Þjóðviljinn - 07.09.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. septcmber 1944.
ÞJÖÐVILJINN
9
Hugleiðingar um bókaúigáfu
Því verður ekki neitað, að síð-
ustu árin hafa að ýmsu leyti.
máð burtu þann óumræðilega
eymdarsvip og niðurlægingar,
sem viðskiptakreppan og at-
vinnuleysið hafði teiknað á ís-
lenzkt þjóðlíf. í skugga styrj-
aldarinnar og hernámsins hafa
þau tíðindi gerzt, að almenning-
ur hefur fram að þessum degi,
haft nóg að starfa og ekki að-
eins getað borðað nægju sína og
klæðzt á mannsæmandi hátt,
heldur einnig veitt sér aðrar
nauðsynjar til að krydda, fegra
og umbæta líf sitt.” Það er í
senn athyglivert og gleðilegt, að
á þessum fjórum árum skuli
bókaútgáfa og bokakaup hafa
aukizt svo og margfaldazt, að
við munum nú gefa út mörg-
um sinnum fleiri bækur en
nokkur önnur þjóð í heiminum,
ef miðað er við fólksfjölda. ís-
lenzk alþýða hefur frá öndverðu.
verið bókelsk með afbrigðum
og einatt orðið að leggja hart að
sér til þess að geta fullnægt
lestrarhneigð sinni og fróðleiks-
þrá, en jafnskjótt og hagur
hennar rýmkast efnalega. bregð
ur svo við, að bókaútgáfa okk-
ar fær á sig stóriðjubrag. Að
vísu hafa fleiri stoðir en aukin
kaupgeta alþýðufólks runnið
undir útgefendur á þessu tíma-
bili. Það hefur til dæmis færzt
mjög í vöxt að gefa vinum og
vandamönnum bækur við virðu
leg tækifæri, þótt jólunum, há-
tíð mangaranna, sé sleppt. Sum
ir efnamenn hafa líka varið
nokkrum hluta af gróða sínum
til bókakaupa, einkum vegna
þess, að þeir hafa álitið bækur
tryggari verðmæti á ýmsan
hátt en peninga, og er það ó-
venju skynsamleg ályktun og
ber vitni glöggu og markvissu
brjóstviti. Hinar gömlu prent-
smiðjur hafa verið auknar og
endurbættar í stórum stíl og
nokkrar nýjar prentsmiðjur
hafa verið settar á laggirnar,
búnar miklu hraðvirkari vélum
en áður þekktust hér á landi,
en samt fer því fjarri, að þær
hafi undan. Þær bókaútgáfur,
sem störfuðu fyrir stríð, hafa
flestar margfaldað framleiðslu
sína í samræmi við peninga-
veltu og eftirspurn, en auk þess
hafa ný útgáfufyrirtæki sprott-
ið upp með ævintýralegum
hraða. Útgerðarmenn, heildsal-
ar, kaupmenn, lögfræðingar, em
bættismenn og stjórnmálagarp-
ar, er bera áreiðanlega hóflega,
ef ekki takmarkaða virðingu
fyrir góðum bókmenntum, hafa
skyndilega fundið köllun hjá
sér til að veita andlegri fæðu út
til þjóðarinnar. Jafnvel . gildir
framsóknarbændur með einka-
bréf frá fyrrverandi foringja
upp á vasann hafa brugðið sér
snögga ferð til bæjarins og sett
á stofn bókaútgáfu.. Þetta gæti
verið mjög ánægjulegt í alla
staði, ef sú grunsemd gerði ekki
vart við sig, að mikill meiri-
hluti þessara manna láti stjórn-
ast af öðrum og veraldlegri
hvötum en einskærum menn-
ingaráhuga. Það hefur nefnilega
komið í ljós, að bókaútgáfa á '
íslandi getur ekki aðeins borið
sig, þrátt fyrir fólksfæðina,
heldur malað inn stórgróða eins
og togarar og verksmiðjur. Og
þegar þess er gætt, að nú þykir
ekki lengur í frásögur færandi,
þótt útgefandinn hagnist um
nokkur hundruð eða nokkrar
þúsundir á einni bók. heldur er
talað um tugþúsundir og jafn-
vel hundruð þúsunda,- þá ætti
það ekki að vera nein ráðgáta
framar, hvers vegna ný útgáfu-
fyrirtæki skjóta upp kollinum í
sífellu. Það er reyndar á allra
vitorði, að okur og aktaskrift
hafa undantekningarlítið tví-
mennt hjá aðstandendum þeirra
rita, sem mestum gróða hafa
skilað, en við skulum ekki gera
verðlagið að umræðuefni 1
þetta skipti, heldur snúa okkur
að öðrum og ennþá veigameiri
atriðum í sambandi við þessi
mál.
*
Bókaútgefendur hafa hinu
'mikilvægasta hlutverki að
gegna í menningarlífi þjóðar-
innar, enda hvílir þeim sú
skylda á herðum að styrkja og
glæða íslenzkar bókmenntir, en
koma jafnframt á framfæri er-
lendum bókum, sem eitthvert,
gildi hafa eða telja mætti til
áVinnings að kynnast. í peninga
veltu síðustu ára hafa þeir feng-
ið einstætt tækifæri til að
rækja hlutverk sitt þannig, að
sómi þeirra yrði sam mestur og
ágóðinn hlutfallslega engu
minni. Og óneitanlega hafa
margar ágætar bækur verið
gefnar út á þessum árum og
sumir útgefendur sýnt í verki.
að þeir hafa fullan hug á að
leysa starf sitt vel -af heni. En
þó mun óhætt að fullyrða, að
heildarútkoman verði allt ann-
að en glæsileg, þegar litið er á
þau verkefni, sem biðu íslenzkr
ar bókaútgáfu 1 upphafi stríðs-
ins. Við skulum sleppa þeirri
hliðinni, sem snýr að innlend-
um bókmenntum, en virða lítils
háttar fyrir okkur valið og þýð-
ingarnar á erlendum ritum,
enda hafa þau að miklu leyti
sett svip á útgáfuflóð þessara
ára.
*
Það mætti ætla, að íslenzkir
bókaútgefendur væru ekki í
neinum vandræðum, þegar þeir
taka að svipast eftir erlendum
bókum til útgáfu. Sökum þess,
að ísland er ekki meðlimur í
Bernarsambandinu, geta þeir
hnuplað og rænt eins og þeim
sýnist, þurfa pkki einu sinni að
biðja höfundana eða aðstand-
endur þeira um leyfi né heldur
borga þeim grænan eyri fyrir
útgáfuréttinn. Vandi þeirra er
einungis í því fólgin að ákveða
hvaða rit skuli gefa út og láta
menn, sem hægt er að treysta,
snúa þeim á íslenzku. Og reynsl
an hefur alltaf orðið sú, að hafi
verulega góð bók erlend komið
á markaðinn, þá hefur hún
selzt upp fyrr en varði. Mörg
helztu afrek heimsbókmennt-
anna eru ennþá ókunn megin-
þorra íslenzkra lesenda og því
nær öll heimspekirit og vísinda,
sem valdið hafa aldahvörfum í
menningarbaráttu þjóðanna og
jafnvel alls mannkynsins. Það
væri sömuleiðis hægt að benda
á hundruð fræðibóka, skáldrita,
sögurita og skemmtisagna, sem
ckkur væri fengur í að eignast
í góðum þýðingum. En þegar
við athugum nánar val íslenzku
útgefendanna á þessu sviði, fer
ekki “ hjá því, að okkur hrjósi
hugur við bíræfni þeirra gagn- .
vart lesendunum. Þeir hafa al-
gerlega brugðizt skyldu sinni,
þegar örfáum heiðarlegum und-
antekningum er sleppt. Og það
er óhætt að kveða fastar að
orði: Þeir hafa gengið svo í ber-
högg við almenna sómatilfinn-
ingu, að ekki verður við unað.
★
Það er bæði fróðlegt og hörmu-
legt að virða fyrir sér bókaskrá
þessara fjögurra ára. í stað hinna
sígildu heimspékirita og vísinda,
hefur okkur verið boðið upp á hlá-
le^t kjaftæði, sem óprúttnir fjár-
plógsmenn hafa samið af prakk-
araskap, til þess að narra peninga
út úr vanmenntaðasta og óham-
ingjusamasta hluta fólksins í mill-
jónaborgunum. enda þarf ekki
annað en minna á nöfn eins og
Dale Carnegie, Pitkin og Cannon
tii þess að einhverskonar nefhring-
ingamenningarstig blasi við aug-
um. í stað fræðibóka og sögulegra
yfirlitsrita hefur hinum ómerkileg
ustu stríðsskræðum, sem eiga ekk-
ert erindi til íslenzkrar alþýðu,
verið mokað í bókaverzlanir jafnt
og þétt, ásamt leiðinlegum ævi-
sögum einhverra manna, sem
leggja sig í líma til að sanna heim-
inum, að þeir hafi lokið læknis-
prófi. Og í stað fagurra skáldrita
hefur Jélegasta tegund eldhúsreyf-
ara flætt yfir í þungum, síharðn-
andi straumi, en útgáfukostnaður
þeirra mun nema hundruðum þús-
unda, ef ekki milljóna króna. Það
er ótrúleg staðreynd. að síðustu
tuttugu mánuðina hafa um fimm-
tíu slíkir reyfarar séð dagsins ljós
á íslenzkum bókamarkaði, að frá-
dregnum ritverkum Margrétar
Ravn og Tryggva Gulbransen.
Titlar eins og Dularfulla morðið,
A valdi örlagaUna, Eyja freisting-
anna, Gráa slæðan, Milljónamær-
ingur í atvinnuleit, Vegir ástarinn-
ar, Astin bjargar, Leyndarmál fjár
hættuspilarans, Leyndarmál
hringsins o. s. ffv., o. s. frv., ættu
að gefa nokkra hugmynd um,
hverskonar bókmenntir eru hér á
ferðinni. Og útgefendurnir sækja
þessi mið af slíkri harðneskju, að
þeir láta sér ekki nægja framleiðsl-
una á hinum nýja ófögnuði, held-
ur hefja þeir samtímis cndurprent
anir á gömlum réyfurúm, svo r>ð
þeir geti orðið þjóðinni til hueysu
í annað sinn. Kapítóla liefur ver-
ið endurprentuð, Valdimar munk-
ur hefur verið endurprentaður og
tvö fyrirtæki hafa sent frá sér
Percival Keen í nýrri útgáfu. En
þótt titlarnir segi oft til um inni-
haldið, þá er hitt ekki síður al-
gengt, að viðurstyggilegustu reyf-
arar eru sveipaðir fölskum umbúð-
um og auglýstir af dæmafáu of-
forsi sem tær og ógleymanlegur
skáldskapur, höfundurinn talinn
til mestu snillinga nútímans og
þýðandinn ausinn hóflausu lofi.
Og þar sem embættismenn í tign-
ustu og ábyrgðarmestu stöðum
þjóðfélagsins eru stundum viðriðn
ir slíkar útgáfur leynilega, þá
skyldi enginn reka upp stór augu,
þótt fjöldi manna, sem þætti lík-
lega súrt í brotið, ef þcir væru
dregnir í dilk ómerkinga, skrifa
hvern hólritdóminn á fætur öðrum
í blöð og tímarit og slái einskon-
ar skjaldborg um forsmánina. Er
nokkur furða, að alþýða landsins
skuli glæpast til að kaupa slíkar
bækur? Hvaðan ætti henni að
koma gleggra skyn? Flest tíma-
ritin og öll dagblöðin hafa alger-
lega látið undir höfuð leggjast að
leiðbeina henni um bókaval með
því að birta að staðaldri mennt-
aða, heiðarlega og óhlutdræga
gagnrýni. Þau hafa ekki einu sinni
liaft manndóm í sér til að nefna,
auk heldur atyrða, málið á þessum
bókum, sem langoftast er með því-
líkum endemum, að engu tali tek-
ur. Það er einnig gott að minnast
þess, að margir áköfustu reyfara-
greifarnir eru eða hafa verið í
persónulegum tengslum við þann
stjórnmálamann, sem harðast
hefur ofsótt íslenzka rithöfunda
og einkum sótzt eftir að væna þá
um málspjöll. Ef til vill er liér um
að ræða einhverskonar tilraun
lærisveinanna til að skapa nýjan
bókmenntasmekk meðal fólksins
og fyrirætlanir um að sá því næst
miður æskilegum gróðri í þairn
jarðveg.
★
Nú fer því fjarri, að reyfarar
séu yfirleitt hættulegir. Þeir eru
að minnsta kosti ekki skaðlegri !
en sum önnur nautnalyf. Og þeir |
eru vafalaust nauðsynlegt fóður
handa veikluðum manneskjum frá
hriflum og moldnúpum þessa
lands, umkomulausum og nöktum
andlega, en þær eru sem betur fer
1 aðins brotabrot af þjóðinni. Hitt
| verðum við að viðurkenna, að við
erum ekki slíkir auðkýfingar,
hvorki í menningarlegum né efna-
legum skilningi, að við getum leyft
okkur að verja gífurlegum fjár-
hæðum til reyfárakaupa. Það vcrð
ur að skera upp herör gegn slikri
framleiðslu og sameinast jafn-
framt lim lausn annarra aðkall-
andi verkefna, sem gætu lyft okk-
ur af nefhringastiginu. Og þar sem
margir útgofandanna hafa reynzt
vanda sínum vaxnir, þá væri' sann
arlega mál til komið, að lesend-
urnir, íslenzka þjóðin, kvæði upp
yfir þeim dóm. Sá dómur ætti að-
eins að vera á einn veg: að hætta
að kaupa ranamosk þeirra. Og
spá mín er sú, að þeir myndu fljót-
lega kveinka sér við áð halda á-
fram að gefa út reyfara, ef þeir
töpuðu á þeim. Það væri þá ekki
heldur loku fyrir það skotið, að
þeir sjeju að sér og reyndu eftirleið
is að starfa í samræmi við óskir
fólksins.
Ó. J. S.
Liósprentoð útgáfa af
Grailaranutn
Fjóiða tiefti FjðiBis
fuliprentaS
Eins og kunnugt er hefur
Lithoprent gefið Fjölni út ljós-
prentaðan og er nú fjórða heft-
ið fullprentað. Er þá eftir eitt
hefti sem verður hið síðasta.
Þá er í ráði að Lithoprent
ljósprenti fyrstu útgáfu Grall-
arans og segir framkvæmdastjór
inn, Einar Þorgrímsson, svo um
þá útgáfu:
„Sú hugmynd varð til vegna
áskorana nokkurra velþekktra
og bókfróðra manna. Grallarinn
hefur, svo sem kunnugt er, sí-
gilt og sögulegt verðmæti og
munu þeir margir, sem gjarna
vildu bæta honum í bókahillur
sínar. Þessi fágæta bók hefur
verið ófáanleg öldum saman og
er, eins og allt annað, þeim mun
dýrmætari sem hún er fágætari.
Grallarinn verður því aðeins
ljósprentaður að nógu margir
áskrifendur fáizt. Upplagið verð
ur ekki yfir 200 og hvert eintak
tölusett.
Áætlað verð Grallarans verð-
ur sem hér segir: í vandaðri
kápu kr. 100,00, í rexinbandi kr.
110,00, í skinnbandi kr. 135,00.
Áskrifendur verða innritaðir
í þeirri röð, sem áskriftirnar ber
ast. Þegar 200 nöfn hafa verið
innrituð verður ekki tekið á
móti fleirum. Grallarinn verður
ekki endurljósprestaður hér í
Lithoprent.“
Vafalaust líður ekki langt þar
til 200 áskrifendur hafa gefið
sig fram og líklegt er að svo
fari, að ýmsum þyki upplagið
lítið.
Ný bok 03 iðmul
Snorri Sturluson: Heims-
kringla. Steingrímur Páls
son bjó undir prentun. —
Gefin út í Reykjavík 1944
af Helgafellsútgáfunni.
Heimskringla Snorra Sturlu-
sonar er nú komin á bókamark-
aðinn. Er það í fyrsta sinn, sem
hún kemur út í heild hér á
landi. Segir Steingrímur Páls-
son svo í formála bókarinnar:
„íslendingar hafa afrækt
Heimskringlu mest allra rita
Snorra og er þeim það líjtt til
sóma. Talið er, að hún hafi
mest goldið þess, að atburðirnir
gerast á erlendri grund og ís-
lenzkir menn koma fremur lítið
við sögu. /
„Hún hefur aldrei verið prent
uð í heild hér heima fyrr en nú.
Byrjað var að prenta hana í
Leirárgörðum 1804, en sú út-
gáfa náði aldrei lengra en til
loka Ólafs sögu Tryggvasonar.
Tappum níutíu árum síðar var
hafizt handa að nýju. Komu út
tvö bindi á árunum 1892—1893.
Nær sú útgáfa til loka Ólafs
sögu heiga. Loks er hin mikla
og vandaða útgáfa Fornritafé-
iagsins, sem nú er unnið að, og
kom út fyrsta bindið af þremur
1941“.
Framhald á 8. síðu.
V