Þjóðviljinn - 16.04.1944, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 16.04.1944, Qupperneq 3
Sunnudagur 16. apríl 1944. ÞJÓDYILJINN er mannsins megin B2 og C bætiefni Samband sunnieozkra kvenna Vídtal vlð Hcrdisi Jabobsdótfur Frú Herdís Jakobsdóttir for- maður Sambands sunnlenzkra kvenna, hefur verið stödd hér í bænum undanfarnar vikur. Hún hefur verið formaður sambandsins frá stofnun þess, er nú komin fast að sjötugu en er teinrétt og létt í spori og ljómandi af áhuga fyrir öllu því, sem til framfara horf- ir. Menn hljóta að smitast og komast í gott skap af því að ræða við hana. Hún heimsótti okkur í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur einn daginn og ég lét ekki tæki- færið ónotað heldur laumaðist til að spyrja hana ofurlítið um félagstarfsemina austanfjalls. „Undirbúningur að stofnun félagsins var hafinn um vorið 1928 og það síðan stofnað um haustið með 8 félögum. Hall- dóra Bjarnadóttir, þáverandi og núverandi formaður norð- lenzka sambandsins, en það er elzt kvenfélagssambandanna, var aðalhvatamaður sambands- stofnunarinnar og hún veittist að mér að taka að mér for- ystuna, en ég var hálf rög við það í fyrstu, þar sem ég var utansveitarkona. Eg er ætt uð úr Þingeyjarsýslu og flutt- ist ekki alfarin suður fyrr en 1917. STEFNU SKRÁRMÁLIN Eins og önnur kvenfélög og kvenfélagasambönd höfum við stöðugt reynt að hlynna , að því, sem þjóðlegt er og reynt að efla heimilisiðnaðinn. Við höfum unnið að því að fá hús- mæðraskóla og yfirleitt látið okkur fræðslumálin miklu skipta, við höfum reynt að örfa menn til þess að auka garðrækt ina og læra að borða græn- meti, og eins og öll kvenfélög höfum við einnig rekið ýmis- konar hjálparstarfsemi. ULLARIÐNAÐURINN Á hverju vori heldur sam- Ibandið ársfund sinn, og er þá alltaf heimilisiðnaðarsýning í sambandi við hann. Tóskapar- vélamar hafa hina síðari ára- tugi orðið heimilunum til ákaf lega mikillar hjálpar“. „Já, hvenær fóru þær að tíðkast hér?“ „Það hefur líklega verið eitt- hvað um 1880, sem Magnús á Halldórsstöðum í Laxárdal flutti inn fyrstu kembivélarn- •ar. Hann og Albert á Stóru- völlum áttu svo einnig upp- tökin að handspunavélum, sem síðan hafa breiðst út um land- ið. Magnús var mikill hugvits- maður og þeir Stóruvallamenn hagir mjög og unnu þeir sam- an að vélunum. Prjónavélarnar komu svo seinna, og sennilega hefur það verið Haraldur Árnason hér í Reykjavík sem fyrstur flutti þær inn. Hann hlutaðist að minnsta kosti til um að halda fyrsta námskeiðið í vélprjóni að ég held um 1894. Eg hef alltaf haldið því fram að við ættum að hafa kembi- vélar heima í héraði, enda hef- ur það sýnt sig, að kembivél- arnar hér í Reykjavík hafa alls ekki yerið fullnægjandi. Nú hyggst Kaupfélag Ámesiiiga að koma upp slíkum vélum á Selfossi. í Hveragerði hefur verið reist ullarverkunarstöð sem mun nægja fyrir allt Suð- urlandsundirlendið. Sigurjón í Forsæti hefur einnig fundið upp rokka, sem ganga fyrir rafmagni og má spinna á þá á þrjár snældur í einu, en eft- ir að stríðið byrjaði hefur hann ekki getað framleitt þá vegna efnisskorts. Þegar á allt er litið má segja að við stöndum nú vel að vígi með ullariðnaðinn, og finnst mér nú vænlega horfa með það sem ég stundum hef talið vera takmark okkar á þessu sviði, sem sé það að láta engan ull- arlagð fara óunninn yfir Hell- isheiði". „Finnst þér þá að ullarvinn- an eigi öll að vera heimilisiðn- aður?“ „Það er ekki gott að vita hvemig það verður í framtíð- inni. Ef til vill rís nú upp eitt- hvert iðjuver í kring um ullar- verkunar- og kembistöðiná. Það fer sennilega eins og á öðrum sviðum, að brýnasta nauðsynja varan verður framleidd í stór- um stíl, en ég er viss um, að heimilisiðnaðurinn heldur á- fram að þróast sem tómstunda- vinna og ef til vill sem nokk- urskonar listiðnaður. NÁMSKEIÐ í SAUMUM. GARÐYRKJU OG MATREIÐSLÚ. Saumanámskeið hefur samband- ið oft haldið, og á vegum þess hef- ur einnig starfað kona, sem hefur leiðbeint mönnum um garðyrkju. Við höfum jafnframt útvegað fræ fyrir þá sem vildu. Matreiðslu- námske'ið höfum við haldið og reynt að fá slíkum námskeiðum komið á fót við skólana. Vélprjón var kennt á meðan menn voru ó- vanir prjónavélunum. Oft á tíð- um höfum við náð góðum árangri í starfinu og er það að þakka ýms- um ágætum konum sem við höf- um átt á að skipa“. Hafið þið 'ekki haft vefnaðar- námskeið? „Ekki beinlínis námskeið, en Guðbjörg Jónsdóttir, formaður Kvenfélagsins í Gaulverjabæjar- hreppi, sem oft hefur farið um og leiðbeint um garðyrkju, hefur stundum einnig sagt til í vefnaði, ef eftir því hefur verið óskað.. Guðbjörg hefur verið mjög dug- leg í starfinu, og félag hennar hef- ur nú meðal annars stofnað til skógræktarsjóðs, en nú hyggst sambandið einmitt að reyna að stuðla að aukinni trjárækt og því sem til prýði má verða fyrir heim- ilin og héraðið. HJÁLPARSTARFSEMIN. Menn hafa það nú betra en áð- ur, svo að það hefur ekki verið jafn mikil þörf á beinum samskot- um til bágstaddra og stundum áð- ur, en alltaf eru ýms vandamál sem krefjast félagslegra átaka. Kvenfélagið á Stokkseyri stofnaði t. d. sjóð í vetur, og á hann að verða til þess að launa hjúkrun- armenntaða hjálparstúlku að ein- um þriðja. Ætlast er svo til að sveitarstjórnin og sjúkrasamlagið greiði einnig kostnaðinn að einum þriðja hvort. Konurnar vilja fá stúlkuna fastráðna, og er sízt van- þörf á því, þar sem heimilin eru í stöðugum vandræðum ef veik- indi bera að höndum.. UPPELDISMÁL. Uppeldismálin liggja konunum alltaf þungt á hjarta. Yið höfum leitazt við að fá fyrirlestra flutta um þau efni. Kvenfélögin liafa reynt að hlynna að barnaskólun- um, reynt að koma á fót handa- vinnu- og matreiðslukennslu, og sumsstaðar kostað börn til sund- náms. Ilúsmæðraskóli Suðurlands hefur alltaf verið eitt aðaláhuga- mál okkar. Við teljum að fram- farir í héraðinu verði bezt ofldár með því að sjá ungu kynslóðinni fyrir fræðslu um hagnýt störf heima fyrir. Við viljum reisa skól- ann að Laugarvatni, enda er að- staðan þar að öllu leyti liin bezta og ekki nema heimskulegt og ó- heppilegt að hugsa sér að stía unga fólkinu sundur og einangra hús- mæðraskólana. Siðferðið batnar ekki við það, og ekki tel ég hættu- legt að ungu stúlkurnar verði fyr- ir einhverjum andlegum áhrifum, þær hugsa ekki of mikið, en ég hefi góða von um unga fólkið, ef við hin eldri erum ekki allt of heimsk“, segir Herdís og brosir. „En af því að ég er nú í kaup- C-bœtiefnarík fœða: gulrófur, laukur, kartöflur, steinselja, „grape fruit“, tómatar, hvítkál, appelsínur, sítrónur, villirósaraldin, grœn- kál, jarðarber. B 2 bætiefni. Ennþá er þekking vísinda- mannanna á efni þessu nokkuð á reiki, og í raun og veru er það sem menn álitu vera B 2 bætiefni að klofna sundur í mörg mismunandi efni sem hafa sín áhrifin hvert. B 2 bætiefni hefur áhrif á efna breytingar líkamans, og ertalið nauðsynlegt til þess að halda vextinum í eðlilegu horfi, það er nauðsynlegt fyrir húð og hár og einn hluti þess eða skylt efni er talið hafa áhrif sem koma í veg fyrir það að hárið gráni. Skortur á B 2 bætiefni orsak ar húðsjúkdóma, meðal annars sjúkdóm sem nefndur er Pel- lagra og er algengur í Suður- Ameríku. B2 bætiefni fæst úr pressu- geri, mjólk, eggjum, grænum blöðum, lifur og soyubaunum. Það þolir hita betur en, flest önnur bætiefni, en er mjög við- kvæmt fyrir ljósi, sérstaklega útfjólubláum geislum. Eins og B1 bætiefnið leysist það upp í vatni og fer út í soðið. C-bætiefni C-bætiefnið er það af bæti- efnunum, sem sennilega er einna mest hætta á að menn skorti hér á landi, enda er sjúk- dómur sá, sem orsakast af skortinum, ekkert óþekkt fyrir- brigði hér. — Eins og þið vitið, lýsir skyrbjúgur sér í eymslum í munni, góm og staðnum ætla ég að ljúka máli mínu með því að biðja ykkur, kon- ur í sveit og kaupstað, að reyna að starfa saman og auka skilning ykkar á kjörum hvorra annarta. Við eigum svo margt samciginlegt að vinna að til hagsbóta fyrir heimilin okkar og um það getum við myndað nokkurskonar stétta- samtök, hvaða pólitískum flokki sem við tilheyrum. tannholdi og þrautum í liðamót- um.. Ef hann kemst á hátt stig detta jafnvel úr mönnum tenn- umar. Nú orðið kemur það þó sjald an eða aldrei fyrir hér, en ýmis vægari einkenni C-bæti- \ efnisskorts telja menn töluvert algeng, og er það sízt að furða, þar sem við höfum svo lítið af grænmeti og ávöxtum, en í slíkri fæðu er C-bætiefnið helzt að finna. Meðal hinna vægari ein- kenna skyrbjúgs eða C-bæti- efnisskorts má telja lystarleysi, stöðuga þreytu, mæði, slæma húð og jafnvel skapvonzku. Ef C-bætiefni skortir hættir mönn um meira við marblettum, sár gróa seinna og menn eiga fremur vanda til að fá ýmisa bólgusjúkdóma, svo sem kvef og hálsbólgu. Löngu áður en menn þekktu C-bætiefnið og vissu af hverju skyrbjúgur stafaði, höfðu þeir lært af reynslunni að hægt var að lækna sjúkdóminn með því að gefa sjúklingnum skarfa kál og rætur að borða. I hinum suðrænni löndum vissu menn að sítrðnum og appelsínum fylgdi sá kynjakraftur sem læknaði sjúkdóm þennan. Nú vita menn að öll þessi fæðuefni eru sérstaklega auð- ug að C-bætiefni. C-bætiefni fáum við því að- allega úr: ávöxtum, sérstaklega sítrónum og appelsínum (til- tölulega lítið úr eplum), berj- um ýmiskonar, grænmeti svo sem grænkáli, hvítkáli, spínati, salati og steinselju, tómötum eitthvað, kartöflum töluvert og ofurlítið úr mjólk. C-bætiefnið er uppleysanlegt í vatni og fylgir því undan- rennunni og skyrinu, en ekki rjóma og smjöri eins og marg- ir ímynda sér. Það er ákaflega viðkvæmt fyrir allri upphitun Framh. á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.