Þjóðviljinn - 01.07.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.07.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. júlí 1944. Sðgusýníngín L ,Frelsi,frelsi, hugsjón alls sem á í eðli sínu lífsins vaxtarþrá4 *vferv Fyrir aðeins fáum dögum lifði íslenzka þjóðin gleðiþrungn- asta augnaþlikið í sögu sinni: endurheimt lýðveldisins. Margra alda fagur draumur hafði rætzt. Lokasporið í langri frelsisbaráttu beztu sona þjóð- arinnar, fyrr og síðar, var stig- ið. íslenzka þjóðin fagnaði þess- um degi. Ekki aðeins þúsund- irnar sem til Þingvalla söfnuð- ust til þess að lifa þá hátíð er íslenzka lýðveldið var endur- reist að Lögbergi. Öll þjóðin fagnaði. Innst til dala og yzt til stranda voru hátíðir haldnar þenna dag. Aldrei fyrr í sögu íslendinga hefur slík þjóðhátíð verið haldin. Fögnuður þeirrar stundar mun lengi lifa. En „söguþjóðin" bæri ekki það nafn með réttu, ef hún not- aði ekki þessi örlagaríku tímamót til þes9»að staldra við, skyggnast til baka yfir farinn veg — „Islands þúsund ár“ -— til þess að skilja og þekkja betur örlög sín og erfðir. Sag- an er einn dýrmætasti fjársjóð- ur hverrar þjóðar. Fjársjóður, sem er sameign allrar þjóðar- innar og hún verður öll að varð- veita. Dáðir og bókmenning for íeðranna, niðurlæging og hörm ungar langra myrkra ára elds og ísa, undirokunar og mann- fellis, vorhugur endrreisnar og frelsisbaráttu, allt er þetta sá jarðvegur sem íslenzka þjóð- in í dag er vaxin upp úr. Þau spor sem stigin eru á liðnum öldum þarf þjóðin að þekkja og skilja til þess að geta tekið rétta stefnu á þeirri leið sem framundan er. Þessa dagana eiga menn ein- stakt tækifæri til þess að kynn ast og þekkja betur líf og frels- isbaráttu þjóðarinnar á liðnum tímum með því að skoða sögu- sýninguna úr frelsis- og menn- ingarbaráttu þjóðarinnar, sem haldin er í Menntaskólanum að tilhlutun þjóðhátíðarnefndar- innar. Það tækifæri má enginn láta ónotað. Agætir kunnáttu- menn og listamenn hafa tekið höndum saman um það, að bregða upp fyrir mönnum merk ustu atburðunum úr sögu þjóð- arinnar. Þótt íslendingar séu ekki fjölmenn þjóð þá er saga þeira stór og margs að minnast. Menn mega því ekki furða sig á því, þótt þeir kunni ,að sakna einhvers sem þeir vildu að með hefði verið tekið, hitt er meira atriði, hve vel hefur tekizt með sýninguna á svo stuttum undir- búningstíma og hafa þeir sem að henni störfuðu unnið mikið verk og þarft sem þeir eiga ó- skildar þakkir fyrir. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá aðalatriðum sýningarinnar. Enginn lesandi blaðsins má ætla að það rabb um sýning- una, sem hér fer á eftir, geti komið honum í stað þess að sjá sýninguna sjálfur, þvert á móti er það einmitt skrifað til þess að gera þeim það ljósara, að enginn þeirra má láta þessa sýningu fram hjá sér fara. — Sýningin er opin daglega frá kl. 1—10 e. h. og auk þess að sýningargestir geta í anddyr- inu fengið skrá yfir allt sem á sýningunni er, leiðbeina sýn- ingarverðirnii- gestunum og út- skýra fyrir þeim það sem þeir vilja vita varðandi sýninguna. Upphaf „Landið var fagurt og frítt“ f Sýningunni er skipt í 9 deild ir. Fyrsta deildin nefnist upp- haf og fjallar um fund íflands og landnámið. Vegna legu sinnar úti í reg- inhafi byggðist ísland síðar en önnur Evrópulönd. Fyrstu menn sem talið er að hér hafi setzt að, voru írskir einsetumenn — paparnir. Nokkur örnefni á landinu geyma minninguna um veru þeirra hér og eru aðseturs staðir þeirra sýndir á korti. Síðan komu víkingarnir nor- rænu, „feðurnir frægu og frjáls- ræðishetjurnar góðu, austan um hyldýpis haf“. Einn þeirra, sem fyrstur kom, Hrafna-Flóki, — bóndinn sem felldi fénað sinn af því hann gætti þess ekki að afla heyja — gaf land- inu hið kalda nafn sem það hefur borið æ síðan. Allir vita um fyrsta landnámsmanninn, Ingólf Arnason, sem tók sér bólfestu hér í Reykjavík- 874. Síðan helzt straumur landnem- anna óslitinn unz landið var fullbyggt. Tryggvi Magnússon hefur gert myndirnar af landnáminu. Jöklar og fjöll íslands rísa úr sæ, böðuð bjartri sól. Öndveg- issúlum er varpað fyrir borð. Það var ekki fyrst og fremst útþráin, ævintýralöngunin, sem var ástæðan fyrir íerðum land- námsmannanna hingað norður í Dumbshaf. Það var frelsisþrá- in. Þeir flýðu hingað undan yfir gangi drottnunargjarns herkon- ungs, Haraldar hárfagra. Frels- ið var þeim fyrir öllu. Áður en þeir yfirgáfu ættstöðvar sínar í Noregi ristu þeir kúgaranum níð. Hér, í hinu nýja landi, skyldi frelsið ríkja. Landið sem þeir námu var ekki hið blásna Island í dag, þjakað af margra alda áþján, — „í þann tíð var ísland viði vaxið milli fjalls og fjöru“. Landnámsmennirnir komu frá mörgum byggðum í Noregi og á leiðinni hingað lágu slóðir þeirra víða. En hinir ólíku menn af ýmisum uppruna skildu brátt nauðsyn félags- starfs, því stofnuðu þeir þing þar sem lög skyldu sett og dómar dæmdir. Þórsnessþing og Kjalanesþing voru stofnuð. En þing og lög einstakra lands- hluta var ekki nóg, landsmenn skyldu allir hafa ein lög og því fór Úlfljótur í Lóni til Noregs til þess að undirbúa lög fyrir þjóðina, en Grímur geitskór valdi Þingvelli fyrir þingstað hennar. Afrekið var unnið, sem íslendingar eru stoltastir af' alþingi var stofnað að Þingvöll- um, elzta löggjafarþing Evrópu. Á sýningunni er fjöldi mynda sem Tryggvi Magnússon hefur gert, er skýra frá atburðum landnámsins, stofnun albingis og lagasetningu — sköpun þjóð veldisins. — í bókakössum á borðum eru ljósprentanir af handritum er geyma heimildir um þetta tímabil, þ. á. m. af íslendingabók, Landnámabók og Þjóðveldislögunum. Þjóðveldí „Sjálfur leið þú sjálfan þig“ Önnur deild sýningarinnar fjallar um þjóðveldistímann, frá stofnun Alþingis 930 til þess er landið kemst undir yfir- ráð Noregskonungs 1262. ísland er að vísu einangrað norður í höfum og þeir, sem vildu ásælast það, höfðu um langan veg að sækja, sem í þá daga var torsóttari en hann er í dag. En yfirdrottnunarsegg- ir þeirra tíma litu ísland brátt hýru auga og sendu hingað er- indareka sína og flugumenn með fagurgala og gjöfum. Sögu- sögn segir að Harald Gorms- son Danakonungur hafi sent hingað njósnara sinn fjölkunn- ugan, en hvar sem hann kom að landi vörnuðu landvættir honum landgöngu. Á þessari sögu byggjast landvættirnar í skjaldamerki íslands. FYRSTU YFIRDROTTNUNAR- TILRAUN ERLENDS KONUNGS HRUNDIÐ Fyrsta myndin í þessari deild er einmitt frá ágengnistilraun Ólafs helga Noregskonungs, þeg ar hann, er tæp 100 ár voru liðin frá stofnun íslenzka þjóð- veldisins, sendi Þórarinn Nefj- ólfsson hingað til lands, til þess að reyna að ná tökum á land- inu, og a. m. k. fá landsmenn til að gefa sér Grímsey. Það var þá sem Einar Þver- æingur hélt hina frægu ræðu sína til varnaðar gegn því að. íslendingar létu erlenda yfir- drottnunarstefnu ná tökum á sér. Orð Einars Þveræings þá eru hverjum íslending hollur lestur enn í dag: „ .. ef ég' skal segja mína ætlan, þá hygg ég, að sá muni til vera hérlandsmönnum að ganga ekki undir skattgjafar við Ólaf kon ung og allar álögur hér þvílík ar, sem hann hefur við menn í Noregi; og munum vér eigi það Skemmtiferðalög ungs fólks um helgar Fátt er ánægjulegra en að sjá ungt fólk hópast saman til ferða- laga, burt úr. bænum, eftir hádegi á laugardögum, eða eldsnemma á sunnudagsmorgnana. Hver og einn hefur sína byrði að bera, karlar jafnt óg konur, og gleðin ljómar í augum aþra. Á sunnudagskvöld- um koma svo hóparnir til baka. Unga fólkið er orðið þreytt, en á- nægjan yfir að hafa farið og notið helgarinnar úti í guðsgrænni nátt- úrunni, ber þreytutilfinninguna ofur liði. Allir eru glaðir og áður en hópurinn dreyfist og hver einstakl- ingur fer heim til sín, er ákveðið að hittast um næstu helgi og kanna ókunna stigu. Óþörf aðdróttun Það er sagt, að ein „fín frú“ hér i bænum, sem oft þykist hafa ein- hverja speki að mæla, hafi s. 1. vet- ur látið svo um mælt, þegar rætt var um ferðalög ungs fólks úr bænum um helgar, að með því skap- aðist hættulegt ,,ástand“, þar sem öllu velsæmi væri kastað fyrir borð og siðleysi og spillingu gefinn laus taumurinn. Eg fuliyrði að hér er um tilhæfulausar aðdróttanir að ræða, því að skemmtun unga fólksins sem leitar úr bænum, stundar fjallgöng- ur og liggur í tjöldum, er miklu heilbrigðari en samkömur allskon- ar trúabragðafélaga, innan þröngra veggja, eða dansleikir við þau skil- yrði, sem danshús þessa bæjar hafa upp á að bjóða. Foreldrar þurfa þvi ekki að óttast um velferð barna sinna, eí þeim tekst að hvijtja þau svo að þau kjósi frekar að leggja leið sína „inn til dala eða upp á jökla“ en í kvikmyndahúsin og dansleikina í bænum. Skemmtiferðir Æskulýðs- fylkingarinnar Eg vil vekja sérstaka athygli á skemmtiferðum félags ungra sósíal- ist — Æskulýðsfylkingarinnar, — sem farnar hafa verið um hverja helgi að undanförnu. Með því að bindast samtökum. um skemmtiferða lög og útilegur um helgar, hafa ungir sósíalistar gefið æskumönn- og konum þessa bæjar gott for- dæmi. Ungir sósíalistar eru sér þess meðvitandi að hin heilbrigða hug- I sjón, sem félagsskapur þeirra stendur að, verður þvi aðeins borin fram til sigurs að einstaklinganir eigi líkamlegan þroska og heilbrigði. Þess vegna leggja þeir leið sína til fjalla og bjóða alla unga sósíalista velkomna með til að sækja á bratt- ann. ó. Þ. Er leyfilegt að standa aftari á vörubílum? Það er algéng sjón hér í Reykja- vík að sjá verkamenn sem eru að fara að og frá vinnustað, standa marga saman á palli vörubifreiða. Aðeins þeir fremstu hafa sæmilega handfestu, hinir halda hver í ann- an, ef þeir þá hirða um það. Þeg- ar svo bílarnir hoppa a holóttum götunum, hendast mennirnir til og frá á pallinum. Það er furðulegt að ekki skuli næstum því daglega hljótast slys af þessum flutningi, en þegar slys koma fyrir af þessum orsökum ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og son- um vorum og allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir, þá mun sá til vera að ljá konungi Framh. á 5. píðu. þarf sjaldnast að binda um sárin, cftast hlýzt þá bráður bani af. Vörubílstjórum er flestum mein- illa við að flytja menn þannig á skýlislausum palli og sumir neita alveg að gera það, en flestir eru það greiðviknir að þeir vilja ekki neita verkamönnum, sem eru að flýta sér, um flutning til og' i'rá vinnustöðunum, þótt því fylgi á- hætta. Mér er ekki kunnugt um hvort þessir flutningar innanbæjar eru bannaðir með lögum, þannig að hægt sé að gera bílstjórana ábyrga fyrir óhöppum sem af þessu hljót- ast, en heyrt hef ég bílstjóra halda því fram, að þeir mættu aðeins leyfa fjórum mönnum að standa á pallinum, og þó aðeins ef þeir hefðu slá áfasta við húsið, fyrir handfestu. En hvort sem skýr lagafyrirmæli eru til um þetta eða ekki, þá ættu bifreiðastjórar og vegfarendur að gæta meiri varúðar í þessum sök- um. Matsölustaðir fyrir van- héilt fólk Einn kunningi minn vakti máls á því við mig um daginn, að koma þyrfti á stofn matsölustöðum fyrir fólk er ekki mætti borða nema vissar matartegundir vegna van- heilsu, og hefðu ströng fyrimæli frá læknum um mataræði sitt. Þetta fólk, sem oft væri vinnandi, yrði að sætta sig við þann mat er væri á borðum í matsöluhúsunum, þótt það vissi að það mætti ekki neyta hans, eða vera hungrað ella. Eg er honum sammála um þetta, en vil bæta því við, að það þarf að hugsa um fleiri en þá sem nú þegar hafa spillt heilsu sinni með óhollu mataræði. Það þarf líka að koma í veg fyrir að þeir sem enn eru heilbrigðir verði sjúkir. Við þurfum með öðrum orðum að taka læknavísindin á þessu sviði til al- varlegrar yfirvegunar. Kenningin sem hljóðar svona: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru“, er viðurkennd að vera hin mesta falskenning. Starf læknanna ætti fyrst og fremst að vera á meðal þeira sem eru heil- brigðir og miðast við að koma £ veg fyrir sjúk'dómana með heil- brigðu mataræði. „Sveitamanna egg“ Eg var staddur í matvöruverzlun hér á dögunum, sem ekki er reynd- ar í frásögur færandi, ef ekki hefði komið þar fyrir atvik er varð mér nokkurt umhugsunarefni. Inn í búð- ina kom maður, er spurði eftir eggjum. Já, eggin voru til. — „Eru það sveitamannaegg“ spurði maður- inn. Þegar búðarstúlkan svaraði því játandi, gekk hann til dyra og lét þau orð falla að réttast væri að senda sveitamönnunum úldnu eggin aftur. Það er eðlilegt að almenningur vilji ógjarnan kaupa skemmdan mat, hvort sem það eru t. d. egg: eða eitthvað annað, og það er jafn- víst að þeir sem framleiða þessar vörur hér á landi, senda þær ekki skemmdar á markaðinn af ásettu ráði. Það eru örðugleikarnir að koma eggjunum á markaðinn nógu fljótt, ásamt því að margir hafa svo litla hænsnarækt að þeir safna eggjum saman og senda þau sjald- an á markaðinn., en þeim mun meira í einu. Það er sem sagt strjálbýlið og smábúskapurinn sem veldur þessu. Nú hafa verið fundnar að- ferðir til að geyma egg um lengri tímg, m. a. með frystingu, en til þess þarf vélar sem munu vera of dýrar fyrir smáframleiðendur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.