Þjóðviljinn - 06.07.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.07.1944, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. júlí 1944. Alþýðublaðið ræðst harkalega á Gylfa Þ. Gíslason dósent Stefán Pétnrsson, Vilnjðlnur Viihiálmsson & Co alveg ai sleppa sér f „baráttunni gegn kommúnisinanHin" V9» 7\ Alþýðublaðsritararnir virðast alveg vera að sleppa sér af æs- ingi í baráttunni gegn kommún- ismanum," sem þeir virðast ætla sér að heyja undir merki banda ríska afturhaldsins, enda hljóta nú vonir þeirra Alþýðuflokks- manna um sigurstrangleg enda- lok á „ménningarhlutverki" Hitlers í þeirri baráttu að vera farnar að dvína. Sjaldan hefur þó Vilhjálmur á Horninu froðufellt eins og í gærmorgun, og er tilefnið . rit- stjórnargrein í Þjóðviljanum fyr ir nokkru, þar sem þess var get- ið, að íslenzkur stúdent í Banda ríkjunum hefði í bréfi heim nefnt íslenzkuna „skrílmál". Út af þessu hefur „bréfritari" Hannesar mjög prúðmannlegt orðbragð á Alþýðublaðsvísu, heimtar að ritstjórar Þjóðvilj- ans segi nafn stúdentsins, og bætir við: „Ef þeir gera það ekki, þá skuli þeir stimplaðir sem ærulausir rógberar og lyg- arar." Ritstjórn Þjóðviljans getur ekki orðið við þeirri beiðni að birta nafn stúdentsins, því henni er ókunnugt um það. Hins vegar skal Alþ.blaðinu þó gerð nokkur úrlausn, með því að vísa því á heirnildir Þjóðviljans, en þær eru ræða sem Gylfi Þ. Gíslason dósent flutti á stúd- entamótinu í Tjarnarbíó 18. júní s.L, og fjallaði um vörn gegn erlendum áhrifum. Þjóðviljinn efast ekki um að Gylfi Þ. Gísla- son skýri þarna rétt frá. í ræðu sinni gat Gylfí þess að hann þekki þennan stúdent sem bréf- ið ritaði, og er harla ólíklegt að Gylfi Þ. Gíslason vilji gera hon- um þá ævarandi smán, að birta nafn hans, þó dæmið sé nefnt opinberlega öðrum tíl varnaðar. Fer hér á eftir orðréttur kafli sá úr ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar á stúdentafundinum, þar sem sagt er frá bréfinu: „Þótt íslendingar hafi ekki enn beðið beint þjóðernis- eða menningartjón hefur sámt bryddað á ýmsu því í þjóðlífinu, sem bendir ákveðið í þá átt, að full ástæða sé til þess að vera vel á verði. Erlend og þó eink- um amerísk áhrif gera vart við sig á ýmsum sviðum. Þeirra gæt ir í hugsunarhætti fólks og hátt erni, sérstaklega ungs fólks. Eg mæti næstum daglega á götun- um unglingum, sem ég myndi halda að væri útlendingar, ef ég vissi ekki, að þeir væru ís- lenzkir. í opinberu lífi og ís- lenzkri blaðamennsku er farið að gæta auglýsingaskrums, sem er íslendingum óeiginlegt og þeim flestum til leiðinda. Hin frumstæða aðdáun fábýlismanns ins á því, sem er útlent, er hér þegar fyrir löngu orðið að dekri, og er- óvíst, hvenær hún snýst upp í algert virðingarleysi fyrir því sem íslenzkt er. Fyrir hálfri öld þóttust ýmsir, sem töldu sig hafa mannazt í Kaup- mannahöfn, þess umkomna að forsmá það, sem íslenzkt er. Þessi hugsunarháttur hafði ver- ið kveðinn í kútinn. En hann virðist nú vera að skjóta upp kollinum á ný, og nú eru það ekki Danir, sem iekrað er við, heldur Ameríkumenn. Það bólar jafnvel á fullkomnu virðingar- leysi fyrir því sem íslenzkt er. Kunnum menntamanni hér i Reykjavík barst fyrir nokkru bréf frá íslenzkum stúdení, sem þó var tiltölulega nýkominn til Bandaríkjanna til náms, pilti, sem lokið hafði óvenju háu prófi við Menntaskólann í Reykjavík. Hann ber saman há- skólann, þar sem hann stundaði nú nám sitt og Menntaskólann hér og átti varla orð til þess að lýsa því, hversu allt væri hér aumt og lítilmótlegt í saman- burði við það, sem þar væri, honum fannst hér tæpast vera menningarlíf, ef Bandarikin væru tekin til samanburðar. Og nú er hann hefði lært að hugsa á ensku, sagðist hann sjá það, að íslenzkan væri skrílmál, sem ekki væri talandi á, ekki skrif- andi og ekki einu sinni hugs- andi. — Á einu ári hefur ágæt- ur íslenzkur æskumaður orðið aðeins hálfur íslendingur. Gæti ekki svo farið, að hann yrði það alls ekki lengur. (Leturbr. Þjv.). En það er athyglisvert, að um sama leyti berst menntamanni þessum bréf frá námsmanni á Norðurlöndum. Var sá að ljúka við samningu bókar á íslenzku, og kvaðst geta fengið hana prentaða þar, en hann ber þá virðingu fyrir tungu sinni, að hann sagðist ekki vilja leggja síðustu hönd á verkið fyrr en hér heima, er hann gæti notið aðstoðar færustu manna um mál far hennar. Hverju sætir svo ó- lík afstaða? Eg þekki þessa stúd enta báða, og hef ekki talið þá ólíka. En annaðhvort er hér um að ræða gerólíka menn eða þeir hafa orðið fyrir mjög ólík- um áhrifum. íslendingar munu yfirleitt næmir fyrir því, sem erlent er, og af einhverjum ástæðum sér- staklega næmir fyrir ýmsu ame- rísku. Þess er skemmst að minn ast, að prýðisvel gefinn íslenzk ur stúdent talaði á nokkrar hljómplötur, skömmu eftir komu sína til Bandaríkjanna, og var þeim útvarpað hér, en það vakti athygli og snart menn óþægilega, að hann talaði ís- lenzku með enskum málbiæ. Eg hef séð bréfspjald, skrifað í Hollywood af íslenzkum stúdent til kunningja síns hér. Það var að mestu leyti á ensku og að öllu leyti með svo furðulegum hætti, að ég átti bágt með að trúa, að það væri skrifað af ís- lendingi hvað þá íslenzkum menntamanni. ' íslenzkir stúdentar, sem stunda nám í Ameríku, virðast verða þar fyrir meiri og gagn- gerðari áhrifum en tíðkast úm þá, sem leituðu til annarra landa. Það virðizt og auðveld- ara að verða Bandaríkjamaður en t. d. Dani, Englendingur eða Þjóðverji, og á þetta líklega rót sína að rekja til þess, að Banda- ríkin eru ung þjóð, orðin til við samruna margra þjóða, og menn ing þeirra á sér enn skamman aldur. En einmitt vegna þessa verða náin samskipti smáþjóðar, sem vill vernda einkenni sín, við slika stórþjóð varhugaverð. Sökum hinna náriu skipta ís- lands og Bandaríkjanna hvílir mikil ábyrgð á herðum þeirra stúdenta, sem fara til náms til Vesturheims. Meðal þeirra er margt ágætra námsmanna, og þjóðin þarfnast þeirra allra. En hún sendir þá ekki einungis í þekkingarleit til annarra landa, heldur einnig til þess að þeir verði betri íslendingar og hæf- ari til að skilja málstað þjóðar sinnar. Þessvegna mega þeir ekki verða til þess að treysta bönd, sem er varhugavert fyrir oss að bindast. Forustumenn vor ir í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dönum hlutu menntun sína í Kaupmannahöfn, en þeir fluttu þaðan ekki dönsk áhrif til Ts- lands eða gerðust talsmenn Dana, heldur sóttu þeir þangað aukinn sjálfstæðisvilja og rík- ari ættjarðarást.. Þessara manna skyldu hinir ungu íslenzku stúd entar í Bandaríkjunum minnast og taka þá sér til fyrirmyndar". Þannig mælti Gylfi Þ. Gísla- son dósent í ræðu sinni á stúd- entafundinum í Tjarnarbíó 18. júní s.l. Það var vel og drengi- lega mælt, af fullri hreinskilni. Það er ekki Þjóðviljans sök þó þessi athyglisverða ræða virðist hafa farið framhjá eyrum flokksbræðra Gylfa og Alþýðu- blaðið hlaupi þessvegna eins hastarlega á sig og það gerði í gær. 75.00 kr. gjof til styrktar ekkjun og munaðarlausum kðrn- um íslenzkra lækna Auk þeirra 16500.00 króna sem Þ. Scheving Thorsteinson lyfsali gaf í minningarsjóð um föður sinn, í tilefni af starfs- afmæli sínu og áður hefur ver- ið getið, gaf hann 7 500.00 kr. til Styrktarsjóðs ekkna og munaðarlausra barna íslenzkra lækna, til minningar um 74 látna íslenzka lækna og eina Gistihúsin Ferðalög innanlands fara nú mjög í vöxt og taka fleiri atvinnustéttir þáttj í þeim en áður var. Þörf in fyrir gistihús hefur því aukizt til muna og má vænta þess að svo verði einn- ir að stríðinu. loknu, þegar erlend- ir ferðamenn fara að leggja leið sína hingað aftur. Gistihús okkar hafa hlotið harða dóma hjá erlendum ferðamönnum, hafa þeir talið þau flest lítt nothæf, en hinsvegar óhóflega dýr. Margir hafa viljað skella skolleyrunum við þessum aðfinnslum og telja þær eins og hverja aðra hótfyndni er ekki væri mark á takandi. Margir íslend- ingar hafa þó sannfærst um að born ar væru fram réttmætar aðfinnslur á rekstri og fyrirkomulagi gistihús- anna og komið með tillögur til úr- bóta og hafa það einkum verið þeir er ferðast hafa erlendis og kynnzt því er aðrar þjóðir telja sér sæm- andi að bjóða ferðamönnum sínum. Matreiðslan Alloftast er það maturinn á gisti- húsunum er ferðamenn telja óhæf- an, bæði illa tilbúinn og of einhæf- an, virðist matreiðslumennina stund um skorta hugkvæmni til að hafa matinn fjölbreyttan, en hafa sömu réttina á borðum vikum og mánuð- um saman. Verður að ætlast til að þeir sem lært hafa matreiðslu, fram leiði fjölbreyttari og b'etri mat, en þeir sem ólærðir eru í þeirri grein, svo framarlega sem brytinn leggur til það er matsveinarnir telja sig þurfa. Mikið virðist á vanta að gistihús- in geri sér far um að hafa þann mat á borðum er bezt henti ferða- fólki og talinn sé hollur. Það er haft fyrir satt að sum g'istihús séu fram úr hófi spör á grænrheti og noti þáð jafnvel ekki allt sumarið. Ætti þó öllum er við matargerð fást að vera kunn nauðsynin á að þess sé neytt i ríkum mæli. Námskeið í rekstri gisti- húsa Matreiðslan er þó ekki nema einn þátturinn í rekstri gistihúsanna. Forstöðumenn þeirra þurfa að hafa sérþekkingu á ýmsum öðrum svið- um. Erlendis þurfa forstöðumenn gisti- húsa að hafa fagþekkingu á starfinu til að öðlast rétt til gistihússrekst- urs. Hér vantar okkur fagmenn á þessu sviði. í stað fagmanna hafa hinir og aðrir tekið að sér rekstur gistihúsa, án þess að hafa sérþekk- ingu. Við verðum að koma upp nám- skeiðum eða skóla er veiti gestgjafa efnum nauðsynlega þekkingu í starf- inu. Við höfum skóla fyrir ýmsar sérgreinar atvinnulífsins, en í gisti- húsrekstri eigum við engan skóla. Það sem kennt yrði, ætti fyrst og fremst að vera rekstur og fyrirkomu lag gistihúsa, framleiðsla matar og matarefni, eldhússtörf, réttaskrár, kostnaðaráætlun um máltíðir, bók- færzla, tungumál og móttaka gesta. Þessum skóla ætti að koma upp fyrir forgöngu hins opinbera og ætti milliþinganefnd í skólamálum, er nú situr að störfum, að taka þetta til athugunar. Prentarar óþolinmóðir Prentarar hér í bænum stofnuðu. byggingasamvinnufélag í vor, í því augnamiði að koma sér upp íbúð- um. Þátttakan í félagsskapnum var góð og mikill áhugi fyrir að úr framkvæmdum gæti orðið sem. fyrst. Fyrst þurfti félagið að útvega sér lóðir til að byggja á, og þótti því. hagkvæmast að fá leigðar lóðir á. Melunum. Var umsókn þar um. send bæjarráði. Ekkert svar hafa prentararnir fengið ennþá og eru þeir að vonum orðnir nokkuð óþolinmóðir að bíða eftir því. Væri æskilegt að úr því fengizt skorið, hvort bæjarráð hef- ur hugsað sér að synja bygginga- félaginu um lóðirnar, eða hér er aðeins um að kenna seinlæti og skilningsskorti, er einkennt hefur af- skipti bæjarstjórnarinnar í húsnæS- i'smálunum undanfarið. Skjaldarmerkið Reykvíkingur skrifar Bæjarpóst- inum: Eitt af því sem um er rætt í sambandi við lýðveldisstofnunina, er skjaldarmerki íslands.- Líklega eru eitthvað skiptar skoðanir um, hvort fallegra sé og heppilegra, merki það er tekið hefur verið upp, eða hið svokallaða fálkamerki. Ekki virðist þó orka tvímælis unr að skjaldarmerki fánans sé að öllu leyti tilhlýðilegra og ósmekklegt find ist mér að taka upp fálkamerkið, því myndi svipa um of til arnar- merkisins þýzka, og við ættum ekki að apa eftir öðrum þjóðum, í þessu. efni, meir en þörf krefur. En þar eð skoðanir eru skiptar um þetta mál, er ekki nema gott að formælendur beggja, komi fram með sín rök. Reykvíkingur- Skemmdur matur Til Bæjarpósts Þjóðviljansí Eg las nýlega í dálkum þínurrr nokkur orð um „sveitamannaegg". Það hefur komið fyrir að ég eða nágrannakonur mínar hafa orðið fyrir því óláni að kaupa „fúlegg". Hvort slík egg eru einungis frá sveitamönnum, skal ég ekki segja, en það má eins skemma egg með því að láta þau standa úti í búðar- gluggum, kannski dag eftir dag, þeg- ar mest er framleitt af þeim. Ótrú- legt er að sólin hafi ekki miður góð^ áhrif á þau þar, því þegar kvöldar kólna þau í skugganum og svo koll af kolli. Vöruvöndun á innlendum markaði er nauðsynleg. En það kem ur líka oft fyrir að erlendar vörur eru skemmdar, þegar íslenzkar verzl anir hafa þær á boðstólum. Mætt- um t. d. minnast ameríska- mygiu- smjörsins s.l. sumar. Við vt 5um að hafa í huga að aðstaða s^eita- fóiksins er oft erfið og það sýnir tíðum mikinn dugnað við að koma vörum sínum á markað. Og er meiri ástæða til að hrópa hástöfum yfir „sveítamannaeggjum", sem ekki er einu sinni víst að séu fúl, en yfir amerísku smjöri, sem er myglað eða öðrum skemmdum vörum, af erlend- um markaði? Húsmóðir.. I Krossgátan læknisfrú, móður sína, frú Þór- unni Thorsteinsson. Læknarnir eru taldir upp með nöfnum. — Meðal þeirra er Bjarni Pálsson landlæknir, en hann er eins og kunnugt er, stofnandi Reykja- víkur Apóteks. Krossgáta blaðsins hefur fallið nið' ur nokkra daga og hafa blaðinu borizt fyrirspurnir um hverju það sætti. Getum við glatt lesendur blaðsins með því, að bráðlega mun rætast úr þessu, höfundur krossgátunnar, sem hefur verið fjarverandi undanfarna daga, er nú kominn í bæinn aftur.. b

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.