Þjóðviljinn - 23.06.1944, Page 8
Kveðjur og^árnaðaróskir í tiI-
efni af lýðveldisstofnuninni
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavíkur-
apóteki.
Næturakstur: B. S. R., sími 1720.
Útvarpið í dag:
19.25 Hljómplötur: Harmoníkulög.
20.30 Erindi: Eru íslendingar óþjóð-
ræknir (Árni Jónsson frá
Múla).
20.55 Strokkvartett útvarpsins:
21.10 Upplestur.
Ferðafélag íslands fer skemmtiför
til Gullfoss og Geysis næstkomandi
sunnudag. Ekið austur Hellisheiði
að Gullfossi og Geysi. Sápa látin í
Geysi og reynt að ná fallegu gosi.
Þá verður komið að Brúarhlöðum og
í bakaleið ekið upp með Sogi aust-
an Þingvallavatns og á Þingvöll en
þaðan til Reykjavíkur. Lagt af stað
kl. 8 árdegis. Farmiðar seldir í
skrifstofu Kr. O. Skagfjörðs, Tún-
götu 5 í dag og til hádegis á morg-
un.
Vesturvígstöðvarnar £
Framhald af 1. liðu.
Sunnar í Normandí, á „vinstra
fylkingararmi“ Bandamanna,
nálgast Bandaríkjamenn St. Lo,
en Bretar og Kanadamenn
heyja enn harðar orustur hjá
Caen og Tilly. Hafa litlar breyt
ingar orðið á þessum vígstöðv-
um. — Barátta Breta og Kan-
adamanna er þó afar mikil-
væg, því að þeir halda þar meg
inher Þjóðverja föstum ásamt
skriðdrekaliði þeirra.
Stimson hermálaráðherra
Bandaríkjanna benti á þetta í
gær og sagði hina hröðu sókn
landa sinna á Cherbourgskaga
mikið því að þakka, að Þjóð-
verjar hefðu verið þar varaliðs
lausir, og það væri aftur að
þakka baráttu Breta og Kan-
adamanna.
Veður fer nú batnandi í Nor-
mandí.
ALLSHERJARÁRÁSIR
FRANSKRA SKÆRULIÐA.
Bráðabirgðastjórn Frakka í Al-
gier gaf í gær út tilkynningu um
hernaðaraðgerðir franska leyni-
liersins. — Hann hefur byrjað
allsherjarárásir á Þjóðverja og
sambandslínur þeirra um allt
Frakkland.
t frönsku Olpunum. Jurafjöll-
um og Vogesafjöllum standa .yfir
orustur og hafa Þjóðverjar beðið
mikið manntjón. -
Skæruliðar hafa rofið símalínur
frá París og Lyon, Calais og Mar-
seilles.
Á Bretagne hafa þeir aukið mik-
ið árásir sínar.
Víða uni Frákkland liafa þeir
tekið alla stjórn í sínar hendur í
þorpum og bæjum.
Franski leyniherínn hefur gcrt
sáttmála við ítölsku skæruliðana
á Norður-ítah'u um gagnkvæma
aðstoð.
S JÓSÓKNARBANNIÐ.
Sjósóknarbann það, sem Banda-
menn hafa nú haldið uppi á Norð-
ursjó í 2 vikur, hefur nú verið
framlengt um eina viku tjl.
Skátamót'ð á Þingvðllum
Framh. af 1. síðu.
Skátarnir hafa skoðað Þingvelli
undir leiðsögn Benedikts Sveins-
sonar. Regn hefur verið öðru hvoru
á Þingvöllum, en líðan skátanna
góð.
Mótið verður opið ahnenningi
n.k. sunnudag.
KVEÐJUR HAFA ÞESSIR
SENT í TILEFNI AF LÝÐ-
VELDISHÁTÍÐINNI
Frá Bandaríkjunum: íslend-
ingafélagið í New York og há-
tíðarnefnd þess, Grettir Eggerts
son, Hannes Kjartansson, Gunn
ar Magnússon, Vilhjálmur Stef-
ánsson og frú' og frú Guðrún
Camp, Lt. Mann og kona hans,
frú Binna Berndsen Mann,
Kristín Guðmu'ndsdóttir, Hall-
dór Sigurjónsson, Skúli Peter-
sen, Sigurður Ingólfsson og
Kristján Kristjánsson, er fögn-
uðu lýðveldinu að heimili Mann
hjónanna í Shawnee, Oklohama,
Árni Helgason og kona hans,
Chicago, Hjálmar Björnsson og
íslendingar í Minnesota, ís-
lendingadagsnefndin í Vanc-
ower, Andrés Daníelsson forseti
og Albert E. Kristjánsson rit-
ari, íslendingafélagið í Vanc-
ower og forseti þess A. Krist-
jánsson, Isafold og Magnús El-
íasson í Vancower, Islendinga-
félagið í Chilago og Egill And-
erson formaður þess, Gunnar
Bergmann og íslendingar í Los
Angeles, Jakobífta Johnson,
Seattle, íslendingar í Boston og
William H. Wurts í New Yörk.
Frá Kanada: íslendingadags-
nefndin í Winnipeg, Kirkjuþing
íslenzkra safnaða í Ameríku,
haldið í Winnipeg.
Frá Bretlandi: íslendingar í
London, Stefán sendiherra Þor-
varðsson og frú, íslendingar í
Edinborg og Leith, Jón Eiríks-
son skipstjóri og skipshöfn
hans, Sigursteinn Magnússon
ræðismaður og fjölskylda hans
og C. R. Nasmith amerískur
ræðismaður fyrir hönd ræðis-
mannafélags Edinborgar.
Frá Ástralíu: Prófessor Lode-
wyckz, Melbourne.
Frá Svíþjóð: Ragnar Lund-
borg, prófessor Ahlmann.
íslendingafélagið í London
hefur ákveðið að gefa íslenzku
þjóðinni ljósmyndanir af ís-
lenzkum handritum, þeim sem
til eru í bókasöfnum LondQn
og Oxford, til minningar um 17.
jijní. Fyrstu myndirnar verða
af eiginhandriti Gottskálks í
Glaumbæ af Sópdyngju hans.
Ósk félagsins er að Landsbóka-
safninu verði falið að geyma
ljósmyndanir þessar.
í fagnaði þeim, er dr. Helgi P.
Briem aðalræðismaður og frú hans
höfðu á Henry Iludson hótelinu í
New York á laugardagskvöld, las
aðalræðismaður upp báðar orð-
sendingar forsætisráðherra.
Að tillögu Garðars Gíslasonar
| stórkaupmanns var þetta svar
samþykkt:
„ísleridingar samankomnir á
Henry Iludson hóteli í New York
til þess að fagna endurreisn lýð-
veldis íslands þakka ríkisstjórn-
inni kærkomna kveðju og heilla-
óskir í tilefni þessa merkisdags
þjóðarinnar. Einhuga sendum vér
hjartfólgnar óskir um framför og
blómgun liins íslenzka lýðveldis
um ókomnar aldir þjóðinni til gæfu
og blessunar.
Vér strengjum þess heit, að efla
lieill og heiður íslands í hvívetna,
hvort sem vér dveljum lieima eða
erlendis.
Lengi standi liið íslenzka lýð-
veldi!“
Grettir Eggertsson, formaður
íslendingafélagsins stakk upp- á
svohljóðandi svari við ávarpi rík-
isstjórnarinnar til Vestur-Islend-
inga, og var það samþykkt:
„Vestur-íslendingár meta mikils
góðar kveðjur og munu halda á-
fram stuðningi sínum og trúnaði
við ísland. Þeir samfagna yður yf-
ir endurreistu Iýðveldi“.
Sérstakar kveðjur hafa borizt
frá blöðum íslendingá í Winnipeg:
„Kveðjur til stjórnar og þjóðar
með alúðarhamingjuóskum til
yngsta lýðveldisins frá elzta ís-
lenzka vikublaðinu.
IIeimskringla“.
„Einlægar hamingjuóskir til hins
endurborna íslenzka lýðveldis.
Guð blessi framtíð þjóðarinnar.
Einar P. Jónsson,
ritstjóri Lögbergs“.
Frá flestum löndum heims hafa
borizt heilla- og árnaðaróskir ein-
staklinga og félaga, og verður
þeirra síðar getið nánar.
Gönguferð
Æ. F. R. og Sósíalistafélag
Reykjavíkur efna til gönguferð-
ar næstkomandi sunnudag 25.
þ. m. tíengið verður á Hengil,
sem er eitt af einkennilegustu
fjöllum landsins.
Farið verður frá Skólavörðu-
stíg 19 kl. 8 á sunnudagsmorg-
un.
Væntanlegir þátttakendur
verða að tilkynna þátttöku sína
í síðasta lagi fyrir hádegi á
laugardag á skrifstofu félag-
anna eða afgreiðslu Þjóðviljans.
Ferðanefndirnar.
Finnlandsvígstöðvarnar
Framh. af 1. síðu.
2. Meðan á því stendur er r.auða
hernum frjálst að fara um Finn-
land.
3. Rauði flughcrinn fái aðgang
að flugvöllum í Mið-Finnlandi á
meðan verið' er að sigra Þjóðverj-
ana.
í Stokkhólmi er almenn undrun
yfir því, hvað skilmálarnir eru
vægir.
EFTIR ÞJÚ ÁR.
I gær var birt í Moskvu yfirlit
yfir stríðið á austurv.ígstöðvunum
síðast liðin þrjú ár.
Telja Rússar Þjóðverja liafa
misst 7800000 menn fallna, særða
og fanga. — Sjálfir segja Rússar
manntjón sitt 53000000.
Þjóðverjar eru sagðir liafa misst
um 70000 skriðdreka og 50000
flugvélar. — Rússar hafa misst
49000 skriðdreka og 40000 flug-
vélar.
Rússar hafa náð aftur 1.5 millj.
ferkílómetra lands og sótt fram
lengst 2000 km., frá Volgu til Pól-
lands.
DIXIE
Amerísk músikmynd í
eðlilegum litum
BING CROSBY
DOROTHY LAMOUR
MARJORIE REYNOLDS
BILLY de WOLFE
Sýning kl. 5, 7 og 9.
IÍAUPIÐ
ÞJÓÐVILJANN
Laodsfundur kvenna
Frh. af 1. síðu
um, fulltrúar frá félögum með
hin ólíkustu stefnumið, guðlaus
ar konur og trúkonur, pólitísk-
ar konur úr öllum flokkum og
ópólitískar. Það má því nærri
geta að þarna mætast margs-
konar kröfur og skoðanir sem
erfitt er að sameina, en kon-
urnar koma þarna til þess að
reyna að finna einhverja leið
til samvinnu um hin sérstöku
réttindamál kvenna.
Fundir þessir, sem oftast hafa
verið haldnir fjórða hvert ár,
hafa áreiðanlega haft geysi-
mikla þýðingu fyrir kynningu
kvennanna innbyrðis og skiln-
ing þeirra- á málum hverra ann
arra. Fulltrúarnir á Landsfund
hafa hingað til verið kosnir án
tillits til afstöðu félaganna til
kvenréttindamálanna og hafa
öll kvenfélög haft rétt til að
senda fulltrúa. En héðan í frá
verða það eingöngu kvenrétt-
indafélög og þau önnur kvenfé-
lög er sjá sér. fært að koma á
fót kvenréttindanefndum innan
sinna vébanda er geta sent full-
trúa. í hinum nýju lögum Kven
réttindafél. íslands er gert ráð
fyrir að félagið hefji þegar
frsfeðslustarfsemi um hina þjóð-
félagslegu afstöðu konunnar-og
réttindamál hennar eyda komu
fram einróma óskir um það á
fundinum að hefja slíka starf-
semi (Löggjöfin um samvinnu
kvenréttindafélagsins og kven-
félaganna, mun síðar verða birt
í Kvennasíðunni).
í fyrrakvöld flutti Bjarni
Benediktsson erindi fyrir fund-
arkonur um stjórnarskrármál-
ið, og er ég hvarf af fundi í
gær voru umræður að hefjast
um það mál. Af samtölum við
fundarkonur virtist mér, sem í
því máli mundu konurnar einn-
ig verða nokkurn veginn sam
mála, og mun fundurinn áreið-
anlega gera einhverjar ráðstaf-
anir til þess að vilji kvennanna
verði tekinn til greina er stjórn
arskráin verður endurskoðuð og
frá henni gengið.
í kvöld kl. 8,30 hefst svo op-
inn fundur í Iðnó og eiga þar
að koma fram konur frá ýms-
um atvinnustéttum kvenna, og
ræða þær allar um atvinnu- og
réttindamál kvennanna. Mun
xtm bíé
Ættjörðin Bmfram allt
(„This above All“)
Stórmynd með
TYRONE POWER
og JOAN FONTANE
Sýnd kl. 6,30 og 9.
Cherlock Holmes og
leynivopnið
Spennandi leynilögreglu-
mynd með:
BASIL RATHBONE
NIGEL BRUCE
Sýnd kl. 5.
Börn yngri en 12 ára fá
ekki aðgang.
Hátíðahöld í Kanada
í tilefni lýðveldis-
stofnuninnar
Meginþáttur hátíðahaldanna í
Kanada, í tilefni af lýðveldisyfir-
lýsingu íslands, var hálfrar stund-
ar útvarp, þar sem Maekenzie
King, forsætisráðherra, Grettir Jó-
liannsson, ræðismaður íslendinga í
Winrtipeg, og W. J. Lindal, dómari,
fluttu ræður. 17. júní var blóm-
sveigur lagður að minnisvarða
J'óns Sigurðssonar, sem stendur á
svæðinu fyrir framan þingbúsið,
en 50 manna blandaður kór söng
íslenzka þjóðsönginn og önnur í's-
lenzk þjóðlög.
Á fundi Þjóðræknisfélagsins
flutti Valdimar J. Eylands' ræðu
og komst þá svo að orði: „íslend-
ingum fylgja hcillaóskir og sam-
hugur allra frjálsra þjóða, er þeir
taka þetta þýðingarmikla skref.
En enginn hópur manna utan ís-
lands hefur frekari ástæðu til þess
að gleðjast yfir þessu, en einmitt
vér Vestur-lslendingar. Þó að vér
höfum nú um margra ára skeið
verið ríkisborgarar annars lands,
þá finnst oss sem allt, er varðar
j ísland, snerta oss, og ekkert hefur
{ verið oss meira gleðiefni, en það,
að ísland er aftur fullvalda og
frjálst Iýðveldi“.
Á þessum sama fundi flutti
Skúli Johnson, prófessor, stutt en
mjög fræðandi yfirlit yfir sögu
hins íslenzka fullveldis.
Jón Bíldfell tók einnig til máls
og ræddi um bókmenntir íslend-
inga og hið endurheimta fullveldi.
| I Lögbergi birtist ritstjórnar-
1 grein eftir Einar Pál Johnson. Þar
er komizt svo að orði: „Á þessnm
tímamótum í sögu fósturjarðar
vorrar, hugsum vér Vestur-íslend-
ingar hreyknir og glaðir til hins
mikla sigurs, sem þjóðin hefur
unnið. Þessi sigur er sérstæður í
sögu mannkynsins, því liann
■ fékkst án þess að nokkru blóði
væri úthellt. Sigurinn er grund-
vallaður á réttlætistilfinningu og
þcirri liugmynd, að allar þjóðir,
jafnt fámennar scm fjölmennar,
eigi rétt á að stjórna sér sjálfar,
án afskipta annarra þjóða“.
það fróðlegt að heyra málið
rætt frá svo mörgum sjónarmið-
um og ættu allar konur yngri
sem eldri að fjölmenna á fund
þenna.
Fulltrúi.
I