Þjóðviljinn - 23.06.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.06.1944, Blaðsíða 1
9. árgangur. Föstudagur 23. júní 1944. 135. tölublað. m i GierliDFi öiiFjafl Yzta varnarlínan rofín á einum sfad Valsmenn fslsnds- meistar 1944 linnu Fram f gær með 2:1 íslandsmótinu laulc í gœrkvöldi með leilc milli Fram og Vals, og .sigraði Valur með 2 mörlcum gegn 1 og vann þar með íslandsmótið 19U- Forseti í. S. í. afhenti sigurveg- urunum verðlaunapening úr gulli og hverjum leikmanni Vals og for- xnanni Fram íslenzkan fána að gjöf frá mótanefnd til minningar um sigurinn í íslandsmótinu 1944. Árásin á Cherbourg byrjaði kl. 16.30 í gær með því að um 1000 brezkar og bandarískar sprengjuflugvélar réðust með sprengjukasti á virki Þjóðverja og samtímis skutu Bandaríkjamenn úr öllum fallbyssum sínum á varnarlínur Þjóðverja. — Fótgönguliðið beið fyrst í stað átekta, en réðst svo fram og var klukkan 17.30 komið gegnum yztu varnarlínuna á einum stað. Þegar síðast fréttist, miðaði Bandaríkjamönnum vel áfram þrátt fyrir harða mótspyrnu Þjóðverja. Sótt er að borginni úr þremur áttum. Á einum stað þurfti að sækja upp brekku. Bandaríkjamenn hafa þegar hrundið einu gagnáhlaupi. Var þá barizt í návígi. Nifcill samstarfsandi og áhugi fyrlr hátttðku kvenna í félagsmálum rfkjandi á fundinum Landsfundur kvenna hefur haldið áfram á Þingvöllum síðast- liðna þrjá daga. í’yrir hádegi í gær var annað aðalmálið sem fyrir fundinum lá, sem sé það að semja reglugerð fyrir samtökum kvenna um allt land um kvenréttindamálin, afgreitt til fulln- ustu. Hingað til hafa kvenfélögin úti um land lítið sinnt réttinda- análum kvenna, og hefur það eingöngu verið Kvenréttindafé- lag Islands hér í Reykjavík er nokkuð hefur barizt fyrir þeim málurn. En nú virðist hafa vaknað töluverður áhugi hjá konunum, og það kemur skýrt í ljós hjá mörgum fulltrúunum utan af landi, að þær óska mjög •eftir að fræðast um þessi mál ■og vilja leita samstarf við Kvenréttindafélag íslands í Fundur um réUindi og atvinnumál kvenna Kvenréttindafélag íslands og Zandsfundur kvenna boða til al- menns kVennafundar í Iðnó í kvöld kl. 8,30. Umræðuefni fundarins eru xéttinda- og atvinnumál kvenna. Fjöldi þekktra kvenna frá kven frelsisbaráttunni og stéttarfé- lögum kvenna flytja ræður. Öllum konum er heimill að- .gangur að fundinum og ættu þær að fjölmenna og taka þátt í umræðum og ákvörðunum um réttindi kvenna í hinu endur- heimta íslenzka lýðveldi. réttindamál kvenna og má segja að nú hafi tekizt. Á Landsfundi kvenna mætast fulltrúar frá öllum landshorn- Framhatd á B. síðu. Bandaríkjamönnum mætti þegar í upphafi hörð vélbyssu- skothríð. Fallbyssnaskothríð Þjóðverja var lin í upphafi árásarinnar. Þjóðverjar njóta einskis stuðn ings frá þýzka flughernum. Bandaríkjamenn hafa fárið á mörgum stöðum yfir veginri milli Cherbourg og Eglise. Verjendur Cherbourgs eru mjög mislitur hópur. Þar voru í byrjun, nokkrar sjóliðadeild- ir og vinnuherdeild, sem í eru margir útlendingar, er hafa ver- ið neyddir í hana. Auk þess voru þar nokkrar svo kallaðar PioneerbattalÍQnen. Kjarni varnarliðsins eru her- fylkin tvö, sem hörfuðu þang- að, og hefur yfirmaður þeirra nú alla stjórn varnarinnar í sínum höndum. Bandamenn hafa enn varpað niður flugmiðum yfir Cher- bourg þar sem lýzt er fyrir Þjóðverjum hinni vonlausu að- stöðu þeirra og skorað á þá að fórna ekki lífi sínu til einskis. Framhald á 8. aiðu. Siprður Þórarinsson doktor (jarðfræði Sigurður Þórarinsson jarðfrœð- ingur lauk doktorsprófi í jarðfrkði við háskólann í Stokkhólmi þann 2. júní s.l. aarwwaivwvwwjvvvwwuwi ÍSjáið sögusýninguna í henntaskólanum Sögusýningin í Menntaskól- anum úr menningar- og frels- isbaráttu tslendinga er opin daglega frá kl. 1—10 e. h. Allir þwrfa að nota sér þetta tœkifœri, nú, þegar lýðveldið er endurheimt eftir nœr 7 alda 'erlenda stjóm, til þess að kynna sér kjór og sögu þjóð- arinnar fyrr á öldum, hið stór- brotna þjóðveldistímabil, lcúg- unina undir erlendu oki, frels- isbaráttuna og hvað hún hefwr kostað, og líf og starf þeirra jí manna er djarfast liéldu fram Ji rétti íslands í sjálfstæðisbar- 5 áttunni. Þá er og eigi ómerkur þátt- urinn um það sem unnizt hef- ur síðan ísland fékk sjálf- stjórn og þar til nú er það hef- ur endurheimt lýðveldi sitt. Notið þetta einstœða tœki- fœri til þess að kynnast sögu landsins. Sjáið sögusýninguna i; í Menntaskólanum. Sfteutaskipti iorseti BainMj- anna og iorseta íslaads Forseta íslands hefur borizt þetta skeyti frá Bandaríkja- forseta: „Hæstvirti forseti lýðveldisins íslands, herra Sveinn Björns- son Bessastöðum. Eg flyt yður innilegustu heillaóskir mínar í til- efni af, að þér voruð kjörinn til hins mikla embættis að verða forseti lýðveldisins íslands, og beztu óskir mínar og Bandaríkja- þjóðar um vaxandi farsæld íslenzku þjóðarinnar. Franklin D. Roosevelt". Svar forseta íslands var á þessa leið: „Hæstvirti forseti Bandaríkjanna, herra Franklin D. Roose- velt, Hvíta Húsinu, Washington. Eg þakka yður innilega hinar vinsamlegu heillaóskir út af kosningu minni og fyrir ámaðaróskir yðar og Bándaríkjaþjóðar- innar til þjóðar minnar. Afstaða yðar og þjóðar yðar við þetta tækifæri hefur verið íslendingxun mikill styrkur og er mjög mik- ils metin um land allt. Sveinn Bjömsson". Ordrómur um frídarskílmála Rússneska herstjórnartilkynningin í gærkvöld sagði frá óslitinni framsókn á öllum vígstöðvum. — Fyrir norðan Onega voru finnskir herflokkar reknir á flótta vestur fyrir járnbrautarlínuna til Murmansk. Tekin voru allmörg þorp og bæir, þ. á. m. 3 járnbrautarstöðvar. Á milli Onegavalns og Ladoga- vatns sóttu Rússar lengra fram á nyrðri bakka Svirfljóts. Þar hafa þeir tekið alhnörg virki Finna. Á Kirjálaeiði tóku Rússar all- margt þorpa og bæja í gær, þ. á. m. eina járnbrautarstöð. Paul Winterton síinar frá Moskvu að Finnum stafi mest hætta af sókn Rússa vestur fyrir Viborg, í áttina til Ilelsingfors. FRIÐ ARSKILMÁL AR ? Brezkur fréttaritari í Stokk- hólmi segir, að þar gangi orðróm- ur um, að Finnum hafi, sam- kvæmt eigin ósk, verið afhentir nýir vopnahlésskilmálar af Rúss- um. — Eru þeir sagðir vera þess- ir í höfuðatriðum: Rússar gera engar varanlegar kröfur til landa Finnlands megin við landamærin frá 1940. En þau landamæri voru nokkra kílómetra fyrir vestan Viborg. Þrjú önnur atriði eru tilgreind: 1. Rauði herinn hjálpi Finnum til að sigrast á þýzka hernum í Norður-Finnlandi. Framhald á 8. síðu. Bandamönnum gengur vel á ftalíu i Á Ítalíu fer veður batnandi og sækja Bandamenn fram jafnt og þétt.— Á Adríahafs- strönd eru þeir innan við 50 km. frá hafnarborginni Ancona. Á vesturströndinni veita Þjóðverjar harða mótspyrnu, en verða samt að láta undan síga. Manntjón Þjóðverja á Ítalíu ér nú talið vera 80 til 100 þús- und. Umberto prins tók í gær eið af hinni nýju ríkisstjóm. Ráð- herramir vom ekki beðnir um að sverja konungsættinni holl- ustueiða. Þann 17. júní fyrir hádegi eft- ir amerískum tíma, afhenti herra Thor Thors, sendiherra íslands, herra Cordell Hull, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, formlega tilkynningu íslenzku ríkisstjórnarinnar um stofnun lýðveldisins íslands og forseta- kjör herra Sveins Björnssonar. Utanríkisráðherrann bar vð það tækifæri fram allar beztu óskir sínar og stjórnar Banda- ríkjanna hinu nýja lýðveldi til handa og lét 1 ljós ánægju sina yfir stofnun þess. SkáUmótið á Þingvöllum Skátamót liefur undanfarið stað- ið yfir á Þingvöllúm og hafa sótt það um 200 slcátar víðsvegar að af landinu. Bandalagsfundinum, en liann sóttu 32 fulltrúar frá 11 félögum, lauk í fyrradag. Dr. Helgi Tómas- son var endurkosinn skátahöfðingi. Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.