Þjóðviljinn - 26.09.1944, Síða 1

Þjóðviljinn - 26.09.1944, Síða 1
Httnið IrægslubvöSd Sðsíalistafélagsios 9. árgangur. Þriðjudagur 26. sept. 1944. 214. tölublað. Er aftarfaðfdið að aadirbáa allshírjarárás á verkafýðínn ? Weffealfíðskreyflingín verðor að vera á verðf Atvinnurekendur hafa enn ekki tekið upp að nýju samninga við Alþýðusambandið um heildarsamninga til tveggja ára, til þess að tryggja vinnufrið í landinu. Undir forystu Eggerts Claes- sens halda þeir enn fast við afstöðu sína að vilja ekkert semja og enga lagfæringu veita þeim hluta verkalýðsins, sem út undan hefur orðið. Það lítur út fyrir að afturlialdssamasta klíkan í landinu ráði enn gerðum atvinnurekenda og ætli sér að stefna öllu hér í öngþveiti. Fréttir, sem nú eru famar að berast út um bæinn nm að verið sé að búa lögregluna undir mikil átök, benda til þess að hér sé markvíst unnið að því að hrinda af stað stéttar- styrjöld. Undanfama daga hefur lögreglan verið látin taka upp skot- æfingar og æfingar í meðferð gasgríma. Hafa æfingar þesssar jafnvel farið fram að nóttu til og mestmegnis í lögregluskálan- ura úti á Seltjamarnesi. Kvað mikið hermennskusnið vera á æf- ingum þessum og lögreglustjóri áminna lögregluþjónana um að vera við miklum átökum búna. I3að er eðlilegt að almenningur spyrji: Hvað er hér á seyði? Er verið að undirbúa það að láta lög- regluna skipta sér af verkföllum, þvert ofan í lög? Vísir og álíka blöð halda áfram æsingum sínum að hætti fasista. Sífellt er alið á því að berja verði verklýðshreyfinguna niður í eitt skipti fyrir öll. Atvinnurekendum, sem vilja semja, er ekki leyft það af „Vinnuveitendáfélagi lslands“, af því að félag þetta vill skapa öngþveiti og æsingar. Og samtímis er lögreglan höfð við heræfingar, til þess að'vera til taks. Það er nauðsynlegt að allur al- menningur geri sér Ijóst, hvaða hætta er hér á ferðurn. Lítil klíka afturhaldssamra ævintýramanna í landinu ætlar sér að sundra þjóð- inni, þegar henni ríður mest á að vera samtaka. Og þessi litla klíka virðist hafa þau völd yfir stjórn lögreglunnar að „hernaðáraðgerð- ir“ hennar séu samræmdar við vopnabrak Vísis og fyrirskipanir Claessens. Almennirigur mótmælir þessum vopnaæfingum lögreglunnar. Al- menningur krefst þess að lögreglu- stjóri hætti að líta á starf gitt sem starf herforingja, sem leiða eigi lögregluna til stríðs við alþýðu manna. Og almenningur vill fá að Iðja ákveðio að berjaii fi! sfgurs Iðja, félag verksmiðjufólks, hélt mjög fjölmennan fund í gærkvöld til þess að ræða um verkfallið og kjósa full- trúa á Alþýðusambandsþing- ið í haust. Iðjufélagar eru einhuga um að standa fast saman um fé- lag sitt og rétt þess og var einróma samþykkt ályktun um að standa fast um kröf- ur félagsins í deilu þess við atvinnurekendur. Þá kaus fundurinn 7 full- trúa á Alþýðusambandsþing- ið. Þjóðviljinn mun segja nán ar frá fundimim á morgun. í gær var útvarpað tilkynn- ingu frá aðalstöðvum Eisenhow- ers til útlendra verkamanna í Þýzkalandi, — þeirra sem eru frá löndum, sem eru í stríði við Þýzkaland, — um 12 milljónir að tölu. Var þeim sagt að stundin væri komin til að láta hendur standa fram úr ermum og vinna verk þau, sem samtök þeirra hefðu fengið fyrirmæli um. — Tækin til þess hefðu þau þegar fengið. Churchill kominn heim Churchill er kominn heim aftur frá Kanada. — „Queen Mary“ flutti hann báðar leiðir. vita hvaðan lögreglustjóri fær fyr- irskipanir um áð taka þessar skot- æfingar upp, — hvaða aðili það er: ríki eða bærinn, — sem greiðir aukakostnaðinn fyrir næturvinnu við þessar æfingar. Það verður í tíma að koma í veg fyrir að farið verði að efna hér til óeirða. Almenningur ber það traust til lögreglumanna, að þeir láti ekki nota sig til lögbrota, þótt einhverj- ir ævintýramenn kynnu að halda að nú væri þeirra tækifæri komið. En fyrst og fremst verður þjóð- in sjálf að sýna vald sitt og vilja til Jiess að koma á innanlandsfriði og samtökum um að Jiær miklu fram- farir, sem vér íslendingar getum komið á hjá oss, ef vér aðeins kunn- um að standa saman. Þjóðin vill einingu, örugga lífsafkomu fjöld- ans og atvinnulegar framfarir. Og geti flokkarnir ekki samcinazt um að láta að vilja þjóðarinnar í Jiessu efni, þá verður þjóðin sjálf að fá tækifæri til þess í kosningum að láta vilja sinn í Ijós. Ýmsar fréttir Brezka stjómin hefur birt til- lögur sínar um alþýðutryggingar. Launþegar og atvinnurelcendur eiga að bera kostnaðinn. Lögin eiga að tryggja alla íbúa Bretlands gegn atvinnulcysi og sjá sjúklingum og gamalmennum fyrir viðurværi. • Enn fellur talsvert af flug- sprengjum á England. — Er talið, að Jiýzkar sjóflugvélar skjóti Jjeim öllum af Norðursjó. — Var ein þeirra staðin að verki í gær, 100 km. fyrir vestan Holland, og skot- in í kaf, þar sem hún sat á sjónum. • Iler Titos hefur telcið Banjaluka, nœststœrstu borg Bosníu, eftir 5 daga bardaga og sœkir nú fram í átt til liófuðborgar Júgóslavíu, Beograd. Lúðvík Jósegsson Þriðja fræðslukvöld Sósíal- istafélags Reykjavíkur er í kvöld og hefst kl. 8.45 á Skóla- vörðustíg 19. Flutt voru tvö erindi: Sjáv- arútvegurinn á íslandi og fram- tíð hans, sem Lúðvík Jósepsson, alþm. flytur og Átökin í Banda- ríkjunum, sem Áki Jakobsson alþm. flytur. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Áki Jakobsson 2. fsrefti iimnn kominn í iayslegt samband Þjóðverjum tókst að rjúfa samgönguleið 2. brezka hersins í fyrrakvöld á milli Eindhoven og Nijmegen. — En í gærdag opnuðu Bretar leiðina aftur. 2. brezki herinn hefur enn aðeins lauslegt samband við liðið hjá Arnheim. En tekizt hefur að koma allmiki- um birgðum til þess. Sambandsleið Breta var rofin af þýzkum S.S.-sveitum og skrið- drekaliði, sem tókst að þoka sér að aðalveginum í myrkri. Og rufu Þjóðverjar hann um 25 km. fyrir súnnan Nijmegen. — Samgöngu- leiðin (,,göngin“) er nú aftur ó- slitin frá Belgíu til Leck. Við norðurenda ganganna er barizt ákaft um brúarsporð yfir Leck. — Hafa ÞjóðverjaV nú aftur náð öllum nyrðri bakkanum úr höndpm loftflutta liðsins. Þýzkar hersveitir hafa sé :t flyl ja sig frá vesturströnd Hollánds norð- austur á bóginn. Hafa þær enn undankomuleið á milli Arnheim og sjávar. Brezkt lið hefur í fyrsta sinn í Jiessari styrjöld farið yfir landa- mæri Þýzkalands. Er Jiað um 7 km. fyrir austan Nijmegen. í Vestur-Þýzkalandi halda Bandaríkjamenn uppi stórskota- hríð á varnarstöðvar Þjóðverja á 80 km. löngu svæði. Fyrir norðaustan Nancy hefur enu verið hrundið gagnáhlaupum. ÁllÁS Á CALAIS. Stórárás er hafin á frönsku hafn- arborgina Calais. 300 sprengjuflugvélar réðnst í gær á virki Þjóðverja. Enda Jiótt Þjóðverjar liafi hleypt sjó á stórt landsvæði og hafi yfir- leitt mjög öflugar varnir, hefur Bretum og Kanadamönnum tekizt J að brjótast inn í ytra varnarbelt- | ið og taka fanga. Vípla M 4' > íi. Rauðhólaskálinn var vígð- ur s.l. laugardag, og sóttu vígsluhátíðind um 300 manns. Bóas Emilsson setti hátíð- ina með ávarpi, þar sevi hann slcýrði í stuttu mcdi frá þeim framlcvœmdum sem Æsku- lýðsfylldngin hefur gert þar í sumar. Alþingismennimir Áki Jalc- obsson og Lúðvílc Jósepsson fluttu ágœtar rœður um hlut- verlc og þátttöku œskunnar í baráttu alþýðunnar fyrir rétt- látu þjóðfclagi. Lárus Ingólfs- son skemmti með gamanvís- um og galdramaður sýndi listir sínar. Áð lokinni sam- eiginlegri kaffidrykkju var dansað fram eftir nóttu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.