Þjóðviljinn - 24.03.1944, Side 2
2
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 24. marz 1944.
Stefán 0gmundsson;
letri feeinsr
Mikið er nú rætt og ritað um
hversu takast megi að reisa hinn
gamla heim úr rústum að stríðinu
loknu. Túlkun þessara hugstæðu
vandamála fólks í flestum lönd-
um er harla sundurleit, og þótt
allir telji það skyldu sína að hrópa
á betri heim er samhljómur radd-
anna næsta lítill í þessum vold-
uga kór.
Það er ástæðulaust að efast um
að þráin eftir friði hefur numið
stærri lönd en nokkru sinni fyrr í
hugum manna í öllum stéttum, en
það væri háskaleg blinda að van-
meta styrk þeirra afla, sem ennþá
ráða auðvaldsheiminum, ýmist
með stjórnartaumana í höndum
eða vald peninganna, sem þving-
un á framkvæmdir þeirra, sem
stjórnir landanna skipa. Jöfrar
auðsins hafa ekki í orði né at-
höfn gefið til kynna að þeir muni
afsala sér neinu af þeim forrétt-
indum, sem skipulag auðvalds-
þjóðfélagsins veitir þeim. Þó heyr-
ast úr þeirra flokki hvað hávær-
astar kröfur um betri heim. Það
eru hinir fölsku hljómar, raddir
þeirra, sem meta fé og völd um-
fram alla hluti en glatað hafa
þeim mannlega eiginleika, sem tel-
ur vellíðan meðbræðranna skil-
yrði fyrir eigin lífshamingju. Þeir
hrópa á betri heim vegna þess að
þeir vita að meginþorri mann-
kynsins krefst þess, og þeir vona,
að með söngmannstilburðum og
háværum tónum megi takast að
ná slíkum samhljóm við sveit
hinna hreinu radda, að andstæð
markmið gleymist í fögnuði stríðs-
lokanna.
Þegar þróun auðvaldsins var á
miðaldursskeiði og meinsemdir
þess bjuggu um kyrrt svo áratug-
um skipti og ollu staðbundnum
kvölum í samfélagi mannanna,
var hægt að gefa deyfilyf, sem
drógu úr þjáningum þeirra og
glæddu nýja von. Nú eru brjálæð-
isflog hins gersýkta auðvalds-
heims orðin svo ör og altæk að
enginn skottulæknir megnar að
skapa almenna trú á bata með
hinum gömlu mixtúrum. Þó eru
þær um hönd hajfðar enn í dag.
Aldrei framar atvinnuleysi,
aldrei framar stríð, segja þessir
menn — félagslegt öryggi og
skipulag, bæta þeir við. Heilar
stofnanir eru settar á fót til að
vinna að útreikningi, semja skýrsl-
ur og áætlanir. Hagfræðingar með
her af reikningsfróðum mönnum
finna það með hárnákvæmum at-
hugunum hvað „normalt“ er að
hver maður fái til þess að lifa-Jíf-
inu — já, menningarlífi. Þeir
reikna ennfremur út hvað alþýð-
an muni þurfa til þess að vera
„ánægð“, það er rekstrarkostnað-
urinn við lífsframfæri hennar plús
stéttarþroski og sjálfsvitund um
réttinn til að njóta þess, sem hún
skapar. Það er ekki nema eðlilegt
að niðurstaða þessara rannsókna
sé dálítið í lausu lofti, en þó full-
yrða töluspekingarnir að útkom-
an bendi til minnkandi atvinnu-
leysis og líkur séu til að unnt verði
að búa svo Um hnútana, að friður
megi haldast i framtíðinni.
Störf þéssara „vísindamanna“
eru án efa ákaflega, vandasöm,
ekki ósvipuð verki manns, sem
yrkir dýrt kvæði; hann verður að
halda sig að ákveðnu formi, hvergi
má hnika til staf, sem orsakað
geti röskun ríms og stuðla. Þann-
ig eru þeir bundnir formi þess
skipulags, sem auðvaldsöflin í
heiminum telja sér nauðsynleg
fyrir valdaaðstöðu sína og vax-
andi gróða. Það efast enginn um
trúmennsku reikningsmannanna
og nákvæmni talnanna, en þeir
mega hvorki afla sér hugmynda
né úrræða, sem eru utan við það
hagkerfi, sem vald auðstéttarinn-
ar byggist á. Þeim er óheimilt að
benda á leiðir, sem dregið geti úr
valdi hennar og gefið hinni vinn-
andi stétt íhlutun um yfirráð
framleiðslutækjanna og auðlind-
anna.
Með taumlausum áróðri, sem
byggður er á slíkum tilburðum og
ef til vill nokkrum tilslökunum í
bili, telja auðjöfrar heimsins að
unnt sé að komast yfir hættusvæð-
ið. En það er óneitanlega iskyggi-
legt ferðalag, meðan alþýða, sem
lifað hefur tvær heimsstyrjaldir
og öryggisleysi skortsins á milli er
sjálf með vopn í hönd.
Leo Tolstoi gerði eitt sinn að
umtalsefni hin fögru áform auð-
valdsins um bættan hag alþýð-
unnar, sem gripið er til þegar
hætta er á að hún taki frumkvæð-
ið í sínar hendur. Hann orðaði það
á þessa leið: ,
„Aðstaðan, sem við menntuðu
og efnuðu stéttirnar höfum, er
sama og gamla mannsins, sem sat
á herðum hins fátæka; sá er bara
munurinn að við erum ólíkir hon-
um í því að okkur tekur mjög
sárt til fátæka mannsins og við
vildum allt gera til að bæta hag
hans, við viljum ekki'aðeins láta
hann fá svo mikið fæði að hann
geti staðið á fótunum, við viljum
sýna honum fegurð »náttúrunnar,
ræða við hann um fagra hljómlist
og gefa honum ógrynni ágætra
ráðlegginga.
Já, við viljum næstum allt fyrir
fátæka manninn gera, allt nema
fara af baki hans“.
Þannig eru áform auðstéttanna
nú: Allt er falt: Styrkir í atvinnu-
leysi, sjúkdómum, örorku, ómegð,
miklar líkur, já ágætar vonir um
varanlegan frið. Auðmennirnir
vilja næstum allt fyrir okkur gera
nema afnema orsakirnar fyrir at-
vinnuleysi, fátækt og styrjöldum.
Ýmsir munu telja þetta dökk-
leitt sjónarmið og rangar getsakir
gerðar mönnum, sem milcið hafa
á sig lagt til þess að finna leiðirn-
ar út úr- ógöngunum. Alþýðan eigi
.þvert á móti að styðja þessa við-
leitni og taka feginshendi þeim
árangri, sem næst.
Það er enginn efi á því að al-
þýðan mun fylgjast með og létta
undir hvcrju spori. sem stigið er
af heilum hug í framfaraátt,
hverrar stéttar maður eða flokkur
sem í hlut á; en hún mun þungfær
til að afsala sér þeim rétti sem
hún telur sig eiga til að njóta
þeirra verðmæta, sem hún sjálf,
án aðstoðar auðmannanna skap-
ar, og tornæm á þær fræðikenn-
ingar að hún sé ekki rétt borin til
þess að ráða því þjóðfélagi og at-
vinnutækjum, sem hrærast fyrir
starf hennar og strit.
Sú alþýða, sem nú mæðist und-
ir þunga og kvölum stríðsátak-
anna, hefur vissulega gildar á-
stæður til að vera vantrúuð. Hún
hefur lifað dýrkeyptari reynsluár
en flestar kynslóðir annarra tíma.
Jafnvel friður millistríðsáranna
vaii henni svo þungbær, að óhugs-
andi er, að sh'k skýjarof veki leng-
ur von, sem endist henni til geig-
lausrar stundarhamingju. At-
vinnuleysi og skortur fyrirstríðs-
áranna er eins og vofa, sem flöktir
enn um kring, óhreinn andi rot-
inna þjóðfélagshátta og geigvænn
fyrirboði nýrra styrjaldarógna.
Það hefur heldur ekki örfað
bjartsýni alþýðunnar á betri heim
úr hendi þeirra sem stjórna, að
flestar kröfur, sem hún hefur gert
um hækkað kaupgjald og betri
lífsskilyrði hafa nú sem fyrr verið
virtar að vettugi og alþýðan knúð
til að beita verkfallsvopninu til
að fá þeim framgengt.
Innan um ræður og yfirlýsingar
um stórkostlegar endurbætur á
kjörum alþýðunnar, sem birtar
eru eftir mönnum, sem líkur eru
til að áhrif hafi á gang eftirstríðs-
málanna, getur að líta fregnir um
verkföll í Bandaríkjunum, Bret-
landi og víðar. Svör atvinnurek-
enda eru þar víðast hvar byggð á
þeim forsendum, að hver maður
verði að gera skyldu sína meðan
stríðið stendur og bíða með kröf-
urnar þangað til veðrinu slotar.
Alþýðunni er hinsvegar kunnugt
að kröfur hennar eru aðeins brot
þeirra verðmæta, sem daglega er
sóað í stríðsreksturinn og pening-
ar eru nógir til þess, sem auð-
mennirnir vilja nota þá.
Eitt er það land, sem ekki hefur
á takteinum slík andsvör við kröf-
um verkamanna sinna. Það er ís-
land. íslenzkir auðmenn eru þó
háværir þátttakendur í „betra
heims“ kórnum og margt er skraf-
að hér um félagslegt öryggi. En
nú síðast þegai' Dagsbrúnarverka-
menn fara fram á litla lagfæringu
Iaunakjara sinna, kemur það svar,
að lífskjör þessara manna séu þeg-
ar of góð, og ef þau yrðu bætt
séu líkurnar litlar fyrir því að
unnt sé að skapa hér félagslegt
öryggi eftir stríðið. Ráðið til þess
að tryggja slíkt öryggi sé þvert
á móti lækkun launanna. Það ma
náttúrlega kasta þeirri staðhæf-
ingu fram, að alþýðan sé efagjörn
og tortryggin, en hafi menn fylgzt
með viðtökunum, sem kröfur
verkalýðsins á íslandi hafa fengið
á undauförnum áratugum og fjöl-
Ekki eru pollamir á gólf-
inu
Maður nokkur hafði fengið ávís-
un á bráðabirgðahúsnæði.
Aðspurður hvernig honum litist
á það, svaraði hann:
— Ekki eru pollarnir á gólfinu,
því þak og gólf leka nákvæm-
lega jafn mikið.
Beizkur sannleikur
í þessum gamanyrðum felst
beiskur sannleikur. Bráðabirgða-
húsnæðið, sem fjöldi Reykvikinga
er nú fluttur í, er þannig úr garði
gert, að heilsu og lífi þeirra sem
þar búa er hætta búin. Mönnum
ber, og þá fyrst og fremst ráða-
mönnum bæjar og ríkis, að horfast
í augu við þessa staðreynd, og
gera sér ljóst að úr þessu verður
að bæta, hvað sem það kostar.
Nokkur bót er það í máli, að
sumar fer í hönd og yfir sumar-
mánuðina er bærilegra að búa í
þessum hreysum en að vetri til. En
sumarið verður að nota til að leysa
húsnæðisvandamálið þannig, að
allir þeir, sem nú búa í bráða-
birgðahúsnæði, verði komnir í við-
unandi búsaskjól á hausti komandi.
breytni þeirra „röksemda“, sem
fram hafa komið á hinum ýmsu
tímum, vekur það naumast furðu,
þótt skýhnoðri finnist á trúar-
himni alþýðunnar.
A atvinnubótaárunum fyrir
stríðið, þegar mötuneyti safnað-
anna galt súpudisk og brauðmola
fyrir hluta af sjálfsvirðing og lífs-
kröfuþrótti verkamanna, þótti það
hin mesta goðgá, ef hreyft var
orði um hækkun kaupgjalds, þótt
jafnvel þeir sem fastavinnu höfðu,
byggju við hin rýrustu kjör. At-
vinnurekendur bergmáluðu orð-
speki erlendra auðbræðra um
hættuna, sem atvinnulífi og þjóð-
félagsheild stafaði af kröfum
verkalýðsins á slíkum neyðartím-
um; allir yrðu að sameinast í þegn-
skap og þjáningu ef lending ætti
að takast þegar um kyrrðist á
hafnleysuströnd heimskreppunn-
ar. Allar kröfur urðu að bíða, þar
til þurrt land var undir fótum og
mátti jafnvel stundum skilja orð
manna svo, að það væri slík
himnaríkisgrund að hver fengi þar
sinn skammt í hlutfalli við auð-
sýndan þegnskap og þjáningu á
kreppuárunum.
Þess varð raunar aldrei vart,
að íslenzku auðmennirnir liðu lík-
ams né sálartjón af skorti þessara
ára. Þeir hafa að minnsta kosti
haldið nægilegri hugarró til þess
að ákvarða stefnuna, og grunda
svörin, sem hafa skyldi á hrað-
bergi gegn kröfum verkalýðsins,
þegar kreppufleyið væri komið í
höfn.
Og nú, þegar svörin eru fengin
um það, að ísland stríðsgróðans
hafi ekki bolmagn • til þess að
gjalda vinnandi fólki sínu lífvæn-
leg kjör, án þess að stofna félags-
legu öryggi framtíðarinnar í
hættu, hver trúir þá lengur á betri
heim undir stjórn þeirra manna,
sem fengið hafa jafnótvíræð tæki-
færi sem veltiár stríðsgróðans til
Framh. á 5. sfðu.
Þrennt verður að gera
Það er þrennt sem gera verður
til að leysa þetta mál, að nota það
íbúðarhúsnæði sem til er á full-
kominn og hagnýtan hátt, að bær-
inn byggi íbúðarhús og greiði fyrir
byggingum einstaklinga og að
tryggja að það byggingarefni sem
til landsins fæst, verði einvörð-
ungu notað til nauðsynlegra fram-
kvæmda.
Skömmtun
Það er viðurkennt, að réttmætt
sé að grípa til skömmtunar, þegar
hætt er við að svo lítið sé til af
einhverri nauðsynjavöru, að allir
geti ekki fengið næglegt, ef ein-
hverjir kaupa óhóflega mikið, —
kaupa um þarfir fram.
Á þessu er matvælaskömmtunin
byggð hér á landi. Matvælaskort-
ur er hér enginn, allir geta fengið
það sem þeir nauðsynlega þurfa,
en hinsvegar væri það hin mesta
óhæfa ef einstakir menn færu að
safna að sér matarbirgðum af ótta
við skort sem síðar kynni að koma.
Það er komið í veg fyrir þetta
með skömmtun.
Húsnæði, fatnaður og fæði eru
þær þrjár höfuðlífsnauðsynjar sem
naumast verður gert upp á milli.
Eina þessara nauðsynja, húsnæðið,
skortir stórlega hjá fjölda manns
hér í bæ, eins og áður er að vikið,
hinsvegar nota aðrir húsnæði á ó-
þarfan og óhóflegan hátt. Hér eru
því allar þær forsendur fyrir hendi
sem taldar eru gera skömmtun
sjálfsagða þegar um lífsnauðsyni-
ar er að ræða.
Húsnæði hefur þar enga þá sér-
stöðu sem réttlæti að grípa ekki
til húsnæðisskömmtunar.
Reykjavík er fiskibær
Bæjarpóstinum hefur borizt eft-
irfarandi bréf frá útgerðarmanni:
Auðvitað vilja Reykvíkingar ekk.
láta kalla borgina fiskiþorp, þeim
finnst það lítilmótlegt, fiskiþorp er
víst eitthvað óþrifalegt og dónalegt
í þeirra augum. En mætti ég allra
mildilegast minna á að allt skraut-
ið og glysið hér í höfuðstaðnum
og öll þau lífsþægindi sem menn
njóta hér, á rætur sinar að rekja
til fiskanna sem Reykvíkingar
hafa dregið úr sjónum. Gætum við
svo ekki orðið sammála um ió
Reykjavík hafi verið fiskibær
— bær er þó„svolítið fínna en þorp
— og að Reykjavík eigi í ófyrir-
sjáanlegri framtíð að verða fiski-
bær.
Eg held í sannleika sagt, að eng-
um óbrjáluðum mann detti annað ,
hug en að grundvöllurinn undir at-
vinnulífi Reykvíkinga verði fyrst
um sinn fiskiveiðar.
En hvað gerir bæjarfélagið til
þess að skapa útgerðinni bærileg
skilyrði hér í bænum?
Við höfnina er nær engin að-
staða til útgerðar. Bryggjupláss
'*antar fyrir fiskibáta. Aðstöðu
vantar í landi til að gera að fiski,
írystihús vantar og hvergi er pláss
til að beita línustúf. (Kannski bæj-
arstjórnin hugsi sér að hafa beit-
ingapláss í hlöðunum á Korpúlfs-
stöðum?!!).
Þetta, sem ég hef hér drepið á,
sýnir svo frábært hirðuleysi um
lífæð atvinnulífsins í Reykjavík ■—
útgerðina — að undrum sætir.
Hvenær verður bæjarstjórn og
hafnarstjórn ljóst, að Reykjavík er
fiskibær og að máttarvöld bæjar-
ins verða að taka tillit til þeirra
staðreynda, ef allt á ekki að fara
hér í kalda kol.
Með þökk fyrir birtinguna.
Útgerðarmaður,