Þjóðviljinn - 24.03.1944, Side 7
Föstudagur 24. marz 1944.
ÞJÓÐVILJINN
7
Audun Hjermann: '
RÖSKUR DRENGUR
„Ég er orðinn vinnumaður. Þetta máttu eiga“.
Hann fleygði tveggja krónu peningi í kjöltu hennar.
Hún tók upp peninginn og vissi ekki fyvaðan á sig
stóð veðrið. Hún gleymdi meira að segja nð spyrja
hann, hvar hann hefði verið.
„Hvað áttu við?“ spurði hún.
„Ég á við það, að ég er ráðinn vinnumaður hjá prest-
inum“.
„Þú lætur eins og þú værir brjálaður, drengur“.
„Spurðu prestinn, ef þú trúir mér ekki. Við erum
nú góðir kunningjar, presturinn og ég“.
-------Óli var tæplega eins mannalegur daginn
sem hann fór alfarinn að heiman. Presturinn hafði átt
ferð framhjá Neðri-Hlíð og tók Óla með sér. Hann var
þá alveg ferðbúinn.
Óli settist upp í vagninn í beztu fötunum, sem hann
átti. Hann hafði stór stígvél á fótunum. Pabba hans
höfðu verið gefin þau á Vatnsenda og hann hafði sjálf-
ur gert við þau handa Óla.
Óli hafði með sér svolítinn fataböggul. Mamma
hafði vakað fram eftir allri nóttu við að bæta fötin hans.
Honum lá við að fara að gráta, þegar hann hugsaði
um það. En það gat ekki gengið, að vinnumaðurinn
færi skælandi af stað að heiman og það með húsbónda
sínum. Svo að Óli bar sig vel.
En það var hægra sagt en gert að bera sig vel.
Mamma hans stóð á hlaðinu með alla krakkana og
horfði á eftir honum, og í hvert skipti, sem hann leit
um öxl, þurfti hann að taka á öllum kröftum til að
fara ekki að vatna músum.
Honum létti í skapi þegar bærinn hvarf.
Pabbi hans var enn við skógarhögg á Vatnsenda.
Hann hafði komið heim einn daginn og þá var afráð-
ið að Óli færi.
Nú tók presturinn til máls. Hann fór að segja Óla,
hvað hann ætti að gera. Fyrri hluta dagsins ætti hann
að vera í skólanum og eitthvað gæti hann haft fyrir
stafni eftir það. Hann sagði að engin börn væru á heim-
ilinu nema ein lítil stúlka sem héti Gunnhildur og væri
yngri en Óli.
Óli hlustaði á og svaraði bara já og nei. Hann vissi
nefnilega ekki hvernig hann átti að spyrja. En hann
kveið ekkert fyrir vistinni, því að þarna sat gamli prest-
urinn við hliðina á honum í vagninum og talaði við
hann eins og maður við mann.
Það var farið að skyggja þegar þeir komu heim á
prestssetrið. Óli var orðinn þreyttur og syfjaður, en
þegar þeir komu í hlaðið, glaðvaknaði hann.
Cg ÞETTA
LECK FISCHER:--------------------------]
Margir hagyrðingar hafa ort
um ellina. Þetta orti Guðrún
Þórðardóttir frá Valshamri:
.,Hef ég hvorki hár né tönn.
Holds er burtu litur
Nístir mig í ógnar önn
elli kaldur þytur.
Fellur í stormi fúin eik.
Færist á mig dómur.
Líður enn á lífsins kveik.
Lampinn fjörs er tómur.
Hef ég það í hljóði lágt.
Horfir fæst til þrifa.
Fg á stundum býsna bágt,
að berjast við að lifa“.
Þetta orti Sigurjón Krist-
jánsson á Krumshólum (Sunn-
anfari 1912):
„Gleðstu meðan æskan ör
að þér blítf vill láta.
Er þreytir ellin þrek og fjör,
þá er tími að gráta“
peningum þegar ég kemst yf-
ir aura. Eg vil ekki eiga sök á
því, að þú verðir rekinn út á
götuna. Eg get fengið lán hjá
henni Símonsen, ef ekki verða
önnur ráð. Hún á alltaf pen-
inga‘£.
„Gerðu þér ekkert ómak mín
vegna“, sagði Karl og stóð á
fætur. Hann ætlaði ekki að
eyða tímanum lengur til ein-
skis. Fríða beið hans heima
Hún hafði beðið eftir honum
alla nóttina. Nú ætlaði hann
að láta hana finna að hann
iðraðist gerða sinna
En Karl fór ekki beint heim.
Hann* ætlaði að vita hvort
pabbi hans væri kominn aftur
og segja honum tíðindin — að
barn væri í vændum. Henny
hafði vonandi haldið sér sam-
an.
Hann mætti Sveu utan við,
dyrnar að íbúðinni. Hún hafði
lykla í hendinni en var ekki
í kápu. Ætlaði hún út í rign-
ingu kápulaus?
„Ertu dð fara út?“
,',Nei, ég er að fara hérna upp
á fjórðu hæð Eg ætla að vera
þar hjá barni dálitla stund.
Mér var ómöglegt að neita því.
Pabbi sefur. Hann var þreytt-
ur þegar hann kom heim“.
Svea sagði honum frá ferða-
lagi pabba síns og bætti við:
„Ef Henrik kemur, segirðu
honum að koma upp á loftið
og tala við mig. Eg verð ein
heima með barnið“
„Er pabbi þá einn eftir?“
„Hann veit hvert ég fer. Og
Henny kemur sjálfsagt fljót
lega heim“
Svea hljóp upp stigann. Hún
hafði verið að hugsa um að
gefa honum tækifæri til að
minnast á barnið, sem var í
vændum, og óska honum til
hamingju. En hún hætti við
það. Karl var stundum eins og
hann væri vandalaus maður i
fjölskyldunni. Og Karl var
ekki vinveittur Henrik. Það i
var ekkert áríðandi að óska
honum til hamingju.
Karl hengdi blautan frakk-
ann á snaga í forstofunni og
gekk hljóðlega inn í svefnher-
bergið. Það ýldi í hurðarhand-
fanginu og Lundbom hrökk
upp af svefni. Hann reis upp
við olnboga.
„Ert það þú? Eg sofnaði víst.
Eg er að jafna mig“
„Ertu mikið lasinn?“
Karl settist á rúmstokkinn
og ýtti yfirsænginni til hliðar.
Pabbi hans var veikindalegur
og Karli varð ofurlítið órótt.
Hann skammaðist sín fyrir að
honum hafði dottið í hug að
biðja um lán. Vel gat verið, að
hægt væri að krafsa saman
ofurlitla upphæð, jafnvel þótt
ekkert væri í sparisjóðsbók-
inni.
„Nei, það er ekkert að mér.
Eg fer á fætur eftir dálitia
stund. Eg var bara þreyttur,
þegar ég kom heim og er að
hvíla mig. — En ekki fékk ég
Henrik heim með mér“.
„Þú ættir að láta Henrik
eiga sig, úr því að hann hefur
loksins séð sjálfur, að við höf-
um nóg með okkur“, sagði
Karl.
„Já, þér finnst það. En Hen-
rik er líka einn af fjölskyld-
unni og kemur okkur við.
Hann er fóstursonur minn og
verður sjálfsagt tengdasonur
minn með tímanum“.
„Pabbi“, sagði Karl. ,.Eg ætl
aði að segja þér það, að við
Fríða eigum von á að eignast
barn“.
Gamli maðurinn varð hýr á
svipinn og tók í hönd Karls.
„Nei, er það? Skilaðu kærri
kveðju^ og hamingjuósk til
hennar frá mér. — En hvernig
datt þér í hug, að ætlast til að
hún færi með þér á skemmt-
unina í gærkvöld, hún sem var
svo þreytt“.
„Hún sagði mér það ekki
fyrr en í dag“.
„Þetta er mikil ánægja fyr-
ir ykkur. — En nú verður
Fríða að hætta að vinna í búð-
inni. En hvernig fer það?“
Lundbom reis upp í rúminu.
„Við verðum að lifa á mínu
kaupi“.
„Eg vildi, að ég gæti hjálp-
að ykkur svo að þið yrðuð ekki
í vandræðum næstu mánuði.
Fríða verður auðvitað að hætta
að vinna sem fyrst“.
„Þú gætir líklega ekki lán-
að okkur tvö hundruð krónur,
svo ég hafi peninga til morg-
uns?“
Karl gat ekki stillt sig um
að grípa tækifærið og minnast
á peningavandræðin, en hann
iðraðist strax eftir því sem
hann hafði sagt. En hvað um
það? Átti hann ekki, þegar á
allt var litið, rétt á hjálp al-
veg eins og Henrik og Henny?
Hann ætlaði þó að greiða lán-
ið.
„Tvö hundruð krónur!“
„Það er húsaleigan. Eg verð
að borga þriggja mánaða leigu
fyrirfram. Og nú hef ég orðið
fyrir ófyrirsjáanlegum útgjöld
um. Ef þú gætir útvegað mér
þessa peninga, skal ég sjá um
að þú fáir þá mjög fljótlega aft
ur“.
„Var það í gærkvöld, sem þú
þurftir að borga þessi ófyrir-
sjáanlegu útgjöld?“
Karl hneigði höfuðið til sam
þykkis, og hann fann að hann
roðnaði. Hann stóð á fætur.
Karl gekk fram og aftur um
gólfið stundarkorn til að jafna
sig'. Auðvitað var það leiðinlegt
að biðja um peninga. En
pabbi haná hafði þó vinnu enn
og hann áleit sjálfur að hann
fengi eitthvað að gera. Þar að
auki hafði Karl gilda afsökun,
þó að hann bæði um lán, því
að það var aðallega vegna
Fríðu. Hún yrði ekki róleg fyrr
en húsaleigan lægi á borðinu
fyrir framan hana.
Karl nam allt í einu staðar
og leit á foður sinn. Hann sat
á rúmstokknum og var aó
klæða sig.
„Ertu að fara á fætur
pabbi?“
„Ekki ligg ég í rúminu til
lengdar heilbrigður. Eg ætla
að fara og tala við Járvel. Eg
hef verið að hugsa um það í
allan dag að hitta hann. Það
getur ekki verið, að ég verði
látinn hætta eftir hálfan mán-
uð. Það væri eins hægt að láta
einhvern ungu piannanna fara“.
„Heldurðu að Járvel hjálpi
þér?“
„Hann er sá eini, sem hefur
nokkuð að segja hjá Samúel-
sen“.
Lundbom lauk við að klæða
sig þegjandi. Karl vissi ekki,
hvort hann ætti að vera eða
fara. Fríða beið eftir honum,
en hann gat varla farið héðan
við svo búið.
Hann snaraðist fram í for-
stofuna og hjálpaði pabba sin-
um í frakkann. Gamli maður-
inn þakkaði honum ekki fyrir
en rétti honum bursta þegjandi
og Karl brá honum nokkrum
sinnum á frakkann.
Lundbom gekk að speglinum
og sneri síðan til brottferðar.
Karl var kominn í frakkann og
beið. Hann gat ekki stillt sig
um að spyrja:
„Heldurðu — “
„Eg held ekki neitt. En ég
reyni að hjálpa þér, ef ég get,
þó að þú eigir það ekki skilið.
Eigum við ekki að fara?“
Lundbom opnaði hurðina og
gekk á undan niður stigann.
Fimmtándi kafli.
SPORVAGN OG BIFREIÐ
MÆTAST
Henny var vísað inn í reyk-
herbergið, Kurt svaf og frú
Hammer hafði lagt sig út af.
Þjónustustúlkan bauð Henny
sæti, lagði dagblöð á reykborð-
ið fyrir framan hana og sagði
að frúin kæmi bráðum.
Það var mátulega hlýtt í
herberginu og Henny leið vel,
þar sem hún sat í mjúkum hæg
indastól, þreytt eftir langa
göngu. Hún varð því sérstak-
lega fegin að fá að vera ein
dálitla stund, því að það var
beygur í henni við fósturmóð-
ur Kurts.
Henny hafði komið hingað
tvisvar áður og hún tók eftir
því að nýtt skrifborð var kom-
ið í stofuna og málverkin höfðu
erið færð til á veggjunum.
Dyrnar inn 1 borðstofuna
■Stóðu opnar og Henny sá tré-
hest undir borðinu, tréhest á
grænum hjólum og með tagí
úr' seglgarni.
Eftir að hún aðgætti tréhest
inn gaf hún engu öðru gaum.