Þjóðviljinn - 09.06.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.06.1944, Blaðsíða 3
J*östudagur 9. júní 1944. ÞJÓÐVILJINN 3 Á síðustu stundu Eg hef oft verið að velta því fyrir mér hvað við íþrótta- menn erum oftast nær á síðustu stundu með það sem við eigum að framkvæma. Ef við t. d. ætlum að halda mót, er venjan sú, .að hver og einn aðili sem að mótinu stendur er alltaf á síðustu stundu. Það er oft svo rækilega að verki verið, að mótin geta •ekki byrjað á réttum tíma. Það sem við kemur fréttum af vænt- anlegum atburðum er alltaf á síðustu stundu ef annars nokkur tími er til slíkra hluta. Útsending aðgöngumiða er sömu örlög- um seld. Ef ráðist er í að gefa út blað, er venjulega allt á síðustu .stundu. Flest allir byrja of seint og þar af leiðandi kemur allt efni «f seint, en þó er venjan að blaðið eða greinin er bundin við á- kveðinn tíma og því skárra en ekki að það komi á síðustu stundu, jafnvel þó það hafi kostað það að orðið hefur að kasta til þess höndunum að einu eða öðru leiti. Þegar halda á hátíð í félagi er sama sagan þar. Það sem gera á er venjulega á síðustu stundu •eða a. m. k. sum atriðin og það er nóg til þess að hafa sín áhrif. Svona mætti lengi telja. Ef til vill hugsa menn sem svo: Ja, þetta fer einhvernveginn. Þetta slampast af. Hafa menn ekki veitt því athygli, að því sem flaustrað er af, er oftast ábótavant. Það vantar þann svip sem þarf til þess að undirstrika það, að hér er ekki um nein hégómamál að ræða, eða mál sem sama sé um hvernig borin eru fram? Hafa menn ekki veitt því athygli að áhrif þess sem gera skal eru minnkandi í hlutfalli við flaustrið á síðustu stundu. Hafa menn gert sér grein fyrir því hvað heildaríþróttasam- tökin líða fyrir flýtisverk á síðustu stundu, í flestum atriðum? Félögin eru íþróttahreyfingin. Ef að starfsemi þeirra er mark- viss og örugg, er engu að vantreysta, en því miður eru mín kynni af starfsemi þeirra á þessa leið. Eftir skýrslum félaganna að dæma eru þau orðin það mannmörg, að nægilegir starfskraftar ættu að vera til víðast hvar til að framkvæma í tíma það sem gera á. Félagarnir eru félögin. Þessvegna er það, að séu félag- arnir lítt starfhæfir þá kemur það fram á félaginu. Reynslan er sú, að það eru tiltölulega fáir menn í hverju félagi, sem hafa vilja til að gera skyldu sína við félagið; taka á sig störf. Eg kalla það ekki beinlínis störf, þó menn skemmti sér við æfingar og leiki eða sýningar. í hverju liggur þessi veila? Til hennar liggja margar orsakir, en fyrst og fremst sú, að starfið er ekki rétt upp byggt af þeim sem stjórna. Unga fólkinu er ekki gert það fyllilega ljóst að það sé hluti af félaginu, og að það (fólkið) hafi skyldur við félag- íð, og að það sem það geri, geri það fyrir sjálft sig, fyrst og fremst af þeirri einföldu ástæðu, að félagið samanstendur af því. Starfsþráin er ekki vakin á þeim grundvelli að fólkið sé ábyrgt gagnvart félaginu og sjálfu sér. Sú ábyrgðartilfinning kemur meira eins og af tilviljun. í öðru lagi erum við eldri mennirnir alltof tregir til að trúa þeim yngri fyrir störfum. Við erum of fastheldnir og vantrúaðir ;á hæfileika þeirra ungu, tökum of mikið á okkur eða svo mikið .að allt lendir á síðustu stundu. í þriðja lagi erum við afartregir til að starfa eftir föstum reglum eða byggja áætlanir fyrir lengri tíma af hverju sem það stafar, og má vera að þar sé hin vandræðalega félagshyggja að verki. Ef hvert og eitt félag, hver og einn maður gerði sitt til að fyrirbyggja að mikill hluti starfs íþróttahreyfingarinnar væri unninn á síðustu stundu, og sá hlutinn, sem einna mest snýr ÍÞRÖTTIR RITSTJÓRI: FRÍMANN HRLGASON íslandsmótið Valur — Víkingur 2:2 Eins og yfirleitt liafði verið bú- izt við varð þessi leikur Víkings og Vals góður, þó hefur veðrið vissulega spillt mjög fyrir, því stormur var og stóð hann á ann- að markið. • Víkingur leikur undan vindi fyrri hálfleik. Liggur þá oft nokk- uð á Val, en þó gera Valsmenn mörg áhlaup og sum þeirra svo hættuleg, að mann undrar óheppn- ina að gera ekki mark úr tveim þeirra. Það voru þetta sem kallað er opin tækifæri. Þó verður það Víkingur sem setur mark og það úr ólíklegasta tækifæri. Færist nú fjör í leikinn og gerir Valur mörg nokkuð vel uppbyggð áhlaup, en ekkert skeður. Vík- ingar leika oft létt með góðum samleik, enda er sókn þeirra ekki svo stöðug að þeir hafa tækifæri til að byggja upp langt framan af velli. í þessum hálfleik eru Vík- ingar yfirleitt fyrri á boltann og kvikari en í síðari hálfleik hefur Valur frumkvæðið og líður langur tími að boltinn kemur ekki út fyrir miðju vallarins. Leikurinn verður því nokkuð þvælingslegur fyrir framan mark Víkings, en vömin bilar hvergi. Loks tekst Sveini Helgasyni með prýðilegu skoti að jafna. Sækja Víkingar nokkuð á, og ná tveim snöggum áhlaupum að marki Vals, en í 3. sinnið setja þeir mark 2:1. Brand- ur er nú kominn vinstri útherji og kemst með miklum dugnaði upp og nær að senda boltann fyrir mark, en Eiríkur er þar laus og ] setur mark. Spenningurinn eykst. | Tekst Val að jafna? Litlar líkur. j Valsmenn sækja sig nú en „pressa“ í of mikið, þó tekst Sveini Sveins- ! syni að setja mark af stuttu færi i 2:2. Víkingar gera nú nokkur á- hlaup og sum allhættuleg, en ekk- ert skeður. í logni hefði þetta orðið enn betri leikur. því leikaðferðir þess- ara félaga eru mjög líkar. Énn er Hvað er hægt? Sænskur íþróttamaður af eldri skólanum hefur fyrir nokkru gefið út þjálfbækur sem hann nefnir „Vegurinn til metanna1.1 Eru þar sérstaklega athuguð hlaup, köst og stökk. Maður þessi,sem heitir Gösse Holmér, hefur í bókum þessum sett upp skrá yfir nokkur heims met þar sem hann gerir saman- burð á metum í ýmsum grein- um, og þá tekið tillit til mis- imunandi hlaupa, kasta eða svip. í leik sínum þrátt fyrir þ essi úrslit, stökkgreina. Þó vill höfundur- 3000 - - - 8,00,00 — (8,01,2) inn benda á að hlutfall eða sam 5000 - - 13,50,00 — (13,58,2) anburð á milli hlaupa, stökks og 10000 - - - 29,10,00 — (29,52,6) kasta sé ekki hægt að gera þar sem hver grein sé sérstæð. 110 m. grindahl. 13,60 - (13,7) Fer taflan hér á eftir Tölurn- 200 - 22,20 - (22,3) ar í svigunum eru gildandi 400 - — 49,60 — (50,6) heimsmet. Spjót - 80,00 m. - - (78,70) 100 m. — 10,20 — (10,2) Kringla - 54,50 - - - (53,34) 200 - — 20,18 — (20,3) Sleggja - - 62,00 - - - (59,00) 400 - — 45,60 — (45,6) Kúla - 17,50 - - - (17,40) 800 - — 1,45,52 — (1,46,6) 1000 - — 2,18,00.— (2.21,5) Langstökk 800 cm. - (813) 1500 - — 3,43,00 — (3,45,8) Þrístökk 1600 - — (1600) 1609 - — 4,01,00 — (4,04,6) Stangarstökk 475 - — 472) 2000 - — 5,09,20 — (5,11,8) Hástökk 210 - - (211) Heilsufræði íþróttamanna Um mataræði Framh. Þegar á allt er litið má segja um mataræði íþróttamanna: Borðaðu góðan mat og auðmelt- an og ekki of mikið af kjötmeti. Forðastur tormeltan mat s. s. nautakjöt, þungt grænmeti, sterkt kryddmeti og því um líkt. Munið að borða ekki of mikið í einu. Flestir borða langtum meira en þeir hafa þörf fyrir. Því er oft haldið fram að manni ríði á því að tyggja matinn vel, og þetta er einkar- áríðandi fyrir íþróttamenn sem eru í tamningu, því það ríður á að þeir hafi sem bezt not af matnum án þess þó að melting- arfærin verði fyrir of mikilli áreynslu. Meltingin byrjar í munninum, — því er það áríðandi að hirða vel tennur sínar. Um eina grein íþrótta, hnefaleika, er það að segja, að þeir íþróttamenn verða helzt að vera vel tannsterkir til þess, að tennumar hrökkvi ekki úr þeim ef þeir verða fyrir kjaftshöggi. Til drykkjar má hafa hvað eina sem ekki er áfengt: mjólk, te, öl o. s. frv. Ráðlegast er að drekka ekki mjög mikið meðan á tamningu stendur, og allra sízt rétt á undan iðkuninni. Ef en þegar þessum Víkingum vex ás- megin verður gaman að sjá þá í leik. Yfirleitt voru einstaklingar lið- anna jafnir og leikurinn sérlega prúðmannlega leikinn. Þó að Vík- ingsliðið sé jafnt þá er Brandur Brynjólfsson stoð þess og stytta bæði í sókn og vörn. Anton var lika hinn öruggasti í markinu. — Vörnin lék yfirleitt skipulagslega rétt, þar sem hún lét yfirleitt ekki narra sig úr varnarstöðunni í seinni hálfleik. í sókninni eru yf- irleitt léttir og liprir leikmenn með Inga Páls sem aðalmann. Vörn Vals var nokkuð örugg. þó komu fyrir veilur í staðsetningum, sem lá við og varð afdrifaríkt og báru framverðirnir mestan þunga henn- ar. Sigurður, Sveinn og Geir, en Geir má þó gefa boltann fvrr frá sér en hann gerir. Framherjarnir eru góðir einstaklingar og sérstak- lega eru þeir oft hættulegir Ellert og Jóhann. Albert notar sína miklu leikni ekki nóg til að byggja upp samk'ikinn og leik meðherjanna. Væri gaman að sjá Val og Víking í leik aftur í góðu veðri. Áhorfendur voru margir og skemmtu sér vel við að horfa á I þenna tvísýná leik. Dómari var Þráinn Sigurðsson. menn þyrstir, geta þeir svalað sér með því að skola munninn Þess ber að gæta, að drykkur- inn sé ekki of kaldur, allra sízt rétt á eftir mikilli áreynslu, þeg ar íþróttamanninum er mjög heitt. Kaldir drykkir geta þá hæglega valdið bráðum melting arþrautum og þær tafið íþrótta- manninn frá vinnu sinni. Menn eiga aldrei að ganga til tamninga með tóman maga og ekki heldur undir eins á eftir máltíð. Meðan á meltingunni stendur, eykst blóðsóknin að líffærunum í kviðarholinu, svo að aðstreymi blóðs til vöðvanna verður of lítið, veldur það þreytu og þyngslmn. Það er einkar áríðandi að hafa góða gát á þessu á undan kappraun- um, gæta þess að íþróttamaður- inn sé hvorki of mettur eða svangur. — Vert er að geta þess, að mikil fita í matnum veldur þreytu og ber að vara sig á því. Eg hef vanið mig á að borða á undan kappleikjum dálítið af mjúkum graut (t. d. hafragraut) og lítinn bita af mögru kjöti, af því verður maður allmettur en kennir engra þyngsla í kroppnum. Rétt er að drekka lítið með matnum. Það er auðsætt að á undan kappleikjum * verður að forðast hvern þann mat sem espar þarmana, t. d. rúgbrauð, nýtt skyr, sveskjugraut o. fl. Öll íþróttavinna örvar efna- brigðin í líkamanum. Má meðal annars marka það á því að líkaminn léttist. Nú er það svo, að flestir hafa meiri fitu í sér en nauðsyn krefur, bæði undir þindinni og líka milli vöðva og innýfla. Meðan menn eru í tamn ingu þverrar þessi fita smám saman, og verður mjög lítið eft- ir af henni, ef rösklega er að verið. Þó ber jafnan að gæta þess að íþróttamenn léttist ekki um of, því það getur valdið þróttmissi, þessvegna er rétt að vega þá alla við og við sem ver- ið er að temja. MEGINBOÐORÐIN: 1. Borðaðu auðmeltan mat. Borðaðu oft, en ekki mikið í einu. 2. Iðkaðu ekki íþróttir á fast- andi maga né rétt eftir mál- tíð. 3. Drekktu ekki of mikið meðan þú ert við tamningu og sízt kalda drykki. Varastu þetta ef þér er mjög heitt. 4. Gættu þess við og við hvað ) þyngd þinni líður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.