Þjóðviljinn - 01.07.1944, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. júlí 1944.
%
ÞJÓÐVILJINN
UPPELDIS- OG SKÖLAMÁLASÍÐA ÞJÓÐVILJANS
Ritstjóri Sigurður Thorlacius skólastjóri
Helmilið -- skðlinn - gatan
SanWlli1 kenarapiBislBS 19« lera oett i
mm ímnMUm n illnshiiyiii
Um þetta leyti hálda margs
Itonar félög og stofnanir þing
og láta samþykktir rigna yfir
þjóðina í gegnum útvarp og
blöð. Verður þess vart að sum-
um þykir nóg um, enda reynir
sannast að segja allmjög á þol-
inmæði hlustenda og blaðales-
enda. Hitt er einnig víst, að
mörg þing hafa stórmikið gildi,
fyrst og fremst fyrir starfshóp-
ana sjálfa, sem að þeim standa
og sumpart á þá lund, að vakin
er athygli alþjóðar, löggjafar
■og landsstjórnar á gagnlegum
umbótamálum.
Áttunda fulltrúaþingi Sam-
rbands íslenzkra barnakennara
•er nýlega lokið hér í Reykjavík.
Helztu samþykktir þess hafa
verið birtar í öllum blöðum
bæjarins. Eru þær næsta athygl
isverðar og skulu því gerðar að
umtalsefni eftir því sem rúm
skólasíðunnar leyfir að þessu
■sinni
KJÖR KENNARA VARÐA
AX.MENNING
Ýmsir kunna að líta svo á,
að launakjör kennara séu óvið-
Eomandi umræðum um uppeld-
ís- og skólamál, þau séu aðeins
einkamál þeirra sem við þau
t>úa. Þetta er misskilningur.
Vil ég í því sambandi vitna í
3. lið launamálasamþykktar
kennaraþingsins. Þar segir:
„Áttunda fuUtrúaþing S. í. B.
vekur athygli ríkistjórnar og
Alþingis á því, að nú þegar hafa
margir kennarar horfið frá
starfi síríu' og enn fleiri neyðst
til að ofbjóða starfskröftum
sínum við margháttuð aukastörf
og það .mun halda áfram, verði
ekki kennarastéttinni, þegar á
væntanlegu haustþingi tryggð
þau kjör, sem gert er ráð fyrir
í tillögum milliþinganefndar í
launamálum. Bendir þingið í
þessu sambandi á þá staðreynd,
að síðastliðinn vetur voru um
70 skólahéruð án kennara með
kennararéttindum og aðsókn að
kennaraskóla Islands fer þverr-
andi“.
Um Kennaraskólann má bæta
því við, að innan við 50 n,em-
endur stunduðu þar nám í vet-
ur í §tað 75—100 oft áður, sem
þó hefur ekki hrokkið til að
fullnægja kennaraþörf lands-
ins. Þessar staðreyndir þurfa
fárra skýringa við. Er einsætt,
að annað hvort verður íslenzka
þjóðin að afnema skólaskyldu
og hætta að starfrækja mikinn
hluta barnaskóla sinna eða bæta
kjör kennaranna til stórra
muna.
MENNTUNAR- GG STARFS-
SKILYRÐI ÍSLENZKRA
MÆÐRA
Barnakennurum er það að
sjálfsögðu Ijósara en flestum
öðrum, hversu veglegt og mik-
ilsvert er hlutverk mæðranna
við uppeldi smábarnanna og
æskunnar allrar. í starfi sínu
reka þeir sig áþreifanlega á
það, á degi hverjum að kalla
má, með hve misjöfnum árangri
mæðurnar leysa þessi skyldu-
störf af höndum, og kemur þar
þó margt til álita, áður en loka-
dómurinn skyldi upp kveðinn.
Oftlega . er talað um móður-
ástina í sambandi við uppeldi
barnanna, eins og eðlilegt er.
Vissulega hlær hverri heil
brigðri móður hugur í brjósti,
er hún hampar spriklandi hvít-
voðungnum í skauti sér og bið-
ur og óskar honum heilla -og
gengis á ókomnum æviárum.
En því miður munu fleiri kon-
ur en Guðrún Ósvífursdóttir og
í víðtækara skilningi, neyðast
til að játa á efri árum: „Þeim
var ég verst, er ég unni mest“.
Og margur mun í lífi sjálfs sín
finna brot úr sannleika í þess-
um ljóðlínum Þorsteins Er-
lingssonar:
Eg veit þó sitt bezta hver
vinur mér gaf
og viljandi blekkti mig
enginn.
En til þess að skafa það allt
saman af
er ævin að helmingi gengin.
Uppeldisvísindin ná að vísu
skammt enn sem komið er í
margri grein. En þó mundi
vafalaust afstýrt margs konar
mistökum og óhöppum 1 upp-
eldi fjölda æskumanna, ef mæð
urnar ættu þess almennt kost
að tileinka sér þó ekki væn
nema nokkur grundvallarat-
riði þessarar fræðigreinar. Að
þessu lýtur ábending kennara-
þingsins, að teknir verði í
skólakerfið sérstakir skólar fyr-
ir mæður og mæðraefni kom-
andi kynslóða.
Þá er ekki síður athyglisverð
í þessu sambandi.áskorun kenn-
araþingsins til milliþinganefnd-
ar í skólamálum, að hún „at-
hugi rækilega með hverjurn
hætti er unnt að bæta svo
starfs- og lífsskilyrði íslenkra
mæðra, að þær fái sem bezt
leyst uppeldisskyldurnar af
höndum“. í þessum efnum er
sannarlega stórra átaka þörf í
voru landi. Eg veit ekki, hvort
rétt er að tala um mæðurnar
sem sérstaka stétt, en sé svo,
þá eru þær sú stéttin, sem
minnst hefur réttaröryggi allra
þegna þjóðfélagsins. Á það vita
skuld fyrst o^ fremst við um
hinar fátækari mæður, en einn-
ig margar hinna, sem við sæmi-
legan efnahag búa. Sjálfsagt
mætti dálítið úr þessu bæta
með breyttum hugsunarhætti
og aukinni nærgætni karlmann-
anna, eiginmanna og sona á
heimilunum. En hvað sem því
líður, þá er margvíslegra og víð
tækra ráðstafana þörf frá hálfu
hins opinbera, ríkis og sveita-
| félaga. Hér dugar hvorki gam-
alkunnugt nöldur um svikular
og dýrar vinnukonur né há-
fleygar skálarræður um göfugt
uppeldishlutverk mæðranna.
Raunhæfar framkvæmdir sem
henta samtíðarhugsunarhætti
og lífsskilyrðum er það sem
koma skal.
GETA SKÓLAR í KÖLDU
LANDI STARFAÐ TIL
GAGNS ÁN HÚSNÆÐIS?
Skólaskylda hefur verið í landi
hér um nærri 40 ára skeið. Þó fer
því fjarri, að skólahús séu til fyrir
öll skólaskyld börn í landinu.
Fjöldi fræðsluhéraða víðsvegar um
byggðir landsins hafa engin skóla-
lnis fyrir börn sín og sums staðar
í kaupstöðum og kauptúnum, þar
á meðal í höfuðborginni, þar sem
skólahús eru til, eru þau svo yfir-
full, að ómetanlegt tjón er að í
starfi skólanna.
Kennaraþingið lagði mikla á-
herzlu á gagngerðar og skjótar um-
bætur í þessum efnum og voru
allir fulltrúarnir, sem til sín létu
hcyra, sammála um, að húsnæðis-
skorturinn stæði barnafræðslunni
stórlega fýrir þrifurn og, engra rót-
tækra endurbóta væri að vænta á
starfsháttum barnaskójanna nema
leyst væru vandræði húsnæðismál-
anna og þannig sköpuð frumstæð-
ustu starfsskilyrði fyrir börn og
kennara. Ivennaraþingið' saméin-
aðist einróma um þá sjálfsögðu lág-
markskröfu, að á næstu árum hafi
öll býggðarlög’landsins fengið sitt
skólahús og í þéttbýlinu sé hús-
rúm skólans miðað við þá ófrá-
víkjanlegu nauðsýn, sem viður-
kennd er um öil menningarlönd
nema hér, að hvef deild (bekkur)
skólans hafi stofu til afnota út af
fyrir sig, svo að aldrei þurfi tvær
eða fleiri deildir að nota söniu
kennslustofu. í sambandi við þessa
kröfu er fróðlegt að geta þess. að
hér í Reykjavík munu nú vera
rúmlega 70 kennslustofur í barna-
skólum bæjarins, en þyrftu að
verða a. m. k. 100—170. ef alls
staðar væri einsett í stofu, en það
er miklu nauðsynlegra og þýðing-
armeira fyrir allt starf skólans en
í fljótu bragði kann að virðast. Á
það eitt skal Itent að sinni, sem þó
er ekki allra inest um vert. að með
því eina móti er unnt að láta börn-
in vera í skólanum þann tíma
dagsins, sem þeim er hollast og
vænlegast til árangurs í náminu.
UPPELDISRANNSÓKNIR.
KENNARAM EN NTU N
OG TILRAUNASKÓLI.
Víst má telja, að strax að stríði
loknu verði róttækar mikilsverðar
breytingar á skólastarfi víðsvegar
um lönd. Oss íslendingum^ er
margvíslegra umbóta þörf i þess-
um efnum ekki síður en öðrum
þjóðum. En oss hcntar ekki allt
hið sama og öðrum. Er því þegar
af þeim sökum hin brýnasta nauð-
syn að upp rísi við háskóla vorn
stofnun, sem annist rannsóknir í
uppeldis- og sálarfræði og leiðbein-
ingar í þágu íslenzkra skólamála.
I sambandi við þvílíka stofnun sé
stofnaður tilraunaskóli, þar sem
beztu kennurum landsins gefst
kostur á að færa sönnur á gildi
nýrra eða gamalla aðferða, sem
yfirburði hafa miðað við íslenzka
lands- og þjóðhætti, en varpa hin-
um lakari vinnubrögðum fvrir
borð. Kennaraþingið lagði ríka á-
í herzlu á, að stofnanir af þessu tagi
I kæmust á fót sem allra fyrst. Var
einnig bent á, að því aðeins mundi
uppeldisvísindadeild haskólans
geta leyst hið margþætta hlutverk
i sitt af höndum, að Ú—4 sérfræð-
ingar störfuðu þar hið fæsta, og
væru fengnir til útlendir menn, ef
nauðsyn þætti bera til. Ennfrem-
ur taldi þingið sjálfsagt, að deild
uppeldisvísinda hefði með hönd-
um lokastig undirbúningsmennt-
j unar barnakennara.
; Hér hefur mjög lauslega verið
j drepið á nokkur helztu atriði sam-
i þykkta kennaraþingsins. Ætla ég
I að þeir sem athuga gaumgæflega
tillögur þingsins muni komast áð
þcirri niðurstöðu, að ef þær vrðu
t framkvæmdar fijótt óg skynsam-
lega í meginatriðum. þá mundi það
hafa liinar víðtækust.u umbætur í
för með sér á skömmurn tíma á
öllu skóla- og uppeldisstarfi í land-
inu.
Syndir
vanþekkingarinnar
„Byrjið þess vegna á því. að
rannsaka betur nemendur yðar,
því að vissulega Jiekkið þér þá
alls ekki“. *)
Þessi látlausu áminningarorð til
uppalenda, foreldra og kennara eru
í fullu gildi enn þann dag í dag,
þótt miklar framfarir hafi orðið
síðan á 18. öld, einnig í þessurn
efnum. Því að hvaða foreldrar geta
miklast af því, að þau þekki börn
sín svo vel, að eigi verði um bætt
— og það til mikilla .muna? Eða.
hverjir eru þeir foreldrar eða kenn-
arar, sem ekki breyta einhvern-
tíma ranglega gagnvart börnun-
um, vegna þess að þeir misskilja
þau?
Nú eru vissulega takmörk fyrir
því hvers er hægt að krefjast af
foreldrum og kennurum í þessum
efnum. Uppeldisvísindin kunna að
vísu á mörgu skil og við ýmsu
ráð, sem enn er óráðið og huiið.
Ennfremur eru flestum foreldrum
og kenhurum skorinn þrengri
stakkur af umhverfi, lífskjörum og
starfsskilyrðum. En oft virðist held
ur ekki þurfa nema heilbrigða skyn
semi ásamt umhyggjusemi og ár-
vekni, til þess að forðast alvarlega
árekstra, sem óhjákvæmilega fara
í kjölfar sinnuleysis og vanþekk-
ingar. Nokkur dæmi skulu nefnd
til skýringar.
Lítill drengur hafði gengið í
skóla um nokkurt skeið en gat
; ekki að því er virtist, lært neitt
af neinu tagi. Kennarinn fór að
hallast að þeirri skoðun, að dreng-
urinn væri fábjáni, en við nánari
kynni kom sú raunverulega or-
sök í ljós. Barnið fékk svo lítið að
borða, að sulturinn gerði því ó-
mögulegt að beina athyglinni að
viðfangsefnum skólans. Þegar mat-
arþörfinni var fullnægt, urðu snögg
umskipti í námi litla drengsins.
Eitt sinn hafði dreng vantað í
skóla nokkra daga. Kennslukonan
hafði enga tilkynningu fengið um
að drengurinn væri veikur. Þegar
hann koin aftur í skólann, ávítaði
hún hann harðlega fyrir að svíkj-
ast um skyldur sínar. En orsökin
til fjarveru drengsins var sú,
að hann liafði misst föður sinn.
Allir munu skilja hve örlagarík
áhrif svona atvik getur háft á
barnið, afstöðu þess til kennarans,
skólans, ' námsins, tilverunnar.
Einnig gæti það haft áhrif á virð-
ingu hinna barnanna í bekknum
fyrir kennaranum. En kennslukon-
an. sem hlut átti að rnáli, var tal-
in brjóstgóð og ærukær. Ilér var
I því ekki um ásetningssynd að
ræða. En atvik af þessu tagi geta
*) J. J. ltousseau í {ormálanum fyrir
Emile.
Framhald á 5. síðu.