Þjóðviljinn - 27.05.1944, Side 3
Laugardagur 27. maí 1944.
ÞJOÐVILJINN
8
MÁLGAGN
ÆSKULÝÐSFYLKINGARINNAR
(Sambands ungra sósíalista)
Greinar og annað efni
sendist á skrifstofu félags-
ins, Skólavörðust. 19, merkt
„Æskulýðssíðan“.
Lýðveldið ísland .
Nú er lokið kosnin'gunni um sam
bandsslitin við Dani og lýðveld-
isstjórnarskrána.
Úrslit þessara kosninga hafa
sýnt það, að þjóðin er, að örfáum
undantcknum, einhuga um að
^verða frjáls og óháð erlendu drottn-
unarvaldi héðan í frá. En þessir fáu
menn, sem hafa þannig svikið föð-
urland sitt, hafa sett óafmáanlegan
Llett á feril sinn og eiga ekki að
heita íslendingar. Við íslendingar
vitum hverjir það eru sem sökina
ciga á þessum mótatkvæðum, hverj
ir það eru, sem hafa flekkað minn-
ingu Jóns Sigurðssonar og Skúla
Thoroddsens með áróðri sínuxn
gegn þeim málstað, sem þessi of-
urmenni íslenzku þjóðarinnar börð-
ust fyrir, þeirri baráttu, sem þeir
hófu og leiddu fyi'sta áfangann.
En sem sagt, mikill meiri hluti
þjóðarinnar vildi heldur feta í fót-
spor frelsishetjanna enn krjúpa fyr-
ír Dönum, og þessvegna er nú að-
•eins nokkra daga að bíða þar til
konungsríkið ísland, sambandsi'íki
Danmerkur, tilheyrir fortíðinni en
úr bylgjum Atlantshafsins íús nýtt
ísland, lýðveldið, sem gefur börn-
um sínum fögur fyrirlieit og ótak-
anarkaða möguleika.
Það kom áreiðanlega mörgum íi
-óvart, hvað þátttakan í þessijm
kosningum var mikil og jöfn um
land allt. En þetta er ekki svo und-
-arlegt, þegar þess er gætt, hverjir
það voru, sem fyrst og fremst gerðu
þessar kosningar að sínum og mest
unnu að undirbúningnum, og síð-
.-an því að korna fólkinu á kjörstað.
— Það var æskulýðurinn — unga
fólkið, sem elur með sér svo bjart-
ar vonir um framtíðina og hefur
í blóði sínu eld hugsjóna frelsis
•og réttlætis.
Ekkert ungmennafélag á land-
inu hélt svo fund, að ekki væri
samþykkt áskorun til landsmanna
-að fjölsækja þessar kosningar og
:greiða jáyrði við sambandsslitun-
um og lýðveldisstjórnarskránni og
félagarnir gerðu meira, þeir sýndu
þeim sem í vafa voru, fram á, að
þeir sem greiddu gagnátkvæði,
væru að svíkja sína eigin æsku-
•drauma, þeir sýndu ]xeim fram á
hversu hlálcgt það væri að fórna
■sjálfstæði lands síns um óákveðin
tíma vegna meðaumkvunar með
•erlendum konungi, sem liefur tvisv-
;ar sinnum heimsótt ísland.
Þannig mun alltaf verða, að
sigur fáist í hverju því máli, scm
mskan tekur að sér að fylgja fram.
(3R.oeðjuorð
Nú kreppist höndin kalda aldrei meir
um kvísl og spaða,
sem margoft ötul leysti þungan leir
um lágnótt glaða.
Er fólkið svaf og sveitin döggvuð var,
einn sveitabóndi pœldi, risti og skar,
og nóttm leið — með leiftur hraða.
Og liila stund, er liðið var á nótt,
hann lagðist niður.
Og svefnsins dís kom 'dásamlega fljótt.
JJinn djúpi friður
í veröld draumsins veitti þreyttum ró,
en vorið yfir nýrri köllun bjó.
— / fjarska heyrðist fuglakliður.
Og loksins, þegar lík þitt grafið er
og lokið striti. •
ílinn gamli klcrkur umlar yfir þér
eitt orð af viti:
„Þú barðist einn með brostið líkamsþreJc,
hið beitta stál í höndum þ'mum lék“.
Svo þögn í rœðu og riti.
Óskar Þórðarson frá Ilaga.
Hversvegna ekki
konur?
Sú skoðun, að konur eigi ekki að
skipta sér af stjórnmálum, er
furðu almenn meðal þeirra sjálfra.
Þær álíta, að það sé einungis hlut-
verk kai-lmanna að kveðja sér
hljóðs ,á vettvangi stjórnmálanna
og að það sé jafnvel þeii'ra einna
að tileinka sér pólitískar skoðanir.
Stax-f konunnar eigi að vera innan
heimilisins, köllun hennar og
skylda sé sú, að helga því krafta
sína óskipta.
Þetta er arfur hinnar afar gömlu
innilokunarstefnu, þegar karlmað-
urinn hafði leyfi til að líta á kon-
una sem sína eigu og meðhöndla
hana eftir eigin geðþótta, án þess
að taka tillit til tilfinninga hennar
og vilja. Tímarnir hafa breytt
þessu og það hefur ótvíi'ætt sýnt
sig, að konur eru jafnokar karl-
mannanna á flestum sviðum. Hæfi-
leikar konunnar verða aldrei fnll-
reyndir við ]xær þióðfélagsaðstæð-
ur, sem við lslendingar lifurn við.
Ileimilin eru ennþá þannig úr garði
gei'ð, að þau tortíma frelsi ótal
kvenna. Byrgja þær inni, yfir börn-
um og búamstri, meðan eiginmenn
þeirra strita í þjónustu gráðugra
arðræningja.
Ungar íslénzkar konur verða að
vakna til meðvitundar um þau
lélegu lífsskilyrði, sem þjóðfélagið
býr þcirn. Með inngöngu í Æsku-
lýðsfylkinguna stíga þær fyrsta
skrefið að því marki að verða ekki
um aldur og æfi ambáttir þjóðfé-
lagsins. Fyrsta skrefið til þess að
ná andlegu og líkamlegu frelsi.
Guðrí ður Einarsdóttir.
Skrífíð
Æskulýðssíðunní
Þótt ekki sé langt síðan Æsku
lýðssíða Þjóðviljans korn fyrir
almenningssjónir, hefur hxin
þegar eignazt stóran hóp les-
enda er bíða með óþreyju eftir
hverri síðu sem kemur. Það er
okkur gleðiefni, sem að síðunni
stöndum, hve vinsæl hún er orð
in og hve oft við verðum varir
við ánægju lesendanna.
Við gátum þess í upphafi að
við óskum eftir sem mestu sam
starfi við lesendur og væntum
að fá eitthvað frá þeim að heyra
bréflega, til birtingar í blaðinu,
ennþá hefur þetta ekki orðið
eins og skyldi og söknum við
þess einkum að fá ekki fleira
að heyra úr sveitum landsins
og kaupstöðum öðrum en
Reykjavík.
, Við viljum nú skora á ykkur
öll, sem lesið þessa síðu og fylg
ið okkur að málum, að láta okk
l ur heyra hvað þið leggið til
málanna. hvað ykkur líkar bezt
og hvað ykkur finnst miður
fara í síðunni.
Það eru áreiðanlega mörg
ykkar sem hafið eitthvað að
segja sem mætti vera til örv-
unar fyrir aðra lesendur síð-
unnar, ykkur vantar aðeins
kjarkinn til þess að setjast nið
ur og skrifa hugsanir ykkar á
blað og koma því á framfæri.
En hér er ekkert að hræðast —
bara reyna, og þið munuð sjá,
að allt gengur að óskum og áð-
ur en þið vitið af, hafið þið
Framh. á 5. síðu.
Verkefnlð
Við íslendingar höfum nú brotið
blað í sögu landsins. Með ákvörð-
uninni um að slíta sambandinu við
Danmörku og stofna lýðveldi á
íslandi, liöfum við lokið frelsis-
baráttunni og lítum nú fram til
nýrra átaka, til þess að gera land-
ið okkar, sem byggilegast, jafn-
framt því að vera vel og örugglega
á verði um það sem unnizt hefur.
Æska þessa lands á mikið starf
fyrir höndum og þá fyrst og fremst
við endurreisn atvinnuveganna og
á sviði félagsmála. Við þörfnumst
ekki sérgóðra samansaumaðra pen-
ingasafnara og íhalds sálna við
þetta endurreisnarstarf, ekki held-
ur hálvolgra, millistétta umbóta-
sinna, sem stunda skoðanaverzl-
u;n og leigja sig hæstbjóðanda,
og reyna að gera öllum til hæfis
með því að festa mislitar bætur á
buxnarass þjóðfélagsins. Nei, við
þörfnumst byltinglisinnaðrar- æsku,
sem er rciðubúin að brjóta niður
allt það gamla sem hún sér að
stenzt ekki kröfur tímans og
byggja upp nýtt og betra. Landið
þarfnast okkar allra sem erum ung
og getum fórnað því kröftum vor-
um og starfsorku.
Alþýðusamtökin í landinu verða
sterkari og öflugri dag frá degi og
einmitt vegna hins vaxandi styrks
þeirra fögnum við svo sérstaklega
stofnun hins nýja lýðveldis. Við
vitum að þetta er öld VerkaJýðs-
ins og ekki verður þess langt
að bíða að völdin í þjóðfélaginu
falli honum í skaut, þótt verkalýðs-
hreyfingin hafi orðið til skamms
tíma að láta sér nægja að vinna
að endurbótum á kaupgjaldsmál-
um sínum og öðrum stundarhags-
munum, verður þess áreiðanlega
ekki langt að bíða að hún fái tóm
til þess að snúa sér fyrir alvöru að
þjóðfélagsmálunum yfirleitt og
hefja liina stjórnmálalegu baráttu
fyrir valdanámi alþýðunnar.
Okkur er öllum ljóst að sú vel-
mcgun sem nú er í landinu stafar
eingöngu af hinum sérstöku kring-
umstæðum, sem styrjöldin hefur
skapað, en ekki af viturlegri fjár-
málastjórn eða góðri skipulagningu
atvinnuveganna, og þess vegna er
okkur einnig ljóst, að þegar þessar
sérstöku ástæður eru ekki lengur
fyrir liendi, getur allt atvinnulíf
hrunið í rústir og atvinnuleysið og
sulturinn haldið innreið sína á ný,
fyrir aðgerðir stjórnarvaldanna.
Eina vonin til þess að slikt komi
ekki fyrir er að verkalýðssamtökin
verði orðin það sterk og láti svo
mikið til sín taka, að verkalýður-
inn sjálfur geti haft ráð atvinnu-
veganna í sínum 41011011111.
Það fyrsta sem ykkur ber því
að gera, ungu menn og konur sem
tilheyrið alþýðunni, er að
ganga í verkalýðshreyfihguna og
taka virkan þátt í baráttu henn-
ar. Það er nauðsynlegt að allir
geri sér það ljóst að víðtæk og öfl-
ug samtök eru það eina, sem með
nokkuru móti getur komið því til
leiðar að verkalýðnum takist að
verða svo öflugur að vald lians
nægi gegn peningum auðvaldsins,
til þess að koma á réttlátri skipan
á atvinnu og fjármálum þjóðar-
innar.
Það er ekki einungis alþýðuæsk-
í atvinnu og fjármálum þjóðar-
an í bæjunum, sem þarf að skipa
sér undir merki samtakanna, held-
ur einnig sveitaæskan, sem verður
nú að taka ráðin af hinum eldri,
sem aldalöng stjórnmálakúgun
hefur gerblindað svo, að þeir vita
nú ekki hvort er upp eða niður —
hvað er rétt eða rangt. Sveitaæsk-
an verður að gera sér það ljóst að
hagsmunir alþýðunnar til sjávar
og sveita fylgjast svo gjörsamlega
að, að þar er engin munur á. Þess
vegna er liver sigur verkalýðsins
við sjóinn einnig -sigur smábænd-
anna og launþeganna í sveitunum.
Bæirnir eru markaðsstaðir fyrir af-
urðir sveitanna og þar sem því eru
takmörk sett, hvað borgararnir
geta í sig látið af kjöti og smjöri
og öðrum matvælum sem sveitirn-
ar framleiða, þá er það fyrst og
fremst kaupgeta verkalýðsins sem
skapar markaðinn.
Samvinna allrar alþýðunnar,
hvort sem er til sjávar eða sveita,
er það verkefni sem æskulýðurinn
verður að snúa sér að strax á morg-
un, þegar sú sameining liefur átt
sér stað, þá er fengin trygging fyr-
ir því að atvinnu- og félagsmálum
þjóðarinnar sé vel borgið.
Ferð í Haukadal
í dag efna Æskulýðsfylkingin
og Sósíalistafélag Reykjavíkur
til skemmtiferðar í Haukadal.
Lagt verður af stað kl. 5 í kvöld
og dvalið eystra yfir hvítasuxm
una.
í fyrra fóru félögin í hvíta-
sunnuferð í Þjórsárdal og tókst
í hún mjög vel. Vænta má, að
I í þessari ferð verði mikil þátt-
{ taka og ekki er að efa að félög-
unum takist að skemmta sér.
Þar sem enn er varla nógu
hlýtt til þess að liggja ítjöldum,
hafa verið gerðar ráðstafanir
til að fólk geti gist í skólanum,
og verður snæddur hádegisverð-
ur í gistihúsinu á hvítasunnu-
dag. Þá hafa verið gerðar ráð-
stafanir til þess að Geysir gjósi
og munu flestir hafa gaman af
þeirri stórfenglegu sjón. í
Haukadal eru margir fagrir
staðir sem hægt er að ganga
til og skoða og munu göngu-
garpar vorir áreiðanlega nota
sér það.
Ferðanefndin hefur ákveðið
að halda kvöldvöku í Hauka-
dal og gera má ráð fyrir að
þar kenni margra grasa, en ekkí
hefur oss verið tjáð efni henn-
ar og mun það ekki gert fyrr
en til kastanna kemur.