Þjóðviljinn - 01.04.1944, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.04.1944, Síða 7
Laugardagur 1. apríl 1944. ÞJÓÐVILJINN 7 Halvor Floden: ENGLAHATTURINN „Að heiman“, svaraði ég og herti á hlaupunum. Eg var feginn að losna við þau. En allt í einu stanzaði ég, og mér varð bilt við: Nú var ég búinn að gleyma því, sem ég átti að kaupa. Ég hafði gleymt því, meðan ég var að tala við hattameist- arann. Eg hefði aldrei átt að yrða á hann. Ég braut heilann eins og ég mögulega gat. Loksins mundi ég eftir tóbakinu. Og ég mundi, að Jóhannes hafði. sagt, að ég ætti að láta skrifa á bakið á honum pabba, hvað það kostaði. En hitt, hvað var það? Það var eitthvað, sem Jóhannes ætlaði að mála með. Það hét þó víst ekki rokkur? Eitthvað var það líkt því. Eg fór beint inn í búðina í Bæ og náði varla and- anum fyrir mæði og gráti. En ég flýtti mér að bera upp erindið, til þess að gleyma ekki meiru en ég var búinn. „Eg átti að kaupa tóbak til að reykja, og svo átti ég að kaupa það sem Jóhannes málar með. Það heitir rokkur. Og það á að skrifa það á hann pabba“. Pétur búðarmaður var einn inni. Hann lá endilang- ur uppi á búðarborðinu með vaðmálsstranga undir höfð inu. En hann spratt á fætur þegar ég kom inn og spurði hvað ég væri að segja. Eg varð að hafa það upp hvað eftir annað, og sein- ast var ég nærri því farinn að gráta. Eg fann að þetta var einhver vitleysa, sem ég var að segja. En Pétur var hinn bezti og spurði, hvað ég hefði átt að kaupa mikið af þessu, sem ætti að mála með og ég sagði hálft kíló. Það mundi ég. Þá sagði Pétur að það væri jsjálfsagt „okkur“, en ekki rokkur. Já, nú mundi ég það svo vel. „Og Jóhannes sagði, að það væri til að mála gult.“ ÞETT4 Áður fyrr trúðu menn því, að stjörnurnar hefðu áhrif á örlög manna. Segir m. a. í er- lendu „vísindariti“ frá 16. öld: „Venjulega verða þeir menn skammlífir, sem fæðast, þegar sól og tungl eru í sömu stefnu. Þó getur það dregið úr ógæf- unni, ef aðrar stjörnur eru í góðri afstöðu. En aldrei verður þó öllu böli afstýrt. Þetta er margsannað mál. í fyrsta lagi hefur Arestóteles fullyrtþað, að auk þess eru ljósmæður og mæður jafnan hræddar um líf og heilsu barna, sem fæðast, þegar sól og tungl eru í sömu stefnu. Og þetta er mjög skilj- anlegt, því að eins og kunnugt er, ræður tunglið yfir vessum barnsins og ef það nær ekki valdi yfir barninu, þegar það fæðist, verða vessar þess ófuli- komnir. Af þessu geta stafað sjúkdómar, svo sem tæring, holdsveiki og fleira, sérstak- lega ef Saturnus og Mars hafa tekið háskalega afstöðu. Þessi eðlisfræðilegu rök eru auðskil- in.“ Stjörnufræðingurinn Thyge Brahe segir: „Það er bæði gagn og gaman að því að þekkja frá upphafi hinar ýmsu tilhneig- ingar manna og vita fyrirfram það, sem á dagana drífur, bæði hvað snertir heilsufar og ann- að, sem er breytingum undir- orpið. Getur þá hver og einn gert hinar nauðsynlegustu ráð- stafanir, áður en það kemur fram, sem í vændum er. Sé það hamingja er auðveldara að gera sér sem mest úr henni, en sé það ógæfa eru möguleikar til að afstýra henni.“ X öðru riti er þetta nánar tek ið fram: „Þeir, sem enga hug- mynd hafa um það, sem ákveð- ið er í stjörnunum, geta oft í blindni aukið áhrif þeirra á ör- lög sín til ills eða góðs. Ef um hamingju er að ræða, getur hún orðið að drambi og yfir- læti, sem leiðir til refsingar. Það er jafn erfitt að rata með- aihófið í gæfu og ógæfu, en þeir, sem vita fyrirfram örlög sin eiga hægar með það.“ LECK FISCHER: „Það var þín vegna, Fríða. — Og ég óska þér innilega til hamingju. Mig langaði til að hjálpa ykkur. Það eykur út- gjöldin, þegar blessuð börnin koma.“ Hann laut áfram og klappaði henni á handlegginn. Hún hreyfði höfuðið, en svar aði engu. Það voru henni ekki óvæntar fréttir, áð barnið mundi auka útgjöldin. „Pabbi bauðst sjálfur til að lána okkur,“ sagði Karl, lét á sig skóinn og stóð á fætur. Nú bjóst hann við nýjum ónotum frá Fríðu, þegar þau yrðu orð- in ein aftur. Þetta var reyndar afleitt fyrir gamla manninn að hann skyldi vera orðinn svona ósjálfbjarga „Pabbi þinn hefur áreiðan lega nóg með sig framvegis, en þú hefur fasta atvinnu. Það getur enginn gert að því, þó að þú eyðir peningunum í svall,“ sagði Fríða. „Það þýðir ekki að sakast um orðin hlut,“ svaraði Lundbom, „og ég mundi vilja greiða fyr- ir öllum börnúnum mínum, ef ég gæti. En nú get ég ekkert í svipinn. Eg treysti mér ekki einu sinni til að leita mér at- vinnu,'fyrr en ég er búinn að ná mér svolítið eftir daginn í dag. Mér þykir verst, að ég þori varla að fara í vinnuna á morgun.“ „Hvað á það að þýða að fara ekki í vinnuna? Þú átt rétt á að vinna hálfan ‘ mánuð enn. Það eru ekki litlir peningar,“ sagði Karl öldungis hissa. „Það er dálítið erfitt að mæta á verkstæðinu og vita að þeir hafa í mörg ár litið á mig sem örvasa gamalmenni. En ég vissi það ekki sjálfur. Það er mín afsökun “ „Já, við mundum gjarnan vilja taka þig heim til okkar, ef við gætum, en það bará er ekki hægt. Mér finnst líka að Svea og Henny ættu að sýna, hvað þær geta,“ sagði Karl. „Hugsa þú ekki um það.“ Lundbom treysti sér yfirleitt ekki til að tala um framtíðina. Síðan hann talaði við Járvel, gat hann hugsað rólega til að fara á elliheimili. En það var ekki nóg að vilja fara þangað Það var þröngt á elliheimilinu og erfitt að fá rúm þar. „Viltu ekki kaffisopa9 Eða kannski þú viljir borða? Eg var rétt að taka af borðinu,“ sagði Fríða. Það var vel boðið. en gleði gestrisninnar vantaði. Harm var ekki svangur, en honum hefði þótt vænt um það hefði hún boðið honum hressingu í vingjarnlegum tón. Hann ætl- aði að fara strax. Þau höfðu enga. hlýju afgangs. „Nei, takk. Mig langar ekki í neitt Eg ætla bara að hafa mig heim.“ Hann rétti Fríðu hendina. Það var gott fyrir Karl að hafa fengið konu, sem vissi hvað hún vildi. „Eg lít inn tii ykkar einhvern daginn.“ sagði Karl um leið og hann hjálpaði pabba sínum í frakkann. Það var afleitt. að hann skyldi ekki geta hlaupið undir bagga með gamla mann- inum. En hm börnin höfðu líka skyldur við hann. Hversvegna ætti hann einn að bera ábyrgð á gamla manninum? Hann stóð dálitla stund við uppgönguna og horfði á eítir pabba sínum niður stigann. Svo gekk hann inn og lagfærði háls bindið framan við spegilinn á ganginum Síðan gekk hann inn til Fríðu. Hún þurfti ekki að ímynda sér, að hann væri hræddur. Eí hana langaði til að nöldra, var henni það vel- komið. Fríða sat við skrifborðið og hélt á rauðu vasabókinni. Hann vissi ekki. livort hún hafði tek- ið hana upp af hendingu, eða til að storka honum. Að minnsta kosti reiddist hann. þurfti hún stöðugt að vera að minna hann á að peningana vantaði? Hann lét sem ekkert væri og tók dagblaðið, til þess að hafa eitthvað handa á milli. Hann var heldur ekki farinn að lesa blaðið enn. „Það er leiðinlegt að pabbi skyldi missa atvinnuna á þenn- an hátt. Auðvitað er hánn far- inn að eldast, en hann er svo sem sjálfbjarga enn.‘ „Já, það var leiðinlegt,“ svar aði Fríða dræmt eftir langa þögn. Hún hélt enn á bókinni og beygði hana allavega milli handanna. Karl áleit, hún vissi ekki, hvað hún var að gera. „Það verður erfitt fyrir þau að draga fram lífið. En var það ekki rétt hjá mér, að stúlkurn- ar ‘ ættu að gera hvað þær gætu?“ Karl langaði til, að einhver væri honum sammála. Að vísu var hann elztur systkinanna og eini sonurinn, en varð hanr. ekki fyrst og fremst að sjá um sjálfan sig? „Hefur þú ekki nóg með, þig?“ spurði Fríða. Henni datt ekki í hug að hún væri ónærgætin. Hún var ekki að krefjast neins sjálfri sér til handa. En hún átti ó- fætt barn. „Jú, jú, auðvitað. — En hversvegna ertu að skemma bókina? Láttu hana á sinn stað Það er eins og þú sért að reyna að stríða mér.“ „Hvað ætlar þú að segja við húseigandann á morgun? Við skulum heldur tala um það.“ „Hvað ég ætla að segja. Já, það veit ég ekki ennþá. Eg læt það bíða til morguns. Eg reyni að fá lán og við lifum á því, meðan við erum að venja okk- ur við að komast af án þinna launa.“ Karl hafði enga hugmynd um, hvar hann ætti að biðja um lán. En eitthvað varð hann að segja. Stundum var hægt að fá lán í banka, ef maður hafði fasta atvinnu. „Við tökum ekki lán.“ Fríða sneri sér við í stóln- um og horfði framan í Karl. Augnaráð hennar kom honum til að leggja blaðið frá sér og horfa rannsakandi á hana. Hann hafði beyg af henni. Hon um hafði aldrei dottið í hug, að hún væri svona viljasterk .;Og við skulum ekki eyða meiru en við höfum efni á, eins og við höfum gert hingað til,“ sagði hún’ ,,Höfum við verið eyðslusöm'* Eða áttu bara við þetta í gær- kvöld. Þú veizt, að nú kem ég ekki í klúbbinn framar. Eg' hætti að umgangast Daníel.“ Karl talaði reiðilega. Hann var reiðubúinn að rífast. En Fríða ætlaði sér ekki að deila. Hún svaraöi rólega: „Nei, ég átti ekki við það, sem kom fyrir í gærkvöld. Þú segir að aðrir hafi blekkt þig og ég trúi þér. En við höfum eytt meiru en við höfðum efni á. Við höfum alltaf gert ráð fyrir því, að við ynnum bæði fyrir kaupi. En nú breytist það. Við verðum að flytja héðan. Við getum ekki búið í svona dýrri íbúð.“ „Mörg hjón vinna bæði og verða að gera það til þess að geta lifað “ „En það kemur _ okkur ekki við. Það erum við, sem þurf- um bráðum að sjá fyrir barni.“ Fríða barðst við grátinn, en Karl varð þess ekki var. Hann mundi það nú, að hann hafði verið á móti því, þegar þau gift ust að Fríða héldi áfram að vinna í búð. En hún vildi það sjálf og hafði sitt fram Hún sagði, að þá gætu þau keypt ^sér góð húsgögn og haft efni á að leigja sæmilega íbúð. Og nú áttu þau húsgögnin og góð var íbúðin, en þau urðu bara að flytja úr henni. „Það hefði kannski verið betra, að ég hefði ekki unnið, þá hefðurðu haft minni pen- inga undir höndum og gætt þeirra betur,“ sagði hún. „Það getur verið.“ Karl samsinnti, vegna þess, að hann vildi ekki deila við hana. Þetta var satt. Hann hafði eytt peningunum, af þvi þeir voru til. Nú varð þetta að breytast. Framvegis átti hann að vinna einn fyrir konu og barni. Allt í einu datt honum dálít- ið í hug, sem honum fannst gott ráð: „Fríða, ef við segjum upp í- búðinni á morgun, þurfum við ekki að borga neitt á morgun, því að við eigum inni enn. Og svo fáum við okkur íbúð, þar sem er gréidd mánaðarleiga og

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.