Þjóðviljinn - 23.06.1944, Qupperneq 2
'2
ÞJÓÐTILJINN
Föstudagur 23. júní 1944,
Frá fundí Hlífar í Hafnarfírðí
Verðir sumardvalarheimili hafniirzkra
verkamanna í Krýsuvík ?
Undirbiiníngtir allsherjarafkvæða-
greíðsln um uppsögn samninga
Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði, hélt fund þriðjudaginn
13. þ. m., á fundi þessum mætti erindreki Alþýðusambands ís-
lands, Jón Rafnsson, og flutti snjallt erindi um „Vegavinnudeil-
»na“ og Félagsdóm í því sambandi.
Fundurinn var vel sóttur og
voru eftirfarandi mál tekin fyr-
ir:
1. Sumarleyfi verkamanna. í
því máli var eftirfarandi tillaga
samþykkt:
Fundur haldinn í Verkamanna
félaginu Hlíf, þriðjudaginn 13.
júní, lýtur svo á, að til þess að
verkamenn geti notið sumar-
leyfa sinna svo nokkur mynd sé
á, sé fyllsta nauðsyn að þeim sé
tryggður dvalarstaður utan bæj-
arins, í sveit eða á öðrum hent-
ugum stað, þar sem hægt er að
njóta sumarsins.
Telur fundurinn öruggustu
leiðina í þessu sambandi þá að
félagið sjálft tryggi sér land,
sem valið sé til þess að byggja
á því hressingar- og dvalarheim
ili verkamanna.
Lætur fundurinn í ljós þá
skoðun sína að í landi bæjarins
í Krýsuvík væri mjög vel til fall
ið að koma upp slíku hressing-
ar- og dvalarheimili.
Felur fundurinn 5 manna
nefnd er kosin verði á þess-
um fundi að annast nauðsynlega
framgöngu þessa máls.
í nefnd þessa voru kosnir:
Helgi Jónsson, Helgi Sigurðs-
son, Þorleifur Guðmundsson,
Eggert ísaksson og Grímur Kr.
Andrésson.
2. Skemmtiferðir verkamanna
í því máli var svohljóðandi
tillaga samþykkt:
Fundurinn telur sjálfsagt og
eðlilegt að félagið haldi uppi
skemmtiferðum eftir því sem
aðstæður leyfa á þessu sumri og
samþykkir að fela fimm manna
nefnd er kosin verði á fundin-
um að sjá um hinar fyrirhuguðu
skemmtiferðir.
í nefndina voru kosnir: Jens
Runólfsson, Kristinn Guðmunds
son, Þorleifur Guðmundsson,
Ólafur Jónsson og Hermann
Guðmundsson.
3. Vegavinnudeilan.
Eftirfarandi tilögur voru sam-
þykktar í því máli:
Um leið og fundurinn fagnar
hinum glæsilega sigri Alþýðu-
sambandsins í vegavinnudeil-
unni þá þakkar hann stjórn Al-
þýðusambandsins fyrir ágætt
starf í því máli.
Fundur haldinn í Verka-
mannafélaginu Hlíf, þriðjudag-
inn 13. júní 1944, lætur í ljósi
megna fyrirlitningu á hinum ó-
svífna stéttardómi Félagsdóms
í vegavinnudeilunni.
Mótmælir fundurinn harðlega
því lögbroti sem Félagsdómur
hefur framið með þessu athæfi
sínu og skorar eindregið á allan
verkalýð landsins að láta þetta
hnefahögg þjóna óvandaðrar og
afturhaldssinnaðrar ríkisstjórn-
ar verða til þess að treysta sam-
heldnina og auka baráttuvilj-
ann.
4. Samningar við atvinnurek-
endur.
Svohljóðandi tillaga var sam-
þykkt í því máli:
Þar sem óðum líður að þeim
tírqa sem félagið á að ákveða
hvort það segir upp samningum
við atvinnurekendur eða ekki,
þá samþykkir fundurinn að
kjósa fimm manna nefnd er und
irbúi allsherjaratkvæðagreiðslu
í félaginu og það annað er lýtur
að því að tryggja það að vilji
félagsheildarinnar komi fram í
viðhorfinu til þeirra samninga
er nú gilda við atvinnurekend-
ur.
í þessa nefnd voru kosnir:
, *
Ólafur Jónsson, Þorleifur Guð
mundsson, Sigurður Einarsson,
Ingi Jónsson og Jóhann Guð-
mundsson.
- 5. Iimheimtuaðferðir þess op-
inbera.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt í því máli:
Þar sem það hefur komið fyr-
ir hvað eftir annað, að tekið
væri af útborguðum vinnulaun-
um verkamanna allt að 50% og
þar af meira upp í útsvar, þá
samþykkir fundur, haldinn í
Verkamannafélaginu Hlíf, að
mótmæla harðlega þessu inn-
heimtufyrirkomulagi viðkom-
andi yfirvalda er gengur mun
lengra en landslög heimila.
Aðalfmdur söluniðstððvar hraðfrystihúsa
Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var haldinn í
Oddfellowhúsinu 14. til 15. júní.
Mættir voru fulltrúar fyrir hvert einasta frystihús, sem starf-
ar innan vébanda S. H., en það
Fundarstjóri var kosinn Einar
Sigurðsson frá Vestmannaeyj-
um og ritari Elías Ingimarsson,
Hnífsdal.
Formaður gaf skýrslu um
starfsemi S. H. og hraðfrystihús
anna á s. 1. ári. Þetta var fyrsta
starfsár Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna:
Flutt var út á árinu af S. H.
13,6 þús. smálestir af frosnum
fiskflökum og hrognum og nam
að verðmæti 30,4 millj. kr. Fisk-
ur þessi var allur fluttur til
Bretlands, nema 200 smálestir,
sem fóru til Ameríku auk 24
smálesta af murtu úr Þingvalla
vatni. Tilraunir voru gerðar með
hraðfrystingu síldar. Líkuðu sýn
ishorn, sem send voru til Bret-
lands og Bandaríkjanna ágæt-
lega, en samkomulag náðist ekki
um verð.
Miklir örðugleikar voru á
flutningi á umbúðum á árinu
erlendis frá.
Á yfirstandandi ári hafa ver-
ið hraðfrystar 23 þús. smálestir
af fiskflökum og hrognum, og
er það nærri helmingi meira
en öll framleiðslan s. 1. ár.
Mjög erfiðlega hefur gengið
með útflutning á þessari fram-
leiðslu vegna skipaskorts og
má heita að öll frystihús séu
full af fiski og horfir til vand-
ræða með beitufrystingu, ef
ekki fást snöggar umbætur í
þessu efni.
Farið var fram á aukinn út-
flutning á hraðfrystum fiski til
eru nú 49 frystihús.
Ameríku, allt að 2000 smál., en
leyíi fékkst aðeins fyrir 300
smálestum.
Framkvæmdastjóri las síðan
upp endurskoðaða reikninga S.
H.
Samþykktir voru gerðar í eft-
irtöldum málum:
Útboð á tryggingum á vöru-
birgðum og vélum hraðfrysti-
húsanna.
Fulltrúi í Ameríku. (Heimild
fyrir stjórnina til að ráða hann).
Athugun á stofnun kæliskipa
félags og útvegun kæligeymslu
erlendis.
Örari afskipun á frostnum
fiski.
Áskorun á Alþingi um afnám
á 30% verðtolli á áprentuðum
fiskumbúðum.
Námskeið fyrir vélstjóra í
meðferð frystivéla og rafmagns
mótora.
Fundurinn vottaði atvinnu-
málaráðherra, Vilhjálmi Þór,
og samninganefnd utanríkisvið-
skipta þakklæti sitt fyrir ötul-
an stuðning við að fá framgengt
umbótum á viðskiptasamning-
um s. 1. ár, sem var til þess, að
húsunum var gert kleift að
starfa á s. 1. ári.
Eftirtaldir menn fluttu erindi
á fundinum:
Sveinn Árnason, fiskimatsstj.,
um fiskimat; Trausti Ólafsson,
efnafræðingur, um rannsóknir
á frystum fiski; Sigurður Pét-
ursson, gerlafræðingur, um
rannsóknir á gerlum í fiski.
Ljót sjón
Á síðustu árum, eftir að hernám
landsins fór fram og erlendur her
settist að á landinu, hefur það ekki
verið óalgeng sjón, að sjá erlenda
stríðsmenn þeysandi á íslenzkum
hestum, á vegum í nágrenni Reykja-
víkur og jafnvel á götum bæjarins.
Undantekningalítið hefur þetta ver-
ið ógeðsleg sjón og harla ósamboðin
þeirri riddaramennsku og þeim
glæsileik, sem jafnan einkennir góð-
an reiðmann á góðum hesti.
Sérhver maður, sem ekki er gjör-
sneyddur allri mannlegri tilfinningu,
hlýtur að finna til með blessaðri
skepnunni, sem ruddalegur hrotti í
einkennisbúningi (Brezkur eða Ame-
rískur) lemur vægðarlaust með ein-
hverskonar svipu, stundum nöktum
vír. Svitinn rennur af hestinum og
ferðinni er haldið áfram — vægðar-
laust.
Dýravernd
Það skiptir engu máli, hvort slík
sjón ber fyrir augu manns á sólheit-
um sumardögum eða í frostkulda á
vetri. Hún er jafnviðbjóðsleg og
ber átakanlegan vott um þjóðaró-
menningu. Það er lítt skiljanlegt, að
nokkur velvitandi maður skuli lána
hesta sína til slíks. Enda má með
sanni segja, að þeir peningar sem
græddir eru á þennan hátt, séu sann
kallaðir — blóðpeningar. En þótt
hlutur eigenda hestanna sé ámælis-
verður og engum siðuðum manni til
fyrimyndar, þá höfum við þó lög og
rétt.
Dýraverndunarfélagið ætti að láta
þetta mál til sín taka og sýna með
því að það kafni ekki undir nafni.
Og ef það varðar ekki við íslenzk
lög að misþyrma skynlausum skepn
um á jafnaugljósan hátt og lýst hef-
ur verið hér að framan, hvers hafa
þá löggæzlumenn vorir að gæta?1
Ó. Þ.
Gluggasýning Rafals
Raftækjaverzlunin Rafall á Vest-
urgötu 2, hefur gluggasýningu þessa
dagana, sem líklegt er að dragi aði
sér athygli manna.
Sýningin er af ljósatækjum sem'
notuð hafa verið hér á landi á ýms-
um tímum, þróun raforkumálanna.
hér o. fl.
Þarna er fyrsti rafallinn sem tek-
inn var í notkun hér á landi. Er það
rafall sá er Jóhannes Reykdal í
Hafnarfirði tók til notkunar í verk.
smiðju sinni 1. des. 1904. Auk verk-
smiðjunnar, lýsti hann upp 16 hús.
Rafallinn er ennþá nothæfur.
Myndir eru þarna frá Ljósafoss-
stöðinni og línurit er sýna raforku
notkun landsmanna.
Ljósatækin fyrr og nú
Skemmtilegt er að sjá þarna rað-
að upp Ijósatækjum sem notuð hafa
verið hér á landi, allt frá landnámsr
tíð.
Er byrjað á kolunni, síðan koma-
tvær gerðir af lýsislömpum, þá kerti
á vönduðum Ijósastjaka, týra, olíu-
lampi og gaslukt, en svo kemur raf-
magnið til • sögunnar og er raðað
þarna upp ýmsum gerðum af ljósa-
kúlum og perum og endað á fluor-
eentlampa.
' Þó að sýning þessi kunni að vera
sett upp 1 auglýsingaskyni fyrir við-
komandi verzlun (en það er mér
ekki kunnugt um), ber að þakka þá
viðleitni sem þarna kemur fram til
að fræða almenning um þróunina á
þessu sviði, og að þarna skuli vera
sýndir nokkrir fornir munir er al-
menningur hefur ekki stöðugt fyrir
augunum.
Lögín um þjódfánann voru
sfaðfesf að Lðgbergí 17. fúní
Davíð Ólafsson, fiskimálastj.,
um aðferð, sem A/S Atlas í
Kaupmannahöfn hefur fundið
upp til að pressa fiskflök, svo
að þau vegi aðeins 1/10 hluta
af upphaflegri þyngd fiskjar-
ins og um sútun fiskroða, og
sýndi sýnishorn af hvoru-
tveggja.
Björgvin Frederiksen, vél-
smiður, um nýjungar í frysti-
tækninni, sem hann kynntist í
Ameríku s. 1. vetur.
í stjórn voru kosnir fyrir
næsta ár:
Elías Þorsteinsson, Keflavík,
formaður; Ólafur Þórðarson,
Reykjavík, varaformaður; Ein-
ar Sigurðsson, Vestmannaeyjum
ritari; Elías Ingimarsson, Hnífs-
dal; Eggert Jónsson, Reykjavík.
Var ast j órnendur:
Huxley Ólafsson, Keflavík;
Björn Björnsson, Reykjavík;
Sverrir Júlíusson, Keflavík;
Finnbogi Guðmundsson, Rvík.;
Ingólfur Flygenring, Háfnarf.
Endurskoðendur:
Arelíus Ólafsson, Reykjavík;
Þorgrímur Eyjólfsson, Keflavík.
Að lokum bauð stjórnin full-
trúum, starfsmönnum og nokkr-
um gestum til miðdegisverðar
í Tjarnarcafé.
Fundur var haldinn í ríldsráði
að Þingvöllum 17. júní kl. 6 síð-
degis. Voru þar staðfest lóg um
þjóðfána íslands og gefinn út for-
setaúrskurður um' skjaldarmerki
hins íslenzka lýðveldis.
Ennfremiir voru gefin út að nýju'
embættisskilríki handa sendiherra
íslands í London, herra Stefáni
Þorvarðssyni, sendiherra íslands 1
Bandaríkjunum, herra Thor Thors,,
og sendiherra íslands í Sovétríkj-
unum, herra Pétri Benediktssyni,.
svo og veitingai'bréf fyrir aðalræð-
ismann íslands í New York, dr.
Helga P. Briem.
Staðfest voru lög um breytingu
á 85. gr. almennra hegningarlaga.
nr. 19, 12. febrúar 1940, og lög,
um laun forseta íslands.
Gefin voru út aldursleyfi til
vígslutöku handa guðfræðikandi-
dötunum Guðmundi Guðmunds-
syni, Sigurði Guðmundssyni og,
Stefáni Eggertssyni.
Gjafir til barnaspítalasjóðs
Hringsins
Höfðinglegar gjafir bárust til
barnaspítalasjóðs Hringsins þ. 17.
júní.
Hr. Othar Ellingsen, f. h. O. Ell-
ingsen h. f. gaf 25þús. kr. Hið ísl.
steinolíufélag 5000 kr. og hr. P. L.
Mogensen lyfsali 1000 kr.
Stjórn Hringsins biður blaðið að
færa gefendunum sínar innilegustu
þakkir fyrir gjafirnar.