Þjóðviljinn - 07.09.1944, Side 7
Fimmtudagur 7. september 1944.
JACK LONDON:
Skipsdrengurinn á Blossa
Eftir þessar ályktanir flýtti hann sér að borða morg-
unverðinn og var þó órór í skapi, því að móðir hans var
að taka til í stofunni á meðan. Hún var alltaf góð við
hann, en nú fannst honum hún kyssa hann af óvenju-
mikilli ástúð, þegar hann lagði af stað í skólann með
bækur sínar bundnar saman með reim. Og þegar hann
fór fyrir'húshornið, tók hann eftir því, að hún horfði á
eftir honum út um gluggann.
En það sem hann veitti mesta athygli var, hve stirð-
ur hann var-og aumur í öllum liðum og limum. Hvert
spor, sem hann gekk, var honum kvalræði. Hann yar
illa haldinn í bólgnum augunum af sólskininu, seni end-
urvarpaðist frá malbikuðum götunum. Hann sveið í áár-
in, en verstir voru þó verkirnir í vöðvum og liðum.
Aldrei hafði honum komið til hugar, að hægt væri að
verða svona stirður. Hver einasti vöðvi þverskallaðist
við að hlýða, þegar honum var boðið að hreyfa sig.
Fingur hans voru stokkbólgnir, og það olli honum sárra
kvala að opna og loka hnefunum, og handleggirnir voru
aumir frá úlnliði upp að olnboga.
Þetta, sagði hann við sjálfan sig, stafar af öllum
höggunum, sem ég bar af mér til að vernda andlit mitt
og búk. Honum datt í hug, hvort Tígulsteinn mundi vera
í líku ástandi og hann sjálfur og það vakti hjá honum
eins konar samúð með ungu götustrákunum.
Þegar. hann kom inn í skólagarðinn, vairð hann þess
áskynja, að allir veittu honum athygli. Drengirnir þyrpt
W<8 mjtev
5JÖÐVILJINN
t
PHYLLIS BENTLEY:
ARFU
Maja heitir þjóðflokkur Indí-
ána, sem upphaflega byggði
Júkatanskagann í Mexíkó. Upp-
runi þeirra er óviss, en sam-
kvæmt . sögnum þeirra sjálfra
komu þeir að „vestan“ undir
forustu Zamna, sem var stjórn-
andi og æðsti prestur þjóðarinn-
ar meðan hann lifði. Hann varð
gamall maður og leið fólkinu
vel meðan hans naut við.
Eftir hans daga gerðu ókunn-
ir þjóðflokkar innrás á Júkatan-
skagann. Ekki vita menn nú,
hvacían þeir komu, eða hvort
þeir töluðu sama mál og Majar,
en um 500 árum seinna var þó
töluð ein tunga í landinu, mál
þeirra, er fyrstir byggðu skag-
ann.
í frumskógum Júkatan og
Mið-Ameríku hafa fundizt rúst-
ir fleiri en 40 borga, sem lýsa
merkilegri menningu, einkum j.
byggingarlist og höggmyndum.
Með steináhöldum einum hafa
íbúar þessara borga höggvið
fagrar myndir á veggi húsanna,
að ' innanverðu, og málað þá
skærum litum. Borgin Uxmal
hefur verið stærsta, auðugasta
og listrænasta borgin.
Á ör.dvcrðri 13. cld hófu þjóð
flokkar ofan af hálendinu á-
rásir á skagann. Og síðan st.óðu
þar yfir innanlandsstyrjaldir
nær hálfri annarir öld, og hrak-
sði þá mjög menningu Maja, en
hún varð að fullu upprætt á
Júkatan, þegar Spánverjar
lögðu undir sig landið. Flýðu þá
margir Majar upp til fjalla og
tókst að varðveita þar sjálfstæði
sitt um 300 ár, þótt Spánverjar
gerðu ítrekaða herleiðangra
gegn þeim.
Nú er þesSi þjóð, sem eitt sinn
var einhver fremsta menningar-
þjóð Ameríku, nær því undir
lok liðin, er þar lítið þjóðar-
brot, sem lifir sem fátækir og
fáfróðir bændur.
. ^
Skömmu eftir að þýzka her-
skipinu Sharnhorst var sökkt,
birtist í Moskvablaðinu Rauðu
stjömunni, mynd, þar sem síð-
asti hermaður skipsins sást vera
að sökkva í hafið, en Göbbels
stóð við útvarpstækið og öskr-
aði: *
Stórsigur hjá okkur Þýzki
neðansjávarflotinn hefur: aukizt
um 26 000 smálestir í einum
hvelli.
Hvort það stafaði af þessu al-
menna vantrausti eða einhverju
öðru, vissi Francis ekki, en ull-
arverðið féll og eftirspurnin eft-
ir henni minnkaði, en verðið
hækkaði ekki á vefnaðarvör-
unni, því kaupendurnir biðu
eftir lækkun. Ullarverðið hélt
áfram að falla, síðan fylgdi bóm
ullin og öll vefnaðarvara varð
nærri verðlaus. Það sem kostað
hafði 22 shillinga og 6 pence
fyrir nokkrum mánuðum, seld-
ist ekki fyrir meira en fimm
shillinga nú, og þó var eftir-
spurnin sama sem engin.
Francis var kominn milli
steins og sleggju, annars vegar
voru erlenáir kaupendur, sem
drógu sig ekki éinasta í hlé með
framtíðarpantanir, heldur aftur
kölluðu gamlar pantanir, þeim
datt ekki í hug að kaupa djirara
en þeir gátu selt og reynclu að
koma einhverju af tapinu yfir
á verksmiðjueigendurna. Þar eð
Francis hafði ekki gert við þá
skriflega samninga, varð máls-
sókn til einskis.
Hinum megin voru verka-
mennirnir í verksmiðjunni. Þar
horfði málið öðru vísi við. Þeir
höfðu með sér öflug samtök og
það tjóaði ekki fyrir Francis að
ætla að láta hætta að vinna úr
efni, sem pantað hafði verið
með samningi við verkamenn-
ina. Hann varð því að kaupa ó-
unnið efni og láta vinna það
til ómetanlegs tjóns fyrir verk-
smiðjuna, sem síðan gat ekki
selt það.
Meðan þessu öngþveiti fór
fram skall á kolaverkfall og
einn af öðrum af verksmiðju-
eigendunum varð að hætta
rekstri vegna kolaleysis, Næsta
ár var verkfall í vefnaðarverk-
smiðjunum út af kaupkröfum.
Þegar Francis gerði upp reikn-
inga sína í árslokin, sýndi það
sig, að hann hafði tapað síðan
árið 1921 f jörutíu þúsund
sterlingspundum, svo að hann
varð að breyta þeim ráðstöfun-
um föður síns að hafa fé sitt í
öðrum fyrirtækjum, hann þurfti
á öllu sínu að halda til þess
að verksmiðjan færi ekki um
koll. Til allrar hamingju var nú
aukatekjuskatturinn afnuminn
og Francis bjóst við að rétta við,
en það fór öðru vísi. Ennþá var
engin eftirspurn eftir vörum
verksmiðjunnar. Hann varð því
að fara að spara við sjálfan sig.
Hann seldi héstana, hætti veið-
um, sagði upp mörgu af þjón-
ustufólki sínu og takma-rkaði
eyðslu sína á margan hátt. Hann
varð að komast af með einn bíl
í stað þriggja.
Hver vélin eftir aðra varð að
hætta framleiðslu í Syke Mill.
Verkakaupið lækkaði og kaup-
getan minnkaði. Viðskiptunum
hrakaði vikulega.
Árið 1S26 var ástandið orðið
svo slæmt í verksmiðjunni, að
Francis var alvég sama, hvort
verkamennirnir gerðu verkfall
eða ekki, hann óskaði þess helzt
1 að deilan um vinnu og auðmagn
yrði til lykta leidd. Hann var
þess vegna hæst ánægður með
það að næsta ár skall á allsherj-
arverkfall. Honum fannst hann
aftur vera kominn í stríðið. er
hann var nú að reyna að skipu-
leggja vöruflutninga með verk-
íallsbrjótum, og þegar verka-
menn töpuðu verkfaliinu, varð
hann eins glaður og þegar Þjóð-
verjar töpuðu stríðinu.
Það vai næsta ár, að Francis
rxeyddist til að biðia bankann
um yfirdrátt á reikningi sínum.
Hann, Francis Oldroyd á Ems-
ley höll! Honum fannst hann
varla geta litið fr'aman í bíl-
stjóra sinn, þegar hann sagði
honum að aka með sig í bank-
ann. Honum varð þó í órra þeg-
ar honum var visað inn til
bankastjórans með hinni venju-
! legu kurteisi. Francis þekkti
Everard bankastjóra og líkað:
vel við hann. Hann stamaði.
sveittur á enninu, eitthvoð um
hina erfiðu tíma, að hann gæti
ekki fengið inn það sem hann
átti hjá öðrum. í stuítu máii,
hann þurfti fyrir þann 25. að
borga verkamönnum sínum, gat
hann fengið að yfirdraga reikn-
ing sinn?
„Hve mikið, herra 01drovd?“
„Fimm þúsund pund“.
„Já, það getum við hæglega
gert, sagði bankastjórinn, og
Francis tók eftir því, að bao var
eins og hann yrði feginn', að
upphæðin var ekki hærri.
Þeir brostu báðir og töluðu
um aðra hluti
„Þetta er auðvitað bráða-
birgðalán", sagði Francis
„Já, auðvitað, en við verðum
samt að krefjast tryggingar“,
anzaði bankastjórinn.
„Tryggingar?“ sp.urði, Francis
órólegur.
„Já — fyrir þessum fimm þús-
und pundum“.
„En, herra bankastjóri, ég er
búinn að skipta við bankann
alla mína ævi, og faðir minn og
afi skiptu við hann, þér þorið
því líklega að trúa mér fyrir
einum fimm þúsund pundum“,
sagði Francis móðgaður, „þetta
eru smámunir“.
„Engin peningaupphæð er
smámunir, þegar mann vantar
hana“, sagði bankastjórinn.
Áran^urinn varð sá, að Franc
is varð að gefa út skuldabréf og
veðsetja nokkhð af eignum föð-
ur síns.
Francis þóttist viss um að
geta greitt þessa skuld eftir tvo
mánuði, en viðskiptin héldu
áfram að vera léleg, gjaldþrot
voru daglegur viðburður, og
hann fékk ekki sínar skuldir
1 greiddar, kaun verkamannanna
lækkaði ekki, og hann varð að
yfirdraga reikning sinn aftur
um þrjú þúsund pund og setja
nýja tryggingu. Næsta mánuð
fór á sama veg — skuldirnar
uxu og að lokum hafði hann
veðsett allt sem hann átti.
Og nú fóru veðin hka að falla
í verði. Hann fékk harðort bréf
fi;á bankanum í desember 1930,
honum var sagt þar, að hluta-
bréf, sem hann hefði veðsett,
væru ekki meira virði en tvo
þriðjuhluta af nafnverði, lán
hans væri ógreitt og bankinn
yrði að heimta betri tryggingu.
Francis mótmælti og reyndi að
komast að samningum, en ár-
angurslau.st, hann varð að reyna
að útvéga sér nýja tryggingu.
Þetta stríð fékk mjög á taugar
hans, sem aldrei höfðu verið í
lagi eftiir styrjöldina. Hann borð
aði lítið og svaf illa og varð svo
skapvondur, að Ella vissi ekki
sitt rjúkandi ráð. Hún bað hann
að lofa sér að bera með honum
áhyggjur hans, og þegar hann
sýndi henni hina margbrotnu
reikninga, sem hann vissi fyr-
irfram, að hún botnaði elckert í,
þá stakk hún upp á því, að
hann reyndi að fá hjálp hjá
bróður hennar. En Francis vissi,
að Armitage var sízt betur
stæður en hann sjálfur, og neit-
aði að fara að ráðum. hennar.
Litla krossgátan
Lárétt:
1. kraumar — 7. eyðir — 8.
hvatning — 10. ókenndur — 11.
háð — 12. spil — 14. ágóði — 16.
óstöðuga — 18. forn greinir — 19.
væia — 20. gelt — 22. tveir eins —
28. graslendi — 25. gljái.
Lóðrétí:
2. tónmerki — 3. vogur — 4.
óskammt — 5. ending — (5, söng-
félagið — 8. spotti — 9. óskömm-
uð — 11. drakk sig yfir — 13.
krydd — 15. öfuga — 17. trall —
21. hætta — 23. fæði — 24. ók.vrrð.
RÁÐNING SÍÐUSTU
KROSSGÁTU
Lárétt:
1. drekka — 7. óræk — 8. ók —
10. nr. — 11. trú — 12. AB — 14.
andar — 1(5. firra — 18. ra — 19.
fræ — 20. ge — 22, æt — 23. vagl
25. sérgóð.
Lóðrétt:
2. ró — 8. eru — 4. kænar — 5.
kk — (5. skurar — 8. órar — 9.
haffær — 11. t. ý. 18. birt — 15.
nagar 17. ræ — 21. egg — 23. vé
I