Þjóðviljinn - 24.09.1944, Side 3
Sunnudagur 34. september 1944.
ÞJÓÐYILJINN
Tlfbðir Eyvindar kom upp að
Loftum einn daginn, sem
þau Elín voru að heyvinnu úti i
þrekkimum. Hann sá þegar í
stað, að eitthvað sérstakt var á
geiði, því að augnaráð hennar
var svo órólegt. Hún tók hrífu
og lézt vera að taka þátt í vinn-
unni, en það varð ekki mikið
Úr því fyrir henni.
•— Eg hef verið að hugsa um
dálítið, sagði hún að lokum. Eg
hef verið að hugsa um, að það
væri eitthvað bogið við það, að
þið væruð að búa hér upp frá
með eina kú og niðri í Hafn-
sögumannshúsinu erum við
þrjú með eina kú. Getið þið
ekki tekið kúna með ykkur of-
an eftir og búið hjá okkur í
vetur? Ef ég get matreitt handa
þremur, get £g alveg eins eld-
að handa fimm. Og ef ég fer í
fjósið til að sjá um eina belju,
get ég alveg eins bjástrað við
tvær. Og eins og tímarnir eru,
væri þetta miklu betra fyrir
alla, sem hlut eiga að máli.
•— Eigum við þá að flytja frá
Loftum? spurði Elín undrandi.
•— Já, en aðeins ef þið viljið
það sjálf. Og bara í haust og
vetur. Við ökum kýrfóðrinu nið-
ur eftir, þegar snjórinn er kom-
inn. Það verður auðvelt, þegar
hallar undan fæti. Og þá fær
Ragnhildur dálítinn félagsskap.
En þið getið nú hugsað málið.
*
Hann tók á sig stóran hey-
bagga og bar hann inn í hlöð-
una. Þegar hann velti^honum
af sér, kom móðir hans með
fang, svo að þau urðu samferða
til baka.
•— Það var nú í raun og veru
eitthvað annað, sem þú ætlaðir
að segja, sagði hann.
•— Eg var að hugsa um hana
Elínu. Hún getur ekki verið hér
alein. Hún verður ekki heil-
brigð með því móti. Eg minnt-
ist á Ragnhildi, en ég meinti
hana.
En af hverju var þessi órói
og ótti í augum hennar?
— Hvað gengur að þér? spurði
hann. Það er eitthvað allt nn-
að, sem þú ert að hugsa um.
Nú voru þau komin aftur til
Elínar.
•— Þú verður að bíða dálítið,
hvíslaði móðir hans og fór að
raka. Svo kom hún því þannig
fyrir að þau urðu líka samferða
xneð næstu byrðarnar, og inni i
dimmri hlöðunni sagði hún:
■— Það er komið bréf frá lög-
reglunni.
•— Til mín? spurði hann og
fann, hvernig gamall ótti læst-
ist um hann allan.
•— Nei, til mín, svaraði hún.
Hvað heldurðp að þeir vilji
mér, gamalli konu?
•— Hvað stendur í bréfinu?
•— Bara að ég eigi að koma til
viðtals við lögregluna á mánu-
dag, klukkan tólf.
•— Norsku lögregluna?
— Nei, þá þýzku. Guð hjálpi
mér. Honum sorthaði fyrir aug-
um, og hann varð að herða sig
upp, til þess að röddin skylfi
ekki.
•— Það er ekki víst, að það
þýði neitt sérstakt. Þeir vilja
fá einhvei’jar upplýsingar.
NORSK MÓDIR
^UV\WWUWVW,.VA'^%%V.V«VJVW^VJ,.'.V^.%V.".V.V.V.".V.V.
fslendingar eiga erfitt með að gera sér í hugarlund ógnir þær
sem hernumdu þjóðirnar á meginlandi Evrópu hafa átt að búa við
síðustu árin. Fregnirnar um grimmdarverk nazista þykja ótrúlegar, Ji
vinir þeirra reyna að telja fólki trú um að þær séu „stríðsáróður“.
En frásagnirnar frá Noregi eru of nákomnar okkur til þess að ^
Hægt sé að segja þær stríðsáróður. íslendingar hafa kynnzt Norð-
mönnum, og heyrt frásagnirnar um hryðjuverk Þjóðverja af vörum y"
■y
manna, sem sjálfir hafa verið vitni að þeim. ■■
Sögukaflinn sem hér fer á eftir er úr skáldsögunni MEÐAN
DOFEAFJÖLL STANDA, eftir Christian Wessel. Sagan hefur komið
út í íslenzkri þýðingu gerðri af séra Jakob Jónssyni. Eyvindur, Sj
Drengsi og Ragnhildur eru börn frú Svan í Ilafnsögumannshúsinu. 'I
Elín er kona Eyvindar. Elíasen er foringi leynihreyfingarinnar í Sj
þorpiuu. |!
— En hvers konar upplýsing-
ar geta það verið?
Elín var á leiðinni ofan við
brúna með síðasta heyfangið,
og meira var ekki talað En
undarlegur kvíði hafði gripið
hann heljartökum. Hann svim-
aði af hugsuninni um það, að
móðir hans ætti að koma til
viðtals við þýzku lögregluna.
Úr þeirri áttinni var aldrei
neins góðs að vænta. Kannski
var það líka mest hennar sjálfr
ar vegna, að hún vildi fá þau
ofan í Hafnsögumannshúsið. Ef
eitthvað kynni að koma fyrir,
var þó elzti sonurinn heima.
Undir eins á laugardag fluttu
þau í Hafnsögumannshúsið. Hey
ið var komið undir þak, en það
voru enn nokkrar vikur, þangað
til hægt væri að tala upp kart-
öflur og kál. Þau mættu Inger
á Nesi. Hún átti svo auðvelt
með ,að skilja, að það yrði leið-
inlegt að vera uppi á Loftum.
— Og i það er skemmtilegra,
að það séu sem flestir, sagði
kerlingin, þegar hún gekk til
altaris.
Enn hafði hann ekkert sagt
j Elínu um það, hvert móðir hans
! ætlaði á mánudaginn. Það var
| ef til vill bezt, að hún fengi
j ekkert að vita. Hann hafði hug-
boð um, að eitthvað kynni að
koma fyrir.
*
Þau vöknuðu snemma í Hafn-
sögumannshúsinu á mánudag-
inn. Eyvindur hafði legið og
beðið eftir dagsljósinu, þegar
hann heyrði móður sína læðast
niður stigann. Hún átti að fara
með mjólkurbílnum inn til
borgarinnar, og það var ákveð-
ið, að Drengsi skyldi fara með
hermi. Hann kveikti á eldspýtu
og leit á klukkuna. Það var allt
of snemmt að fara á fætur. En
henni hafði víst ekki orðið svefn
samt heldur. Nú lá hann lcyrr
og heyrði hana ver$ að dunda
við eitthvað í kyrrþey niðri í
eldhúsinu. Úti var blæjalogn.
Fiskiskúta fór út fjörðinn. And
artaki síðar skullu öldurnar út
frá henni á steinunum í fjör-
unni. Það minnti hann á það,
þegar hann var lítill drengur,
og hélt, að sjórinn væri að
hvísla og tala við sjálfan sig.
En nú kom nýtt hljóð utan
úr morgunskímunni. Lágt. aum-
ingjalegt ýlfur frá ósmurðu
hjóli, sem er sett af stað. Það
var í ósamræmi við morgunfrið-
inn, og hann var að brjóta heil-
ann um það, þangað til það
smám saman dó út. Hann tók
eftir því, að Elín lá vakandi.
•— Hvað er þetta? spurði hún.
í sama bili kom hljóðið aft-
ur. í þetta sinn hærra og lengra.
Það kom utan úr garðinum.
Hann gat loks ekki stillt sig um
verkamannahópar við grjót-
sprengingar og steinsteypu.
Dagurinn var svipaður öðrum
heiðríkum og svölum september
dögum. Svo leið að kvöldi án
þess að nokkuð gerðist. Enginn
hafði neinstaðar frið. Þegar þau
loksins heyrðu fótatak á tröpp-
unum, var fullt af Þjóðverjum
utan við dyrnar.
Enn einu sinni var Hafnsögu-
mannshúsið rannsakað í hólf
og gólf. Hermennirnir rótuðu í
öskunni í stónni með löngum
byssustingjum. Síðan ráku þeir
byssustingi í mjölpoka, sem
stóðu á eldhúsborðinu. Og í-salt
baukinn á hillunni. Þeir helltu
viðnum úr eldiviðarkassanum
út á gólfið, þeir rifu bækurnar
ofan úr bókahillunni og ristu og
skáru upp kilina á þeim stærstu,
og þegar það dróst dálítið að
Eyvindur fyndi lykilinn að
kommóðuskúffu, sem móðir
hans hafði læst, dró einji þeirra
upp skammbyssu og dembdi úr
öllum skothylkjunum í lásinn.
Síðan dreifðu þeir úr öllum
skjölunum, sem í skúffunni
voru. Bréfunum frá Ágústusi
tróðu þeir inn á sig. Að svo
EFTTK
CfsfísSían Wessel
að rísa upp og gægjast meðfram
gluggat j öldunum.
Það var Drengsi, sem í morg-
unsárinu var kominn út með
lafandi axlaböndin og dró hníf-
inn sinn. Hann setti hverfistein
inn á fulla ferð, og brýndi og
brýndi þangað til hann nam
staðar. Þá setti hann steininn af
stað aftur. Og brýndi. Aftur og
aftur. Við og við gaut hann aug
unum til dyranna. eins og hann
væri smeykur um, að einhver
kæmi og truflaði hann. Auðvit-
að var það ungæðislegt uppá-
tæki að fara að draga hnífinn
i dag. Það var enn langt þang-
að til hann yi’ði fullvaxinn.
# ,
Þegar mjólkurbíllinn lagði af
stað frá kaupfélagsbúðinni
þennan morgun hafði Svan
gamla komið sér fyrir innan um
mjólkurflöskur, körfur og hey-
poka. Um aðrar samgöngur var
ekki að ræða síðan Þjóðverjarn-
ir tóku áætlunarbílinn. Fólkið
hékk eins og flugur utan á
sjálfu bílhlassinu. Efst uppi sat
Drengsi í svörtum sparifötum.
Venjulega veifaði hann heim,
en það gerði hann ekki núna.
Og svo gengu þau um og biðu
allan daginn. Móðir hans hafði
vonað, að hún gæti komið aftur
með bílnum eftir hádegið. Bíll-
inn kom, en þau voru ekki rr.eð.
Þegar leið á daginn voru stund-
irnar lengi að líða. Eihstaka
þýzkur bíll fór eftir veginum.
Fólk fór til vinnu sinnar og
kom aftur. Hermennirnir æfðu
sig í árásum í skóginum ofan
við Móa. í skriðunum milli
Svanvíkur og borgarinnar voru
búnu fór þeir án þess að mæla
orð frá munni.
Ragnhildur gugnaði alveg,
þegar þeir voru farnir. Hún
hafði staðið eins og skuggi úti
í einu eldhúshorninu, meðan ó-
sköpin gengu á allt í kringum
hana. Nú hneig hún niður og
var yfirkomin af öi’væntingu.
Elín tók þessu með rósemi. Það
var eins og sljóleiki hennar væri
henni til verndar, svo að allt
hið illa kæmist ekki of djúpt
jnn í vitund hennai’. Eyvindur
tók Ragnhildi á arma sér og
bar hana upp í sitt eigið rúm og
fékk Elínu til að sitja hjá henni.
Síðan fór hann niður og reyndi
að taka til, en á hverju átti
hann að byrja? Allt var í ein-
um hrærigraut. Gluggatjöldin
rifin niður, myndirnar teknar
niður af veggjunum, hringarnir
af eldstónni hingað og þangað
út um allt gólf. Hann stóð
þarna með sundurtættar bæk-
urnar í höndunum. Ur djúpi
hugans, enn dýpra en stirðnaða
heiftina. fann hann einhverja
tilfinningu brjótast fi’am.
— Bækurnar mínar, kveinaði
hann út á milli tannanna. Og
þetta á að vera hin nýja menn-,
ing!
Stundu seinna, meðan allt
var enn í óreiðu á heimilinu,
kom Drengsi með móður sína
í fanginu.
Iiann ætlaði að setja hana á
stól, en það var eins og hún
hefði ekki mátt til þess að sitja,
hún hneig út af, en þeif studdu
við hana og urðu að leggja
hana á legubekkinn. Öðru meg-
in var andlitið blátt og marið
af höggum, og augað alveg sokk
ið. Hinn vanginn var ein stroka
af hári og blóði umhverfis auga,
sem, sem starði fram fyrir sig
1 tryllingi, eins og það sæi enn-
þá fyrir sér hin djöfullegu pynd
ingatæki. Hún andaði með stutt
um andartökum gegnum hálf-
opinn munninn, en froða og
blóð lagaði úr munnvikjunum.
— Látið ekki litlu stúlkumar
koma inn, muldraði hún eins og
í dái. Drengsi stóð yfir henni,
harður á svip og náfölur. Hann
horfði úrræðalaus á bróður
sinn, og nú þegar harrn loksins
var búinn að koma henni heim,
var eins og hann sjálfur væri
að missa vald yfir sér. Hann
fálmaði fram fyrir sig með hönd
unum, hann greip andann á
lofti, eins og hann ætlaði að
segja eitthvað, en kom ekki upp
einu orði. Loks reikaði hann inn
í herbergið og þar hneig hann
niður á gólfið með óstjórnleg-
um gráti.
Elín hafði heyrt mannamál og
kom niður til þess að vita,
hvað um væri að vera, en Ey-
vindur mætti henni í stiganum
og fékk hana til að snúa við.
— Farðu upp og legðu þig
hjá Ragnhildi, sagði hann.
Mamma og Drengsi eru nýkom-
in heim, og við ætlum að taka
dálítið til. Hún varð undrandi
á svipinn, en hún fór upp aft-
ur, hlýðin eins og barn.
Á meðan lá gamla Svan á
bekknum, og augað, sem hún
hafði sjón á, starði upp í loftið.
Ónnur höndin hékk máttlaus út
af bekknum. Á henni mátti sjá
ótal rispur, eins og henni hefði
verið þrýst niður á gaddaherfi.
Blóðvökvi seitlaði niður eftir
fingrunum og ofan á gólfið.
Eyvindur fór inn til Drengsa.
— Þú verður að herða þig
upp. Fyrst og fremst verðum
við að fá lækninn hingað.
Drengsi var búinn að gráta
út. Hann lá með höfuðið og
hanalegginn á bókahrúgunni og
starði fram fyrir sig með köldu
augnaráði.
— Kaupfélagsstjórinn ætlaði
að hringja.
— Geturðu sagt frá því, sem
skeði?
Drengsi lá lengi og starði
fram fyrir sig.
— Eg veit bara, að þeir yfir-
heyrðu hana viðvíkjandi Ágúst-
usi, sagði hann seinlega. Þeir
höfðu eitt af bréfunum hans.
Og þegar þeir spurðu eftir dval
arstað Lottu Fischer, fóru þeir
með hana inn í annað herbergi
og ráku mig út á götu. Eg æpti
að þeim, að ... að þeir skydu ..
Hann komst ekki lengra, því
að nú brauzt gráturinn aftur
fram. Hann lá þarna örmagna
og með þungum ekka.
*
Læknirinn og kaupfélagsstjór
inn komu samtímis. Síðan kom
Inger á Nesi hlaupandi. Og Ól-
ína Jensen. Þær hvísluðust á
úti í eldhúsinu, meðan læknir-
inn sinnti sjúklingnum. Svo
fór' þær að hreinsa til.
Eyvindur fékk bróður sinn,
til þess að þeir skyldu að
minnsta kosti ekki vera fyrir.
Þeir stóðu þar í myrkinu og
Framhald á 8. síðu.
/