeir vilja, mat, vín, föt, benz- ín og annað. Hér eru nokkrar myndir úr nýju frönsku tízku blaði. Þær sýna föt sem eru búin til í París um þessar mundir. Þau eru að minnsta kosti eins íburðarmikil og var fyrir stríð, þegar tízkukaup- menn heimsins flykktust til Frakklands til þess að sjá, kaupa og eftirlíkja Parísar- tízkuna. Samkvæmiskjólar eru efnismiklir, útsaumaðir og perlusaumaðir felldir kjól- ar, kápur með miklum loð- skinnum, blúndulagðar blús- ur, íburðarmiklar, rykktar errnar og útsaumaðir vasar. Hámark óhófsins: geysistór loðskinnshetta. Til þess að kaupa þessi föt, þarf að hafa „Carte de Haute Couture“, ávísun á fínan saumaskap, en það fá ekki aðrir en Þjóöverjar og viður- kenndir hjálparmenn þeirra. Þessi ávísun leyfir kaup á; hverju sem er frá tízkuhúsun- um Patou, Maggy Rouff, Piquet — fíniríiskjólum, með pilsum eins og á málverkum Velas- quez — fyrir nazistakvöldboö- in í París. Þessi „ávísun á fínan saumaskap“ gerir fólki kleift að fá sér föt, sem skömmtunarseölar almenn- ings leyfa ekki. Vanalegur hoi'gari getur fyrir náð fengið leyfi fyrir skóm, en það líða Tízka fyrir landráðakonur: Kvöldkjóll, fyrir kvöldboð í París, fleginn, úr svörtu silki- flaueli, skreyttur gullpaljett- um með bosmamiklu pilsi. ínánuðir og jafnvel ár áðui' en þeir 5 kór eru komnir á fæt- urr.a á honum. Hver sem sleppur frá Frakklandi vitn- ar til þeirra þjáninga, sem or- sakast af hérum bil algerum skorti á skófatnaöi. Fólk geng ur um götumar í skóræfium eða skólaust. En út á „ávís- unina á fínan saumaskap“ er varan afhent umyrðalaust, eins mikið og hver vill hafa. — Tízkusýningar eru alltaf í gangi. Verðið er auðvitaö engu lagi líkt. Loðkápa úr saf alaskinni kostar milljón franka. Siifurrefur kostar sem svarar 26 þúsundum króna. Tízkuhattur um 800 krónur, leöursólaöir skór um 470 krón ur, og þeir fást varla fyrir peninga, jafnvel þótt sérrétt- indafólk eigi í hlut. Þjóövei'j- ar sjá almenningi í Frakk- landi ekki fyrir neinum þörf- um. Skömmtun nær ekki til- gangi því þaö er enginn forði til )í VFrakklandi. Þjóðverjar hafa rænt búöirnar og láta verkamenn Frakklands þræla fyrir sig. Fransk-þýzka klíkan, sem á aðsetur að rnestu leyti í París, lifir í stoltri einangr- Esfrid Falber^ Brekban: Tvær rússneslkjar konur (Ritstj. Þjóðviljans hefur beðið mig um að skrifa eitthvað með tveim myndum, sem ég hef látið blaðinu í té. Vil ég taka það fram, að þessar tvær konur eru einu ráss- nesku konumar, sem ég hef hitt á ævi minni óg mun ég sízt af öllu halda því fram, að þannig séu rúss- neskar konur yfirleitt, því um það veit ég ekkert). Frá því aö ég man fyrst eft ir mér var ég mjög hrædd við Rússa. — Dökkhærðir, dular- fullir menn með svörtu skeggi voru vanir að ganga hús úr 'húsi í minni fæðingarborg og skerpa hnífa og skæri, og var okkur sagt að þessir menn væru Rússar og ætti maður aö varast að koma nálægt þeim (Líklega vegna hníf- anna og skæranna!). Síðar meir las maöur um Karl XII. og heyrði ýmislegt annað sem hélt við hræðslunni. Satt aö segja, þegar ég var beðin mn 1914 að kenna ungri, rúss- neskri stúlku svolítið í sænsku, var ég ekki spennt fyrir þvi. Það var líka í fyrsta skipti sem ég heyrði talað um að konur væru til í Rússlandi (nema prinsessur, auðvitað, þar sem rússnesk prinsessa var gift Wilhelm prins.). 'Eugenie Prúdnikoff var að- eins 22 ára, ljóshærð með stór, skær, blá, augu og húð eins og eplablóm, svo lagleg að' ég gleymdi mér oft alveg til þess að horfa á hana. Það var látið heita svo að ég kenndi henni, en ’hvað hefur hún ekki kennt mér? Hún talaði auk rúss- nesku, ítölsku og pólsku (hún var fædd viö landamæri Pól- lands), frönsku, ensku og þýzku — ekki stirr og viðvan- ingslega eins og ég og stall- un, cg lætur sem hún sjái ekki fátækt og eymd almenn- ings. Þetta er nýskipan nazist- anna. það er margra kJst. vinna á handfíer&u i oösimum á mind- inni til vinstri. A/ meira vcrk á brydd- ingum og skrauti þeirra en á heilum '' kiól. Skórnir á mynd . inni fyrir neSan eru ; heldur eZj/ji fljót- . gerSir. Eugenie Prúdnikoff systur mínar, heldur reiprenn andi og fyrirhafnarlaust. Eg mátti skammast mín fyrir hve lítið ég þekkti af heims- bókmenntum, listum og mús- ík og ekki sízt: hve lítiö cg hugsaði um lífið og tilveruna, sálina, ástina, sannleikann réttlæt- ið, fátæktina, auðæfin, dyggðina o. s. frv., sem hún virðist hafa brotið heilann um frá unga aldri. — Ilún var dóttir ríks gósseiganda og sagðist hafa fengið uppeldi svipað og stúlkur af hennar stétt fengu i Rússlandi, hafði haft franskar, enskar og þýzkar kennslukonur, ítalskan kennara í miisík, málaralist og dansi. Frá 8 ára aldri hafði hún tírðazt með foreldrum sínum og þjónustufólki á hverju ári og séð og heyrt allt það fegursta, sem til var í Evrópu. Ilún lék dásamlega á slaghörpu og söngur hennar var einkennilega töfrandi, og vissi ég þá jafn lítið og aðrir um sönghneigð og sönggáfur Rússa yfirleitt. Einu sinni sagði ég, að gaman væri nú að vera svona rík og geta ferðast eins og hún. — liík! Hún leit alvarlega á mig — nei. ekki gaman, það er svo mikil ábyrgð sem fylgir því. — Ekki skildi ég það eiginlega, en ef svo væri, væri þá ekki til einfalt ráð: að gefa eignir sínar? Jú, sagði hún, þú gæt- ir gert það en ég ekki. Og svo sagði hún mér frá, hvers vegna hún væri komin til að læfa sænsku. Hún var nýgift, maðurinn hét Alexei — og í hvert skipti. sem hann barst í tal, fylltust augu hennar tárúm. Hann var jafnríkur og hún, foreldralaus eins og hún og (hugsaði ég) göfugmenni eins og hún. .Hún roðnaði þegar hún sagði mér hve margar „sálir“ þau áttu samtals, — bændur. sem í aldir höfðu heyrt undir forfeður þeirra og sem nú voru þeirra eign — og í því væri ábyrgð ríkidæmis- ins fólgin. Og nú var Eugenie kom- in til að dvelja í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eitt ár, til þess að kynna sér skóla-, uppeldis- og heilbi'igðisihál, landbúriað og margt, margt annað og Alexei ætl- aði að dvelja jafn lengi í Eng- landi, Þýzkalandi og Frakklandi á sarna tilgangi. Svo ætluðu þau að dvelja eitt ár í Ameríku og hverfa svo heim og stofna skóla, sjúkra- hús, barnahæli o. s. frv. Kenna fólkinu sínu, og þannig búa það undir að taka við því sem því bar: jörð og búpening til ábúðar og eignar. „Eins og stendur þýðir ekkert að gefa þeim þetta, það hefur verið reynt svo oft og af svo mörgum, en æfinlega mistekizt, af því að fólkið er svo vanþroskað. Faðir minn og móðir gátu aldrd leitað nógu vandlega cftir kenri- ara haixda mér, en þau skildu ekki, áð fólkið þyrfti neitt að læra eða vita, þau álitu það bara fjarstæðu. En nú ætlunf við Alexei ekki að láta okkur misheppnast, og' ekki vildum við bíða, eins og margir ráðlögðu okkur. Við erum búin að bíða nógu lengi, ég var bara 10 ára, þegar Alexei, þá 12 ára, fór að skipuleggja þetta allt saman. Alltaf á sumrin kom hann einu simíi í viku ríðandi í heimsókn með föður sínum, heim til okkar. Þá fórum við krakkarnir alltaf upp á hæð fyrir ofan fljótið, þar Alexandra Kollontaj (á miðri myndinni), með tveim kunn- um sænskum konum, Honorine Hermelin skólastj. (til vinstri) og Ada Nilsson, dr. med. sem sást yfir eignir okkar beggja og þá töluðum við um þetta, sem svo margt af fullorðna fólkinu ræddi sín á milli. Alexei er betri og vitrari en nokkur annar maður, og ég veit að hann hefur séð það rétta . ..“ Þannig talaði Eugenie Prúdnikoff. Henni hefði verið innan handar að fcrðast Um eða setjast að þar sem hún vildi, að njóta lífsins á- hyggjulaus og hámingjusöm við hlið hins glæsilega eiginmanns, en þau kusu vinnuna og erfiðið til gagns fyrir land og þjóð. „Þegar allt er konxið í lag, ætla ég að bjóða þér heim“, sagði Eugenie, þegar við kvöddumst, cn ekki hef ég ennþá fengið boð frá henni. Arið 1934 var ég á fjölsóttu kvennamóti í Svíþjóð, þar sem Framh. á 5. síftu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.