Þjóðviljinn - 25.07.1944, Blaðsíða 2
ÞJC.BVILJINN
Þriðjudagur 25. júlí 1944».
|i bolar oepkfall i. Igist
Aðalkrdfarnar: 6mnnkaupshækkun, eínkum fyrír kvenfélk o$ unglinga.
Idnverkamenn vinní sí$ upp s fullf kaup á eínu átu
Atvinnurekendur oeita sanngiðmum kiöfum iðnverkafólksins
í skjóli verðiagsstjóra og viðskiptamálaráðherra
Iðja, félag: verksmiðjufólks, hefur boðað verkfall
irá og með 1. ágúst næstkomandi, þar sem samningsum-
leitanir við atvinnurekendur um nauðsynlegar breyting-
ar á núgildandi samningum hafa reynzt árangurslausar.
Verkfall þetta mun ná til á annað þúsund manns.
Hér er um að ræða kjör alls iðnverkafólks í Reykajvík
•g á Álafossi, því að þau iðnfyrirtæki, sem ekki eru
meðlimir í Félagi íslenzkra iðnrekenda og því ekki að-
ilar að samningum milli þess sambands og Iðju, hafa
jafnan farið eftir gildandi samningum- — Iðja í Hafn-
arfirði hefur gert sömu kröfur og einnig boðað verkfall
frá 1. ágúst.
Þjóðviljinn átti í gær tal við
Björn Bjarnason, formann Iðju,
og bað hann að skýra frá aðdrag-
anda vinnudeilunnar og um hvað
hún snerist, og skýrði hann þannig
frá:
KRÖFUR VERKAFÓLKSINS.
í uppkasti því að samningun-
«m, sem Iðja hefur sent Félagi
íslenzkra iðnrekenda, er gert ráð
fyrir nokkurri grunnkaupshækk-
un, einkum fyrir það fólk, sem
lægst er launað, konur og ungl-
inga. En aðalbreytingin, fyrir ut-
an kaupupphæðina, er sú, að fólk
skuli vinna sig upp í full laun á
einu ári, í stað tveimur nú, enda
mun óhætt að telja, að fólk sé
búið að fá það mikla leikni í starfi
sínu eftir ársvinnu við það, að
sanngjarnt sé að það fái fullt
kaup.
í núgildandi samningi eru byrj-
nnarlaun karla yngri en 18 ára 160
kr. á mánuði, en hækka á 12 mán-
uðum upp í 225 kr. Byrjunarlaun
kvenna eru þau sömu, 160 kr. á
mánuði, en hækka á tveimur ár-
um upp í 265 kr. í hinu nýja
samningsuppkasti Iðju er gert ráð
fyrir að kaup karla yngri en 18
ára og kvenna verði sem hér segir:
Byrj unarlaun, á mánuði kr 215,00
Eftir 3 mán, á mánuði — 250,00
Eftir 6 mán., á mánuði — 275,00
Eftir 9 mán., á mánuði — 300,00
Eftir 12 mán., á mánuði — 325,00
Karlar eldri en 18 ára hafa nú
í byrjunarlaun 280 kr. á mánuði,
og hækkar kaupið á tveimur ár-
um upp í 440 kr. í samningsupp-
kasti Iðju er gert ráð fyrir að
þetta breytist sem hér segir:
Byrjunarlaun, á mánuði kr. 300,00
Eftir 3 mán., á mánuði — 350,00
Eftir 6 mán., á mánuði — 400,00
Eftir 9 mán., á mánuði — 450,00
Eftir 12 mán., á mánuði — 500,00
í núgildandi samningi er svo
ákveðið, að yfir-, nætur- og helgi-
dagavinna greiðist mcð 50% á-
lagningu. I nýja samningsupp-
kastinu er þessu ákvæði haldið
um yfirvinnu, en nýtt ákvæði sett
um að nætur- og helgidagavinna
skuli greiðast með 100% álagi.
Við smjörlíkisgerðirnar hefur
Iðja sérstakan samning. Þar er
kaupið það sama hvort sem um
byrjanda er að ræða eða vanan
mann, 275 kr. fyrir konur og 480
kr. fyrir karla. Þeim samningi,
hefur Iðja einnig ságt upp og far-
i8 fram á ldutfallslegar grunn-
kaupshækkanir.
Aðrar efnisbreytingar fer Iðja
ekki fram á að gerðar séu á gild-
andi samningum.
Ilér er ekki farið af stað með
ósanngjarnar kröfur. Til saman-
burðar má geta þess, að sé núgild-
andi taxti Þvottakvennáfélagsins
Freyju umréiknaður í mánaðar-
kaup, hafa konur samkvæmt hon-
um 'dhO lcr. á múnuði. Verka-
kvennafélagið Framsókn hefur
nýlega gert samninga, og sé taxti
þess umreiknaður i mánaðarkaup,
verða þau 328 kr. Og þarna er
ekki um nein byrjunarlaun að
ræða. Við netagerð er kaup
kvenna eftir tvö ár orðið 330 kr.
á mánuði. Sé taxti Dagsbrúnar í
almennri verkamannavinnu um-
rciknaður í mánaðarkaup, er hann
h'M kr. á mánuði, og þar eru eng-
in byrjendalaun, þetta kaup er
greitt alveg óvönum mönnum.
Svo það virðist ekki nein ósann-
girni að krefjast 500 kr. launa fyr-
ir iðnverkamann, sem búinn er
að vinna heilt ár fyrir minni laun-
um, og er búinn að fá leikni í starfi
AÐDRAGANDI
VINNUDEILUNNAR.
í 31. gr. núgildandi samnings er
kveðið svo á, að liann skuli í gildi
þar til annar hvor aðili segir hon-
um upp fyrir 1. ágúst, mcð minnst
þriggja mánaða fyrirvara. Sam-
kvæmt þessu var ákveðið á fundi
í Iðju í apríl s.l. að segja upp
samningunum og var uppsögnin
send fyrir 1. maí. Samningsgrein-
in segir ennfremur, að áður en
hálfur mánuður er liðinn af upp-
sagnartímanum, skal sá aðili, sem
tilkynnir uppsögn sína, hafa lagt
fram við gagnaðila kröfur sínar
til breytinga á gildandi samning-
um. Samkvæmt þessu sendi stjórn
Iðju Félagi íslenzkra iðnrekenda
fyrir 15. maí uppkast að nýjum
samningi, þar sem fram voru tek-
in þau atriði, er Iðja óskar að
Bjöm Bjarnason jorm. Iðju.
breytt verði. — Loks er svo kveð-
ið á í þessari samningsgréin, að
áður en mánuður er liðinn frá því
breytingarkröfurnar eru lagðar
fram skuli samningsaðilar eiga
fund með sér um þau atriði. Þetta
varð ekki og stóð þar á atvinnu-
rekendum.
Seint í júní skrifaði stjórn Iðju
Félagi ísl. iðnrekenda bréf, og til-
kynnti, að þar sem þessu atriði
samningsins hefði ekki verið full-
nægt, téldi hún samningsuppkast-
ið, sem sent var í maí, ekki bind-
andi, og áskildi sér rétt til að víkja
þar frá i væntanlegum sanniingum
eftir vild.
Atvinnurekendur báðu þá um
viðtal, og fór það fram.
Þar lýstu atvinnurekendur yfir
því, að þeir gætu ekki gert nein
gagntilboð, nema ]iað að gildandi
samningur yrði framlengdur ó-
breyttur.
Þessi afstaða var síðan staðfest
með bréfi til Iðju, dagsettu 18.
júlí, svohljóðandi:
„Iðja, félag verksmiðjufólks,
Alþýðuhúsinu, Reykjavík.
í tilefni af uppsögn yðar á gild-
andi kaup- og kjarasamningum
jnilli j'ðar og vor, svo og fram-
kómnum kröfum yðar til breytinga
á þeim, viljum vér leyfa oss, að
tjá yður eftirfarandi:
Vér lítum svo á, að kaup verk-
smiðjufólk sé þegar orðið svo hátt,
að þar sé engu á bætandi, ef ís-
lenzkur iðnaður á ekki að sligast
undir því. Þegar af þeirri ástæðu
væri torvelt eða ógerniingur að
ganga að kauphækkunarkröfu yð-
ar.
En í þessu sambandi kemur
einnig annað atriði til greina, og
viljum vér Ieggja á það mcginá-
herzlu.
Eins og yður mun kunnugt, hef-
ur verðlagsstjóri, með samþykki
yfirmanna sinna, neitað um hvers-
konar hækkun á innlendri fram-
leiðslu, til samræmis við liækkað
kaupgjald. Þessi afstaða laans er,
að því er virðist, óhagganleg, sam-
kvæmt þeim viðtökum, sem vér
höfum átt við hann og viðskipta-
málaráðherra.
Þar sem því útilokað væri, að
framleiðsluvörur iðnrekenda fengj-
ust hækkaðar til samræmis við hið
hækkaða grunnkaup, samkvæmt
fyrrnefndum kröfum yðar, sjáum
vér oss ekki fært, eins og sakir
standa, að ganga inn á breytingar
á kaupgjaldi frá ])ví sem nú er.
Jafnframt því að tilkynna yður
framanritað, leyfum vér oss að
tjá yður, að vér höfum afgreitt
ofangreint kaupdeilumál til sátta-
sémjara ríkisins í kaupgjaldsmál-
um.
Virðingarfyllst,
Félag íslenzkra iðnrekenda
(undirskriftir)“.
lija mðtmælir dðmi
Félagsdðms í vegavinna-
deilnnni
Á fundi í Iðju, l'élagi verk-
smiðjufólks í Reykjavík, er
haldinn var 21. þ. m. voru
samþykkt eftirfarandi mót-
mæli gegn dómsúrskurði Fé-
Iagsdóms í vegavinnudeilunni:
„Fundur í Iðju, félagi verk-
smiðjufólks haldinn 21. júnj
1944, mótmælir harðlega dómi
Félagsdóms í vegavinnudeil-
unni, og telur hann ósvífna
árás á verkalýðssamtökin“.
Þegar þainiig var sýnt, að ekki
yrði um samkomulag að ræða, á-
kvað trúnaðarmannaráð Iðju á
fundi 17. júlí, að verkfall skuli
hefjast 1. ágúst n.k. hjá öllum fyr-
irtækjum, sem heyra undir gild-
andi samning.
Félagsfundur i Iðju, haldinn 21.
júlí, tók undir það með einróma
samþykkt eftirfarandi Lillögu:
„Fundur í Iðju, félagi verk-
smiðjufólks, haldinn 21. júlí 1944,
lýsir ánægju sinni yfir þeirri á-
kvörðun trúnaðarmannaráðs fé-
lagsins að lýsa yfir verkfalli hjá
Framh. á 5. síðu.
Sögusýningunni lokið
Á sunnudaginn var lauk sögusýn-
ingunni í Menntaskólanum. Höfðu
þá yfir 10.000 manns séð sýninguna,
en síðasta daginn komu yfir 1000
manns. Má aðsóknin heita allgóð.
Nú mun í ráði að sýningin verði
opin í nokkra daga fyrir þá erlendu
menn, sem hér dveljast, og mun
þeim þá gefast kostur á að kynnast
sögu íslenzku þjóðarinnar og þá
sérstaklega sjálfstæðisbaráttu henn-
ar. Er það vel farið. — Einnig er í
ráði, að gefinn verði út bæklingur,
þar sem myndir verða af mörgum
þeim myndum og listaverkum, sem
á sýningunni voru og lesmál til skýr
ingar, og mun landsmönum öðrum
en Reykvíkingum þannig gefast
kostur á að kynna sér þessa merki-
legu sýningu, sem innblásin er af
þjóðerniskennd, ættjarðarást og full
um skilningi á öllu því, sem gott
er í þjóðareðli íslendinga.
Sögusýningin á að verða
sérstök deild við Þjóð-
minjasafnið
En þetta er ekki nóg. Sýninguna
þarf að setja upp í öllum helztu
kaupstöðum landsins, svo að sem
flestum landsmönnum verði gefinn
kostur á að kynna sér hana sjálfa.
1 sambandi við Þjóðminjasafnið,
sem nú á að fara að reisa á að setja
upp sérstaka, fasta deild, þar sem
saga þjóðarinnar yrði rakin á svip-
aðan hátt og gert var á Sögusýning-
unni. í þessari deild yrði öllum
þeim listaverkum komið fyrir, sem
gerð væru úr sögu þjóðarinnar eða
sýndu á einhvern hátt baráttu henn
ar fyrir menningu sinni og frelsi.
íslenzka þjóðin hefur oft verið
nefnd söguþjóðin og það með nokkr
um rétti. En þó veitir ekki af því
að söguþekkingu hennar sé haldið
við og hún minnt á þá baráttu. sem
hún hefur háð fyrir tilveru sinni.
Eitt af vandamálunum
Byggingarmálið er eitt, þeirra
mála er krefst skjótra úrbóta hér
hjá okkur elcki síður en hjá öðr-
um þjóðum, þó að okkar bygging-
ar liggi ekki í rústum eftir loftárás-
ir. Það er því eðlilegt að mörgum.
verði að umhugsunarefni hvernig
þær byggingar er við reisum eigi
að vera, og þá einkum hvernig íbúð-
arhúsum í sveitum og bæjum verði
bezt fyrir komið.
Skortur á góðum íbúðarhúsum,
byggðum úr varanlegu efni, er mjög.
tilfinnanlegur bæði í bæjumogsveit
um, enda mun almennt viðurkennt,.
að ráðast verði í stórfelldar bygg-
ingarframkvæmdir á næstu árum.
Nokkurrar andstöðu verður þó
vart gegn byggingaframkvæmdum.
í kaupstöðum, frá hendi afturhalds-
samra manna sem vilja spyrna gegn
vexti bæjanna og eru það skamm-
sýnir í þjóðmálunum að þeir sjá
ekki hvaða breytingar eru að verða
og munu verða á atvinnuháttum.
þjóðarinnar.
Þessir menn eru oft með lævísum
áróðri að breiða út ótrú á þéttbýli
og samfærslu sveitabyggðarinnar í.
hverfi og sveitaþorp. Ein af þeirra
algengustu ,,röksemdum“ er að
slæmt samkomulag „hljóti alltaf að
verða þar sem margir búi saman“,
einkum búast þeir við að húsmæð-
urnar geti ekki verið margar undir
sama þaki án þess til óvináttu
komi. Ekki veit ég þ'ó til þess, að
húsmæðurnar kvarti undan sambýl-
inu, eða ekki hefur það komið op-
inberlega fram, svo mér sé kunn-
ugt. Er þó sambýli margra fjöl-
skyldna hér í Reykjavík og í kaup-
stöðum úti á landi, nægilega þekkt:
fyrirbrigði til að gefa reynslu af
slíku sambýli.
Skipulagning sem er fyrir-
mynd
Mér dettur í hug í þessu sam-
bandi, það sem einn kunningi minn
var að segja mér um daginn, en
frásögn hans finnst mér benda til
að sambúð og samstarf fjölskyldna
er búa undir sama þaki geti verið
hin ákjósanlegasta, og tel ég dæmi
það er hann sagði mér frá vera
athyglisvert og til fyrirmyndar.
Framh. á 5. síðu.