Þjóðviljinn - 24.03.1944, Side 3

Þjóðviljinn - 24.03.1944, Side 3
Föstudagur 24.. marz 1944. ÞJÓÐVILJINN 3 Skfðaferðir skðlabarna og skfðadagur Fyrir nokkru var borin fram í bæjarstjórn tillaga um það að bæjarsjóður legði fram nokkurt fé til kaupa á skíðum er skóla- börn hefðu afnot af til skólaskíðaferða. Hefur svo vel tekizt, að þessi ágæta tillaga hefur verið samþykkt. Þessi ráðstöfun, eða fyrirhyggja, er vissulega gleðiefni öllum íþróttamönnum og öllum þeim, sem skilja þrá barna og unglinga eftir leikjum. Það er líka spor í þá átt, að beina hugsun þeirra að hollri hreif- ingu og útiveru. Vekja hjá þeim félagshneigð, og þá hlýtur leit- in eftir félagsskap í þessa átt að vakna þegar skólanum sleppir. Eiga íþróttafélögin þá að taka við þeim betur undirbúnum en nokkru sinni fyrr. Þess vegna finnst mér, að skíðafélögin sérstaklega, ættu að gegna þessu hlutverki og efna til eins skíðadags á vetri þar sem seld væru merki til ágóða fyrir skíðakaup handa skólabörn- um. Þessari hugmynd mun Jón Kaldal hafa hreyft fyrir nokkr- um árum í einu af dagblöðum bæjarins. Mun þetta hafa fengið heldur góðar undirtektir þótt ekki hafi enn verið að gert. Nú er einmitt tækifærið til að hefjast handa um þetta og æt'ti skíðaráðið að hafa forgöngu í málinu hér, og er því vel treystandi til þess, svo öruggt og gott hefur starf þess verið frá fyrstu. Samstarf þyrfti að vera milli þess, skólastjóra óg kennara um sölu merkjanna og svo við börnin sjálf sem mundu selja merkin. Þennan dag yrði kennsla að falla niður, svo að þau gætu sinni sölunni. Hvert barn þarf að taka þátt í sölunni, enda geri ég ráð fyr- ir að þau yrðu beztu sölumennirnir. Það vekur líka áhúga þeirra að þau eiga sjálf að njóta ágóðans eftir þeim reglum sem settar yrðu um skíðaferðir skólanna. Til mála gæti komið að hver skóli fengi það sem hann safn- aði, og þannig vakið svolitla keppni hjá börnunum. Til þess nú að vekja athygli borgarbúa á deginum frekar, mætti efna til skrúðgöngu skíðafólks um götur borgarinnar er bæru skíði um öxl, er endaði á Austurvelli með snjöllu ávarpi fluttu í útvarpi þar sem skorað væri á alla íslendinga að styðja þessa viðleitni; að koma unga fólkinu í faðm fjallanna, fegurðarinnar og holl- ustunnar. Þessi skíðadagur verður að vera fyrir allt landið og er ég viss um að fræðslumálastjórnin myndi ljá þessu lið og íþrótta- fulltrúi ríkisins. Þar verða skíðafélögin á hverjum stað að ná samstarfi við kennarana. Sama merkið yrði notað allstaðar. Eg tel alveg sjálfsagt að íþróttafélögin láni skála sína virka daga vikunnar enda eru flestir þeirra meira og minna styrktir af opinberu fé. Félögin hafa líka vonina í þessu unga fólki þegar það stækkar og njóta þá starfskrafta þess. í Svíþjóð hefur um langt skeið verið tekinn einn dagur sem skíðadagur til fjár- söfnunar fyrir skólabörn. Er það Skidfrámjandet sem hefur forystuna í því. Hafa safnazt þar stórupphæðir og tugþúsundir barna hafa komizt á skíði sem ella hefðu átt þess engan kost. Sama yrði það hér. Fjöldinn allur af börnum og unglingum á þess engan kost að Icomast á skíði eins og er, en með þessari söfnun og styrkjum frá því opinbera eins og Reykjavík hefur ákveðið, mundi fjöld- anum opnast leið. Þótt mikið sé um peningasafnanir, þá munar ekki mikið um þó einni sé bætt við og mundu fáir telja eftir sér að styrkja þetta málefni. Að sjálfsögðu ætlast- ég ekki til þess að það opinbera dragi úr stuðningi sínum vegna söfnunarinnar. Eg vil að lokum vekja athygli á því, að ef góð samvinna tæk- ist með skólum og íþróttafélögum, að þau gætu ef til vill skipzt á og lánað kennara í skíðaferðir barnanna. Á ég þar við að margir hinir snjöllu skíðamenn þeirra, sem ekki eru því bundn- ari störfum gætu farið daga og daga. Eg treysti því að skíðamenn hér í Reykjavík taki með dugn- aði á þessu máli, því skíðasókn þeirra sýrfir ótvíræðan dugnað. Ef íþróttafélögin, kennarar og börn um land allt, með aðstoð íþróttafulltrúa og fræðslumálastj.órnar, le^gjast á eitt um einn skíðadag einhvern tíma vetrar, mun mikið ávinnast. HANDKNATTLEIKSMOTIÐ Hafnflrðingar vnru f úrslitum f öllum flokkum Stúlkur Ármanns sigra S sinnum í rðð Arnie Anderson hlawparinn samski, sem á tvö aj heims- metum ársins 19^3. Iíann jékk líka heiðursgidlpening „Sven- slca Dagbladets“ 19\3. Eru Svíar ánœgðir yjir þessum ár- angr Andersons, sem svo lengi hejur orðið að hlaupa skugg- ann aj Gunder Hágg. ★ Elzta skráða heims- met er að verða 75 ára Áður en langt um líður mun koma út skrá yfir öll þau met, sem I.A.A.F. (International Amateur Athletia Federationl Alþjóðasambandið í frjálsun; íþi'óttum hefurstaðfest. I.A.A.F. er stofnað 1912 í sambandi við Olympiuléikana í Stokkhólmi. Til gamans má geta þess hér, að íþróttasamband íslands var stofnað sama ár og í tilefni af för útlendinga á Olympiuleik- ina 1912. Elzta metið sem stað- festingu hefur fengið er að verða 75 ára gamalt, en það var 20 mílna ganga sem geng- in var 20. des. 1870. Var það Englendingurinn T. Griífith, sem gekk vegalengdina á 2,47,52. (Núverándi heimsmet á þessari vegalengd er 2,24,54 2, sett af Frakkanum F. Cornet, 1942). Þetta met var svo stað- fest 43 árum síðar. Á þessum metlista eiga Sví- ar hvorki meira né minna en 61 heimsmet. Af þeim eru 34 í hlaupum; 23 fyrir göngu og 1 fyrir köst. Elsta skráða met þeirra er | Handknattleiksmótið, sem fer fram innan húss á hverjum vetri, er orðið einn af stærii íþróttaviðburðum vetrarins hér Er slíkt ekki undarlegt þar sem um er að ræða ef til vill flesta þátttakendur af öllum mótum sem fram fara hér í Reykjavík og um land allt þeg- ar miðað er aðeins við eina í- þróttagrein. Flokkarnir munu. alls hafa verið 25 með 6 í hverjum sem gera til samans 150 manns. Sýnir það gróanda og áhuga í þessari grein þrátt fyrir slæm skilyrði sem ég hef svo oft minnzt á. Keppni í handknattleik hef- ur nú farið fram í 5 ár hér í Reykjavík. Þeir, sem fylgzt hafa með frá byrjun hafa séð þá miklu framför sem orðið hefur hjá flokkunum. Sóknin er orðin skipulegri og vörnin lobaðri, og gripið betra. Ef til vill hafa menn veitt því athygli að því meira sem menn kunna og því betri sem flokkarnir , voru, var auðveldara að dæma, því neðar sem dróg í flokkana því villtari og óviðráðanlegri voru leikmenn og sumir þann- ig að þurft hefði að vísa þeim úr leik. Sem dæmi um þetta sem hér er sagt, er það, að úrslitaleikur Hauka og Vals í meistaraflokki er einhver sterkasti leikur og kraftmesti sem farið hefur hér iram, en auðveldasti leikurinn fyrir dómarann. Ræður þarna sjálfsagt ýmislegt: slæm æfing, slæmt grip, vankunnátta a reglum, vanstilling á skapi, o. fl. Á þessu þarf að sigrast og' þurfa kennarar að vera vel vak andi fyrir þessum atriðum. í þessu móti hefur það vilj-. að til að Hafnfirðingar hafa verið í úrslitum 1 öllum flokk- um. Haukar með alla sína flokka, meistara og kvennafl. og svo II. fl. sem þéir unnu. F. H. var líka í úrslitum í I. fl. Er þetta góð frammistaða hjá Hafnfirðingum og ætti að gefa öðrum trúna á það, að með ástundun, æfingum og á- huga er hægt að ná langt jafn- -------r—---------------------- 4x200 m. hlaup, sett af A.I.K. 13./9. 1908. Af þessum 34 hlaupametum á Gunder Hágg 11 met. Aðeins 3 eru fyrir spjót kast og eitt fyrir kringlukast. í göngunni eru það aðallega tveir menn sem setja metin, en það eru þeir J. Mikaltsson með 11, og W. Hardmo með 3 og voru 7 af þeim sett s.l. sum- ar. vel svo að þeir ,,stóru“ i Reykjavík kóVnist í tvísýnu eða verða að horfa á bak grip- um sem keppt er um. I öll þessi 5 ár hefur stúlkna flokkur Ármanns verið ósigr- andi, unnið öll mótin. Valur hefur aftur á móti tap að aðeins einum leik í þessi 5 ár (s. 1. ár við Hauka 20:16). Öll þessi mót hafa farið fram í húsi Jóns Þorsteinssonar og tíminn frá kl. 10—12 á kvöld- inn notaður yfirleitt. Hefur Jón sýnt þessu mikinn velvilja þar sem heimilisfriði og öllu næði er raskað meðan mótin standa yfir. Undanfarin ár hefur þetta þó tekið lengri tíma, en það mun ekki sök Jóns eða skil- yrði að leikjum var svo mjög fækkað frá því sem verið hef- ur. En eins og ég gat um um daginn, hefur handknattleiks- ráðið í mörg horn að líta og verður að taka vasklega á mál- unum. Elzta knattspyrnufélag Færeyja 52 ára Um þessar mundir er okk- ar elzta knattspyrnufélag að halda upp á sitt 45 ára afmæli. í því sambandi er gaman að geta þess, að elzta knattspyrnu félag Færeyja er stofnað 1892 og er Tveraa Boldklub. Var þetta félag lengi eitt um hituna eða 12 ár en þá er Havna Boltfelag stofnað 1904. Síðan risu félögin upp hvert af öðru. Fyrstu leikirnir sem leiknir munu hafa verið í Færeyjum voru milli Klakksvik og Thors havn 1911. Thorshavn vann 5:0. Árið eftir léku þau saman aft- ur í Þórshöfn og vann Thors- havn enn 2:0. Þetta var í júní en 18 ágúst fara Þórshafnar- menn til Klakksvikur og verð- ur þá jafntefli 3:3. Var það í fyrsta skipti sem keppt var þar. 1913 sameinast. Tvöroyri, Niðvágur, Eicþ og Klokksvík gegn Þórshöfn. Endaði sá leik- ur með sigri Þórshafnar 3:0. Færeyjameistarar voru 1942 K. F. Klakksvík en 1943 varð T. b. Tvöroyri. Meistari nr. 2 varð H B. Þórshöfn Frán Albacken til! U. S. A. AUur hinn menntaði heimur veit hvílíkur hlaupagarpur Gunder Hágg er, en fáir munu vita að hann hefur um skeið fengizt við íþróttablaða- Framh. á 8 síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.