Þjóðviljinn - 21.06.1944, Qupperneq 2
2
ÞJÓÐVILJINN
Miðvikudagur 21. júní 1944»
í snmarleyfi
Reykjavík með sínum rykugu
strætum, hávaða sinum, ys og óró,
kvöðum sínum og takmörkunum,
hún er orðin að endurminning hug-
ans. Allt draumur og óveruleiki
nema hið litla þorp með lágreist-
um, vinalegum húsum í dökkum,
miklum sandi, og ekkert lögmál
framar nema þrá hjartans. —
Svona getur - einn hversdagslegur
verkamaður komizt nálægt ský-
unum í huganum, sem bíður þess
einn glaðan morgun austur í Vík
í Mýrdal, að hesturinn hans komi
í hlaðið.
Við erum þríiJ bræður í sumar-
fríi, sem sitjum við rætur Reynis-
fjallsins og bíðum. Og við horfum
út á hafið, blátt og kyrrt. Fiski-
skip með dökkum, gljáandi byrð-
ing, er að veiðum úti undan strönd
inni, en niður í huga manns detta
hendingar úr ljóði, sem einna
skemmtilegast hefur kveðið verið
af íslenzku skáldi: „Snæddi ég lítt
af duggarans pjáturdisk, og drakk
með Flandramönnum þrettán jól“
.....Og meðan við virðum fyrir
okkur uppskipunarbátana og fiski-
bátana niðri í uppsátrinu, sem flest
ir eru grafnir niður í sandinn svo
aðeins sést á hnífla og söx. — Því
þegar stormurinn æðir yfir Víkina,
fýkur sandurinn eins og mjöll, og
bátana skeflir. — Þá fljúga mala-
múkkarnir sitt livíta hópflug uppi
við grænar sillur fjallsins, en klið-
ur þeirra berst yfir staðinn eins
og viðlag voldugrar þagnar.
Síðan koma hestarnir.
Páll á Heiði ætlar að verða leið-
sögumaður okkar félaga í einu lít-
ilsháttar ferðalagi. Ilann er aldinn
að árum, þó fullur fjörs eins og
galdur foli. Góðfrægur maður í
sínu byggðarlagi og elskulegur.
Hestamaður og hættur að búa.
Geltandi hundar fylgja okkur á
leið, en gömul kona og berhöfð-
uð, stendur úti undir vegg á húsi,
skyggir hendi fyrir augu og horfir
á eftir okkur, þar sem við ríðum
hjá og austur sandinn.
Ekkert orkar á hugann af dýpri
fögnuði en fjörsprettur góðhests-
ins, nema ef vera skyldi, „að sigla
fleyi og sofa í ungmeyjarfaðmi“,
minnsta kosti, þenna morgun
finnst okkur sem hinar fallegu lín-'
ur Theodóru Thoroddsen, séu
kveðnar útúr okkar eigin barmi:
„Að láta dýrið dilla sér, drottinn,
það er brot af þér“. En þegar eft-
ir hina fyrstu áningu í angandi
mó undir háum hömrum, þar sem
maður hefur látið tappann fjúka
úr ferðapelanum og drukkið frels-
isins skál, og er aftur stiginn á bak
færleiknum, þá tekur maður undir
með Einari Benediktssyni, af hjart
ans list: „Knapinn á hestbaki er
kóngur um stund, kórónulaus á
hann ríki og álfur“.
Ilestarnir eru prýðilegir, enda
gæti Páll á Heiði, aldrei látið sér
detta í hug að fara í útreiðar með
móbikkjur og drógar. Sjálfur á
hann hryssu eina, gráa að lit, sem
ýmist er kölluð Lotta, í höfuðið
á gömlum sveitardraug — að ^g
held — eða Kata, í höfuðið á dótt-
ur hans.
Og fyrr en varir erum við komn-
ir á þann stað sem heitir Kerling-
ardalur. Þar er byggð. Þar voru
hin fyrstu hefndarvíg vegin, eftir
Njálsbrennu, þegar þeir Kári Söl-
mundarson og Þorgeir Skorargeir,
káluðu þar fimm mönnum á
skammri stijndu og voru reiðir.
Á þeim slóðum eru nú aðeins nokkr
ar friðsælar lambær sem bíta gróð-
urinn í grænum lækjardrögum, og
mófuglar sem hrökkva af blundi
við hófatak hestanna, grípa til
flugsins og hverfa.
Og dalinn þrýtur og Höfða-
brekkuheiðarnar eru framundan og
til beggja handa, greiðfærar, gróð-
ursælar og fagrar. Þar þýtur fjalla-
blærinn og þaðan er fögur útsýn til
jökla. Við gefum hestunum slak-
an tauminn, þeir skilja hálfkveðna
vísu og geysast austur heiðarnar
eins og sjálf Höfðabrekkujóka væri
á hælunum á þeim.
' Seinna, þegar liðinn tími hafði
varpað bláma fjarlægðarinnar yfir
þá fantareið, var þessi vísa kveð-
in:
v*
í fáksins spori var fjör og eldur
og fagnaðskennd.
og gömul slóð austur gamlar heiðar
var gulli rennd.
Og hvíta hestinn sem fór þar
fremstur,
hvar frelsið hló,
sat Páll á Heiði og elztur allra,
en yngstur þó.
Á hárri brún eystri takmarka
heiðanna, stigum við af baki og
horfum yfir Mýrdalssandinn sem
liggur framundan og fyrir neðan
fætur okkar og minnir á eyðimörk-
ina Sahara eins og hún birtist í
hugsærri mynd einhverrar bókar-
innar sem við lásum í æsku. Og
ósjálfrátt vekjast upp í huga
manns þessi hispurslausu vísuorð
Þorsteins Erlingssonar: „Hann leit
yfir allt eins og gullvægt og gott,
það gæti ég djöfulinn ekki“. —
Og það er eins og maður sjái fyr-
ir sér álútan baksvip annars
skálds, hvers land er týnt, á hvergi
heima, en eitt í fylgd með nótt-
inni, yrkir þunglyndislega vísú sem
lifir meðan íslenzk tunga er töluð.
Hér, á þessari brún, sat Páll á
Heiði, við hvíarnar frá Höfða-
brekku, þegar hann var drengur.
Hann svipaðist um og í gráum
augum hans er dreymni.
Austur um miðjan sand hleyp-
um við okkar ágætu hestum. Þar,
eins og gneip klettaborg, rís Ilaf-
ursey með sæluhús, hestarétt og
grænum bletti. Hér er það dul þjóð
sögunnar sem ræður húsum. í
rokkinni birtu göngum við upp
fornfálegan stiga, upp á fornfálegt
loft, og þeir sem hafa gaman af
afturgengnu fólki eru komnir heim.
En kaffið er gott. Við hitum okk-
ur sopa á olíuvél, og drekkum
hann úr leirkrúsum. — Páll veit
ekki til þess 'að hér liafi nokkru
sinni liengt sig maður.
Síðan vendum við okkar kvæði
í kross.
Leiðin liggur til baka, og þó um
aðrar slóðir og norðar um heið-
arnar. Þar er landslag hrikalegt
og eyðilegt: tröllvaxnir hólar og
örfoka, en aldagamlir troðningar
og staksteinóttir, djúpt niðri, snúa
sig eins og grannir þræðir á milli
þeirra og minna á hinn þrönga veg
Heilagrar Ritningar. Útsýn upp til
marinskýja á himnum. Þar heita
Sund.
Við ríðum greitt út Sundin, og
Páll á Ileiði ávalt drjúgan spöl á
undan. Eiginlega komumst við al-
drei í kallfæri við hann fyrr en
hryssan hans stanzar af sjálfsdáð-
um við ársprænu og fær sér að
drekka. Auðvitað köllum við hann
skepnuníðing og manndrápara,
enda virðast innýfli okkar öll úr
lagi færð, og harðsperra í þind-
inni. En hinn aldni skröggur lítur
við okkur hógvær, fullur skilnings,
gefandi þá skýringu að allir liestar
séu þakklátir fyrir að vondir veg-
ir þrjóti sem fyrst. Og liann blak-
ar við hríslunni sinni á nýjan leik,
og er horfinn eins og fugl sem
flaug upp af götuslóða á Kerling-
ardal í morgun.
Við hvílum lijá vallgrónum liúsa
tóftum drjúgan spöl vestan við
sundin. Kvöldið er að færast yfir.
Iívítar kindur niðri á enginu og
einn röskur sprettur eftir heim í
lilað á Ileiði í Mýrdal.
Þctta ferðalag er brátt á enda. í
lágnættinu riðum við niður brekk-
urnar ofan við Vík og heim að
húsi Páls. Nokkrir hæglátir fuglar
eru á flögri uppi við dökka kletta
fjallsins. Tveir menn ganga sig
á götu vestur í þorpinu.
En það er við Ileiði í Mýrdal,
það þekka býli, hvaðan Páll hefur
kenningarnafn sitt, sem hugur
minn er bundinn meðgm ég skrifa
þessar línur.
Skammt innan við túnið stend-
ur lítið og vinalegt sumarhús. Við
áður áminnstir þrír bræður, feng-
um það til umráða fjóra daga í
þessu fríi okkar. Þar heitir að
Bjannahlíð. Nafnið sjálft er þrung-
ið ljóðúð, svo er og um umhverf-
ið: Illíðin ofan hússins, mjúk í
línum, hvergi brött en vaxin gróðri
hátt upp eftir skriðunum. Slétt
engi, grösugt og víðáttumikið, nið-
ur að stóru vatni neðst í dalnum,
en hinumegin við það rísa fjöll
heiðanna, há og litrík, þar sem læk
ir liðast niður slakka og eru á að
sjá eins og blá bönd úr silki. Og
mitt í þessari miklu fegurð kveð-
ur spóinn sínar eilífu hringhendur
um elskuna sína, og aðrir fuglar
kveða líka. Á slíkum stað verður
allt að ljóði. Enginn verst því að
fara sjálfur að yrkja, og Guðmund-
ur leggst út í móa og býr til vísu:
Ilvern sumardag er sólin skín
og signir fjallsins tind,
þau bærast, söngvabrotin mín,
í blárri liiminlind.
Og Andrés heldur áfram:
Þótt féndur vinni á frelsi bug,
og fenni um snauðra hag,
Hversvegna kom Þjóð-
viljinn ekki út á mánu-
dagsmorguninn?
Ýmsir lesendur Þjóðviljans er
sáu Morgunblaðið og Alþýðublað-
ið á mánudagsmorguninn urðu fyr
ir vonbrigðum að fá ekki blaðið
sitt líka og liafa spurt livers vegna
Þjóðviljinn hafi ekki komið út eins
og hin blöðin þennan dag.
Svaiúð er einfalt. Til þess að
venjulegt blað af Þjóðviljanum
kæmi út á mánudagsmorguninn,
hefðu einir tíu starfsinenn prent-
smiðjunnar sem blaðið er prentað
í orðið að breyta síðari helming
lýðveldishátíðarinnar í liversdags-
legan vinnudag, með því að vinna
á sunnudaginn og mánudagsnótt-
ina. Eg er viss um að hægt hefði
verið að fá þá til þess, prentar-
arnir í Víkingsprenti hafa hvað
eftir annað sýnt að þeir vilja mik-
ið á sig leggja fyrir Þjóðviljann.
En til þess kom ekki. Þjóðviljinn
kom ekki út á mánudagsmorgun-
inn af því að ritstjórn blaðsins
taldi óviðkunnanlegt að fara fram
á slíkt, og það var ekki orðað við
prentarana sem vinna að blaðinu
að þeir ynnu á lýðveldisliátíðinni.
Þið sem haldið saman
Þjóðviljanum.
Vegna ruglings á tölublaðsröð
Þjóðviljans vikuna sem leið eru
lesendur beðnir að athuga að eng-
in blöð eru-með númerunum 129—
131.
Hátíð þjóðarinnar.
Flestum sem voru á Þingvöllum
laugardaginn 17. júní mun finnast
það hafa verið tilkomumesti dag-
ur ævi sinnar. Þeir munu miðla
börnum sínum og barnabörnum af
fjársjóði minninganna frá þessum
degi, þegar stór hluti þjóðarinnar
kom saman á frægasta sögustað
landsins, til að vera viðstaddur þá
miklu stund er lýðveldi væri end-
urreist á íslandi.
Þúsundir höfðu komið til Þing-
valla dagana fyrir hátíðina og reist
tjaldbúðir þó af annarri gerð væri
en til forna. Það var risin upp
stór borg á völlunum, götur voru
merktar með bókstöfum, en tjöld-
in með tölustöfum. Þeir sem komu
til Þingvalla á laugardagsmorgun-
inn sáu þessa borg er reist hafði
verið svo að segja á einni nóttu.
vakna af svefni. Hvarvetna mátti
heyra glaðværar raddir fólks sem
var að koma á fætur. Brátt heyrð-
ist víða sungið og leikið á hljóð-
færi í tjöldunum og það voru ekki
erlend danslög sungin með ensk-
um texta, heldur íslenzk ættjarð-
arlög.
við syngjum æ með sigurhug,
vorn söng um fólksins dag.
En undirritaður fer að sjóða sil-
ung.
Og þótt mér hafi yfirsézt að taka
tuskurnar burt sem bundnar hafa
verið yfir reykháfinn, svo húsið
okkar fyllist rammri svælu þegar
ég kveiki undir pottinum, og bræð-
ur mínir, þessir skrattar, sitji úti
í sólskininu og hlægi þegar ég kem
sótugur og hóstandi út í dyrnar
til að skýra þeim frá því að elda-
vélarandskotinn sé því miður ó-
nýi. .Hver lætur slíkt valda sér ó-
gleði? Og þó að þessi silungur,
sem að lokum soðnar á mjög kristi-
Framhald á 5. síðu.
Þrátt fyrir slæmt veður.
Veðrið var langt frá að vera á-
kjósanlegt, þennan hátíðisdag. Þaf5
var sunnlenzk rigning, mestan
liluta dagsins. En fólk lét það ekki
! á sig fá, þótt það vöknaði. Meðan
á þingfundi stóð að Lögbergi var
kalsa veður, en umhverfis þing-
staðinn var þéttskipað fólki, svo-
og Almannagjá og brekkan allt
niður að Öxará.
Áður en söngur og ræðuhöld fóru
fram á Völlunum, liafði mannfjöld-
j inn tekið sér stöðu í Fangbrekku
I og umhverfis sýningarsvæðið. Þá
var veðrið heldur farið að batnaj
þó varð að fresta Íslandsglímunni
vegna bleytu á pallinum, og munu
margir hafa saknað þess.
Nú fékk Páll ísólfsson tækifæri
til að stjórna veglegum þjóðkór,
enda notaði liann sér það. Þátttaka;
fólksins í söngnum virtist ekki vera
nógu almenn. Þegar Páll snéri sér
að Fangbrekku og sló taktinn áttus
allir sem liljóði máttu upp koma
að taka undir.
Veitingartjöldin voru
of fá.
Það voru mjög áberandi mistök
á skipulagningu veitingasölunnar,.
frá hendi þeirra'sem um þann.
undirbúning sáu. í fyrsta lagi voru
tjöldin er seldu kaffi of fá og í
öðru lagi ekki sem bezt fyrir •kom-
ið, þar sem þeir er afgreiðslu höfðu
fengið, urðu að troða sér út um
sömu dyr og þeir er inn komu.
Af þessu leiddi mikil þrengsli er
voru til leiðinda. Búast má vi^
að ekki hefði borið eins mikið á
þessu ef veður liefði verið gott, eu
ráð þurfti að gera fyrir meiri að-
sókn að veitingatjöldunum en sýní
lega hefur verið gert.
Vatnavextirnir og
brýrnar á Öxará.
Það rigndi mikið á Þingvöllumi
aðfaranótt 17. júní, enda voru Vell
irnir blautir um daginn. Var sagt
að sumir tjaldbúar liefðu vaknað
við það um nóttina að þeir lágu
niðri í vatnspolli.
Það hljóp mikill vöxtur í Öxará
og lækir og kvíslar mynduðust er
ollu farartálmum og óþægindum.
Þegar mannfjöldinn fór frá Lög-
bergi, varð þröng mikil við trébrú
er reist hafði verið yfir kvísl úr
Öxará. Var brúin handriðslaus
plankabrú og var breitt bil á
milli plankanna. Lögreglan var
ekki viðstödd til að stjórna um-
ferðinni og tróðst fjöldi fólks að>
brúnni svo einstök heppni mátti
kallast að ekki urðu slys að.
Sennilega liefur ekki verið gert
ráð fyrir að nota þyrfti þessa
brú, en vatnavextirnir valdið því
að sú varð raunin á, enda er það'
eina málsbótin sem hægt er að
finna þeim til lianda er að undir-
búningnum stóðu.
Aðalbrúin yfir ána hefur nýlega
verið breikkuð, svo nú geta bílar
mæzt á henni. Var sú ráðstöfun
líka óhjákvæmileg til að afstýra
umferðarstöðvun.
Ölvaðir menn sáust varla.
Það hefur lengi legið það orð
á okkur íslendingum að við vær-
um í meira lagi ölkærir og þætt-
umst varla geta verið án víns í
ferðalögum og á mannfundum. En
hvað sem líður þeim staðhæfing-
um að við kunnum síður en aðr-
ar þjóðir að gæta hófs í þeirn sök-
um, þá er vissa fyrir því að ölvun-
ar gætti sama og ekkert á Þingvöll
um 17. júní og er það þjóðinni tiL
stórsóma, að svo skildi vera.
f--------EFTIR
Jón Jóhannesson