Þjóðviljinn - 07.09.1944, Side 2
2
ÞJÓÐVILJINN
Útvegið börn til að bera
út blaðið
Baxnaskólarnir eru nú í þann
veginn að taka til starfa. Um leið,
verður erfiðara en áður, að fá
börn til að bera Þjóðviljann til
kaupenda. Börn, sem hafa borið
blaðið út í sumar, hverfa nú til
námsstarfanna, og erfitt reynist að
fá önnur í be>rra stað.
Þið lesendur blaðsins sem viljið
fá Þjftðviljann heim til ykkar á
Lverjum morgni, verðið að gera
það sem þið getið til að hjálpa til
við útvegun ungjinga til að bera
blaðið til ykkar. Á áfgreiðslu Þjóð-
viljans, Skólavörðustíg 19, getið
þið fengið allar upplýsingar þessu
viðvíkjandi.
Unglingarnir sem bera út Þjóð-
viljann skipta tugum, þið getið
því gert ykkur- í hugarlund, hve
mikið verk það er að sjá um að
blaðið komist á réttum tíma til
allra kaupendanna, og sjálfsagt
hafið þið orðið fyrir því eða ein-
hverjir kunningjar ykkar, að illar
heimtur hafi orðið á blaðinu til
ykkar. En i hvert skipti sem þið
verðið þess varir að erfiðlega geng-
ur að koma blaðinu út, ættuð þið
að vera samhentir um að bæta úr
því, með útvegun unglinga.
Nú er enn einu sinni heitið á
ykkur, að gera ykkar til að bæta
úr þessum vandræðum.
Lesendur blaðsins sem búa við
sömu götu, ættu að taka saman
ráð sín, um hvað gera skuli til að
koma þessu í rétt horf.
Guðsmenn og kirkjurottur
í gær birtist hér í Bæjarpóstin-
um smápistill um byggingu Hall-
grímskirkju og umræður jiær, sem
út af því máli hafa spunnizt hér i
blöðunum. í þessum pistli var
spurt að því, á ósköp meinlansan
hátt, hvort það myndi ekki sýna
fremur tryggð kirkjunnar við
mannúðarhugsjónir kristninnar, ef
fjárfúlgum þeim, sem ætlaðar eru
til kirkjubygginga, væri varið til
að byggja yfir það fólk, sem nú
hýrist í ófullnægjandi húsakynn-
um, eða til starfrækslu á heimili
því fyrir munaðarlaus og vangefin
börn, sem þjóðkirkjan hefur haft
með höndum. Nú hefur séra Sig-
urbjörn Einarsson sent Bæjarpóst-
inum heldur orðljótt bréf, þar sem
hann hyggst svara þessari spurn-
ingu. Eer bréf hans hér á eftir:
„Kirkjurottan er á ferðinni í
„Bæjarpóstinum" í dag. Það er all-
langLsíðan hennar hefur orðið vart
á þeim slóðum, en ekki er hún
dauð. Slík kvikindi eru lífseig og
ekki hvimleið öllum.
X Mig langar svo sem ekkert til
að f'ara að þurrka henni um trýn-
ið, en hinsvegar vildi ég gjarna
fá að krydda æti hennar með eft-
irfarandi staðreyndum:
1) Þeir, sem hafa fylgzt með
umræðum okkar próf. Níelsar
Dungals, vita að það er ósatt, að
ég hafi hótað andstæðingum kirkj-
ubygginga „öllu illu“. Hitt sagði
ég, og lagði Guðs nafn við, að
þeir, sem gegn þeim standa af ó-
drengskap og illum hvötum, þeir
hefðu illt verk með höndum og
myndu verða að „svara f.yrir það á
sínum tíma“. Margir hafa tekið
þessi ummæli til sín, eins og eðl.i-
lega var og til var ætlazt. „Sök
bítur sekan“.
2) Enn vita þeir, sem lesið hafa
skrif okkar próf. Dungals, að það
hefur alls ekki verið „mergurinn
málsins" hjá mér að bítast um
það við aðra, hverjir hafi gert
minnst til þess að bæta úr hús-
næðisvandræðunum. Hitt sýndi
ég'fra.ni á, svo að ekki verðuf á i
móti mælt með rökum, að það er
bull og blekking, að þetta kirkju-
byggingarmál sé í nokkru sam-
bandi við húsnæðisvandræðin yf-
irleitt. Sannleikurinn er sá, að
sumir, sem eru kirkjunni fjand-
samlegir, þora ekki að láta það
uppi eins og það er, kjósa heldur
að hylja sig hjúpi hræsninnar og
skinhelginnar — það sé svo sem
ekki af kristindómsfjandskap, sem
þeir ástunda kirkjurottustarfsemi
sína, heldur af umhyggju fyrir
húsnæðisleysingjunum. En það
skrítna er, að þessarar umhyggju
gætir svo lítið, þegar önnur mál
eru á dagskrá en kirkjumál. Eng-
inn verður hennar var, þegar rætt
er um leikhúsmál, æskulýðshallar-
mál o. fþ o. fl. Og margir þessara
sömu manna hafa ekkert við það
að athuga, þótt íslendingar drekki
brennivín á einu ári fyrir upphæð,
sem samsvarar kostnaði Reykja-
víkurbæjar af hitaveitunni. sem
nálgast þá upphæð, sem varið hef-
ur verið á ári til bygginga nýrra
íbúða, s,em nægja myndi til þess
að byggja allt að því tíu stórar og
vamfaðar kirkjur. Það er þéssi
hræsni, sem er langt fyrir neðan
það að vera samboðin sæmilegum
mönnum, jafnvel þótt heiðingjar
séu.
3) Málið liggur þannig fyrir:
Hallgrímssöfnuður hefur handbær-
ar nokkur hundruð þúsund krón-
ur, sem hafa yerið gefnar til þess
að reisa fyrir Hallgrímskirkju á
Skólavörðuhæð. Þetta fé má ekki
til annars nota, nema með því að
stela því. Því það er þjófnaður að
nota gjafafé til annars en ]iess,
sem það er gefið til. Má söfnuður-
inn ekki nota þessa peninga í friði,
án þess að mæta sífelldum árásum?
Ug veit að sumir telja ekki þörf á
starfsemi kirkjunnar í þessu landi.
En á að svipta hana starfsfrelsi?
Öll starfsemi þarf starfstæki. Jafn-
vel Sósíalistaflokkurinn hefur orð-
ið að ráðast í húsbyggingu til starf-
semi sinnar, og þyrfti sjálfsagt
meira húsnæði ef vél ætti að vera.
Og hann verður að halda úti dýru
blaði. Væri sanngjarnt að fara fram
á það, að útgáfa Þjóðviljans væri
stöðvuð t. d. í eitt ár, og því fé,
sem sparaðist við það, væri varið
til þess að byggja yfir einhverja,
sem búa í „bröggum“ nú? Það
væri samskonar „rottu“-sanngirni
og birtist í „Bæjarpóstinum" í dag.
4) Það er satt, að barnaheimili
hefur verið starfrækt í Grímsnesi
I fyrir tilstyrk kirkjunnar og fleiri
slík heimili hafa verið styrkt af
samskotáfé, sem safnað hefur ver-
ið í söfnuðum landsins. Okkur
svíður það mörgum, að þessi starf-
semi skuli ekki vera miklu víðtæk-
ari en orðið er. Presturinn, sem
vitnað er í í „Bæjarpósti“, er einn
af þeim. Og hann skrifaði um það
mál án þess að hlífa okkur „kirkj-
unnar þjónum“ við gagnrýni —
við prestarnir eigum það til að
gagnrýna sjálfa okkur og varpa á
okkur sjálfa én ekki aðra sökum
fyrir það, sem miður fer, og það er
meira _en sagt verður um ýmsa
aðra. Ég tek ekki að mér að verja
það, að þjóðin skuli ekki hafa léð
þessari starfsemi kirkjunnar fyrir
illa stödd börn meiri stuðning í fjár
framlögum en verið hefur. En leiðin
til þess að ráða bót á því er ekki sú
að fjandskapast við heilbrigða og
nauðsynlega safnaðarstárfsemi.
Það er ekki líklegt að kirkjan eigi
hægara með að koma þessum og
öðrum áhugamálum sínum áfram
ef hún á að starfa í „ósýnilegum
og óáþrcifanlegum húsum“, eins og
presturinn sagði réttilega í grein
sinni um barnaheimilissjóð þjóð-
kirkjunnar.
LLirkja Idanch hyggs'; 'cklii að
Fimmtudagur 7. september 1944.
VerltfölHn
reMip sliMua elno 1200-1301 na
VerkaneBi eru staðráðnir í að biodra kúgunaráform afturiiaidsins
Afturhaldið í landinu hefur
enn einu sinni hafið árás á lífs-
kjör 'alþýðunnar. Draumur þess
er enn hinn sami: að rýra kjor
launþeganna, þrengja kosti vinn
andi stéttanna, í því skyni að
gera hina ríku ríkari og vold-
ugri, — skapa hér algert drott-
invald stóratvinnurekenda og
stríðsgróðamanna yfir kúgaðri
alþýðu.
í þeim tilgangi að ná þessu
takmarki hefur afturhaldið lagt
út í það ævintýri að stofna til
harðvítugra deilna og stöðva
hverja starfsgreininá á fætur
annarri, því er alveg sama hvað
það kostar, aðeins ef það getur
náð aðstöðu til þess að kúga al-
þýðuna og auðgast á kostnað
vinnandi stéttanna.
RAUST COCA-COLA
Ríkisstjórnin hefur nú lagt
fram frumvarp sitt til ráð-
stafana „gegn dýrtíðinni“.
Þessi ríkisstjórn, sem vanrækt
hefur allt sem gera þurfti til
endurbóta og nýsköpunar á
bruðla neinum „fjárfúlgum“ í
„stásskirkjúr", ekki frekar nú en
á undanförnum öldum. En hún
ætlar sér að flytja boðskap mann-
úðarinnar og kærleikans hér eftir
eins og hingað til og krefst þess
eins að njóta frelsis og skilyrða
til að gera það. Henni er hollt að
sæta gagnrýni og hún biðst engrar
vægðar í þeim sökum. En þegar
agg og nieinfýsi í hennar garð
hyggst að hylja hið rétta eðli sitt
í flíkum mannúðarinnar, þá er
\ skylt i|ið fletta ofan af því. Því
að þeir, sem eru andstæðir kirkj-
unni, hafa væntanlega það gild
rök fyrir afstöðu sinni, að þeir
þurfi ekki á slíkum púkabrögðum
að halda.
Með þökk fyrir birtinguna.
(i. sept. 1944.
Sigurbjörn Einarsson".
Athugasemd
Spurningu Bæjarpóstsins hefur
presturinn ekki svarað. Á það skal
, enginn dómur lagður hér, hvers
vegna hann gerir það ekki. — Að
sinni ætlar Bæjarpósturinn að láta
þetta mál útrætt. Það gefst éflaust
tækifæri til að ræða það síðar.
„Musterisæði“ og „kristin
mæðiveiki“
Eftirfarandi bréf hefur Bæjar-
póstinum borizt í sambandi við
umræðurnar um byggingu Hall-
grímskirkju:
„Eftir lestur greinar frú Guðrún-
ar Guðlaugsdóttur, en sú grein
átti að vera svargrein til próf.
Níelsar Dungal, varð hagyrðingi
einum að orði:
„Illa af bræði er mannkind mörg
og musterisæði leikin.
Hun er bæði köhl og körg
kristna mæðiveikin".
Og um séra Sigurbjörn Einars-
son kvað sami hagyrðingur:
„Hóa mjög á heimsins börn
himnaríkis smalar.
Samt er mestur Sigurbjörn:
sviði atvinnumála til þess að
tryggja öllum landsmönnum at-
vinnu og velmegun, sér ekkert
ráð annað en: kauplækkanir.
Þessi ríkisstjórn, sem lét’einu
félagi haldast uppi að græða
tugi milljóna króna á flutningi
á nauðsynjavörum almennings
og auka þar með dýrtíðina um
60 millj. kr., hefur aðeins eitt
að segja við alþýðuna: það verð-
ur að lækka kaup ykkar, rýra
kjör ykkar.
Af Vísi, blaði coca-cola-stjórn
arinnar, er augljóst, að aftur-
haldið er staðráðið í því að beita
öllum ráðum til þess að hneppa
vinnandi stéttirnar í þræla-
fjötra.
SAMKVÆMT FYRIRMÆLUM
AFTURHALDSINS
Ríkisstjórnin lagði þrælalaga-
frumvarp sitt fram fyrir nokkr-
um dögum, en árásin á lífskjör
alþýðunnar var hafin áður.
Allmargir atvinnurekendur
hafa valið það óheillaráð að
gerast handbendi coca-cola-
klíkunnar, verkfæri Sevintýra-
manna í vonlausri baráttu gegn
hagsmunum þjóðarinnar, að ör-
fáum sfórgróðamönnum undan-
skildum.
Atlagan var hafin þegar F.Í.I.
stöðvaði verksmiðjur sínar und-
ir jiví yfirskini að iðnaðurinn
þyldi ekki að starfsfólkið sem
við iðnaðinn vinnur lifi við
sómasamleg kjör.
Rök F. í. I. gegn þvi að verða
við kröfum verksmiðjufólksins
voru, upphaflega þau, að verð-
lagsstjóri hefði bannað að
hækka iðnaðarvörurnar 1 verði.
Nú eru þessi rök úr sögunni.
F. í. I. hefur viðurkennt að það
vilji alls ekki semja enda þótt
verðlækkunarbann verðlags-
stjó'ra sé upphafið. Og F. í. I.
hefur gert meira, það hefur af-
hjúpað tilgang sinn með því að
tala um það sem sérstaka náð
að sýna verklýðssamtökunum
þá „virðingu“ að semja við þau
um kaup og kjör fólksins sem
skapar verðmætin er gróði þess
ara herra byggist á. F. í. I. hef-
ur aldrei lagt reikninga sína á
borðið og sannað að iðnaðurinn
þyldi ekki að starfsfólk hans
byggi við viðunandi lífskjör.
Síðan Iðjuverkfallið hófst
hefur hver starfsgreinin á fætur
anarri stöðvazt. Verkamönnun-
um er fyllilega ljóst hvað hér
er að gerast: Svartasta aftur-
haldsklíka auðmannastéttarinn-
ar notar nú hvert fyrirtækið af
þðru í baráttunni fyrir því að
koma á kauplækkun. Ríkis-
stjóm sú er nú situr gerist for-
ustusveit afturhaldsins með því
að flytja í þinginu nýtt þræla-
lagafrumvarp.
Sem liður í þessari kauplækk
verið stöðvuð fyrirtæki þar sem
um 1200—1300 manns vinna.
Iðjuverkfallið hófst 1. ágúst
og hefur nú staðið hálfa sjöttu
viku. í Iðju eru um 800 með-
limir, en ekki munu þeir allir
hafa verið starfandi við iðnað.
Verkfall Vamar, sem er deild
úr Iðju, hófst mánuði síðar, eða.
I. september.
Verkfall skipasmiða hófst 1.
sept. í félagi skipasmiða munu.
vera 30 meðlimir.
Verkfall í hraðsaumastofum,
II. fl. hófst 1. september og mun
það ná til 60 manna.
Olíuverkfallið hófst 22. ág. og
nær það til um 30 mánaðar-
kaupsmanna og um 30 tíma-
kaupsmanna eða samtals um 60
manna.
Verkfall járniðnaðarmanna
hófst 3. sept og nær það til ca_
130 járnsmiða og ca. 150 verka-
manna eða samtals 280—300
manna.
Samningar blikksmiða ganga
úr gildi 10. þ. m. og má vænta
þess, að þá bætist eitt verkfall-
ið við.
Það er mjög óvenjulegt að svo
mörg verkföll standi yfir á
sama tíma, en það er engin til-
viljun. Vinnustöðvanir þessar
eru allar gerðar „samkvæmt á-
ætlun“ afturhaldsins. Hver
þeirra um sig er liður í þeirri
herferð sem coca-colastjórnin
hefur hafið til þess að hneppa
alþýðuna í þrælafjötra kaup-
lækkana og kúgunar.
Atvinnurekendur hafa engin
rök fært fyrir því að þeir gætu
ekki oréið við kröfum verklýðs-
félaganna um kjarabætur.
Þeir hafa ekki haft fyrir því
að rökræða málið. Þeir ætla sér
að koma á kauplækkunum,
kosti það hvað sem vill — en
þeir gleymdu aðeins einu, því,
að íslenzk alþýða lætur ekki
lengur fara með sig eins og
þræla.
AFTURHALDIÐ BERST GEGN
MAGSMUNUM ÞJÓÐAR-
INNAR
Coca-colablaðið — sem þekkt
er að því að koma upp um.
innstu hugrenningar húsbænda
sinna — sagði nýlega að tími
kauphækkana væri liðinn, nú
væri því „rétti tíminn“ til þess:
að ráðast á kjör launþeganna.
Héðan í frá skyldu lífskjör al-
þýðunnar ekki batna, nú skyldi
snúið við til kúgunar og eymdar.
,,Kommúnistar“ (en svo nefnir
Vísir alla þá sem krefjast rétt-
lætis og batnandi lífskjara) hafi
strauminn á móti sér. Svo blind
aður er Vísir af ofstæki sínu að
hann sér ekki að með kröfunni
um kauplækkanir og versnandí
lífskjör er hann að berjast gegn
hagsmunum þjóðarheildarinnar,
Fnimhald á 8. síðu.
i