Þjóðviljinn - 17.09.1944, Side 7
Sunnudagur 17. september 1944.
ÞJÖÐVILJINN
7
Skipsdrengurinn á Blossa
I
ungafótum. Hann hafði fallið niður úr hreiðrinu í rósa-
runninum fyrir utan gluggann, og foreldrar hans voru
yfirkomnir af hræðslu.
Svona farnast fuglsungum, sagði Bronson og sneri
sér að Jóa með alvarlegu brosi, og ég held, að þú sért
ekki langt frá því að vera líkt staddur. Eg er hræddur
um, að við eigum vandræði fyrir höndum, Jói. Eg hef
átt von á þeim í heilt ár. Hirðuleysi þit't og leti við lær-
dóminn, þrálát löngun til að vera úti að leika þér og
leita ævintýra...
Hann þagnaði, eins og hann byggist við svari, en Jói
þagði.
Eg hef gefið þér mikið frelsi, ég er trúaður á ^gagn
frelsisins. Beztu sálirnar þróast í þeim jarðvegi. Þess
vegna hef ég ekki girt kringum þig með allskonar regl-
um og óþarfa banni. Eg hef ekki verið kröfuharður við
þig, og þú hefur fengið að ráða þér sjálfur að mestu
leyti. Eg hef ætlazt ’til, að sómatilfinning þín réði gerð-
um þínum, Eg hef gert þig að sjálfs þíns húsbónda
í víðri merkingu, í trausti þess, að réttlætistilfinning
þín mundi hindra þig í að fara afvega, og að minnsta
kosti halda þér að lærdómi þínum. Og þú hefur svikið
vonir mínar. Hvað vilt þú, að ég geri? Leggi á þig höft
og heimti, að þú skulir koma heim á settum tíma?
Hafa eftirlit með þér, þröngva þér til lesturs?
ÞETT4
Árið 1617 stökk Fauste Veran-
zio ofan af háum turni í Fen-
eyjum með mjög ófullkomna
fallhlíf. Mun það vera einhver
fyrsta tilraun, sem gerð hefur
verið til að svífa í loftinu.
Snemma á 18. öld útbjó Kai'l
Fr. Merwin eins konar svif-
flugu.
En þegar Cavendish 1776 fann
aðferð til að nota gas, sem var
iéttara en loft,.komst skriður á
fluglistina. Bræðurnir Montgol-
fier bjuggu 1783 til loftbelg úr
pappír, fylltu hann reyk og hit-
uðu lofti og sendu hann 1000
fet í loft upp. Síðan héldu ýms
ir áfram að fullkomna belg
þeirra, og árið 1785 £ókst þeim
Blanchard og Jeffries að svífa
í loftbelg yfir Ermarsund frá
Dover til Calais.
1836 var flogið í loftbelg um
500 mílur í einu, var nú farið
að nota léttara gas og hafa belg-
ina stærri og úr silki. Henry
Giffard bjó til loftbelg, sem
sýndur var á heimssýningunni
í París 1878, rúmaði hann 450000
teningsfet af gasi og var útbú-
inn með stýri.
En sá sem fulkomnaði loft-
skipin og gerði þau stýranleg
var Zeppilin greifi. Hann smíð-
aði farþegaflugskip 1910, það
var síðan notað til árása í fyrra
veraldarstrí ðinu.
Enska loftskipið R-34 varð
fyrst til að fljúga yfir Atlanz-
hafið 1919. Síðan fóru loftskipin
Zeppilin greifi og Hindenburg
fastar flugferðir milli Evrópu
og Ameríku.
Bræðurnir Wright urðu fyrst-
ir til að fljúga í yél, sem var
þyngri en loft. Það var 17. des.
1903.
Þetta hvatti menn mjög til að
fullkomna hið nýja flugtæki,
og árið 1906 bjó Santos Dumont
til flugvél, sem gat flogið stutt-
ar vegalengdir. Og árið 1908 var
fyrsti flugskólinn stofnaður af
Curtiss.
Fyrstir til að fljúga yfir At-
lanzhafið í flugvél voru þeir
kapt. John Alcock og A. W.
Brown, sem flugu frá Nýfundna
landi til írlands 1919. Charies
Lindberg flaug einn saman frá
New York til Parísar 1927. '
Síðan hafa margar glæsilegar
flugferðir verið farnar. R. E.
Byrd flaug yfir bæði heimskaut
in, og Wiley Post flaug kring-
um hnöttinn á 7 sólarhringum
18 tímum og 49Ú2 mín. í júlí
1933.
Nú eru flugferðir orðnar svo
algengar, að engum biöskrar
iengur, og ekki þótt þær séu
íarnar til að drepa þúsundir
saklausra manna.
Nokkrum dögum seinna j
mætti hann Ellu í stiganum
með fullt fangið af bókum.
„Heyrðu- Davíð,“ sagði hún
vingjarnlega en ákveðin, „þetta
getur ekki haldið svona áfram,
þú mátt ekki sitja allan daginn
við lestur og skrift. Þú ættir |
heldur að vera úti og njóta þar |
síðustu daganna á Emsleyhöll.
Eg verð að vera inni og búa
um fatnað og postulín, ,en þið
Fan ættuð að vera útl. Hvaða
bækur eru þetta?“
„Það eru sagnfræðileg hjálp-
arrit frá Iredalnum, ég er að
vinna úr þeim,“ anzaði Davíð.
„Nú, ef það er svona þýðing-
armikið,“ anzaði Ella með virð-
ingu í rómnum, ,,þá er allt öðru
máli að gegna. En mér finnst
nú samt að þú eigir að vera
meira úti, Davið “
„Eg ætla að fara út seinna
í dag,“ sagði Davíð, „og á morg-
un skal ég taka Fan með mér,
ég get það ekki í dag.“
%
5.
Strax eftir hádegi fór hann
úi og hafði þá með sér kort
yfir sveitina, vasabók og skrá
yfir staði þá, serr. hann ætlaði
sér að skoða.
Fyrsti staðurinn var kráin
'Vagninn ogr hestarnir. Veitinga-
maðurinn varð mjög hissa á að
sjá Oldroyd unga frá Emsley-
höll í gráum flónelsfötum með
skólahúfu, koma inn á yfirráða-
svæði hans og skýrði honum
undirfurðulegur frá því, að
hann mætti ekki selja svo ung-
um manni veitingar sínar.
„Eg ætla ekki að fá neitt að
drekka,“ sagði Davíð hlæjandi,
„mig langar aðeins til að sjá
staðinn, þar sem aðrir drekka.“
Veitingamaðurinn leiddi hann
inn í hina litlu daunillu veit-
ingastofu, og horfði forviða á
hann.
„Er þessi stofa eins og hún var
fyrir hundrað árum?“ spurði Da
víð og leit á eikarveggina, á
spýtubakkana og auglýsingarn-
ar um Yorkshire-öl og á
grammófóninn.
„Ja — það veit ég svei mér
ekki,“ sagði maðurinn og hristi
höfuðið. „Það get ég ekki sagt
yður. Eg hef aðeins verið hér
í átta ár.“
Davíð yfirgaf krána og létti
fyrir brjósti þegar hann kom
aftur út í hið glaða ágústssól-
skin. „Það var lítið gagn að
þessu,“ sagði hann við sjálfan
sig, „og þó, ég sé 1 anda hinn
fulla námumann hoppa um gólf-
ið í þessari daunillu stofu, þar
sem varla var andandi fyrir öl-
fýlu og tóbakslykt, og ég éé
aumingja Joe blístra í örvingl-
un sinni, svo að hann gæti hald
ið séf uppréttum. Það, sem er
mikilsvert, kemur fyrir mikils-
verða menn á mikilsverðum
stöðum, en ekki fyrir leikbrúð-
ur í flaueli og hermelini. Og
það, sem kemur fyrir venjulega
menn í afskektum krám. get-
ur haft mikla þýðingu. En þetta
hafa menn nú vitað áður: Zola,
de Maupassant, Arnold Bennett.
Eg býst við, að það hafi verið
á þessum slóðum sem morðingj-
arnir komu gangandi. Þeir hafa
sennilega komið yfir engin og
gegnum skóginn, en ekki eftir
þjóðveginum niðri í dalnum.“
Hann klifraði yfir lága girð-
inguna og fór eftir stígnum
|ivert yfir engið. Það leið ekki
á löngu, þangað til hann var
kominn upp á hæðina og veg-
inum hallaði niður hinum meg-
in. Hann fann lítinn læk og á-
kvað að ganga meðfram honum
ofan í dalinn. „Þetta hlýtur að
vera „Black Syke“, sagði hann,
þegar hann hafði skoðað kortið.
„Ef ég held með honum ofan
að Ireánni, hlýt ég að koma til
Syke Mill.“
Hann fetaði sig eftir árbakk-
anum, klifraði yfir kletta og
hóla, og allt í einu stóð hann
fyrir framan rústir litlu gömlu
verksmiðjunnar. Sumir veggirn-
ir voru saman hrundir. Lítið
hús við hliðina, hrörlegt. „Þetta
getur ekki verið hún,“ hugsaði
hann og skoðaði kortið aftur.
„Jú, það er Bin Royd,“ sagði
hann ánægður. „Verksmiðja
Iienry Briggs.“ Hann horfði
brosandi í kringum sig. Hér var
svo rólegt, engin lifandi vera
sást, ekkert fuglakvak heyrðist,
ekkert annað hljóð en suðið í
læknum, sem rann yfir svartar
klappir. „Hér hefur Will Old-
royd oft komið og litið dóttur-
ina hýru auga,“ hugsaði hann.
„Og hér stend ég. Eg er ætt-
ingi þinn, Henry Brigg, og
heiti eftir þér. Hvað segir þú
um það gamli náungi?“
Allt var hljótt umhverfis
hann, sólin vermdi grasið og
steinana og húsarústirnar, litli
lækuririh suðaði fjörlega.
„Það er leitt, að ég skuli ekki
trúa á ódauðleik líkamans,“
hugsaði Davíð, „það væri á-
nægjulegt að hugsa sér gamla
notalega karlinn hann Brigg
horfa ofan til mín á þessu augna
bliki. En auðvitað trúi ég því
ekki. Og samt — samt er eitt-
hvað til í því,“ sagði hann hugs-
andi. „Jæja — ég verð að halda
áfram.“
Hann hélt áfram eftir stígn-
um hjá læknum, unz hann kom
á langa, óhreina götu með lág-
um húsum á báðar hliðar. Da-
víð gramdist þetta.
„Allt er breytt, auðvitað,“
hugsaði hann gramur. „Ef þetta
er allur árangurinn af bylting-
unni í iðnaði, þá er það skamm-
arlegt að hún skuli hafa farið
fram. Eg þori að hengja mig
upp á, að ég ‘f inn hvergi Syke
Mill.“
Hann gekk niður óhreinu göt
una og komst loks til Marth-
waite. og hann ákvað að rann-
saka þann stað, áður en hann
héldi eftir dalnum til Syke Mill.
Hann fór inn í krána,, Rauða
ljónið“, bað um tebolla og fór
að spjalla við Veitingamanninn
um morðið, sem var framið árið
1812. Þótt veitingamaðurinn
væri búinn að gleyma nafni
hins myrta, kannaðist hann við
söguna og var hinn altillegasti
— „en hvað fólkið hér er'vin-
gjarnlegt," hugsaði Davíð. —
Veitingamaðurinn sýndi honum
litlu, dimmu svefnherbergin
uppi á loftinu. Hann vissi ekki,
í hvaða herbergi William Old-
royd hafði látizt. En fyrst Da-
víð sá þau öll, hafði hann líka
séð það.
Hann spurði hinn vingjarnlega
veitingamann, hvort hann
þekkti gamalt hús lengra þar
uppi í dalnum, það hefði verið
kallað Dean Head Hause. Ekki
þekkti veitingamaðurinn neitt
til þess, en hann sagði þó,- að
einhverjar rústir væru milli
járnbrautarinnar og vatnsgeym-
isins. Davíð þakkaði honum fyr-
ir sig og hélt áfram upp eftir
dalnum.
Dean Head House var auð-
fundið. Stígurinn, semláþangað
út frá aðalveginum var sýnileg-
ur, þótt hann væri vaxinn ill-
gresi og lágur múr skildi hann
frá þjóðveginum. Á steinvegg-
inn var letrað: „Aðgangur bann
aður. Bæjarstjórn Annotsfields.“
En Davíð stökk yfir vegginn,
án þess að skeyta um auglýsing-
una og hélt'niður að ánni. Hann
sá vatnsgeyminn framundan,
fyrir neðan sig Ireána og járn-
brautina og innganginn í Marth
waitgöngin. Hér og hvar sá
hann gömul og grá hreysi, hrör-
leg. Nokkur þeirra voru rústir
einar, önnur virtust bera svip
f mannabústöðum. Dean Head
House vhr ' stærst þeirra, það
stóð við veginn, sem Davíð
hafði komið eftir, og yfir nafnið
fyrir ofan dyrnar voru negldar
fjalir.
Davíð gekk inn í steinlagðan
húsagarðinn, stóð þar hugsandi
dálitla stund og reyndi að gera
sér í hugarlund hvernig lífið
hefði verið á þessum stað, þegar
ullin var spunnin og ofin og lit-
uð, allt með handafli. Allt í
einu heyrði hann kallað og sá
mann í einkennisbúningi koma
gangandi frá vatnsgeyminum.
I Davíð sneri óðara til hægri og
flýði'. Hann komst fljótlega
langt fram úr hinum gamla
manni, sem veitti honuST'eftir-
för, stökk yfir steinvegginn,
tveimur metrum á undan hon-
um.