Þjóðviljinn - 26.09.1944, Side 2
« Hafnarfl örður •
Þar sem
í verki
alpýðan er ekki höfð með
- og fær engu að ráða
Er velferð bæjarfélagsins í
engu sinnt, en einstökum mönn-
um gefin öll aðstaða til auðsöfn-
unar? Og ekkert tillit tekið til
þess hvað hag bæjarbúa er fyr-
ir beztu.
Þetta er í stuttu máli, þótt
ljót sé, saga Alþýðuflokksfor-
ingjanna í Hafnarfjarðarbæ.
Hvar sem litið er á málefni
bæjarfélagsins, ríkir sama í-
haldsmennskan og sofandahátt-
urinn og yfir öllu því er til
framfara horfir um almenna
hagsmuni bæjarfélagsins, og
var hér á stjórnarárum gamla
íhaldsins.
Bærinn er nálega snauður af
menningar- og uppeldisstofnun-
um.
Sá vísir sem þegar er fyrir
hendi er fyrir löngu orðinn allt-
of lítill og ófullnægjandi. ■
Bamaskólinn er fyrir löngu
orðinn of lítill.
Flensborgarskólinn virðist
einnig vera ófullnægjandi eins
og hann var.
Aðrar uppeldisstofnanir svo
sem barnaheimili, barnaleikvell
ir og dagheimili fyrir börn, fyr-
irfinnast ekki í Alþýðuflokks-
bænum. Og ekki er heldur til
neitt íþróttasvæði, svo íþrótta-
æskan verður að búa við hin
verstu skilyrði.
Hvað þá að bærinn eigi jafn
lífsnauðsynlegar stofnanir eins
og sjúkrahús, fæðingarheimili
og barnaspítala. Sömuleiðis er
vöntun á elliheimili.
Vatnsveita bæjarins er svo ó-
fullkomin, að heil hverfi í bæn-
um mega heita vatnslaus. Og
af þeim sökum eru slökkvitæk-
ln, ef á þyrfti að halda í þeim
bæjarhlutum, óvirk ef ekki
næst í sjó.
Öll byggingamálefni eru í
skipulagslausri hringavitleysu.
Enda eru hýsnæðisvandræðin
eftir því.
Það yrði of Iangt mál að telja
upp allt það sem aflaga fer í
bæ j armálef nunum.
En það er sama sagan hér sem
annars staðar þar sem kapital-
isminn ræður ríkjum, að félags-
legar framfarir eru látnar sitja
á hakanum, samtímis því sem
ráðamennirnir raka saman fé í
eigin vasa svo tugum og hundr-
uðum þúsunda skiptir, og jafn-
vel milljónum.
Það virðist nú heldur ekkí
vera lengur um neinn ágreining
að ræða á milli Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins
. um bæjarmálefni. Enda eru
höfuðleiðtogar þessara flokka
komnir að einni og sömu jöt-
unni.
Hafnfirzk alþýða sér líka
hvert stefnír um málefnx sín,
ef þessir flokkar eiga að fá að
halda áfram að vera einráðir
um stjórn bæjarins. Og hún er
ákveðin í því að koma í veg
íyrir að svo geti orðið.
Þess vegna á nú Sósíalista-
flokkurinn ört vaxandi fylgi- að
fagna. — Hann hefur frá upp-
hafi bent á þá þróun sem átt
hefur sér stað hjá hinum borg-
aralegu flokkum.
Forystuhæfileikar Sósíalista-
flokksins eru m. a. fólgnir í því,
að hann leysir úr læðingi hina
bundnu orku, og vilja til starf-
ans, hjá verkalýðnum og
menntamönnum þjóðfélagsins,
— til þess að lyfta þjóðinni á
hærra svið andlega og efnalega.
Þessari orku, hins vinnandi
manns, til sköpunar nýs og
betra lífs hér í okkar bæjar-
félagi, er haldið bundinni í járn
greipum auðhyggjunnar. Með
því að þeir menn sem ráða í
bæjarfélaginu, ganga ætíð fram
hjá vilja verkalýðsins, spyrja
hann aldrei ráða, og traðka á
réttindum hans.
Hver skcp pelrri
Ef Alþýðublaðið væri mál-
svari verkalýðsins. hefði það
ekki tekið jafn fjandsamlega
afsfóðu gegn verkamönnum og
raun varð á í Hlífarverkfallinu.
Eða hver var munur á skrifum
þess og t. d. Vísis eða Morgun-
blaðsins? Enda þótt Alþbl. álíti
okkur verkakarla vera heimsk-
ingja, þá ætti það þó ekki að
ganga svo langt í sjálfsblekk-
ingunni, jafnt sem það er að
reyna að blekkja aðra, að sjá
það ekki að verkamenn, þrátt
íýrir allt, kunna vel að greina
rét't frá röngu.
Öll þessi þrjú áðumefndu
blöð, kepptust um það, að
reyna á allan hátt að hrinda af
stað hvers konar blekkingum,
til þess að takast mætti að
veikja Hlíf í baráttunni.
Verkamenn eru sammála um
það, að hefðu foringjar Al-
þýðufl. og Sjálfstæðisfl. ekki
staðið á bak við þessi skrif og
verið þeim samþykkir, þá
mundu þeir hafa komið í veg
fyrir að þau yrðu birt.
Ein af þeim fáránlegu blekk-
ingum og hótunum í garð verka
manna, var sú, að atvinnurek-
endur létu blöð sín staðhæfa að
togararnir yrðu gerðir út frá
Englandi, ef ^erkamenn létu
ekki af kröfum sínum.
Og það var svo sem ekki lát-
ið sitja við orðin ein.
Einn togaranna, Óli Garða,
eign Alþýðuflokksforingjanna,
var látinn sigla til Englands
rétt fyrir verkfallið. með öllum
veiðarfærum.
Þeir sýndu það svo sem Al-
þýðuflokksbroddamir, að þeir
Það verður þess vegna að ske
fyrr en seinna ef alþýðan á
ekki ævilangt að vera hneppt í
þrældómsfjötra, að hún taki sig
saman um að leysa þá hnúta,
sem kreppa að samtökum henn-
ar, frá hendi auðvaldsins í bæn-
um.
Fjöldinn allur er þegar tekinn
til1 starfa. Og úr öllum áttum
æpa á okkur óleyst verkefni.
Framkvæmd sósíalismans fel
ur í sér lausn vandamálanna.
Þess vegna, — þið, fylgj-
endur sósíalismans, er ennþá
hafið ekki gefið ykkur fram, —
komið nú þegar til starfa.
Fylgizt nú þegar með straumn
um.
Samstilltur vilji og samtaka
hendur reisa bæjarfélagið úr
því fúafeni sem það liggur nú í.
Með því að taka þátt í fram-
sókn sósíalista 1 bænum, er sig-
urinp vís.
Kúlann.
drottnandi au0?
stæðu í engu að baki íhaldinu
í fjandskapnum gegn verka-
lýðnum. Þeir voru orðnir því
svo vanir á atvinnuleysisárun-
um að kúga menn til hlýðni við
sig, með krafti atvinnuvaldsins.
Svo þeir eru sjálfsagt þeirrar
skoðunar, að þeir séu beinlínis
skapaðir og fæddir til slíkra
verka.
En þeir mega vera vissir um
það, að þeir verða krafðir reikn
ingsskila sinna verka.
Hinn vinnandi lýður á sjó og
landi hefur ekki skapað hinn
mikla auð, sem þessir menn
leika sér nú með handa á milli,
til þess að hann yrði notaður
sem kúgunarsvipa gegn honum,
í hvert sinn er hann krefst
betri lífskjara.
Og nú er komið að því, að
hinn vinnandi lýður segi hingað
og ekki lengra.
Atvinnurekendavaldið er þeg-
ar komið of langt. — Nú kemur
verkalýðshreyfingin til sögunn
ar. Hún getur ekki þolað það
að fáeinir menn séu einvaldir
í atvinnu- og fjármálum þjóðar-
innar.
Verkalýðurinn heimtar rétt
sinn, þ. e. fyllsta lýðræði í
þeim málum sem öðrum, að
hinn vinnandí lýður sem skap-
ar fjármagnið með starfsorku
sinni, hafi ráð um það á hvern
hátt þeim málum verði bezt
stjórnað.
Það er verkalýðurmn sem
hefur skapað þeim hinn drottn-
andi auð.
Og hann hefur nú komið auga
á það, að það er óheppilegt og
skaðlegt velferð þjóðarinnar að
Þriðjudagur 26. september 1944.
Húsnæðisleysið og 1.
október
Verkamaður skrifar:
„Þessa dagana dregur til úrslita
um mjög viðkvæmt mál. Fyrsti
október er í nánd. Það er ekki gott
að segja um f jölda þeirra fjölskyldna
og einstaklinga, sem eiga að „fara
út“ núna um mánaðamótin. En það
ei víst að þetta fólk er mjög margt.
Fjöldi þess hefur enga vissu um
húsaskjól í framtíðinni. Sumir
flytja í bragga og slíkt þykir náð,
aðrir sitja áfram í trássi við hús-
eigendurna og gegn vilja síns sjálfs,
vegna þess að annars er ekki kostur
og svo eru þeir sem verða að fara
út á götuna, án þess að eiga víst
húsnæði. Sumt af þessu fólki „hol-
ar sér niður“ hjá kunningjum og
sumt... ja, það er næstum ótrú-
legt hvar menn hafast við um næt-
ursakir. Eg veit til þess að menn
sofa í svefnpokum í geymslum,
verkstæðum, bílskúrum eða hvar
sem er. Ef þið haldið að þessi frá-
sögn mín sé orðum aukin, þá get ég
fullvissað ykkur um að svo ótrúleg
sem hún er, þá er hún sönn.
Mismuntir
Margir kunningja minna, sem ég
hef hitt að undanförnu, hafa sömu
sögu að segja: „Eg er á götunni".
Að vísu eru þetta flest verkamenn
eða lágt launaðir menn. Eg þekki
ekki „heldri borgaranna", en um þá
er öðru máli að gegna. Synir auð-
mannanna eru ekki á götunni, eins
og þeir fátæku og margar auðmanna
fjölskyldur hafa óhóflega mikið hús
næði til umráða. Svo segja þeir í
„flokki allra stétta*^ að hér sé ekk-
ert auðvald til. En það er staðreynd
að hér er eitt svartasta afturhald
og auðvald sem sögur fara af m. a.
í húsnæðismálunum, þ. e. a. s. ef
við mælum auð þeirra á mælikvarða
ísl. þjóðarinnar. Það er ekki svo lítill
mismunur á kjörum — og íbúðum
fátækra verkamanna og útgerð-
arburgeisanna.
Hvað veldur?
Það hljómar kaldhæðnislega í eyr
um þeirra, sem nú eiga að fara út
á götuna, þegar verið er að auglýsa
stór hús til sölu, með öllum íbúðum
lausum, eða svo og svo miklu íbúð-
arplássi lausu. Fátæklingamir, sem
hafa ekki peningna milli handa, hafa
enga möguleika til að skapa sér
nokkurt húsnæði. Á þessu má sjá,
betur en á mörgu öðru, þann geisi-
lega stéttamismun sem er hér í,
Reykjavík.
Húsnæðisleysið er miklu alvar-
legra en við gerum okkur grein fyr-
ir ef við þekkjum það ekki af eigin
..........—..................
eínstakir menn drottni yfir
auðnum.
Nú skal snúið við, verkalýð-
urinn sem auðinn hefur skap-
að skal líka verða herra hans.
Vinnudeila Hlífar hefur orð-
ið til þess að opna augu þeirra
verkamanna fyrir þessum stað-
reyndum sem ekki höfðu áður
komið auga á þær.
Sósíalistaflokkurin vill hafa
samvinnu við hvern þann, sem
vill vinna að því að skapa lýð-
ræði í atvinnu- og fjármálum
þjóðarinnar. Til þess að tryggja
atvinnulífið, að öllum geti liðið
vel. Og hafið verði skipulegt
samstarf um að gera atvinnu-
leysið útlægt úr landinu.
reynd eða af því að kynnast erfið-
leikum fólksins, sem á við það að
stríða. Við höfum verið svo heppn-
ir, Reykvíkingar, að losna algerlega
við loftárásir. Þrátt fyrir það bú-
um við illa í húsnæðismálum— en
það er vegna þess, að stór hluti
húsnæðisins í Reykjavík er í hönd-
um auðugra braskara, sem svífast
einskis, til að auðga sjálfa sig.
Lausn vandamálanna
Okkur er öllum ljóst, hvar í
fiokki sem við stöndum að þetta
ástand er illt, eða réttara sagt ó-
viðundandi. En er jafn mörgum okk
ar fyllilega ljóst hvað þarf að gera
til úrbóta? Það þýðir ekki að láta
bæinn byggja ef það á alltaf að
selja allar íbúðirnar. Það eru eng-
ir fátæklingar sem kaupa íbúðir
sem kosta 60—100 þúsundir. Það-
sem fyrst og fremst verður að gera
er að hrífa bæinn úr höndum þess
valds, sem hefur „haldið bænum
niðri“ um margra ára bil.
Við verkamenn skiljum þetta vel.
Margir okkar búa við óhæft hús-
næði, eða eru á götunni. Fólkið
sem vinnur, skapar verðmætin, hef-
ur orðið harðast úti í þessum sökum
Verkamenn eru nú að komast á þá
skoðun almennt, að þeir, ásamt ýms
um *öðrum launþegum verði að
stofna félög til að byggja. En þegar
því verður komið í verk (og það
þarf að gera hið skjótasta) verðum
við að hagnýta okkur þær beztu
fyrirmyndir, sem fáanlegar eru með-
al þjóða sem skemmra eru á vegi
staddar í verkalýðspyntingum en ís-
lendingar. Um n. k. mánaðamót er
enn meiri ástæða til að athuga
þessi mál af fullri gaumgæfni og í
alvöru þess að þetta ástand er óþol-
andi“.
Auknar tómstundir legrgja
verkalýðnum skyldur á
herðar
Stytting vinnudagsins niður í 8
stundir hefur fært verkalýðnum
meiri tómstundir og þar með nokk-
ur skilyrði til aukinnar menning-
ar. Þessum auknu réttindum fylgir
sú skylda að nota þessar tómstundir
á réttan hátt. Það þarf að skapa
hinu vinnandi fólki aðstöðu til að
auka þekkingu sína með sjálfsnámi,
og það þarf einnig að gera því
kleift að njóta hollra ■ skemmtana.
Slæm skilyrðl til sjálfs-
náms
En hvemig er svo ástandið í þess-
um efnum?
Við höfum að vísu bókasöfn, sena
almenningur hefur aðgang að, og
við höfum einni lestrarsali, en þeir
eru fáir og lítt sniðnir við hæfi
manna sem vinna eriiðisvinnu á
daginn, og nota kvöldstundir til
lesturs. Við höfum einnig náms-
hringi, en húsakynnin sem þeir hafa
yfir að ráða eru þannig, að færri
komast að en vilja.
Til að hafa full not af lestri bóka
í heimahúsum, þarf næði, og húsa-
kynnin þurfa að vera mönnum sæm
andi.
Það er hinsvegar vitað, að fjöldi
alþýðuheimila hér í þessum bæ„
hafa ekki þau skilyrði sem krefjast
verður til að hægt sé að lifa menn-
ingarlífi.
Lélegí skemmtanalíf
Þá er rétt að snúa sér að skemmt
analífinu. Kvikmyndahúsin eru yf-
irfull, þess utan má draga í efa
menningargildi margra þeirra
mynda sem hér hafa veriö sýndar
tindanfarið. Kaffihúsin eru flest
Jfauoúudd á ð. síðu.