Þjóðviljinn - 21.06.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.06.1944, Blaðsíða 3
JMiðvikudagur 21. júní 1944. ÞJÓÐVILJINN 9 Ræða Richards Beck próíessors fnlltrua Vestur-íslendinga á þíóðhátldínni að Þíngvöllum 17. júní 1944 Herra forseti! Góðir íslendingar! Sumir dagar í æfi þjóðanna eru eins og tindar, sem gnæfa hátt við himin, sveipaðir ljóma hækk- andi sólar. Dagurinn í dag er slík- ur dagur í sögu liinnar íslenzku þjóðar. Því er það mikil gæfa og óumræðilcgt fagnaðarefni að mega lifa þennan dag, upprisudag hins islenzka lýðveldis. Veglegt hlut- verk hef ég einnig með höndum, «er ég ávarpa yður frá þessum helgi- stað þjóðar vorrar, og hugþekkt að sama skapi. Eg er hingað kominn nm langa vegu sem boðberi góð- vilja, ræktarhuga og heillaóska ís- lendinga í Vesturheimi til ættþjóð- ar vorrar á þessum mikla heiðurs- «og hamingjudegi hennar; en talið er, að vestanhafs séu nú búsettir um eða yfir 30 þúsundir manna og kvenna af íslenzkum stofni. Brenn- ur öllum þorra þeirra ennþá glatt í brjósti eldur ástarhuga og djúp- stæðrar ræktarsemi til „gamla landsins, góðra erfða“. Rödd ís- lands slær á næma strengi í brjóst j aum yngri eigi síður en eldri kyn- slóðarinnar íslenzku í Vesturheimi. Já, hingað á þennan helga sögu- stað þjóðar vorrar stefna hugir þúsundanna íslenzku vestan hafs á þessari hátíðarstundu. Astarliug- ur þeirra leitar lieim um haf sem heitur straumur, umfaðmar land «g lýð, samfagnar ættsystkinun- um heima fyrir yfir unnum sigiá, yfir því, að þær frelsishugsjónir þjóðarinnar, sem voru leiðarljós hennar á liðnum öldum og beztu menn hcnnar hafa vígt krafta sína, rætast að fullu á þessum degi. Saga íslands cr og verður alltaf sigursaga andans. Þjóðin íslenzka hefur sigrað í viðureigninni við ó- væg ytri öfl og andvígt umhverfi, af því að hún bjó yfir nægilega miklum andans þrótti, glataði al- <drei frelsisást sinni né slitnaði úr t,engslum við glæsilega fortíð sína, og átti á öllum öldum leiðtoga, sem voru henni cldstólpar á eyðimerk- urgöngu hennar og héldu vakandi sigurtrú hennar. Ilin fríða og djarfa fylking þeirra líður oss fyr- 3r hugskotssjónir á þessari stundu. •Og þó „vík skilji vini og fjörður frændur“, sameinast Islendingar í Vesturheimi ættjörð sinni, er hún á þessum degi blessar nöfn þeirra allra, sem ruddu henni veg til á- fangans, sem nú hcfur verið náð, ,og þessi fagnaðarhátíð cr helguð. Þó að vér íslendingar í'Vestur- heimi eigum eðlilega fyrst óg fremst borgaralega skuld að gjalda þeim löndum, sem vér búum í og ■orðin eru „vöggustöð" barna vorra •eigum vér eigi að síður fullan þegn- ■rétt í hinu islenzka ríki andans og höldum áfram að vera hluthaf- ar í hinum margþætta íslenzka menningararfi. Vér erum tengdir mttjörðinni og heimaþjóðinni ís- lenzku órjúfandi böndum blóðs og erföa. Saga Vestur-íslendinga er órofaþáttur í sögu íslands, og verð- ur því aðeins rétt skilin og metin, ,að það sé í minni borið. Richard Beck. Það er ánægjulegt, til frásagnar á þessum stað: — að íslendings- nafnið er orðið heiðursnafn í Vest- urheimi. íslendingum vestan hafs hefur verið og er það enn hið mesta metnaðarmál, að ættjörð- in megi það eitt af þeim frétta, sem henni má til sæmdar verða. Ilinsvegar. hefur meðvitundin um það, að þeir væru af góðu bergi brptnir hvatt þá til dáða og menn- ingararfleifðin íslenzka orðið þeim bæði þroskalind og andlegur orkti- gjafi. Sagan hefur, með öðrum orð- um, verið íslendingum vestan hafs, eigi síður en heimaþjóð vorri, væ'ng ur til flúgs, en aldrei fjötur um fót. . Með þá staðrcynd í huga liöld- um vér íslendingar þeim megin hafsins ótrauðir áfram þjóðræknis- starfsemi vorri. En vitanlega er það grundvallaratriði í þeirri viðlcitni vorri að halda sem nánustu menn- ingarsambandi við heimaþjóðina. Þess vegna er það oss hið mesta fagnaðarefni, að gagnkvæm sam- skipti og samúð milli Islendinga beggja megin hafsins hefur stór- um farið vaxandi hin síðari ár. Er mér bæði ljúft og skylt að þakka í nafni Þjóðræknisfélagsins og íslcndinga vestan hafs hcim- sóknir ágætra gesta héðan að heim an og hin mörgu vinátlumerki, sem Þjóðræknisfélagið hérna megin liafsins, ríkisstjórnin og íslenzka þjóðin, liafa sýnt oss á undanförn- um árum, nú seinasl þann liöfð- ingsskap og mikla sóma, sem rík- isstjórnin vottaði oss með því að senda sem fulltrúa sinn og þjóðar- innar á aldarfjórðungs afmæli Þjóð ræknisfélags vors sjálfan herra bisk upinn yfir íslandi, dr. Sigurgeir Sigurðsson. Var hann oss að von- um hinn mesti aufúsugestur, ferð hans mikil frægðarför, og koma hans vestur um haf oss mikill styrkur í þjóðræknisbaráttu vorri og íslandi til gagns og sæmdar út á við. Einnig tjái ég Sveini Björns- syni forseta Islands hugheilar þakk ir stjórnarnefndar Þjóðræknisfé- lagsins og félagsmanna þess fyrir þann góðhug og sóma, er hann sýndi félagi voru með því að ger- ast verndari þess í tilefni af aldar- fjórðungsafmælinu. Loks vil ég þakka hjartanlega ræktarsemina og höfðingslundina, sem ríkisstjórnin sýndi oss með því að bjóða fulltrúa vestan um haf á þcssa ógleymanlegu frelsishá- tíð þjóðar vorrar. Kæru þjóðbræður og systur! Vér þökkum innilega fyrir handtakið hlýja vcstur yfir álana djúpu, og vér réttum fram hendina á móti austur um hafið. Það liandtak frændsemi og bræðralags verður að halda áfram að brúa djúpið breiða sem skilur oss íslands börn austan hafs og vestan. Allt annað yrði báðum aðilum til vansæmdar og hins mesta tjóns. Minnumst orða Einar Benediktssonar, er átti svo dýran metnað fyrir liönd þjóð- ar vorrar: „Standa skal í starfsemd andans stofninn einn með greinum tveim“. Ilcrra forseti! Eg flyt ríkisstjórn íslands og íslenzku þjóðinni, landi og lýð, hjartans kveðjur og heilla- óskir Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi og hina mörgu þús- unda íslendinga í landi þar í heild sinni. Þeir myndu hafa fjölmennt á þessa sigurhátíð þjóðar vorrar, eigi síður en þeir gerðu á Alþing- ishátíðina tilkomumiklu og minn- isstæðu 1930, ef óviðráðanlegar á- stæður hefðu eigi verið þar þránd- ur í götu. En hjörtu þeirra og hugir sámeinast hjörtum og hug- um þjóðsy^stkina þeirra hér heima í þökk og bæn á þessari helgu og liátíðlegu stundu. Vissulega leikur bjartur ljómi og fagur um hátindana í sögu íslands, og mikill orkugjafi hafa minning- arnar um afrek forfeðranna, um forna frelsis- og frægðaröld, hin sögulega arfleifð vor verið þjóð vorri á liðnum öldúm og fram til þessa dags. Ennþá fegurri er samt morgunroðinn á fjöllum þeirra vonalanda hinnar íslenzku þjóðar, sem rísa í hillingum af djúpi fram- tíðarinnar í djörfum draumum sona hennar og dætra. Aukið frelsi og aukinn manndómur lialdast löngum í hendur, enda ber sagan því vitni, að sjálfstraust þjóðar vorrar, djörfung og framsóknar- hugur hennar hafa vaxið í hlutfalli við aukið sjálfsforræði hennar. Þess vegna er það von vor og trú, barna hennar vestan hafs, að hún fari svo með fjöregg sins endur- fengna forna frelsis, að hennar bíði „gróandi þjóðlíf með þverr- andi tár“, lielgað framkvæmd þeirra þjóðfélags og menningar- liugsjóna, sem verið hafa henni leiðarstjarnan í sjálfstæðisbaráttu hennar og hana hefur fegurstar dreymt. En réttur skilningur á hlutverki þjóðarinnar, trúnaður við hið æðsta og göfugasta í arfi hennar, þjóðhollusta og þegnskap- ur, er grundvöllur framtíðar hlut- skiptis hennar og hamingju. Blessunar og bænarorðum vor Íslendinga vestan hafs ættjörðinni og ættþjóðinni til lianda fæ ég svo, að málslokum, eigi valið hæfari búning heldur en þessar ljóðlínur frú Jakobínu Johnson, er ortar voru nýlega til íslands: „Gefi láns og gæfu stjarna gullöld nýja fyrir dyrum. Leiðin var myrk og langsótt gegnum hættur. Lýðveldið — íslands stóri draumur rættur!“ Guð blessi ísland og íslendinga! Lengí lifi og blómgist liið endur- reista íslenzka lýðveldi! Alþingi gengur endanlega frá sambandsslitunum Sögulegur fundur s. I. föstudag Á fundi í sameinuðu Alþingi fcstudaginn 16. júní, er hófst kl. 1,30 e. h., voru tvö mál á dagskrá: Tillaga til þingsályktunar um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918 og tillaga til þingsályktunar um gildistöku stjórnarskrár lýð- veldisins íslands. Var fundurinn hátíðlegur, borðfáni á stöng á borði hvers þingmanns og ráðherra. Áheyrendur voru margir, þar á meðal erlendir sendiherrar. Þegar fyrra málið, tillagan um sambandsslitin var tekið á dagskrá, kvaddi forsætisráð- herra Björn Þórðarson sér hljóðs og mælti: Sú tillaga til þingsályktuiiar, sem hér er til meðferðar,- liljóðar svo: „Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að niður sé fallinn dansk-íslenzki sambandslagasamningurinn frá 1918“. Þessi tillaga cr samhljóða l. Iið þingsályktunartillögu , er sam- þykkt var hér á Alþingi 25. febrú- ar s.I. I þeirri tillögu, sein þá var samþykkt, var ennfremur ákveð- ið, að tillagan skyldi borin undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skyldi atkvæða- greiðslan vera leynileg. Nú fór þessi atkvæðagrciðsla fram í mai s.l. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar Varð sú, að af 74.091 atkvæða- bærra kjósenda, greiddu atkvæði 73.056, eða 98.60% allra kjósenda í landinu. Með tillögunni greiddu atkvæði 71.120, eða 97.35%, en á móti 3t7, eða 0.52%. Auðir seðlar voru-805 og ógildir 754, eða sam- tals 2-13%. Þegar tillagan var til meðferðar á þingi í vctur, var látinn uppi sá skilningur af einstaka þingmanni, að setja bæri inn í tillöguna fyrir- mæti um vissa lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslunni og áskilja þann meirihluta með tillögunni, sem fyrir er mælt í 18, gr. sam- bandslaganna. Eins og ljóst er, þá hefur atkvæðatalan farið langt fram úr ítrustu kröfunum, sem þar eru settar. Er því ljóst, að það er eindreginn vilji þjóðarinnar, að sambandslögin verði fclld úr gildi. Tillagan er ]iví nú aftur lögð fyrir Alþingi og lagt til að þetta verði gert. Eg hef vissu fyrir því, að allir hinir sömu þingmenn, er guldu til- lögunni jákvæði í vetur. gera hið sama nú. Legg því málið undir samþykki þingmanna. Enginn kvaddi sér hljóðs og hófst atkvæðagreiðsla þegar. Var tillögugreinin samþykkt með samhljóða atkvæðum allra þingmanna (Gíslj Guðmunds- son fjarverandi). Um tillöguna í heild var viðhaft nafnakall og kom í hlut Áka Jakobssonar að greiða fyrst atkvæði. Sögðu all- ir viðstaddir þingmenn, 51 að tölu, já, og var tillagan þannig endanlega samþykkt með 51 samhljóða atkvæði og afgreidd. til ríkisstjórnarinnar sem álykt- un Alþingis; Þá var tekið fyrir síðará dag- skrármálið, um gildistöku lýð- veldisstjórnarskrárinnar. Aftur kvaddi forsætisráðherra sér hljóðs og mælti: I 81. gr. stjórnarskrár þeirrar er afgreidd var á Alþingi í vetur var svo fyrir mælt, að hún skyldi bor- in undir atkvæði allra kosninga- bærra manna í landinu. Þessi at- kvæðagreiðsla fór fram samtímis atkvæðagreiðslunni um tillöguna um sambandsslitin og allir hinir sömu menn höfðu atkvæðisrétt. Niðurstaða atkvæðagreiðslunn- ar varð þessi: Af 73.056 kjósend- um, er neyttu atkvæðisréttar, guldu 69.433 stjórnarskránni já- kvæði eða 95.04%, en á móti voru 1051, eða 1.44%. Auðir seðlar 2054 og ógildir 518, eða samtals 3.52%. I 81. gr. stjórnarskrárinnar stóð ennfremur, að er stjórnarskráin hefur verið borin undir atkvæði þjóðarinnar og náð samþykki, skyldi um það gerð ályktun á Al- þingi, hvenær stjórnarskráin skyldi öðl'ast gildi. Á þingi í vetur var nokkur ágreiningur um þetta og frestað fullnaðarákvörðun um það. Nú liggur hér fyrir tillaga um, að 17. júní verði valinn til gild- istöku lýðveldisstjórnarskrárinnar, enda var það höfuðfororð þing- manna, að þessi dagur yrði valinn. Ég leyfi mér að leggja til við liáttvirt Alþingi, að það fallist á Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.