Þjóðviljinn - 27.05.1944, Qupperneq 8
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni í Austurbæjarskólanum, sími
5030.
Næturakstur: Litla bílstöðin sími
1380.
Jlclgidagslœknir: Ilvítasunnudag: Kjart-
an 11. Guðmundsson, Sólvallagötu 3, sími
5350. — Annan Hvítasunnudag: Kristbjöm
Tryggvason, Skólavörðustíg 33, sími 2581.
ÚTVARPIÐ í DAG.
20.40 Frá 25 ára afmæli Þjóðræknisfélags
íslendinga í Vesturheimi. (Illjóm-
plötur). Ræður. Upplestur. Söngur.
ÚTVARPIÐ Á MORGUN
(Hvítasunnudagur).
20.30 Útvarpshljómsveitin: a) Parsival-for-
20.45 Erindi (séra Sigurbjörn Einarsson).
ÚTVARPIÐ Á MÁNUDAG
18.20 Barnatími: Leikritið „Oli smaladreng-
ur“. (Leikstjórar: Emilía Borg og
Þóra Borg Einarsson).
20.30 Karlakór Reykjavikur syngur (Söng-
stjóri Sigurður Þórðarson).
21.10 Um daginn og veginn (Guunar Bene-
diktsson ritliöfundur).
21.30 Hljómplötur: Lög eftir Dvorsjak.
ÚTVARPIÐ Á ÞRIÐJUDAG.
20.30 Erindi: Andrúmsloft og smitun, II.
(Björn Sigurðsson læknir).
Flokkurínn
SÓSÍALISTAFÉLAG REVKJA-
VÍKUR heldur fund miðvikudaginn
31. þ. m. Nánar auglýst í miðviku-
dagsblaðinu.
Bygaingarmálin
Framhald a£ 1. «íöu.
ingum í Reykjavík mcð fjárfram-
lögum ur ríkissjóði. Ríkisstjórnin
hefur nú svarað bæjarráði bréf-
lega, og tekur fram, að hún muni
að sjálfsögðu nota þær lieimildir
sem í lögum séu til slíkra fyrir-
greiðslna, en bætir siðan við:
„Hins vegar telur ríkisstjórnin
sér ckki fært, eins og sakir standa,
að leita sérstakra heimilda hjá Al-
þingi til fjárframlaga úr ríkissjóði
til styrktar íbúðarhúsabygginga í
Reykjavík og öðrum kaupstöðum
landsins“.
Mjög er þetta furðuleg afstaða
hjá ríkisstjórninni, en furðulegra
er, ef bæjarstjórnin leggst á slóo
hennar.
5 Noregti*'
Framh. af 1. síðu.
sem tilheyrir norsku vinnuþjón-
ustunni og leiðtogum hennar.“
Um hina er sagt: Centzen og
Sköbö lýstu sig fúsa til að
fara til Englands, er Bretar
réðust á Svolvor í marz 1941.
— Þeim var kennd símritun og
sneru aftur til Noregs ólöglega
og sendu þaðan mikilvægar
tilkynningar með útvarpi til
Englands.
f
Ummæli erlendra blaða
Framh. af 1. síðu.
ráöstafanir til að koma sam-
bandinu á aftur, eftir að peir
hafa losnaS undan nazistum.
íslendinga má taka sem
greinilegt dæmi um eðli sjálf-
stæðis. Frjálsir geta þeir ein-
ungis verið í frjálsum heimi.
Veldi þau, er ráða lög og
lofti um Atlanzhaf hljóta aö
ráða yfir íslandi og nota land
ið, ef á þau er ráðizt. Enda
þótt nú sé landið meö sam-
þykki þjóðarinnar notað fyrir
hernaöar- og flotabækistöð,
myndi mótmæli eigi hafa
stöövað þau afnot. ísland átti
milli hernáms nazista og
bandamanna að velja.
Vér hljótum að óska ís-
lenzka lýðveldinu friðar og
t
þlÓÐVILIINN
Stöðvarbílarnir fa ekki stœði
á götunum ef jr 1. október
Bœjarráð samþykkti í gœr að banna Bifrciðastöð Reykjavíkur,
Litlu bílastöðinni, Aðalstöðinni, Ileklu og Þrótti að haja bílastœði og
bílaafgreiðslur þar sem stöðvar þessar cru nú, og kemur bann þetta
til framkvœmda 1. okt. í haust.
Mál þetta er búið að vera lengi
á döfinni eða 5—6 ár og á rætur
sínar að rekja til þess að hinn
mesti bagi hefur verið talinn að
því að hafa bifreiðastæði á götun-
um þar scni stöðvar þessar cru.
Bæjarverkfræðing var og falið
að setja ákveðnar reglur Um út-
og innkeyrslu á lóðum þeirra bif-
reiðastöðva, sem hafa afgreiðslu á
Sjómannadagurinn
Framh. af 1. síðu.
víkinni vegna norðanstorms,
hafa verið gerðar ráðstafanir til
þess að láta hann fara fram í
Hafnarfirði. Hljómleikar verða
á staðnum Veðbánki verður
starfræktur í sambandivið kapp
róðrana. Allur ágóði af honum
rennur til dvalarheimilis aldr-
aðra sjómanna.
SJÓMANNADAGURINN
4. JÚNÍ 1944
Kl. 8 að morgni. Fánar dreng-
ir að hún á skipum Hafin sala
á merkjum og blöðum, en Sjó-
mannadagsblaðið kemur þá út
í 7. sinn, stórt og vandað að frá-
gangi.
Kl. 12,40. Safnazt saman til
hópgöngu sjómanna, austan
Tjarnarinnar og Lækjargötu.
Kl. 1.15. Hópgangan leggur af
stað með lúðrasveit í farar-
broddi og aðra í miðjum hópn-
um. Gengið verður um Bakara-
brekku, inn Langaveg, Rauðar-
árstíg og upp Háteigsveg að hin
um nýja sjómannaskóla.
Glæsileger sigur Ármanns
í sundknattleiksmötinu
SundknattleiksmóLi íslands lauk
í fyrrakvöld í Sundhöllinni, en þá
kepptu Ármann og K. R. og sigr-
aði Ármann með 5:0.
Þetta er 5, sinn sem Ármann
vinnur sundknattleiksmót íslands,
en það hefur alls verið háð 7 sinn-
um.
Úrslitanna var beðið með all-
miklum spenningi. Tvo ágæta
sundmenn vantaði í sveit Ár-
manns, en þrátt fyrir ]>að sigtaði
Ármann mjog glæsilega.
í sveit Ármanns voru: Ögmund-
ur Guðmundsson’, Sigurður Árna-
son, Lárus Þórarinsson, Sigurjón
Guðjónsson, Guðmundur Guðjóns-
son, Gísli Jónsson og Magnús
Kristjánsson.
Að loknum lcik afhenti formað-
ur Sundráðs Reykjavíkur, Erling-
ur Pálsson, sigurvegurunum sund-
knattleiksbikar Islands.
farsældar, en þær óskir eru
undir því komnar aö friður
vinnist og farsæld fyrir allan
heiminn”.
Það er auðséð að sá scm hér tal-
ar þykist bæði hafa valdið og víg-
vélarnar og eiga því að ráða fyrir
þeim smáu.
MINNINGARATHÖFN
Klukkan 2 raða sjómenn sér
í fylkingar en lúðrasveitir
leika. Minningarathöfnin hefst
með sálminum: „Eg horfi yfir
hafið“. Því næst syngur Hreinn
Pálsson með undirleik lúðra-
sveitarinnar: „Taktu sorg mína
svala haf“. Hreinn Pálsson er
einn af gömlum nemendum Sjó
mannaskólans og var hann feng
inn sérstaklega til þess að
syngja við þetta tækifæri. Bisk-
up íslands, herra Sigurgeir Sig-
urðsson, minnist látinna sjó-
manna.
Blómsveigur látinn á gröf ó-
þekkta sjómannsins (Sú athöfn
fer fram í Fossvogskirkjugarði)
— þögn í eina mínútu. Á eftir
syngur Hreinn Pálsson: „Þú al-
faðir ræður“, með undirleik
lúðrasveitarinnar.
HORNSTEINN SJÓMANNA-
SKÓLANS LAGÐUR
Klukkan 2,30 verður horn-
steinn Sjómannaskólans nýja
lagður. Friðrik Ólafsson skóla-
stjóri hefur athöfnina, en ríkis-
stjóri, Sveinn Björnsson, leggur
hornstein hins nýja skóla og
flytur ávarr
Að því loknu fer fram fána-
kveðja, með því að merkisberi
^sjómanna gengur fram fyrir
ríkisstjóra og kveður hann með
íslenzku fánakveðjunni. Á með-
an leikur lúðrasveitin „Rís þú
unga Islands merki“.
Því næst verða flutt þessi
ávörp: Ávarp siglingamálaráð-
herra, Vilhjálms Þórs. Leikið:
„ísland ögrum skorið“. Ávarp
fulltrúa sjómanna: Sigurjóns Á.
Ólafssonar. Leikið: „íslands
Hrafnistumenn". Ávarp fulltrúa
útgerðarmanna, Kjartan Thors.
Leikið: „Gnoð úr hafi skraut-
leg skreið“. Ávarp fulltr. F. F.
S. í. í byggingarnefnd, Ásgeirs
Sigurðss. Hreinn Pálsson syng-
ur: „Hornbjarg“, lag eftir Pál
Halldórsson, ljóð eftir Þorst.
Gíslason.
Þá verða afhent björgunar-
verðlaun. Síðan hefst reipdrátt
ur milli íslenzkra skipshafna.
Keppni milli sjómanna í hag-
nýtum vinnubrögðum: Neta-
bætingu og vírasplæsningu. Því
næst verða afhent verðlaun sjó
mannadagsins fyrir íþrótta-
keppni. Lúðrasveit Reykjavíkur
undir stjórn Alberts Klahn og
i TJARNARBÍÓ
Slígamenn
(The Desperadoes)
Spennandi mynd í eðli-
legum litum úr vesturfylkj
um Bandaríkjanna.
RANDOLH SCOTT
GLENN FORD
CLAIRE TREVOR
EVELYN KEYES.
Sýnd annan hvítasunnu-
dag kl. 3, 5, 7 og 9.
Bönnuð fyrir börn innan
16 ára.
Jacare
Meinvættur frumsócf-
anna
Barnasýning kl. 1,30.
Aðgangseyrir 1 króna.
Sala aðgöngumiða hefst
kl. 11.
NÝJA BÍÓ
Ráðkæna stðlkan
(„The Amazing Mrs
HolIiday“).
Skemmtileg söngvamynd.
Aðalhlutverk:
DEANNA DURBIN
BARRY FITZGERALD
ARTHUR TREACHER
Sýnd annan hvítasunnu-
dag kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
Áki Jakobsson
héraðsdóms lögmaður
og
Jakob J Jakobsson
Skrifstofa Lækjargötu 10 B.
Málfærsla — Innheimta
Reikningshald — Endurskoðun
Leikfélag Reykjavíkur
„Paul Lange og Thora Parsberg”
eftir Björnstjerne Björnsson.
Leikstjóri: frú GERD GRIEG.
Thora Parsberg er leikin af frú GERD GRIEG.
Frumsýning á annan í hvítasunnu kl. 8.
Frumsýningargestir eru beðnir að sækja að-
göngumiða sína í dag frá kl. 3 til 6.
Saka pá um mfitspyrnu og hernaðarleg samtðk
Mikla athygU hefur vakið að snemma í gærmorgun handtókn
Þjóðverjar marga háttsetta embættismenn í Danmörku og var
yfirmaður landamæragæzluliðsins drepinn er gerð var tilraun til
að taka hann höndum.
Frá Stokkhólmi fréttist, að þýzk-
ir lögreglume.'in hafi snemmá á
föstudagsmorguninn handtekið all-
marga háttsetta embættismenn á
Jótlandi, þá K. Refslund-Thomsen
amtmann í Aabenraa, E. Hoek
lögreglustjóra í Ársósum, Aage
Agersted fyrrverandi lögreglu-
stjóra, en nú yfirmann yfir sér-
stakri deild józku lögreglunnar,
ennfremur Brix lögreglustjóra í
Tönder og A. Jæger lögreglustjóra
í Graasten.
Þjóðverjar ætluðu einnig að
handtaka Martinsen-Larsen lög-
reglustjóra i Aabenraa, en hann <
var horfinn. <
Lúðrasveitin Svanur, undir }
stjórn Árna Björnssonar, leika i
til skiptis. — Veitingar verða á *
staðnum.
Athöfninni við Sjómannaskól
ann verður útvarpað og lýkur
útvarpinu með: „Ó guð vors
lands“.
Um lrvöldið verða skemmti-
samkomur í Hótel Borg, Odd-
fellowhúsinu og Iðnó.
Er gerð var tilraun til að hand-
taka yfirmann danska landamæra-
gæzluliðsins, Svend Paludan
Múller ofursta, veitti ofurstinn
mótspyrnu og kom til bardaga
með byssum.
Ofurstinn drap þýzkan hermann,
en var líka drepinn sjálfur. — Eld-
ur kviknaði i húsinu, en enginn af
fjölskyldu ofurstans meiddist.
Þjóðverjar hafa líka tekið aðal-
ritstjóra „Heimdallar" í Aabenraa,
Björn Hansen, höndum. Er hann
sonur hins gamla leiðtoga Suður-
Jóta, H. P. Hansens.
Síðustu fréttir frá Danmörku
herma, að Þjóðverjar gefi hinum
liandteknu mönnum að sök, að þeir
hafi njósnað í þágu „óvinanna“ og
auk þess verið meðlimir í ólógleg-
um hemaðarfélagsskap.
Enn fremur er tilkynnt, að Þjóð-
verjar hafi í hefndarskyni fyrir
skemmdarverk skotið þrjá menn,
sem handteknir höfðu verið af öðr-
um ástæðum. — Hinir líflátnu eru
Orla Andersen, Benny Mikkelsen
og frú Grethe jensen, fædd Ange-
lund.