Þjóðviljinn - 20.05.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.05.1944, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. maí 1944 Laugardagur 20. maí 1944 — ÞJÓÐVILJINN IHÓÐVILJINN t Utgefandi: Sameimngarflokkur alþýðu — Sósmlistaffokkurism. Ritstjóri: Sigurðtar Guðmund&son. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Stgurkjartmrson. Ritstjóraarskrifstofa: AusturstrazU 12, sívu 2270. Afgreiðsla og anglýaingar: Skólavörðutrtíg 19, sbni 218&. Askriftarverð: I Reykjavík og nógrenni: Kr. 6.00 á mánnSi. Uti á landi: Kr. 5.00 á mánnði. PrenUaniðja: Víkingsprent h.f., Garðasirœti 17. FÉIaflsdfimur flæiiF uerHlall HlHflðflsamlmiðslfls Meot Rikissftfórnin lætar Félagsdóm ftaka sér lö$giafar~ vald — Hvad segír Afþíngi ura slíkft? Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag hefst þjóðaratkvæðagreiðslan um skilnað íslands og Danmerkur og nm stofnun lýðveldis á tslandL | dag kveður islenzka þjóðin sjálf upp sinn dóm um það hvort hún á sjálf að ráða stjómarfari í landi sinu sem sjálfstæðu ríki, — eða hvort erlendir aðilar eiga að ráða um það sem á ■ndanfömum öldum. 1 dag segir hver einasti góður íslendingor já við háðum þeim spumingum. sem fyrir hann era lagðar. Reykvíkingar! Kjósið allir I dag! Farið snemma til atkvaeða- greiðslu! Vinnið að þvi að þátttakan verði þjóðinni og höfuð- < staðnum til sóma! * * Félagsdómur kvað í gær upp dóm í mali ríkisstlárn gr. L aur. «o/i938 um.akvörðun um að béfja werkfali það, Bem umræðir í máli jþessu og hófst :3. þ. m. verði Ríkisstjórnin beygir sig fyrir verklýðs- samtökunum, en brýtur undir sigdóms- valdið Ríkisstjórnin hefur orðið að gefast upp við kauplækkunaráform sín og semja við Alþýðusambandið án þess að fá kaupkúgun sinni fram- gengt. Alþýðúsambandið hefur unnið einn mikinn sigur í viðbót við þá fyrri og ríkisstjórn afturhaldsins hefur fengið að sjá það svart á hvítu að öll verklýðsstéttin stendur sem múrveggur gegn árásum afturhalds- ins, stendur vörð um lífskjör sín og heimtar þau bætt en ekki rýrð. Sú eina krafa, sem Alþýðusambandið féll frá, var sú að tryggja öll- nm meðlimum Alþýðusambandsins forgangsrétt að vegavinnunni. Þessi tilslökun kemur ekki við verklýðsfélögunum í kaupstöðunum, sem sjálf hafa forgangsréttarákvæðið í vinnusamningum sínum, svo það gildir hvort sem er, því þeirra kjör ráða á svæðunum. En þetta kemur sér ver fyrir verklýðsfélög þau, sem bapndur og synir þeirra hafa komið upp í sveitunum og ekki hafa svona ákvæði. Það var leitt að geta ekki hald- íð 'þessu ákvæði til streitu einmitt fyrir sveitafólkið, en fulltrúar ríkis- stjornarinnar sóttust svo fast eftir að fá þessa fjöður í hatt sinn, að samn- ingar hefðu ekki tekizt, nema með því að slaka þarna til. Ríkisstjórnin nun hafa viljað sýna það svart á hvítu að þó hún gæti ekki kúgað verka- lýð kaupstaðanna, þá gæti hún þó alltaf níðst á sveitaalþýðunni. — Það er nú samt ekki víst að henni verði kápan úr því klæðinu. En höfuðatriðið er: Kaupið er tryggt, bæði fyrir sveitamenn og kaupsteðábúa. Árás afturhaldsins er hrundið. — En það er rétt að byrja ■ú þegar að styrkja samtökin undir næstu atrennu, því árás ríkisstjórn- ajrínnar á þau er þegar hafin á öðru sviði. • Á verklýðssamtökunum gat ríkisstjórnin ekki unnið, en Félagsdóm gat hún brotið á bak aftur. Réttaröryggi íslendinga hefur beðið hnekki við málsmeðferð þess dóms. Á rúmri viku er samkvæmt kröfu annars aðiljans máli hraðað svo fyrir dómstólnum að ekki er hirt um að rannsakað fáist til fullnustu mál það er fyrir liggur, heldur hlýða dómendur bara þeim kröfum, sem annar sakaraðili ber fram. Félagsdómur hefur með málsmeðferð sinni og „dómsúrskurði“ fram- ið einstakt hneyksli í íslenzku réttarfari. Tilgangur dómsins virðist vera sá að svipta helming landsmanna, hina skipulögðu félagsmenn verklýðs- samtakanna og fólk þeirra, réttindum, sem lögin heimila þeim, allt til þess að gera ríkisstjóm mögulegt að koma fram sem kaupkúgari gagn- va.rt þeim hluta verkalýðsins, einkum strjálbýlisins, sem erfiðast á um samtök. Félagsdómshneykslið þarf að takast til meðferðar í öllum verklýðs- félögum landsins. Afturhaldið er að reyna að skapa sér með þeim dómi JfcDöxi, sem nota skuli til að ganga milli bols og höfuðs á samtökum .sveita- og vegavinnufólks. — Og það má ekki takast. arinnar gegn Alþýðusambandi Islanðst Dæmdi haaon verkíall Alþýðu sambandsins ólöglegt Hér er um tvímælalausan siéttadórn að ræða, sem ríkisstjórnin hefur þvingað Iram með öheyrilegri frekju og Félagsdómur hefur sýnt sig að vera stéttar- dómur, verkfæri í hendi ríkisstjórnarmnar, sem kveð- ur npp dóm er Iivergi á sér stoð í lögHm. Samkvæmt kröfu ríkisstjórnarinnar afnemur haxm verkfallsrétt Alþýðusambandsins á þeirri fáránlegu forsendn að ákvæðin um lögmæti verkfalla séu tæm- andi og dmmir Alþýðu sambandið samkvæmt ákvæðum um verkföil einstakra félaga. Hvenær hafa verið sett lög sem banna verklýðsfé- lagasambandi — Alþýðusambandi íslands — að gera verkföU? AldreL Hinsvegar hefur Alþýðusambandið haft hefðbundinn verkfaUsrétt, sem aldrei hefur verið skertur með iögum. Aðalatriði við ákvörðun verkfalls er vitanlega að verkamenn séu því samþykkir. Vegna einhuga vilja verkamanna vínnur Alþýðusambandið fullan sigur í kaupgjaldsharáttunm og brýtur kaupkúgunartilraun ríkisstjórnarinnar algerlega á hak aftur. Einhuga verkfallsvilji verkamanna er sannaður fyrir réttinum, samt segir dómurinn að það „verði ekki hjá því komizt“(!) að dæma verkfallið ólöglegt í dómi Félagsdóms segir m. a, svo: „Með lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur voru fyrst leidd í lög hér á landi fyrír- mæli um það, eftir hvaða reglum stofna mætti til verkfalla og verk- banna hér. Eru ákvæði um þetta í 11. kafla laganna. í 14. gr. þeirra er kveðið á um það, hverjum sé héimilt að gera verkfall og verk- bann, en í 15. gr. þeirra eru ákvæði um það, á hvern hátt stéttarfélög eða félög atvinnrekenda skuli taka ákvörðun um að hefja vinnustöðv- un. Telja verður að upptalning 15. gr. sé tæmandi...“ Alþýðusambandið er síðan dæmt eftir ákvæðum um einstök verk- lýðsfélög, þótt engin lög séu til, sem afnema verkfallsrétt þess. Þá segir dómurinn að umboð það sem Alþýðusambandið fékk á s. 1. sambandsþingi veiti því aðeins samningsaðild en ekki verkfalls- heimild. Ennfremur hafnar dómur- inn því að Alþýðusambandið fari með sama vald og trúnaðarmanna- ráð verklýðsfélags. * Niðurlag dómsins segir svo: ,í?amkvasmt fraraansögðu verð- ur að telja, að þar sem ekki befur verið gætt skýlausra fyrirmæla 15. ekki hjá því komizt að dæma það ólöglegj, .og geta yfiriýsingar þær, er borázt .hafa frá verkiýðsfélögun- um efaiir á, um að þaœ hafi verið samþyfck iramangreindrí fyrirskip- un stefinda, ekki haggað þeirri nið- urstöðu____.“ Þ v í d-æmist r é11 wera: Verkfall ‘það, er stefndi, Alþýðu- samband íslands ákvað að hefja :0g hófst 3.. imaí 1944 er ólöglegt. Stefndi greiði stefnaada, Geir. :G. Zoega £. h. ríkisstjórnar íslands, ikr. 500,00 í málskostnað, inœan 15 daga frá Lirtingu dóms þessa að viiðlagðri afKför að lögum“. SMÁNARÞÁTTUR „FULLTRÚ- ÁNS“ 1 vinnulöggijöfinni er svo fyrir- máeilt að Alþýðusambandið skuli skípa einn mana í Félagsdóm. Skal liaraiti vitanlega v.era málsvari þess í dóminum. í þetta sinn skipaði þetta sæti Sigurgeir Sigurjónsson, gamalll samsLarfsmaður Stefáns Jóhaims. Þessi ,,fu!ltrái“(!) Alþýðu sambandsins sá ekkert athugavert við það <að verkfaUsréttunnn væri dœmdur af Alþýðusambandinu á grundvelli sem á sér enga stoð í lögum. Smánar þessa manns mun lengi minnzt. Er ekki lcominn tími tíl þess að Alþýðusambandið skipti um fidltráa i Félagsdómi? Greinargerð Alþýðusambands fslands f sambandi vjð lausn vegavinnudeílunnar Eftirfarandi greinargerð hefur Þjóðviljanum borizt frá Alþýðu- sambandi íslands t sambandi við nýafstaðna deilu um kaup og kjör í vega- og bráar- gerð skal þetta upplýst : við kosningamar í Reykjavík dagana 20.—23. maí 1944 er gildir við atkvæðagreiðslu um þingsályktun um niðurfelling dansk-ís- lenzka sambandslagasamningsins frá 1918 og lýðveldisstjómar- skrá íslands. Á NEÐRI HÆÐ: 1. kjördeild Aagot — Arinbjöm Hvað er framundan? Framh.af 3. síðu Er nú líka unnið að því að skapa betri skilyrði til sérmenntunar hér á landi í verklegum greinunum. En allt stendur þetta vafalaust til mikilla bóta. Lúðvíg Guðmundsson hefur auð- sjáanlega margt fleira mikilsvert um þessi mál að segja, en síðan okkar rúmar ekki meira. Beztu þakkir fyrir viðtalið, Lúð- víg. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. Ármann — Axelandra Bach — Bjöm Friðriksson Bjöm Gíslason — Einar Ésaksson Einar Jóhannesson — Ezra Faaberg — Guðbjartur Guðbjörg — Guðmundur Friðriksson Guðmundur Gamalíelsson — Guðríður Guðrún — Guðveigur Gunnar — Hannes Hannesína — Hjaltalín Á EFRI HÆÐ: 12. ----------- 13. ---- 14. ---- 15. — 16. ---- 17. ----- 18. ---- 19. —- 20. ---- 21. ------- Hjaltested — Ingibjörg Rögnvaldsdóttir Ingibjörg Sigfúsdóttir — Jóhann Jóhanna — Jón Ormsson Jón Pálsson — Karl Júlíusson Karl Karlsson — Kristine Kristinn —r Lórens Lovísa — Margrét Runólfsdóttir Margrét Sighvatsdóttir — Ólafía Jónsdóttir Ólafía Karlsdóttir — Pálína Páll — Rokstad 1. Meginkrafa rikisstjómarinnar fólst í því, að kaupgjaldið yrði ó- breytt í nefndri vinnu frá því í fyrra, án tittits til þeirra kjara- breytinga, sem nokkur verkalýðs- félög vor höfðu ýmist fengið með viðurkenndum töxtum eða samn- ingum. Þetta þýddi það sama og að brjóta niður löghelgaðan rétt nokkurra verkalýðsfélaga til að njóta löglegra kjarasamninga sinna og ýmist þurlca með öllu út eða skerða- að mun lögleg félagssvœði þeirra. Auk þessa fékkst með yfir- lýsingu ríkisstjómarinnar 3. mai s. I. fullkomin staðfesting þess, að rík isstjómin vildi hvorlci viðurkenna 8 stunda vinnudag né 1(8 stunda vinnuvikuna unna á 5 dögum, ekki einu sinni á félagssvœðum hvað þá utan þeirra, á kjarasvœðunum. Það er staðreynd, að ríkisstjómin vildi þurlca út að mestu eða öllu leyti. félagssvœði Verklýðsfélagsins ,Esju“ í Kjós, Verlcamannafélags Raufarhafnar, Verkalýðsfélags Olf- ushrepps o. fl. til að lœlcka kaupið og koma á 10 stunda vinnudegi al- mennt í vegar- og bráargerðinni. 2. Meginkrafa vor strax frá byrjun fór í þá átt, að ríkisstjóm- in viðurkenndi samninga og viður- kennda taxta sambandsfélaga vorra um kaup og kjör, eins og aðrír atvinnurelcendur í landinu. A þeirri röksemd var byggð megin- reglan, sem ríkisstjórrún samdi við oss í fyrra, að því er snertir slcipt- ingu kjarasvœðanna um land allt, en hún fólst í því, að í vega- og bráargerðinni gilti kjör þess verkau- lýðsfélags, sem var starfandi nœst þeim stað, innan sömu sýslu, sem vinnan var framhvœmd á. Þessi meginkrafa náðist að öttu leyti fram með samningum, sem vom undirritaðir í gœr af fulltrííum Al- þýðusamþandsins og ríkisstjómar- innar. Með þessu er fengin af hálfu ríkisins. a) viðurlcenning á gildandi kjör- um sambandsfélaga vorra á lógleg- um félagssvœðum, og hinn sjálf- sagði réttur þeirra til að marlca skiptingu kjarasvœðanna, og kaup- lœkkunarhœttum bœgt frá, bœði fyrír félagsbundna og ófélags- bundna. b) viðurkenning á 8 stunda vinnudeginum almennt í vega- og brúargerð. c) viðurkenning á forgangsrétti til vinnu, allra meðlima þeirra verkalýðsfélaga, sem hafa þegar forgangsréttarákvœðið bundið samningi eða viðurkenndum taxta, en sttkt ákvœði er gildandi hjá all- flestum verldýðsfélögum landsins. 3. Alþýðusambandið fór strax fram á 48 stunda vinnuviku á 5 dógum, þar sem meirihluti viðkom- andi verkamanna teldi það henta betur. Þetta er nú bundið samn- ingi og eru hér með taldar allar höfuðkröfur vorar frá byrjun, auk margslconar kjarabóta, sem samn- ingurínn felur í sér. 4- Alþýðusambandið tjáði sig strax á byrjunarstigi samningaum- leitana reiðubúið að rœða og semja um 10 stunda vinnudag á einstök- um tilgreindum f jallvegum, ef það þœtti betur henta af tœknilegum ástœðum og meirihluti viðkomandi verkamanna vœri því samþylckur. Þetta var lílca fúslega bundið samn ingi af vorrí hálfu, á 4 tilgreindum fjattvegum og heiðum. 5. XJm kaup og kjör við vita- byggingar var aldrei neinn ágreirv- ingur milli aðilja, og hefði hœst- virt ríkisstjóm gefið samþykki sitt við því, að vitamálastjóri undir- skrijaði þetta samkomulag, hefði ekki til neinnar vinnustöðvunar Icomið við vitabyggingamar. 6. Um málaferli ríkisstjómar- intmr á hendur oss og hinn frum- lega úrskurð Félagsdóms í málinu, viljum vér geyma oss athugasemd- ir, en tilfœra hér niðurlag samn- ings vors við rílcisstjórnina frá 18. maí s. L, en það er svohljóðandi: „A ðiljar eru sammála um, að mál það, sem nú er rekið fyrír Fé- lagsdómi skuli, á venjulegan hátt, rekið til enda, ennfremur að elcki verði um neinn frekari málarekst- ur eða skaðabótakrófur að rœða út af deilunni eða aðgerðum í sam- bandi við hana, og félög eða ein- staklingar verði ekki á nokkum hátt látnir gjalda þátttóku sinnar i'deilunni, á hvora hlið sem vœrí“. Alþýðusamband íslands ðmrp lll DppsPrpm vegna þjðSaratkvæðagreiðslunnar um stofnun lýðvelfis á fslandi 17. júnf 1944 22. 23. Rósa — Sigríður Njálsdóttir Sigríður Oddleifsdóttir — Sigurður Níelsson É LEKFEVHSHÍJSINU: (Gengið úr portinu inn í kjaUarann að norðanverðu) 24. ---- Sigurður Oddgeirsson — Sophns 25. ---- Stefán — Svenson 26. ---- Sverrir — Valur 27. ---- Vedder — Þórður Jónsson * 28. .--- Þórður Kárason — Östergaard Á síðasta almennum félagsfundi Dagsbránar var kosin fjögurra manna nefnd til þess að undirbúa þátttöku Dagsbránarmanna í þjóð aratkvœðagreiðslunni um sam- bandsslit og stofnun lýðveldis á íslandi. Nefndin er skipuð Sig. Guðnasyni, Jóni Agnarss., Alfr. Guðmundssyni og Kjartani Guðna syni. Fer hér á eftir ávarp nefnd- arínnar til félagsmanna, sem birt- ist í félagsblaðinu Dagsbrán: Dagana 20.—23. þ. m. fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um upp- sögn dansk-íslenzka sambandslaga samningsins frá 1918. Af þessu merka tilefni vill nefnd sú, er kosin var í verkamannafélaginu Dags- brún til þess að vinna að þátttöku Dagsbrúnarmanna í atkvæða- greiðslunni birta eftirfarandi ávarp í blaði félagsins: Sjálfstæðismálið hefur jafnan verið eitt af stærstu áhugamálum alþýðusamtakanna og þau urðu með þeim fyrstu að bera fram kröf- una um frjálst og óháð lýðveldi á íslandi. Enda er það að vonum. Engin stétt þjóðfélagsins galt frem ur en alþýðan hinna erlendu yfir- ráða í landinu. Ok danskra yfir- ráða bitnaði jafnan harðast á hinu vinnandi fólki. Það leið hungur, órétt og pyntingar og mátti ekki um frjálst höfuð strjúka um marg- ar aldir. Þegar íslendingar hófu frelsis- baráttu sína um miðja 19. öld beindu forustumenn þeirra máli sínu fyrst og fremst til alþýðunn- ar og hún brást ekki því kalli. Hún gaf sig strax fram til þjónustu við öfl frelsisins. Konungkjörnu fulltrú arnir á Alþingi og aðrir þeir, sem stóðu í nánustu tengslum AÚð hina dönsku yfirráðastétt voru mun hægfarari í kröfum um þjóðfrelsi og spilltu jafnvel stundum fyrir málstað íslendinga. Og slík hefur reynslan orðið í öðrum undirokuð- um löndum. Alþýðan hefur alls staðar borið upp frelsiskröfur þjóð- anna og staðið í fremstu víglínu, þegar átök hafa orðið um sjálf- stæðis- og þjóðfrelsisnjál. Enn er þetta óbreytt. ForUstumenn frelsis og mannréttinda eiga alltaf vísan stuðning hjá alþýðustéttunum. íslenzku alþýðusamtökin hafa frá því þau voru stofnuð lagt ríka áherzlu á það, að ísland yrði sem fyrst frjálst og fullvalda ríki. Kyn- slóð eftir kynslóð hefur lifað með ást til frelsisins í brjóstinu við lítt bærileg skilyrði ánauðar, yfir- drottnunar og arðráns framandi afla á íslandi, og lagzt í gröf sína án þess að draumur hennar og von um frelsi rættist. Tvær. kyn- slóðir feðra vorra og mæðra hafa staðið í einni samfelldri baráttu fyrir frelsi landsins. I vitundinni um þetta og hinar rniklu fórnir þjóðarinnar í baráttunni fyrir frelsi sínu, viljurn vér beina þeirri áskor un til ykkar, Dagsbrúnarmenú, að láta ekki standa á ykkar hlut til þess að fegursti draumur og ósk íslendinga um frjálst og fullvalda Island, megi rætast á þessu vori. Engan ykkar iná vanta, þegar til þjóðaratkvæðagreiðslunnar kemur um stofnun lýðveldisins 20.—23. þ. m. En auk þess sem þið Dags- brúnarmenn greiðið samhuga og samstillt atkvæði með Jýðveldis- stofnuninni verðið þið að sjá um, að allir aðrir, er þið getið náð til geri slíkt hið sama. Verkamannafélagið Dagsbrún hefur ætíð staðið í fylkingarbrjósti íslenzkra alþýðusamtaka. Nú verð- ur að gera þá kröfu til félaga henn- ar, að þeir standi einnig í fylkiiig- arbrjósti allsherjarsamtaka þjóðar- innar um stofnun lýðveldisins. At- kvæði ykkar með lýðveldi og fullu stjórnfrelsi á íslandi er eðlilegt og sjálfsagt svar við undirokun. þeirra mörgu alþýðukynslóða, er lifðu undir erlendri áþján og kúgun. Með sama hætti vottið þið einnig bezt virðingu ykkar og skyldugt þakklæti þeim, er harðast og djarf- ast börðust fyrir málstað íslenzku þjóðarinnar bæði fyrr og síðar. Með þessum formála viljum við heita á ykkur, Dagsbrúnarmenn, að duga nú vel, er varpa skal moldu síðustu leifar érlendra yf- irráða á íslandi. Engan ykkar má vanta, þegar þjóðin greiðir atkvæði um stofnun lýðveldis í landinu sínu. Þið verðið einnig að beita á-. hrifum ykkar til þess að fá kunn- ingja ykkar til að gera skyldu sína í þessu efni. Og þið, sem erin eruð innan 21 árs aldurs og getið ekki sjálfir greitt atkvæði, hafið engu að síður mikilvægu hlutverki að gegna í þessu máli. Þið getið haft mikil á- hrif í þá átt að örfa félaga ykkar og aðstandendur til þess að bregð- ast ekki skyldum sínum í sjálf- stæðismálinu. Æskan á að erfa lýð veldið og í hennar hlut kemur það fyrst og fremst að varðveita það og þau frelsisréttindi, sem við það eru tengd. í hlut uppvaxandi kyn- slóðar kemur það á næstu árum að byggja lýðveldið upp innan frá svo að við höfum sæmd af og get- um sýnt það öllum heimi, að við kunnum að meta sjálfstæði vort. Dagsbrúnarnienn! Allir eitt með málstað íslendinga, stofnun lýð- véldis 17. júní 1944. Með félagskveðju, Sigurður Guðnason Jón Agnarsson Alfreð Guðmundsson Kjartan Guðnason Skentiför í Haukadal Sósíalistafélag Reykjavíkur og Æskvlýðsfyllcingin í Reykjavík hafa ákveðið að fara skemmtifór í Haukadal í Bislcupstungum. Verður lagt af stað frá Reykja- vik kl. 5 e. h. á iaugardag og kom- ið heim síðari hluta mánudags. Ferðanefndin hefur fengið leigð- an leikfimisal í Haukadal til afnota þessa daga. Verður sofið í salnum og þar verður eitthvað til skemmt- unar á kvöldin. Gönguferðir verða farnar til staða í nágrenninu. Geys- ir verður látinn gjósa um hádegi á sunnudaginn. Öllum þátttakend- um er tryggð ein máltíð á dag í Haukadal, en óski menn að fá þar fast fæði þessa daga, verða þeir að tilkynna það með fyrirvara. Þátttakendur í förinni verða að hafa með sér teppi eða svefnpoka og sundföt. Reykvíkingar, dragið fána að hún Reykjavíkurnefnd Lýðveldiskosninganna beinir þeim óskum til Reykvíkinga að þeir hafi fána við hún á húsum sínum alla kosn- ingadagana. NEFNDEN. V Æ. F. R. Sósíalistafélag Rvíkur. Hvítasunnuferð Æskulýðsfylkingin í Reykjavík, Félag ungra sós- íalista og Sósíalistafélag Reykjavíkur, efna [til skemmtiferðar að Geysi í Haukadal 27.—29. maí n.k. Búið verður í fimleikasal íþróttaskólans, upp- hituðum með hveravatni. Gestir mega hafa með sér tjöld ef þeir vilja. Meðan dvalið verður við Geysi, geta menn notið eftirfarandi skemmtana: 1. Horft á Geysi gjósa. — 2. Skoðað Haukadal. — 3. Gengið á nærliggjandi f jöll. — 4. Synt í hinni góðu laug íþróttaskólans. (Hafið sundföt með). Á kvöldin verða fjölbreytt skemmtiatriði og dans heima í íþróttahúsinu. Pöntuð hefur verið ein máltíð að kvöldi handa hverjum þátttakanda. Þeir sem vilja fá fast fæði verða að panta það fyrir þriðjudagskvöld 23. maí á skrifstofu Æ.F.R. eða Sósíalistaflokksins, Skólavörðustíg 19. Farmiðar verða seldir á Skólavörðustíg 19 dagana 20.—24. mai Öllum heimil þátttaka. - ■ Skrifstofa Landgræðslusjóðs verður í húsi Búnaðarfélags Islands kosu- ingadagana (sími 3110 og 5656), en eftir þann tíma á Laugavegi 3 í skrifstofu skóg- ræktarstjóra. Stjórn Skógræktarfélags Islands. Armenningar Stúlkur! Piltar! Sjálfboða- vinna í Jósefsdal. Farið frá íþróttahúsinu í dag kl. 2 og kl. 8, einnig í fyrramálið kl. 8. Uppl. í síma 3337, kl. 12—1 í dag. Magnús raular. Eftir helgina verður farið að selja farmiða í skrifstofum Sósíal- istafélagsins og Æskulýðsfylking- arinnar á Skólavörðustíg 19 og er tryggast að útvega sér miða strax því þátttaka verður mikil. I ALOGUM íslenzka óperettan „I álögum“ hefur aú verið sýnd átta sinnum við mikla aðsók* og fengið hinar beztu undirtektir. Virðist hún ætla að verða ekki síður vinsæl en þær erlendar óperettur sem hér hafa áð- ur verið sýndar. Lögin eru flest í íslenzk- um þjóðlagastíl og eiga vafalaust sum þeirra eftir að ná miklum vinsældum með- al ahnennings. Pétur Oautur verður sýndur aunað kvöld. Aðgöngumiðasalan hefst kl. 4 í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.