Þjóðviljinn - 09.06.1944, Page 5

Þjóðviljinn - 09.06.1944, Page 5
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. júní 1944 þjöÐvnjitui Ctgefandi: Samemmgarflokkvr aiþýðu — SóaíaUertaflokkurinn. Ktst}órí: Sigurður Ouðmunelason. Btjómmálarítinjórttf: Einar Olgrireten, Sigfús Sigurh'furtaraon. Ritstjómarekrifstofa: Austwrstrœti lít, timi ÍX70, Afgreiðsla og anglýríngar: SkóUroSf&mtíg 18, eimi 8184. Askriftarveró: 1 Reykjavík og nágrennú Kr. 6M i mármði. Dti á landi: Kr. 5.00 á mánoS. Ptaatsmiðja: Vtkingrprent Oarðastrceii IV. Samvinnuhreyfing á vegamótum Samvinnuhreyfingin á íslandi er á vegamótum. 1 mjög náinni fram- tíð, ef til vill á aðalfundi S. í. S., sem haldinn verður á Akureyri innan skamms, verður hún að velja veginn, og færi vissulega vel á, að hún tæki örlagaríkar ákvarðanir, einmitt á þessum fundi, þegar minnst verður 100 ára afmælis samvinnuhreyfingarinnar í heiminum. I?að er söguleg staðreynd, sem ekki er rétt að gleyma, að Fram- sóknarflokkurinn hefur öðrum flokkum fremur veitt samvinnuhreyfing- unni stuðning á vettvangi stjórnmálanna. Þetta hefur leitt til þess að ýmsir leiðtogar flokksins hafa viljað helga flokknum þessa þýðingar- miklu félagshreyfingu, hafa viljað gera hana tæki í hendi flokksins, í stað þess að leyfa henni að nota flokkinn, sem tæki sitt í baráttunni fyrir bættum hag og aukinni menningu alþjóðar. Þessi stefna Framsóknarleiðtoganna hefur leitt til .þess að fram- sókn samvinnuhreyfingarinnar hefur orðið hægari en skyldi í þeim hlut- um landsins, þar sem Framsóknarflokkurinn á litlu fylgi að fagna, og þá einkum við sjávarsíðuna, en þar býr nú mikið meira en helmingur landsmanna. Ýmsir hinna slyngustu meðal leiðtoga Framsóknarmanna hafa haldið því fram, að Framsóknarflokkurinn og samvinnuhreyfingin væri raunverulega eitt og hið sama. Áróður þeirra hefur haft talsverð áhrif og orðið til þess að stéttir og einstaklingar, sem eru Framsóknarflokkn- um andvígir, hafa leiðst til að sýna samvinnuhreyfingunni tómlæti. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn tekið með annarri hendinni það sem hann gaf samvinnulireyfingunni með hinni. Þrátt fyrir þetta hefur samvinnuhreyfingin á allra síðustu árum numið víð lönd við sjóinn, meðal manna, sem eru Framsóknarmönnum ósammála um flest annað, nema að samvinnustefnan hafi hagfellda lausn að bjóða, ^ mörgum vandamálum á viðskiptasviðinu. Hinir íhaldssömustu meðal Framsóknarmanna hafa tekið þessu landnámi samvinnunnar með þeim hætti, að til vandræða getur leitt. Tímarit samvinnuhreyfingarinnar hefur, undir ritstjórn Jónasar Jóns- sonar, hafið stórskotahríð á þær stéttir og stjórnmálaflokka, sem eink- um byggja hið nýja landnám. Þessar hernaðaraðgerðir Jónasar eru engin tilviljun. Stefna hans er, að gera samvinnufélögin að grundvelli Framsóknarflokksins, og hindra vöxt samvinnuhreyfingarinnar þar sem flokkurinn getur ekki ráðið henni. Samvinnuhreyfingin vegna Framsóknarflokksins er kjörorð Jónas- ar. — Ýmsir liinna frjálslyndu Framsóknarmanna eru Jónasi andvígir iivað þetta snertir. Þeií líta réttilega svo á, að samvinnuhreyfingin verði að þjóna alþjóðarhag, og stjórnmálaflokkar, sem viðurkenna úr- ræði hennar, verði að þjóna henni. Af þessu leiðir að samvinnuhreyfing- in má ekki taka afstöðu með eða móti ákveðnum stjórnmálaflokki, enda hlýtur hún að ná til manna með ólíkar stjórnmálaskoðanir. Það getur ekki dregizt lengi úr þessu, að samvinnuhreyfingin velji veginn. Fyrr eða síðar verður Samband íslenzkra samvinnufélaga að velja milli Jónasarstefnunnar og stefnu annarra samvinnumanna, hvort :;em þcir eru Sósíalistár, Alþýðuflokksmenn eða Framsóknarmenn. Haldi S. í. S. öllu Iengur áfram á Jónasarbrautinni, hlýtur samvinnu- hreyfingin á íslandi að klofna. Þau félög, sem ekki vilja una því að vera fótaskinn Framsóknarflokksins, munu segja skilið við S. í. S., og við sjávarsíðuna rísa upp voldugt samvinnufélagasamband, samband sem hefur alla möguleika til að verða á fáum árum voldugra en S. í. S. En þetta er ekki æskileg þróun, hitt væri landi og lýð farsælla, að S. í. S. hafnaði Jónasarstefnunni þegar á aðalfundi síuum í þessum mánuði, en færi að dæmi Alþýðusambandsins að setja eininguna ofar öðru. Verði það gert mun samvinnuhreyfingin stíga stærri spor til fram- fara á næstu árum en flesta grunar, og S. í. S. verða álíka voldug hags- munasamtök íslenzkrar alþýðu og Alþýðusambandið er nú. Norskt Það er kraftaverk, að skipið skuli fljóta. Ég hef aldrei séð ann- an eins bát. — Skotin hafa hitt hann þúsund sinnum og ekki skil- ið nein smágöt eftir. — Sumar fallbyssukúlurnar hafa brotizt í gegnum 4—5 stálplötur áður en þær gáfust upp. Loftskeytastöðin er í rúst eftir 3—4 skot beint í mark. En til allrar hamingju var loftskeytamað- urinn ekki inni. Hann var nýfar- inn út á þilfar af því að útvarps- stöðin var ónýt af völdum fyrra skots. Hann slapp með heila dembu af sprengjuflísum í báða fætur. Margir lúgaranna eru sundur- skotnir, og matsveinninn má vera feginn, að hann var uppi á þilfari, þegar kojan lians fékk fyrir ferð- ina. Allur veggurinn er brotinn og rúmið fullt af sprengjubrotum. Stjórnpallurinn er allur sundur- skotinn og lítur út eins og sía. í framþilfarinu er svo stórt gat, að maður gæti dottið niður um það. Ekkert er eftir af skotfæra- geymslunni. Hún brann til ösku á meðan hver fallbyssukúlan sprakk á fætur annarri. En samt var aðeins einn maður drepinn og tveir sa3fðir. Hinfr eru við beztu heilsu og unnu af kappi snemma á mánudagsmorguninn, þegar ég heimsótti þá. Það er stæk blóðlykt um borð, en hún kemur af nautshúðunum frá Brazilíu, sem verið er að skipa upp. — Af bryggjunni sjáum við stór göt á síðu skipsins, —- en sem betur fór eru þau fyrir ofan vatns- borðið. — Og á bátnum er ekki hægt að ganga tvö skref án þess að sjá merki eftir þá alvarlegu við- ureign, sem fór fram á hafinu hérna fyrir utan á fimmtudags- morguninn. I klefa skipstjórans er tiltölu- lega lítið tjón, en vatnsleiðslan er biluð og rafmagnsleiðslan er tengd saman með bráðabirgðaviðgerð. Vérst er afturskipið leikið. Há- setarnir, sem hjuggu þar, hafa að heita má misst allt, sem þeir áttu. En lífinu héldu þeir og auðsjáan- lega líka léttlyndi sínu. Skipstjórinn heitir Ilans Niel- sen og er frá Vasser. — Hann var á skipinu aðeins þessa einu ferð, því að það cr í rauninni bróðir hans, sem er skipstjóri á því. — Hann er á sextugsaldri, dignr eins og björn, kraftalegur, sólbrenndur, kafbát Lengi framan af áttu flutningaskipin engan kost á að bíta frá sér, þegar ráðizt var á þau. En öll skip voru vopnuð jafnskjótt og hægt var. Eftirfarandi samtal við skipstjórann á s/s „Reinholt“, Hans Nielsen, sýnir, hvernig vopnin geta bjargað bæði skipi og mannslífum. með augu, sem virðast tindrandi björt í dökku andlitinu. Hann brosir á meðan hann seg- ir frá, og það er rétt eins og hann geti varla áttað sig á, að hann sé raunverulega hérna, á höfninni í New York. „Brytinn hristir höfuðið í hvert skipti, sem hann sér mig“, segir hann, „og segist ekki geta skilið, hvernig ég hafi farið að því að bjarga mér. En í rauninni gerði ég það alls ekki, bara reykti og bölvaði, — bölvaði yfir að fall- byssan okkar var ekki stærri, svo að við gætum gert alveg út af við óvættina. — Ég var auðvitað á stjórnpallinum allan tímann og stóð alveg lijá, þegar loftskeyta- maðurinn særðist. Það lágu að minnsta kosti 20 sprengjubrot á þilfarinu, en ég fékk ekki einu sinni smáskeinu! Áhöfnin var alveg einstök, — það verð ég að segja“. Á skipinu er tiltölulega alþjóð- leg áhöfn. Einn Svíi og einn Finni, tveir Danir, einn Ameríkumaður, einn Portúgalsmaður og einn Brazilíumaður. Hinir eru Norð- menn. — Og öll sagan sýnir prýði- lega, alþjóðlega og „inter-allied“ samvinnu. Þetta gerðist „'einhvers staðar“ á Atlantshafinu aðfaranótt fimmtudags. „Allt í einu sást stór eldhnöttur snúast uppi í loftinu 7—8 mílu- fjórðunga á bakborð. Það er ekki eiginlegur flugeldur. Okkur datt strax í hug, að kaf- bátur hefði skotið honum til að gabba okkur í • þá átt. Það er al- gengt bragð. Við breyttum stefnunni í skyndi í gagnstæða átt til að forða okk- ur. — Sennilega hefur kafbátur- inn heyrt í skrúfu okkar með hlust- unartækinu“. Klukkan fimm um morguninn, í aftureldingu, tilkynnti stýrimað- urinn, að haiin hefði séð eitthvað, sem hann hélt, að hlyti að vera kafbátur. — Allir voru vaktir og hraði skipsins aukinn. Þeir vildu ekki skjóta, — voru ekki alveg vissir, — þetta gat e. t. v. verið vélbátur? En kafbáturinn lét ekki standa lengi á því, að hann sýndi lit. Hann byrjaði að skjóta í 2—2% mílufjórðunga fjarlægð. Loftskeytamaðurinn gat rétt aðeins sent út neyðarmerki, en áð- ur en liann gat gefið upp stöðu skipsins, var tækið eyðilagt. Hann tók varastöðina í notkun, en hún var líka strax skotin sundur. Þá fór loftskeytamaðurinn út á þil- far og særðist jafnskjótt, en liann komst þó sjálfur niður í borðsal- inn. — „Sá piltur var sá kaldasti, Við losuðum kolsýrugeymana, bár- um þá burt og opnuðum þá. Svo hvoldum við úr þeim á rauðgló- andi járnplöturnar. — í skotfæra- geymslunni sprakk hver sprengjan eftir aðra, og tveir menn fóru þangað niður, — í logandi skot- færageymsluna —, til að slökkva. Þjóðverjarnir hættu að skjóta eftir um 20 mínútur. En ástandið var alvárlegt, því að nú byrjuðu 'þeir að þokast nær okkur, og vél- jin var skemmd, svo að við gátum ekki lerigur siglt með fullum hraða. En einmitt þegar svo illa horfði, sáum við reyk við sjóndeildar- hringinn og heyrðum í flugvél. — Það er óþarfi að geta þess, að kaf- báturinn var ekki lengi að hverfa. — Amerísk könnunarflugvél hlaut að liafa heyrt fallbyssuskotin, því að við höfðum ekki getað kallað á hjálp. — Við gátum ekki vel séð, hvað fram fór, því að við vor- um á kafi í reyk. Brátt kom bandarískur tundur- spillir upp að okkur og gaf upp stöðuna. Flugvélin sveimaði yfir okkur og innan skamms kom loftskip til IWVWWWW ★ EFTIR Lísu Líndbæk Eftir árás flugvélar á þýzhan kafbát. I sem ég hef enn séð“, segir skip- | stjórinn. — Niðri í borðsalnum lá þegar hinn, sem særðist, — það var timburmaðurinn á skipinu. Hann særðist við hliðina á báts- manninum í einu af fyrstu skot- unum. En bátsmaðurin dó strax. Kafbáturinn skaut stöðugt hraðskeytum, og margir duttu af völdum loftþrýstingsins. Margir voru hálfheyrnarlausir næstu daga. — Skipstjórinn lieldur áfram sög- unni: „Flest skotin hittu afturskipið og sérstaklega fallbyssupallinn. — Við skutum stöðugt og stýrðum undaii, svo að við höfðum kafbát- inn beint fyrir aftan okkur, svo að hann hefði sem minnst skot- mark, og við stefndum beint á sól- ina til að blinda kafbátsmennina. Það væri ekki rétt að halda ein- um einstökum manni á lofti. Þeir voru allir skínandi menn. En samt verð ég að segja, að fallbyssu- skyttan, scm hefur sérstöðu, þar sem haim er eini hermaðurinn á skipinu, var blátt áfram furðuleg- ur. — Hann er 21 árs garnall pilt- ur frá Florö, Sverre B. Hann gat skotið 14 skotum og segir sjálfur, að hann sé viss um, að a. m. k. eitt hafi hitt. Þegar hann hætti að skjóta, reyndi ég að hringja í símann, en leiðslan var slitin. — Fallbyssu- skyttan hafði eytt öllum skotun- um á pallinum, og það var kvikn- að í skotfæragcymslunni undir þiljum. — Þjóðverjarnir héldu á- fram að skjóta. Sprengjuflísar með þýzkum nöfnum og hakakrossum lágu á dreif um þilfarið. Stýrimaðurinn skipaði að \ slökkva eldinn, en vatnsleiðslan var eyðilögð. Þá var kolsýru- slökkvitækið eftir. Það var í lít- illi kompu á afturþiljunum. En það var cngin leiðsla þaðan. — Allir fóru að berjast við eldinn. okkar, svo að okkur skorti ekki fylgdina. — Ég gat staðið á stjórn- pallinum og talað við skipstjóra loftskipsins, þegar það fór fram- hjá okkur tvisvar sinnum, meir að segja án hátalara eða annarra hjálpartækja. Læknir kom um borð frá tund- urspillinum til að binda um þá særðu, og voru þeir svo fluttir yfir á herskipið, þar sem þéir gátu fengið betri hjúkrun. — Ég get ekki gleymt unga, dapska loft- skeytamanninum, sem lá og brosti til okkar, þar sem hann var á botni bátsins. Ilann er sannarlegt karl- menni. Eldurinn var cnn í fullum gangi, og tundurspillirinn bauð okkur hreyfanlega dælu. Hann bauðst líka til að draga okkur, en við af- þökkuðum það fyrst um sinn. En hins vegar báðum við um fylgd í land. Nokkrum klukkutímum seihna bilaði stýrivélin, — leiðslan hafði sennilega brunnið. — Við reynd- um að nota handstýrið, en það var svo heitt og gasið svo ofsalegt, að við urðum að liætta við það. Að lokum gátum við eftir óskap- legt erfiði minnkað hitann og kom- ið stýrivélinni í gang aftur. Skömmu seinna stönzuðum við næstum alveg. í þetta skipti var það sprengjubrot i vélinni. Vélstjórinn, sem er framúrskar- andi verkhygginn, kom og til- kynnti þetta, en sagði um leið, að hann vonaðist til að geta bráð- lega komið vélinni í lag aftur, og það gekk vel. ■— Við komumst næstum á fullan hraða. — Við fengum stöðugt tilkynningar frá tundurspillinum, um að kafbátar væru á næstu grösum, og loftskip- ið varpaði ljósi á sjóinn, þar sem flugmönnunum sýndist kafbátur vera, og þar kastaði svo tundur- spillirinn djúpsprengjum sínum. Það var auðvitað óskaplegur há- vaði. — Um kvöldið komum við til hafnar41. Þeir fengu glæsilegar móttökur í New York. —- Adolphus Andrews flotaforingi bauð skipstjóranum til sín og hafði mikinn áhuga á að heyra öll smáatriði, og stórblöðin í New York birtu langar greinar um atburðinn. Skipstjórinn staðhæfir auðvitað, að þeir hafi aðeins gert einfalda skyldu sína sem norskh- sjómenn, —. og er ennþá dálítið hissa á, að Iiann skuli vera lifandi. Þegar maður sér, hvernig um- horfs er á skipinu, hristir maður höfuðið og verður næstum á að segja eins og Daninn, sem sá sldða- stökkin á Holmenkollen í fyrsta sinn: „Det er s’gn lögn!“ Björgunarbátarnir eru sundur- tættir, flekarnir alveg óbrúklegir, loftrásarpípurnar hallast. Það er líf og fjör á skipinu við að skipa upp, meta tjónið, taka á móti hcillaóskum frá vinum og starfsbræðrum og svara spurning- um blaðamanna og útvarpsfólks. Uppi á fallbyssupallinum er skyttan að smyrja vel og vand- lega fallbyssuna, . sem stóð sig svona vel. — Það er falleg sjón. Þessi Ijóshærði, næstum hvíthærði, ungi piltur við hliðina á hinni kæru fallbyssu sinni, og bak við hann höfnin iðanili af lífi, ferjur á leið út í eyjarnar, frelsislíkneskið í fallegum, grænum vorklæðum og hinir tignarlegu skýjakljúfar Man- hattans gnæfandi við himinn. Skyttan er fáorður maður, en smám saman segir hann mér dá- lítið af sér. — Hann var í stríðinu í Noregi. Var á „Heimdal“. Fór svo til Englands, stundaði nám í skyttuskóla, hefur síðan starfað í hálft annað ár á norskum skipum' }1(ir við Iláskólann, hr. Peter Hall- á hættusvæðinu. Skip hans hafa J iiei.g; SVaraði með ræðu fyrir minni aldrei verið skotin í kaf, „hef allt-, ísIands. I. S. I. og sænska íþróttasambandið Þann 31. maí 1943 voru liðin rétt fjörutíu ár frá stofnun sænska íþróttasambandsins (S. R. F. eða , Svenska Riksforbundet). í tilefni þessa afmælis bauð stjórn í. S. í. sænska sendiráðinu hér til hádeg- isverðar á Hotel Rorg 31. mai s.l. Milli Svía og íslendinga hefur frá Olympíuárinu 1912 verið hin bezta samvinna um öll íþrótta- mál. Hingað hafa komið sænskir fimleikaflokkar og sænskir íþrótta- þjálfarar. Einnig hafa farið héðan til Svíþjóðar fimleika- og íþrótta- flokkar, er hlotið hafa góða dóma í föðurlandi Lings, fimleikafröm- uðsins fræga. Loks má geta þess, að á hina sögulegu Olympíuleika, sem háðir voru í Stokkhómi 1912, fóru héðan úrvals glímu- og iþróttamenn, en með þeirri för hóf- ust fyrstu kynni sænskra og ís- lenzkra íþróttamanna, sem hafa haldizt síðan. Alla tíð síðan hefur í. S. í. haft gott samband við sænska íþróttasambandið (S. R- F.) og sænska íþróttafrömuði. í áðurnefndu hófi, sem haldið var til heiðurs sænska íþróttasam- bandinu (S. R. F.), flutti forseti í. S. í., Ben. G. Waage, ræðu fyrir minni S. R. F. og íþróttafrömuða Svíða, og bað í ræðulok sendifull- trúa Svía hér, hr. Otto Johansson, að taka á móti vinargjöf frá I. S. í. til S. R. F., sem var veggslcjöld- ur 1. S. í. úr málmi, með áletrun og þakklæti fyrir góoa samvinnu í íþróttamálum. Sendifnlltruinn, hr. Otto Johansson, tók á móti gjöfinni með ágætri ræðu um þroskagildi íþróttanna og mikils- verða þýðhigu þeirra fyrir menn- inguna. Þá flutti Erlingur Pálsson, fund- arritari I. S. í., ræðu fyrir minni Svíþjóðar, en sendikennari Svía af verið ákaflega heppinn“, segir hann með sannfæringu. Niðri í liásetamatsal er boðið Aðrir gestir þessa ; samsætis voru: Ræðismaður Svía, hr. Magn- ús Kjaran, og sendiráðsritari, hr. upp á kaffi. Fimin eða sex ungir Gunnar Rocksen, auk stjórnar í. piltar eru þar fyrir, — svona ung-S. í. ir og ljóshærðir og líkir, — og svo í lok samsætisins var hinum vin- Iíkir þessum 20000 annarra norskrasæla sendifulltrúa Svía hér, hr. sjómanna, sem sigla nú á hættu- Otto Johansson, afhentur íslenzk- svæðinu, að það er varla sjáanleg- ur nokkur munur. Hvað hafði mest áhrif á þá? Það var eiginlega ekkert sérstakt. Þeir höfðu allir verið all right. Jú, þeir tala um bátsmanninn, sem var drepinn. Jan Sætre hét hann og var frá Haugasundi, — um fer- tugt. Hæglátur, traustur maður, vinur allra. Jarðarförin á að fara frain eftir tvo tíma frá Sjómanna- kirkjunni, og atbnrðurinn varpar skugga á gleðina yfir björguninni úr háskanum. Ég fer í norska sjúkrahúsið og heimsæki loftskeytamanninn, sem þeir höfðu allir talað um, — hann sem lá brosandi meðan hann var borinn yfir í tundurspillinn. — Hann heitir Hans Mortensen og er frá Færeyjum. Hann hefur vcrið loftskeytamaður í þrjú ár. Hann er illa særður á fótunum, en hann lætur sem hann viti ekki af því, segir hjúkrunarfólkið. Hann kom frá Brazilíu. Þar hafði hann verið á dön^skii skipi í tvö ár á höfninni sigla undir annarra. Aðalatriðið er, í Santos. Hafði ríkisstjórnin í'að það sé siglt“. ur borðfáni að gjöf til minningar um hið sögulega ár 1944. — Var hófið hið ánægjulegasta. Brazilíu nú tekið skipið til sinna nota. — Hann hefur aðeins verið 18 daga á þessu skipi, og líkar. vel að vera á norsku skipi. Man hann nokkuð sérstakt úr orustunni? — Það væri þá helzt hásetinn, sem stóð við stýrið allan tímann, á meðan fallbyssukúlurn- ar þutu framhjá honum á báðar hendur. Enginn taugaóstyrkur þar. Og svo skipstjórinn. Hann var kaldur og rólegur. Það ríkti frábærlega góður andi á þessu skipi, kom það fljótt í ljós, þegar maður talaði við áhöfn- ina. — Enginn þjóðernarígur eða mannamunur. Þriðji stýrimaður, ungur Dani, Thorvald Knudsen að nafni, sagði: „Úr því að við getum ekki siglt undir eigin fána, verðum við að Ný bók: ión Sigurðsson ( ræðu og riti Nú á næstunni kemur út hjá Bókaútgáfunni Norðri h. f. ný bók, sem heitir: Jón Signrðsson í ræðu og riti. I þessa bók er safnar úrvali úr ræðum og ritum Jóns Sig- urðssonar og hefur Vilhjálmur Þ. Gíslason valið úr ræðum Jóns á þingi og þjóðfundi og fleiri mannfundum og úr stjórnmála og fræðiritgerðum hans. Bókin byrjar á ritgerð Vilhjálms um Jón Sigurðsson, dæmi hans og áhrif., og ennfremur skrifar hann aðrar smærri ritgerðir eða inngangsorð að höfuðköflum bókarinnar. Aðalkaflarnir heita: Um Alþing á íslandi. Þjóðfund urinn. Þjóðfrelsi og þjóðarhag- ur. Verzlunarfrelsi. Um skóla á íslandi. Bókmenntir og saga. Bóndi er bústólpi. Hafsins nægt ir. Menn og málefni. Myndir eru í öllum köflunum. Efni bókarinnar er fjölbreytt og valið svo, að það sýni sem skýrasta og víðtækasta mynd af Jóni Sigurðssyni og samtíma hans, að það sýni sem bezt rit- hátt hans og ræðusnið og starfs aðferðir og að það sé læsilegt fyrir nútímalesendur. Þarna er ekki einungis um merkar sögu- heimildir að ræða, heldur snert ir efnið einnig mörg og mikils- verð úrlausnarefni nútímans. Nokkrar fyrirsagnir hingað og þangað úr bókinni sýna við- fangsefnin: Hver stjórnarlögun bezt þyki. Þingskipun og kjör- dæmi. Um félagsskap og sam- tök. Öll stjórn er grundvölluð á þjóðarvilja. Þingmælska. Forn frægð og nýtt frelsi. Hvað er auður? Skólar fyrir allar stétt- ir. Bókmenntir og menning. Betri skip. Virðing Alþingis. Gildi íslandssögu. Farsæld þjóð anna. Almenningsálit. Nokkur bót er að því að fá slíkt úrval úr ræðum og ritum Jóns Sigurðssonar, en æskilegra hefði verið að efna einmitt nú, til vandaðrar heildarútgáfu. Föstudagur 9. júní 1944 —- ÞJÓÐVILJINN Gardyrkjan 1943 AusturvíBstöðvarnar Framh. af 1. síðu. Þjóðverjar sögðu í gær frá því, að rauði herinn hefði byrj- að sókn á langri víglínu fyrir norðaustan Jasi. Rússar sógðu í gærkvöldi, að engar markverðar breytingar hefðu orðið á vígstöðvunum. — Nefndu þeir nú ekki áhlaup Þjóðverja, sem alltaf hafa ver- ið í fréttum undanfarið. í fyrradag skutu Russar nið- ur 22 flugvélar Þjóðverja og eyðilögðu 15 skriðdreka. Vinnuheimili S. í. B. S. hafa ný- lega borizt eftirtaldar gjafir: Ragnar H. Blöndal h. f. kr. 5000.00 Frá skipshöfninni á í>ór kr. 2000.00, Frá fjórum bæjum í Fáskrúðsfirði (Tungu, Gestsstöðum, Dölum og Hólagerði) kr. 880.00, Frá starfs- fólki í Tóbakseinkasölunni kr. 335,00 Frá starfsfólki í Tóbaksgerðinni kr. 170, Frá konu kr. 100.00, Frá starfs- mönnum í Stáltunnugerð og blikk- smiðju J. B. Péturssonar kr. 175.00, Safnað af Kvenfélagi Akraness, af- hent af Gísla Sigurðssyni kr. 2020.00 Frá Páli Þorsteinssyni, Ási, Ása- hreppi kr. 50.00. Framh. aí 3L sfftu. Ásvallagötu 6, Reykjavík. Garð- yrkjufélag Islands er félag áhuga- tölks í garðyrkju og geta allir gerzt félagar, hvort sem þeir hafa sérþekkihgu eða ekki. Árgjald er 15 kr. og ævifélágagjald 100 kr. Stjórn félagsins hefur jafnan starf- að kauplaust og vinna ritstjórans við ritið er einnig ókeypis. Er eng- um félaga ofraun, að leggja ögn á sig líka og útvega að minnsta kosti 2 nýja félaga á ári. Um 150 félag- ar hafa bætzt í hópinn tvö síðustu árin og er það góðs viti. Sendið ritinu greinar um áhugamál ykk- ar á sviði garðyrkjunnar, svo að ritið' geti orðið fjölbreytt að efni og sannur vettvangur garðyrkju- málanna í landinu. II. Nú er verið að ganga formlega frá stofnun lýðveldis á íslandi. Höfum við raunar verið sjálfum okkur ráðandi að mestu síðan 1918, svo að aðeins vantaði herzlu- muninn. Ber þjóðin vonandi gæfu til samþykkis og samstarfs í fram- tíðinni, svo að innanlandsdeilur beygi hana ekki aftur undir er- lent vald, eins og forðum, er hún seldi frelsi sitt i hendur Norð- marina og síðar Dana. Frá frænd- þjóðunum á Norðurlöndum stafar okkur engin hætta lengur; mun vinátta og viðskiptabönd knýtt við þær að nýju eftir stríðið. — Allmargir mæna nú löngunarfull- um augum í vesturátt og ekki laust við. að vesturfarir séu hafnar að nýju. Áhrifa Vesturheims gætir þegar mikið á íslenzkt þjóðlíf og áhrifaríkar raddir vestra mælast jafnvel til itaka hér á landi í fram- tíðinni. Ný menningarsambönd og viðskipti geta verið gagnleg og örvandi, en á hinn bóginn er lítilli þjóð jafnan nauðsyn að vera vel á verði, ef hún sogast inn á áhrifa- svæði stórvelda, þótt velviljuð séu. Við erum nú að ná langþráðu takmarki, en enginn skyldi ætla að sjálfstæðisbaráttumii sé lokið, þrátt fyrir það. Við verðum að kunna að varðveita réttindin, ekki síður en að afla þeirra. Efling at- vinnuveganna og efnalegt sjálfstæði er nauðsynlegt, ef vel á að fara. Ællið þið að tjilda á Þingvðllum þjððhátíðardagana ? Allmargir munu hafa i hyggju að tjalda á Þingvöllum um þjóð- hátíðardagana. Það er þjóðlnítíð- arnefndin sem veitir tjaldstæða- leyfin og þurfa þeir sem ætla að tjalda á Þingvöllum þessa daga að snúa sér til nefndarinnar með um- sóknir sínar sem fyrst. Tjaldstæðin sem nefndin veitir eru ókeypis ög verða eftirlitsmenn nefndarinnar á Þingvöllum frá og með 15. júní. Verða þeir með lista yfir þá sem pantað hafa tjaldstæði hjá þjóðhátíðarnefndinni og þurfa menn þvi, þegar til Þingvalla er komið, að snúa sér til þcirra um upplýsingar og úthlutun á tjald- stæðum. Pantanir á tjaldstæðum er af- greiddar i síma 1130 alla virka daga frá kl. 10—12 og 2—4 nema laugardaga. j Gott að geta sem mest búiðað sínu, og þar á garðyrkjustéttin að leggja til drjúgan skerf í þjóðarbúið. „Garðurinn er heilsulind heimilis- ins“, en heimilismenningin mótar kynslóðirnar meira en flest annað. Þar flétta konurnar oft örlagarik- ustu þættina. Minnist þess. „Þið ungu meyjar íslands stranda’ og dala — þið eigið nýja, bctri þjóð að ala; vort hús er helgur reitur og ham- ingjunnar skjól. — oss .lengi lýsir minning um ljúfast æskuból. Upp í sveit — út við stvönd og eyjar — heimilið blessa blíðar meyjar heimilið44. Stjórnmálaleg tímamót eru nú i sögu okkar. Ótal verkefni bíða framundan. Sýnum í verki að við séum sjálfstæðis verðug. Reykjavík, sunnudaginn fyrstan í sumri 1944. Ingólfur Davíðsson. Innrásin Frh. af 1. síðu FRELSI FAGNAD. Fréttaritarar Bandamanna eiga ekki nógu sterk orð um hrifningu þá, sem hvarvetna mætir hersveit- um Bandamanna. Þjóðverjar eru ekki fyrr farnir en fólkið flykkist út til að láta í ljós fögnuð sinn og þakka her- mönnunum fyrir frelsunina. Konur varpa blómum á skrið- drekana og hengja blomsveiga um hálsa hermannanna. Fjöldi fólks hefur orðið mjög hart úti í bardögunum, misst ætt- ingja sína, hús og eignir, en ekk- ert fær skyggt á hina almennu, á- köfu gleði. Einn fréttaritaranna hitti ung- an prest, sem gæddi honum á dýr- asta konjaki. Spurði fréttaritar- inn, hvernig stæði á að Þjóðverj- ar hefðu séð þetta í friði. Prestur svaraði: „Þeir stálu öllu, sem þeir fundu. En það er ekki til það heimili hér um slóðir, sem ekki héfur tekizt að fela eina flösku af víni til að fagna með þessum dcgi“. 1 bænum Bayeux, sem Banda- menn hafa tekið, var mikið um dýrðir í gær. — Fánar Breta og Frakka blöktu um allan bæinn og fólk söng á götunum ensk og frönsk lög. Bayeux er forn bær með merk- um byggingum. Íbúarnir eru um 6000. ÓLGA VÍÐA UM FRAKKLAND. Fréttir berast um vaxandi skemmdarverk og árásir á Þjóð- verja um allt Frakkland. Fréttir frá Svisslandi herma, að skæruhermenn séu mjög athafna- samir í Júrafjöllum handan frönsku landamæranna. Sprengt upp brýr, skemmt vegi o. fl. KAUPIÐ ÞJÖÐVILJANN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.