Þjóðviljinn - 24.09.1944, Page 1
V
9
líð flntt tll hans loftleíðís
Brezki herinn er nú kominn á syðri bakka Lecks
(nyrðri kvísl Rínar) og hefur náð sambandi við nokkra
flokka loftflutta hersins. — En meginhluti hans er á
nyrðri bakkanum hjá Arnhem.
í gær var flutt mikið lið og birgðir í flugvélum
til 2. brezka hersins.
Foringi liðsins hjá Arnhem
hefur sent kveðju til 2. brezka
hersins og segir menn sína berj-
ast kappsamlega og vera á-
kveðna í að halda út þangað til
2. brezki herinn komi. — Sá
síðarnefndi heldur uppi skot-
hríð á stöðvar Þjóðverja fyrir
norðan Leck.
Þjóðverjar gerðu harða árás
á birgðaflutningalið Breta milli
Eindhoven og Nijmegen í gær
og tókst að rjúfa hana um
stund. — Kvöddu Bretar „Taj-
fun“-flugvélar til aðstoðar og
voru Þjóðverjar hraktir burt
innan skamms.
Stolberg er nú alveg á valdi
Bandamanna.
Á Mosellevígstöðvunum geisa
enn miklir skriðdrekabardagar.
— Hafa Þjóðverjar misst þar
246 skriðdreka á s.l. 10 dög-
um.
Stofflun Lards ai-
bands iinnema
Stofnþing Iðnnemasambands
íslands var sett í gær í Góð-
emplarahúsinu.
Til stofnþingsins var boðað af
undirbúningsnefnd er fulltrú-
ar iðnnemafélaga í nokkrum
iðngreinum kusu.
Á fyrsta fundi stofnþingsins í
gær mættu 20 fulltrúar frá iðn-
nemafélögunum í Reykjavík.
Meginatriði í starfsemi sam-
bandsins eru þessi:
Að gangast fyrir stofnun iðn-
nemafélaga.
Að styðja iðnnemafélögin og
efla starfsemi þeirra og hags-
munabaráttu og tryggja það, að
þau séu í sambandinu.
Að veita þeim iðnnemafélög-
um. sem í sambandinu eru, sér-
hvern þann styrk og aðstoð sem
sambandið getur í té látið til að
efla starfsemi þeirra og hindra
að gengið sé á rétt þeirra.
Að gangast fyrir gagnkvæm-
um stuðningi iðnnemafélaganna
hvers við annað.
Að beita sér fyrir aukinni
fræðslu og bættum kennsluskil-
yrðum iðnnemum til handa.
Að vinna að því að lögum um
iðnnám verði breytt til hagsbóta
fyrir iðnnema.
Á fundi sambandsins í gær
voru samþykkt lög og kosin
stjórn sambandsins, en hana
skipa: Óskar Hallgrímsson, for-
maður, Sigurður Guðgeirsson,
Egill Hjörvar, Kristján B. Guð-
jónsson og Sigurgeir Guðjóns-
son.
Fundarstjóri var Guðmundur
Magnússon
Meðal gesta á stofnfundinum
voru: Jón Rafnsson og formenn
sveinafélaganna í Reykjavík.
Þingið kemur saman í dag kl.
2 e. h. ,
Þjóðviljinn mun skýra nánar
frá þinginu síðar.
Ks JíííRfl tíeyia í írY-vm
' f3S53t!Úfc!11
Stöðugt berast nýjar fréttir
um lát norskra fanga 1 Þýzka-
landi.
Julíus Michelsén 34 ára gam-
all, frá Oslo, hefur dáið í Oran-
ienburg. — Læknisfræðistúdent-
inn Petter Dahl frá Oslp hefur
dáið í fangabúðunum í Weimar,
og Magne Lunde höfuðsmaður
hefur látizt - í liðsforingjavarð-
haldi, 53 ára gamall.
Alþýdsssamband Islassds
býcter ■vlaiwffíd i tvö éf -
Atvio iitrekasddr tafa bdut þessu boil eg vlrðast
fyrst og freest ville strlð vlð vertaljðku
Undanfarið hafa farið fram nokkrar tilraunir til þess að
koma á sættum í yfirstandandi vinnudeilum.
Það stendur ekki á Alþýðusambandinu að leysa þetta mál,
það hefur boðið vinnufrið til tveggja ára þannig, að gerðir
verði heildarsamningar sem séu í meginatriðum á grundvelli
núverandi samninga með nauðsynlegum samræmingum.
Atvinnurekendur, sem mjög hafa talað um nauðsyn vinnu-
friðar, létu í fyrstu líklega um að slíkt samkomulag tækist,
en nú hafa þeir hafnað tilboði Alþýðusambandsins og þar með
sýnt að fyrir þeim vakti ekki fyrst og fremst vinnufriður,
heldur strjð við verkalýðinn.
Alþýðusambandið hefur lýst sig reiðubúið til þess að koma
á vinnufriði, en það mun að sjálfsögðu taka því stríöi sem at-
vinnurekendur virðast umfram allt vilja.
Grein um þessi mál, eftir Jón Rafnsson, erindreka Al-
þýðusambandsins, birtist á 4. síðu Þjóðviljans í dag.
Tilboð Alþýðusambandsins fer hér á eftir:
„Vegna fyrirspuma þeirra Ilaralds Guðmundssonar og
Brynjólfs Bjamasonar sem fulltrúa nefnda flokkanna, er við-
ræður hafa átt um stjórharmyndun, vill stjórn Alþýðusam-
bands íslands taka það fram, að hún er fyrir sitt leyti með-
mælt því, að gerðir verði heildarsamningar um kaup og kjör
til 2ja ára, í ineginatriðam á gmndvelli núverandi samninga
stéttafélaganna með nauðsyhlegum samræmingum kaups og
kjara á hinum ýmsu stöðum og starfsgreinum og er reiðubúin
að hefja víðræður við fulltrúa atvinnurekenda um þetta efni,
og leita umboðs sambandsfélaganna til samninga, ef líkur
em til að samkomulag náist, enda verði um leið samkomulag
um verð landbúnaðarafurða, í sanngjömu hlutfalli við. almenn
launakjör á grandvelli þess, sem verið hefur undanfarið, og
gerðar verði ráðsíafanir til að tryggja stöðuga atvinnu og fyr-
irbyggja atvimiuleysi með öllu, eftir nánara samkomulagi
um þessi atriði o. fl.“
213. tölublað
iárnsmiðineinar notaiir
sen verkfallsbrjótar
l yfirstandandi deilu miUi jám-
iðnaðarmanna og atvinnurelcenda
hejur mjög kveðið að því að jám-
smiðanemar vœm notaðir til
vinnu. Munu í öllum jámsmiðjun-
um 'liafa unnið síðan verkfallið
hófst um 120 nemar en ekki
nema um 30 fidlgildir jámsmiðir,
meistarar og verlcstjórar.
Þessi aðferð járnsmiðjanna er
brot á iðnlöggjöfinni sem ákveður
að meistari megi aldrei hafa í þjón
, !Framh. á 8. síðu.
Jðaasardeildio
nótnslir
Samtímis því er fulltrúar
bænda sátu á rökstólum í
Reykjavík, og leituðust við
ið ná samkomulagi um af-
stöðu til verðlagsmálanna, er
gæti orðið liður í allsherjar-
samkomulagi um stöðvun dýr
tíðarinnar, kallaði Jónas lið
sitt til fundar við Ölfusárbrú
til að mótmæla niðurstöðum
búnaðarþingsins. Fundur
þessi stóð lengi dags í gær.
Af hálfu Jónasardeildarinn-
ar töluðu Jónas, Bjami á
Laugarvatni, Egill Thoraren-
sen og ef til vill fleiri. Af-
itöðu búnaðarþingsins vörðu
hingmenn Árnesinga og Rang
vellinga. Svo fóru leikar að
Jónasardeildin fékk sam-
þykkt mótmæli gegn sam-
þykkt Búnaðárþingslns, fáir
greiddu þó atkvæði, flestir
fundarmenn sátu hjá.
Búnaðarþingið var kvatt saman til funda, fyrir nokkmm
dögum til að ræða um dýrtíðarmálin. Hefur þingið nú sam-
þykkt með 22 atkv. gegn 2, eftirfarandi tillögur til ályktunar
um dýrtíðar- og verðlagsmál frá Dýrtíðar- og verðlagsmála-
nefnd Búnaðarþingsins:
„I. Búnaðarþingið lýsir því yfir, að það heldur fast við rétt-
mæti ályktana sinna frá 1943, þar sem það lýsir yfir því, að
það sé reiðubúið að samþykkja að verð á landbúnaðarvörum
yrði fært niður ef samtímis færi fram hlutfallsleg lækkun á
launum og kaupgjaldi og endurnýjar nú þetta tilboð til þeirra
aðila er hlut eiga að máli.
Jafnframt vill Búnaðarþing taka fram, að það telur
enn sem fyrr, að það sé á engan hátt vegna sérhagsmuna |j
landbúnaðarins, að fært sé niður útsöluverð á landbúnaðar- /j
vörum með greiðslu neytendastyrks úr ríkissjóði um stundar-
sakir.
II. En með því að upplýst er, að eins og nú standa sakir
næst ekki samkomulag um gagnkvæma niðurfærslu kaupgjalds
og verðlags, lýsir Búnaðarþing yfir því, að það getur vegna
nauðsynjar alþjóðar á því að stöðva verðbólguna í landinu,
fallizt á að ákveðin sé nú þegar niðurfærsla sú af hálfu land-
búnaðarins, sem um ræðir í fyrsta lið, með því að gera ekki
kröfu til að fá greidda þá 9,4% hækkun á söluverði framleiðslu-
vara þeirra, sem þeim ber frá 15. sept. 1944 til jafnlengdar
1945, samkvæmt útreikningi Hagstofunnar.
Tilboð þetta er gert í trausti þess, að hér eftir fari fram
hlutfallslegar kauplækkanir í landinu. Fari hinsvegar svo,
að samræmingar verði gerðar í kaupgreiðslum, skal Hagstof-
unni falið að afla jafnóðum gagna til að reikna út, hvort þætf
hafi áhrif á verðlagsvísitölu landbúnaðarvara, eða vinnslu-
og sölukostnað þeirra til hækkunar, og skal þá verð á þeim
vörum þegar hækkað á innlendum markaði í samræmi við það.
HI. Framlag bænda sem hér um ræðir, til stöðvunar verð-
bólgunni, er bundið því skilyrði, að bændur fái greiddar upp-
bætur á útflutningsvörur sínar, sem koma á markaðinn eftir
15. sept. 1944 til jafnlengdar 1945, miðað við landbúnaðarvísi-
tölu síðastliðins tímabils.
IV:' Að lokum lýsir Búnaðarþing yfir því, að ekki komi til
mála, að bændur færi niður verð á afurðum sínum á nýjan
leik, fyrr en tilsvarandi lækkun, þeirri er hér um ræðir, hefur
farið fram á launum og kaupgjaldi.“
Á Búnaðarþingi 23. sept. 1944.
Sigurður Jónsson, formaður, Jón Sigurðsson, ritari,
Þorsteinn Sigurðson, Jóhannes Davíðsson,
Jón Hannesson, Guðm. Erlendsson,
/