Þjóðviljinn - 20.05.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.05.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. maí 1944. > JÖ9TIL JINN 7 Halvor Floden: PHYLLIS BeNTLEY : ARFUR ÞEGAR ÉG VAR TÖFRAMAÐUR. Eg á við — þegar þe'tta seiga, græna slím rennur yf- ir engjarnar“. Allir hlógu að mér. Þá sagði pabbi mér, að flugur, járnsmiðir, köngulær og þess háttar smádýr væru kölluð skordýr. Eg varð feginn að heyra þetta. Reyndar var mér ekki vel við mývarginn, en nú skildi ég þetta allt miklu bet- ur. Það var eins og önnur heimska, að halda að þessir fáu froskar, sem ég drap, hefðu getað gleypt allan þann sæg sem til var af mýflugum. Mér var sem ég sæi frosk- ana elta mýflugur. Eg gat ekki annað en hlegið að því. Pabbi fór út í smíðahúsið og ég ætlaði með honum. En það vildi hann ekki. Um kvöldið bar mamma bláber og rjóma á borð, og margt fleira. Eg var látinn sitja við borðsendann og ég át'ti að byrja fyrstur. Það var gaman að eiga afmæli. Eg hafði góða matarlyst og nú var ég allt í einu orðinn glað- ur. Mér fannst heimurinn góður og blíður. Og þó varð ég að hlusta á margt, sem mér féll ekki í bezta lagi. Einn óskaði mér til hamingju með afmælið og sagðist vona, að nefið á mér yrði eins langt og hrífu- skaft. Og svo var verið að minna mig á skordýrin. Þegar búið var að borða, voru mér gefnar afmælis- gjafir. Það var bezt af öllu. Mamma gaf mér silkiklút og sagði að ég ætti að hafa hann um hálsinn, þegar ég væri í sparifötunum. „Hafðu hann fyrir kjálkaskjól, svo að skordýrin skríði ekki inn í eyrun á þér“, sagði Pétur. „Lofið þið honum einhvern tíma að fá að vera í friði fyrir þessum skordýrum“, sagði mamma. Stúlkurnar gáfu mér vettlinga og Lalli gaf mér tutt- ugu og fimm-eyring. Allt í einu kom pabbi inn. Hann hélt á nýrri hrífu í hendinni. Hún var alveg mátuleg handa mér og hann hafði sjálfur smíðað hana. Eg þakkaði honum fyrir. En pabbi sagði ekki eitt einasta orð í þá átt að ég mætti Q§ ÞETT4 í Ástralíu eru þurrkar oft til vandræða. Á árunum frá 1896— 1902 féllu fimmtíu millj. fjár úr þorsta. Vatnsgeymir til að safna rigningarvatni, er sjálfsagður hlut- ur á hverjum sveitabæ. Nokkru fyrir aldamótin var farið að bora eftir vatni í fjöllunum, cn víða var djúpt á því og mikils þurfti með, áður en nóg var komið. Nú streyina þar fram kaldar lindir í þúsunda tali og búféð þjáist ekki af þorsta, eins og áður var. * Hammurabj koungur í Babylon er kunnur fyrir löggjöf sína, sem var mjög ströng. En þó var hjú- skaparlöggjöf landsins svo hörð, áður en hann kom til valda, að hann sá sér ekki annað fært en gera hana mannúðlegri. Eigin- manninum var lieimilt að skilja við konu sína og þurfti ekki ann- að en segja við hana á almanna- færi: „Þú ert ekki kona mín“, og greiða henni lítilfjörlega fjárupp- hæð, þá var liann laus allra mála. En segði konan við bónda sinn (hvað sjaldan kom fyrir): „Þú ert ekki eiginmaður minn“, var henni tafarlaust fleygt í fljótið Eufrat. Hammurabi takmarkaði rétt inannsins til að skilja við konuna en gaf henni rétt til að krefjast skilnaðar. Hann veitti konum eignarrétt og jafnvel rétt til að reka verzlun. En lengra náði kven- frelsið ekki, og vandlifað var fyrir húsfreyjuna: Maður hennar gat kært hana fyrir óþrifnað. Baktal- aði hún hann var hún dregin fyrir lög og dóm og varð að sæta refs- ingu. ★ „Maðurinn er skuggi guðs, þræll- inn skuggi frjálsra manna“, var máltæki í Babylon. byggðu vörnina aðallega á því að líkur væru til að ákærðir hefðu verið staddir annars stað ar. Ýmsir menn sóru að hafa séð Mellor og Thorpe í Annots- field klukkan sex þennan dag. Þetta voru úrsmiðir, vefarar og smiðir. Þeir virtust allir hafa átt eitthvað saman við þá að sælda. En það var greinilegt að mennina misminnti, hvað tím- ann snerti. Will gat tæplega stillt sig um að taka fram í og benda dómaranum á þetta. Hann bjóst hálfvegis við, að Joe mundi í vörn sinni minn- ast á hann og Maríu. Hann gæti til dæmis reynt að verja sig að einhverju leyti með því, að Will hefði svívirt systur hans og hefði hann því af hatri látið til leiðast að taka þátt í morðinu. 9 Brigg var sá eini, vandalausra manna, sem Will hafði sagt frá trúlofun sinni og Maríu. En nú þóttist Brigg viss um að allt væri búið að vera milli þeirra og hafði tvisvar reynt að grennslast eftir því hjá Will. hvort hann væri hræddur um að þetta yrði dregið inn í réttarhöldin. Brigg hafði ekki talið það ólíklegt. En Will þekkti Maríu svo vel, að hann vissi, að hún hefði aldrei sagt neitt niðrandi um hann. María hans! — Nei, hún kom hon- um ekki við, framar. Joe mátti segja hvað sem hann vildi. Það kom honum ekki við heldur. Ilann vaknaði skyndilega af hugleiðingum sínum við það, að kona var leidd fyrir réttinn. En það var ekki María. Stúlkan, sem stóð frammi iýrir réttinum, var dóttir veitinga- mannsins í Moorcoch. Framburð- ur hennar var á þá leið, að hún hafði farið gangandi yfir heiðina hjá Scape Scare og verið á leið til til Marthwaite í þeim erindum að , kaupa ýmislegt smávegis. Þá hafði hún mætt Joe á heiðarbrúninni. Þau heilsuðust og hún hélt áfram ferð sinni. Nokkru seinna heyrði hún að kirkjuklukkan í Mart- hwaite sló sex. Samkvæmt þessu hefði Joe ekki gétað verið nær- staddur, þegar morðið var framið. Will fann greinilega, að þessi framburður stakk í stúf við það, sem liin vitnin höfðu sagt. Þau höfðu, að því er virtist, gert sér far um að segja satt. þó að þau misminnti stundum á hvaða tíma dags hinir ýmsu atburðir höfðu átt sér stað. En þessi stúlka sagði áreiðan- lega vísvitandi ósatt. Það duldist engum. Hún var þreklega vaxin, lagleg og rjóð í andliti. Henni var auð- sjáanlega mjög órótt. Hún fölnaði og roðnaði á víxl og kreisti vasa-I klútinn milli handanna. Joe horfði undrandi á hana og þegar farið var að reita sundur framburð hennar, var auðséð að hann vorkenndi henni. Hún komst hvað eftir annað í mótsögn við sjálfa sig. Allt í einu varð ákær- andi vingjarnlegur í máli og reyndi að fá hana til að efast um að það hefði verið Joe, sem hún mætti. „Þekkið þér ákærða vel?“ spurði hann. „Já, ég þekki hann“, svaraði hún og leit á Joe með ástúð og djúpri meðaumkun. „Hún elskar hann“, hugsaði Will og leit á Joe um leið. „En bjálfinn hefur ekki hugmynd um það“, tautaði hann. „Hve oft hafið þér séð Bam- forth?“ spurði ákærandi. „Oft, oft“, svaraði stúlkan og leit aftur á Joe. „Ég hef oft séð hann í Moorcock“. „Koma margir ungir menn á veitingakrána í Moorcock?“ „Já, við höfum alltaf marga gesti“, svaraði stúlkan og ofurlít- ill ánægjuhreimur var í röddinni. „Hvernig getið þér verið vissar um að það hafi verið Bamforth, sem þér sáuð?“ • »Ég er viss um það“, svaraði I hún og auðséð var að henni leið mjög illa. „Er þetta ekki óþörf tímaeyðsla, herra minn?“ spurði einn mála- færslumannanna. „Stúlkan þekkir Bamforth í sjón. Það er auðheyrt“. „Já, ég þekki hann“, svaraði hún. „Mér gekk það til, herra minn, að ég ætlaði að fá sannanir fyrir því að stúlkan í raun og veru þekkti Bamforth frá öðruin gest- um, sem komið hafa í veitinga- húsið“, svaraði ákærandi í afsök- unarrómi. „Enginn maður í Iredalnum blístrar eins vel og hann“, sagði stúlkan. „Og hann er ólikur þeim öllum — eins og ósvikið vín er ólíkt vondu öli“. „Mér virðist ljóst, að stúlkan þekki hann nógu vel til þess að hafa ekki villzt á honum og öðr- um“, sagði dómarinn. Ákærandi féllst á þetta og hæðn- isbros lék um varir hans. Will skildi ekki að hverju maðurinn gæti verið að brosa. Verjendurnir spurðu stúlkuna nokkurra spurninga og þar með var hún látin fara. Enn varð dálítil ókyrrð í saln- um. Dyraverðirnir gengu um og kveiktu ljós hér og þar. Dómarinn fór að lesa málskjöl- in og var að því til klukkan hálf átta um kvöldið. Eftir það gengu dómarar og máílafærslumenn út og hlé varð á réttinum. Ilitinn í salnum var kæfandi og döggin rann niður gluggana. Fangarnir höfðu staðið fyrir framan grindurnar síðan klukkan níu um morguninn og stóðu þar enn, fölir og tærðir, í daufri og blaktandi ljósbirtunni. Mellor hallaði sér fram yfir grindurnar. Þjónn kom og fann að því. Þá rétti Mellor úr ser, lét brýrnar síga og leit í kring um sig í salnum. Thorpe lygndi augunum og virtist jafnvel sofa. Joe horfði stór- um dreymandi augum út í bláinn, eins og hann tæki ekki eftir því, sem fram fór. Will varð að beita sjálfan sig valdi til að komast ekki úr jafn- vægi. Hann leit á málafærslumann sinn og kinkaði koili. En geðshrær- ingin var í þann veginn að bera hann ofurliði og honum var aftur orðið óglatt. Hvernig mundi dómurinn falla? Yrðu þessir þrír menn sýknaðir gæti hann aldrei borið höfuðið hátt framar. Hugsunin um þann mögu- leika, að þeir yrðu aftur frjálsir menn, var honum gersamlega ó- bærileg. Þeir voru allir sekir og Joe var sá auðvirðilegasti svikari, sem uppi hafði verið á guðs grænni jörð. — Það var ægilegt að dæma þrjá menn til dauða. — En hvað um það. Þeir höfðu dæmt föður hans til dauða. „Auga fyrir auga Enn varð ókyrrð í salnum. Dóm- ararnir gengu inn. Þeir höfðu ver- ið nákvæmlega tuttugu og fimm mínútur að bera saman ráð sín og fella dóminn. Blóðið steig Will til höfuðs og hann vætti þurrar var- irnar með tungunni. Mellor þurrk- aði svitánn af enninu. Joe lyfti annarri hendinni lítið eitt, eins og í mótmælaskyni, en lét hana síga aftur. Will skildi ekki formála dóms- ins, þegar hann var lesinn upp. Orðalagið var svo flókið og liátíð- legt. En allt i cinu brýndi formað- ur réttarins röddina: „Úrskurður dómsins hljóðar þannig: Georg Mellor: sekur. Thomas Thorpe: sekur. Jonathan Bamford: sekur“. Langt, samhljóða andvarp barst um troðfullan salinn. Taugaæsing áheyrendanna hafði náð hámarki. Mellor greip andann á lofti. Höf- uð Thorpes riðaði lítið eitt. Skrifari í svartri skykkju með hvítan hálsklút sat neðan við dóm- arasætið. Hann reis á fætur og spurði: „Georg Mellor! Þér hafið heyrt úrskurð réttarins? Getið þér borið fram fullgild mótmæli gegn því, að rétturinn hefur dæmt yður til dauða?“ „Ég get ekkert sagt“, svaraði Mellor mjóum, hásum rómi, „nema eitt: ég er ekki sekur — ekki sek- ur á þann hátt, sem hér hefur verið borið fram“. „Thomas Thorpe! Þér hafið heyrt úrskurð réttarins? Getið þér borið fram einhver fullgild mót- mæli gegn því, að rétturinn hefur dæmt yður til dauða?“ Thorpe hafði ekki skilizt, að hann ætti að svara, fyrr en einn fangavarðanna sagði honum það í hálfum hljóðum. Þá kallaði hann hátt: „Ég er ekki sekur. Það hafa ver- ið bornar á mig lognar sakir“. Á- heyrendurnir ókyrrðust og dyra- vörðurinn varð að þagga niður hávaðann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.