Þjóðviljinn - 26.09.1944, Síða 5
I>JÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. september 1944
Útgefancfi: Sameiningarnokkur alþýðu — Sósíatiataflokkurinn.
Ritstjóri: Sigurður GuSmundsaon.
StjómmálaritstjÓTar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjómarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skótiwörðustig 19, simi 218ý.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Víkmgsprent h.f, Garðastræti 17.
Hvað gera ná atvinnurekendur?
Til hvers erum við að berjast gegn dýrtíðinni?
Við erum að berjast gegn dýrtíðinni, til þess að hindra að fram-
leiðslukostnaður þeirra vara, sem við þurfum að selja út úr landinu,
verði of mikill.
Hver er tilgangurinn með þeirri viðleitni? , . '
Tilgangurinn er að geta haldið lífsafkomu sem flestra landsmanna
það góðri í krafti mikillar vinnu og góðs kaups að þeir geti lifað virki-
legu menningarlífi.
Meirihluti þjóðarinnar eru launþegar. Og það eru einmitt launþeg-
amir, sem haft hafa lélegasta afkomu hér áður.
Laun þau, sem launþegar fá nú, eru aðeins að rúmum þriðjungi
grunnlaun. Hitt er dýrtíðaruppbót. Hún lækkar í beinu hlutfalli við
dýrtíðina.
Það liggur því í augum uppi, að öll lækkun á grunnkaupi væri
beinlínis í mótsögn við þann tilgang, sem verið er að vinna að með
baráttunni gegn dýrtíðinni: að tryggja og bæta afkomu fjöldans.
Hinsvegar hefur Alþýðusambandið boðizt til þess að beita sér fyrir
tveggja ára heildarsamningum milli verkamanna og atvinnurekenda á
grundvelli núverandi kaups, aðeins með þeim lagfæringum og leiðrétt-
ingum, sem nauðsynleg eru fyrir ýms félögin, en engu verulegu myndu
orka á vísitöluna.
Ef þcssu tilboði Alþýðusambandsins væri tekið, væri hinsvegar
öll víxlhækkun stöðvuð, „kaupskrúfan" — eins og atvinnurekendur
hafa kallað það.
Atvinnurekendur hafa enn ekki sinnt þessu og munu þó margir
þeirra fýsandi þess.
En nú er að sjá hvað þeir gera næstu daga.
Því nú hafa bændur að sínu leyti lagt fram sinn skerf til þess að
stöðva dýrtíðina og er það vel gert.
Með samþykkt Búnaðarþings eru þjóðarheildinni spöruð ca. 10
vísitölustig, gegn því að greiða útflutningsuppbætur er nema líklega
8—9 milljónum króna.
Framkoma Búnaðarþings er þarna í algerri mótsögn við það ábyrgð-
arleysi, sem einkenndi vissa svokallaða bændafulltrúa 1942, er þeir
beittu vahli sínu gerræðislega og ollu því að vísitalan er nú 30 stigum
hærri en hún hefði þurft að vera. — Nú hefur Búnaðarþing hinsvegar
afsalað sér rétti og tilkalli til 10 stiga hækkunar, raunverulega lækkað
þannig vísitöluna um 10 stig, — að vísu gegn skilyrði um greiðslu út-
flutningsuppbóta, en leynslan hafði sýnt, að þær höfðu bændur fengið
með samþykkt þingmeirihluta.
Samþykkt Búnaðarþings mun því spyrjast vel fyrir, einnig hjá
þeim, sem andstæðir eru greiðslu útflutningsuppbóta.
En þegar smærri og stærri atvinnurekendur í bændastétt, leggja
þetta fram, hvað gera þá þeir atvinnurekendur og heildsalar, sem mest
hafa grætt á stríðinu?
Það er vitað að hundruð heildsala, iðjuhölda og stærri sem smærri
atvinnurekenda hafa grætt of fjár á undanförnum árum.
Það er ennfremur vitað að einmitt gróði þessara manna kemur
niður á framleiðslunni, gerir hana dýrari en hún þyrfti að vera. Það
hefur verið öruggur gróðavegur að stunda heildsölu eða iðjurekstur í
Reykjavík undanfarin ár, Verðlagsnefnd hefur beinlínis hjálpað til að
auka þennan gróða, gera hann að föstum álagningarskatti á framleiðsl-
una og almenning, en útilokað samkeppni, hlynnt að einokun. Svo langt
hefur verið gengið að einu einasta, skattfrjálsu, félagi hefur af hálfu
verðlagsnefndar og ríkisstjórnar verið gert mögulegt að græða 23—28
milljónir króna á einu ári á almenningi og auka dýrtíðina um ca. 50
milljónir króna.
ITvað gera nú þessir menn, sem flestir eru orðnir ríkir menn — á
dýrtíðinni?
Hvert verður þeirra framlag til baráttu gegn dýrtíðinni, — til að
tryggja lífsafkomu fjöldans, — til að leiðrétta kjör þeirra launþega, —
sem enga „leiðréttingu“ fengu á kjörum sínum 1940 og 1941, þcgar
bændur gátu þó lagfært hjá sér sjálfir, — þegar auðurinn tók að streyma
inn til heildsala og atvinnurekenda?
Næstu dagar munu skera úr því.
Frelsun Kíeffs
Frá ómunatíð hefur Kíeff verið
kunn í Austur-Evrópu sem móðir
rússneskra borga.
Kíeff (eða Kænugarður, eins og
norrænir menn kölluðu hana) er
höfuðborg lýðveldisins Úkrainu og
ein af fegurstu borgum Sovétríkj-
anna. — Hún stendur á fögrum
hæðum hjá Dnépr-fljóti. — Hið
mikla fljót bugðast um jaðar þess-
arar fornu borgar, vöggu rúss-
neskrar og úkrainskrar menning-
ar. — Bæði hið mikla rússneska
skáld, Alexander Púskin, og hið
mikla úkrainska skáld, Taras
Séftsenko, tileinkuðu hin dýriegu
Ijóð sín Kíeff, — borginni, sem er
jafnkær öllum borgurum hinna
víðlendu Sovétríkja.
Hin dásamlegu stræti og torg
voru hreinasta augnayndi. Innan
um raðir af mikilfenglegum ný-
tízkubyggingum voru hin fegurstu
mannvirki löngu liðinna kynslóða.
— Kíeff stcndur í tengslum við
clztu tímabil í sögu sovétþjóðanna.
Á síðustu áratugum hafa orðið
óviðjafnanlegar framfarir í þessu
mikla landi, og Kíeff var gott
dæmi um hina hröðu þróun í landi
ráðstjórnarinnar og hina miklu
efnislegu og menningarlegu sigra
þess.
Árið 1941 brutust þýzku fasist-
arnir inn í Kíeff, og borgin huld-
ist myrkri. — I meir en tvö ár
þjáðust íbúar Kícffs undir hinu
óbærilega oki nazista. — Þjóðverj-
ar fundu upp á að nota gasbíla
eða morðbíla, eins og fólkið kall-
aði þá, og myrtu meir en 100.000
saklausra karla, kvenna og barna.
— Jafnvel enn meiri fjöldi borg-
arbúa var fluttur til Þýzkalands
í þrælkunarvinnu. .— Þeir, sem
eftir voru í Kreff, lifðu í eymd og
volæði.
Anisia Maiboroda, sem er 70 ára
gömul, segir svo frá: Fyrir her-
námið lifði hún kyrrlátu lífi. Þjóð-
verjarnir eyðilögðu líf liennar. Þeir
fluttu dóttur hennar til Þýzka-
lands, ráku hana sjálfa af heimili
sínu og rændu öllum eignum henn-
ar. Gamla konan neyddist til að
biðjast ölmusu.
Tilvera vísindamanna, prófess-
ora, lækna, verkfræðinga. og ann-
arra menntamanna var jafn-auð-
mýkjandi, og þeir áttu stöðugt yf-
ir höfði sér misþyrmingar Gesta-
pos.
Þjóðverjar eyðilögðu hlífðar-
laust allar menningarmiðstöðvar.
— Þeir sprengdu Kíeff-háskóla í
loft upp með hinni alkunnu þýzku
vandvirkni. Bókasafn hans með 1
milljón og 300 þúsundum dýr-
mætra bóka, 2 milljónir sýningar-
gripa í náttúrufræðisafninu, 20
rannsóknastofur, 18 vísindadeildir
og ýmislegt annað, sem safnað
hafði verið eða reist á tugum ára,
varð eldinum að bráð.
Tvennar tölur gefa góða hug-
mynd um hinar ógurlegu eyðilegg-
ingar þýzlcU morðingjanna og
brennuvarganna í Kíeff; raðir
bygginga, sem hafa verið gjöreyði-
★ EFTIR ______________________
L.
lagðar, ná yfir 120 ekrur með 5—7
km. strætalengd; af 1776 verk-
smiðjum og vinnustofum borgarinn
ar eru aðeins 278 uppi standandi,
og jafnvel þær eru hálfeyðilagðar.
Leikhús, skólar, kvikmyndahús,
útvarpsstöðin, aðalpósthúsið og
margar aðrar stórar ríkis- og borg-
arbyggingar fórust í eldinum.
Aðalgata Kíeffs, hin fræga
Krestsjatik, með liinum mikilfeng-
legu byggingum sínum, er 3iú ekk-
ert annað en haugar af braki og
grjóti.
Þýzku ræningjarnir lögðu saur-
ugar liendur sínar á hina forn-
helgu Sofíu-Dómkirkju og Pets-
joraklaustrið. Margar aðrar dóm-
kirkjur voru einnig skemmdar og
rændar.
Rauði herinn feykti nazista-
hjörðunum cins og hvirfilbylur út
úr Úkrainu. — Hin frelsaða Kíeff
er nú að græða hin djúpu sár eftir
misþyrmingar hinna villimann-
legu, erlendu innrásarseggja.
Síðan borgin var frelsuð hafa
þúsundir karla og kvenna unnið
fórnfúst starf við endurreisnina.
— Á öllum sviðum ríkir athafna-
semi. 1 skólunum heyrist nú aftur
hlegið og talað. — 52 þeirra hafa
verið opnaðir aftur.
Á fyrstu sex vikunum var gert
við um 3000 íbúðarhús.
Fólkið í Kíoff, sem var svipt
rétti til alls menningarlífs undir
stjórn Þjóðverja, á nú aftur kost
á að fara í leikhús og kvikmynda-
hps, hlýða á tónleika í tónlistar-
höllinni og skemmta sér í klúbb-
um.
Hungur og sjúkdómar herjuðu
á Kíeff undir stjórn Þjóðverja. —
Á allra fyrstu mánuðunum eftir
frelsunina opnaði ríkisstjórnin og
ýmis hjálparsamtök um 2000 mat-
stofur og J20 matvöruverzlanir.
Samtímis voru 16 læknamiðstöðv-
ar, 13 heilbrigðiseftirlitsstöðvar og
4 barnaspítalar opnaðir í borginni.
Verksmiðjur og vinnustofur
tóku aftur til starfa; 49 samvinnu-
fyrirtæki hafa aftur tekið til starfa,
og framleiddu þau um sex millj-
ónir rúblna virði af neyzluvörum
á sex mánuðum.
Kíeff-búar hor'fa með sorg-
mæddu hjarta á hina óskaplegu
eyðileggingu, — hinar skuggalegu
minjar um nazistana —, sem enn
má sjá á báðar hliðar. — Þá
dreymir um þá tíma, þegar lokið
verður við að endurreisa hina
kæru borg þeirra, og þeir spara
ickki afl sitt og atorku til að flýta
fyrir þessu.
Á hverjum degi má sjá þúsund-
ir borgarbúá hreinsa burt rústir á
strætum og torgum. Á síðast liðn-
um fjórum mánuðum unnu þessir
sjálfboðaliðai' 200.000 dagsverk,
eú þeir eiga ennþá mikið ógert.
Krestsjatik, aðalstræti Kíeffs,
var fyrrum fegursta gata hennar
og stolt. Aðeins við hana og næstu
Istræti sprengdu og brenndu Þjóð-
jverjar 3 milljónir og 600 þúsundir
rúmmetra af byggingum. Ekki- er
jhægt að gera við nema tæpan
helming þeirra, liinar verður að rífa.
Fyrir skömmu voru haugar af
rústum og braki á Krestsjátik, en
nú er búið að ryðja strætin. — I
Krestsjatik þarf að gera við um
eina milljón rúmmetra af múr-
veggjum, gólfum og undirstöðum,
hreinsa burt 200.000 smálestir af
braki og taka sundur um 10.000
smálestir af málmi.
Á meðan borgin er hreinsnð,
vinna húsateiknarar og verkfræð-
ingar að áætlunum, sem eiga að
veita Kíeff aftur fyrri fegurð í ná-
inni framtíð.
Húsateiknararnir taka með í
reikninginn þá ósk úkrainsku þjóð-
arinnar, að höfuðborg hennar verði
jafnvel ennþá fegurri en hún var
fyrii' þýzku innrásina. Þess vegna
gera áætlanir þeirra ráð fyrir breið-
ari trjágöngum og torgum,
skemmtigörðum, breiðum ak- og
gangbrautum og blómagörðum.
Osk fólksins mun rætast, — hin
endurborna Kícff mun verða
glæsilegri en nokkurn tíma fyrr.
Alþýðusambandið itrekar
r tilboö sitt um vinnufrií
Ilefteknir þýzlcir hershöfðingjar ganga eftir Rauða torginu í Moskva.
Ilitler og heimsafturhaldið er að
ta'pa heimsstyrjöldinni, um það
virðast allir á eitt sáttir. Þegar
þýzku herimir réðust á Sl vétrík-
in, var það gert í þeirrí írú, að
enn vœrí möguleiki á því a f berja
niður aðalvígi heimsalþýóunnar,
að þýzka nazismanum mundi tak-
ast að safna til þeirrar baráttu öll-
um afturhaldsöfhim heimsins.
Leiðtogar þýzka nazismans sáu
það skýrar en aðrir, að tœkist ekki
að ráða niðurlögum alþýðustór-
veldisins í austrí, vœri það eilíf-
lega of seint fyrir auðvaldið að
œtla sér að mola verlcalýðshreyf-
inguna á lieimsmœlikvarða og
hneppa allar þjóðir í kúgunar-
fjötra fasismans.
Nú vita allir að þetta var of
seint. Styrkur alþýðuhreyfingar-
innar um heim allan, og þá fyrst
og fremst styrkur hinna sósíalist-
ísku Sovétríkja, var svo mikill, að
sólcn nazismans var stöðvuð og
loks snúið í hrakfarir, sem eiga
eftir að þurrlca fasismann út á
meginlandi Evrópu..
*
Ilér heima eru til öfl, sem vinna
að því öllum árum að afturhaldið
í landinu sameinist til úrslitaátaka
við verkalýðshreyfinguna. Rök
þessara manna eru þau sómu og
fyrirmyndar þeirra, Ilitlers: Nú
eru síðustu forvöð að berja niður
verkalý ðshreyfinguna á íslandi.
Ef beðið verður eftir því, að al-
þýðan þjappi sér saman enn bet-
ur en nú er, beðið eftir því, að
liún á nœsta Alþýðusambands-
þingi og í nœstu kosningum sýni
einhug sinn og mátt, er allt orðið
um seinan fyrir auðvaldið á ís-
landi. Þannig rökstyðja þeir
kumpánar Claessen og Hríflu-
Jónas „nauðsyrí‘ þess, að aftur-
haldið leggi nú til úrslitabaráttu,
og það strax í haust, með öllum
þeim samtókum og tœkjum sem
íslenzkt afturhald á yfir að ráða.
ir
En þeim verður á sama skyssan,
þcssum herrum, og fyrirmynd
þcirra, Ilitler. Verkalýðshreyfing-
in á íslandi er orðin svo sterk, að
liún verður ekki slegin niður. Ilún
er orðin svo sterk, að vilji liún
beita afli sínu getur hún staðizt
hverja þá sókn sem afturhaldsöfl-
in í landinu gœtu gert, og snúið
slíkrí sókn upp í hrakfarír íslenzka
auðvaldsins, sem yrðu á sinn liátt
engu síður endanlegar en hrakfar-
ir skoðanabrœðra Claessens og
Hríflu-Jónasar — þýzlcu nazist-
anna.
'k
Enn cru lílcindi til þess, að hin
vitrari öfl íslenzltu borgarastéttar-
innar láti elcki etja sér út í þá
allsherjarbaráttu gegn alþýðusam-
tökunum, sem Claessen og Ilríflu-
Jónas eru að rcyna að stofna til.
En verkalýðshreyfingin verður að
vera við öllu búin, minnug þess,
að það er ekkert vald til í land-
inu, hvorki afturhaldsflokkar á Al-
þingi né vopnuð lögregla, sem get-
ur sigrað verkalýðinn þegar hann
stendur einhuga saman um mál-
stað sinn.
í IfÓS l
samstaffsvíija sinn J
Hvað gera ððvínourekendur? j:
Lausn vinnudeilnanna og dýrtíðarvandamálanna er nú
mest umrœddá málið mcijal almennings.
Atvinnurekendur hafa sem lcunnugt er neitað verkalýðs-
félögunum um allar samrœmingar á lcjörum þeirra, og hafa
undanfama mánuði stöðvað hverja starfsgreinina á fœtur ann-
arri. —
Alþýðusambandið hefur hins vegar tjáð sig reiðubúið til
samkomulags á þann hátt að samið vœrí á grundvelli núgild-
andi samninga með nauðsynlegum samrœmingum.
Búnaðarfélag íslands hefur einnig, með samþykkt þeirri
sem Þjóðviljinn birti s.l. sunnudag, látið í Ijós samstarfsviljá
sinn til þess að leysa þetta tnál.
Nú virðist því ekki standa lengur á öðrum aðila til þess
að leysa þetta mál en Vinnuveitendafélaginu, scm fram að
þessu virðist hafa sett það ofar öllu öðru að efna til stríðs við
verklýðshreyfinguna í landinu. Nú, þegar bœði Alþýðusam-
bandið og Búnaðarfélag íslands hafa lýst yfir vilja sínum til
þess að leysa þessi mál, er beðið eftir því hvað atvinnurekendur
gera, hvort þeir œtla einnig að ganga til samkomulags eða
livort Vinnuveitendafélagið kýs heldur að leggja út í stríð gegn
hagsmunum allrar þjóðarínnar vegna duttlunga fámenns hóps
stórgróðamanna.
Eftirfarandi yfirlýsing frá Alþýðusambandi íslands barst
Þjóðviljanum í gœrkvöld:
Til þess að ekki leiki á tveim tungum um afstöðu Al-
þýðusambands íslands til veigamikilla atriða í sambandi
við umræður um stjómarmyndun, viljum vér upplýsa eft-
irfarandi: Rétt fyrir næstliðin mánaðamót barst oss fyr-
irspum frá nefndum flokkanna og samþykktum vér á
fundi sambandsstjómar 1. sept. eftirfarandi svar:
„Vegna fyrirspurna þeirra Haralds Guðmundssonar
og Brynjólfs Bjarnasonar, sem fulltrúa nefnda flokkanna,
er viðræður hafa átt um stjómarmyndun, vill stjóm Al-
þýðusambands íslands taka það fram, að hún er fyrir
sitt leyti meðmælt því að gerðir verði heildarsamningar
um kaup og kjör til tveggja ára, í meginatriðum á gmnd-
velli núverandi samninga stéttarfélaganna, með nauðsyn-
legum lagfæringum kaups og kjara á hinum ýmsu stöð-
um og starfsgreinum, og er reiðubúin til að hefja við-
ræður við fulltrúa atvinnurekenda um þetta efni og leita
umboðs sambandsfélaganna til samninga, ef líkur em til
að samkomulag náist, enda verði um leið samkomulag
um verð landbúnaðarafurða í sanngjömu hlutfalli við
almenn launakjör, á grundvelli þess sem verið hefur und-
anfarið, og gerðar verði ráðstafanir til að tryggja stöðuga
atvinnu og fyrirbyggja atvinnuleysi með öllu, eftir nán-
ara samkomulagi um þessi atriði o. fl.“
Með þessu teljum vér að Alþýðusambandið hafi, fyr-
ir sitt leyti, sýnt fulla viðleitni til að leysa friðsamlega
eitt af helztu úrlausnarefnum flokkanna í sambandi við
stjómarmyndun og tryggja vinnufrið í landinu um langt
£ skeið.
Hinsvegar hefur stjóm Vinnuveitendafélagsins ekki
í fallizt á að leysa málið með heildarsamningum á grund-
;S velli þeim, sem lýst er í svari vom til flokkanna eða
\\ skiptast á gagntillögum við oss til umræðna — né held-
;1 ur leyft liinum einstöku félögum Vinnuveitendafélagsins
S; að taka upp samninga við sambandsfélög vor, sem nú
;S eiga í deilum hér í Reykjavík, og mun Alþýðusambandið
S; standa við hlið þessara sambandsfélaga shma þar til deil-
S ur þessar em að fullu leystar.
í
^A^V^WWVWVWWSATWVVVVVWVVWWVVVWWWWWWWVWV
Froavarp
um skípua fiupála
Ríkisstjórnin hefur lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga um við-
auka við Iög nr. 32 14. júní 1929,
um loftferðir, svohljóðandi: *
1. gr. Ríkisstjórninni heimilast
að leggjá' fram fé úr ríkissjóði til
aukningar á lilutafé Flugfélags ís-
ladns h.f., þannig að ríkissjóður
eigi 50% af öllu hlutafénu. Fé það,
er rikissjóður leggur fram, er rík-
isstjórninni heimilt að taka að láni.
2. gr. Á hluthafafundum Flug-
félags íslands li.f. skulu takmark-
anir vera á atkvæðisrétti, að því
er hlutafé ríkissjóðs snertir.
3. gr. Þegar Flugfélag íslands
h.f. hefur breytt samþykktum sín-
um í samræmi við ákvæði 1. gr.
og 2. gr. og ríkissjóður er orðinn
eigandi að helmingi hlutafjár fé-
lagsins, getur atvinnumálaráðu-
neytið veitt Flugfélagi íslands h.f.
einkarétt til flugferða hér á landi
og til útlanda með farþega, póst
og farangur.
4. gr. Þegar ríkissjóður hefur
eignazt helming hlutafjár Flugfé-
lags Islands h.f., skal það vera und-
anþegið tekju- og eignarskatti svo
og því að greiða útsvar eftir efn-
um og ástæðum.
5. gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi.
Frumvarpinu fylgir svohljóð-
andi greinargerð:
„Flugsamgöngurnar eru nú
orðnar svo verulegur þáttur í sam-
göngumálum vorum, að nauðsyn
ber til, að ríkisvaldið hafi veruleg
afskipti af rekstri þeirra og styrki
þær eftir því, sem föng eru á. í
þessu augnamiði er lagt til í frum-
varpi þessu, að ríkissjóður efli
Flugfélag íslands h.f. með veru-
legum fjárframlögum. Hlutafé
Flugfélagsins er nú um 1000000
kr., en heimilt er samkvæmt sam-
þykktum þess að auka það upp í
1500000 kr. Framlag ríkissjóðs
gæti þá orðið samkvæmt frum-
varpinu um 1500000 kr.
Ef þessi leið yrði farin, verður
að teljast eðlilegt, að Flugfélagi
íslands h.f. yrði veittur einkarétt-
ur til flugferða hér á landi og til
útlanda með farþega, póst og far-
angur. Með þessu fyrirkomulagi
yrði stjórn þessara mála einfald-
ari, reksturinn öruggari og ódýrari.
Skipulag það, sem frumvarpið
gerir ráð fyrir, er sniðið eftir því
fyrirkomulagi, sem haft var á flug-
samgöngum flestra Evrópulanda
fyrir núverandi styrjöld“.
Við fyrstu umr. frv. í gær á-
taldi Jóhann Jósefsson að ekki
væri tekið tillit til annarra flug-
félaga en Flugfélags íslands. Um-
ræðunni var frestað.
Þriðjudagur 26. september 1944 — ÞJÓÐVILJINN
Skipstjóra- og stýrimannafélagið „GRÓTTA“.
Félagsfundur
verður haldinn næstk. miðvikudag 27. september
kl. 8 e. h. í Verzlunarmannafélagshúsinu, Vonar-
stræti 4.
Mörg mál á dagskrá m. a. þessi:
1. Þing Farmanna- og fiskimannasamhands ís-
lands.
2 Samningar félagsins.
3. Breytingar á lögum um atvinnu við siglingar,
er nú liggja fyrir Alþingi.
Þess er fastlega vænst að félagsmenn mæti.
Sýnið félagsskírteini við innganginn.
STJÓRNIN.
HMM
Email. búsáhöld,
Drykkjarbikarar úr leir,
Toilet-pappír,
Stangasápa „Sunlight“,
Þvottasódi,
Þvottablámi,
Línsterkja,
Tannburstar,
Slípólar,
Trésmíðablýantar,
Te „Liptons“, ,
Súpuefni „Liptons“
Matarlím,
Möndlur,
Súputeningar,
Borðsalt.
Friðrik Mspðsson 6 Co
Heildverzlun. Sími 3144.
Tökum að okkur veizlur
og samkvæmi.
Tökum einnig á móti
dvalargestum um lengri
og skemmri tíma.
VEITINGAIIÚ$IÐ
KOIVIMRHÓLL
Framhald af 2. síðu.
þannig útlítandi að þau eru til
skammar. Virðast fremur vera grið-
arstaður fyllirafta og göturóna, en
samastaður friðsamra borgara.
Stærsta hótel bæjarins, Hótel Borg,
sem hvað húsakynnin snertir hefur
skilyrði til að fullnægja ítrustu kröf
um sem gerðar eru hér á landi til
stofnunar þeirrar tegundar, hefur
um langan tíma verið hljómsveitar-
laust vegna fjandskapar eigandans
í garð verklýðssamtakanna.
Reykvíkingar eiga engan skemmti
stað íyrir almenning sem beri það
nafn með réttu. Það verður að
vinda bráðan bug að því að úr
þessu verði bætt.
Auglýsingar
sem birtast eiga í Þjóðvilj-
anum, þurfa að hafa bor-
izt blaðinu fyrir kl. 7 dag-
Ínn áður en þær eiga að
birtast. AuglýsingaskriJ-
stofan er í Austurstræti lí,
sími 2184.
ÞjéðviljhUk
Kennsla - herbergi
Reglusamur stúdent óskar
eftir herbergi 1. okt. Getur
kennt í staðinn. Upplýsingar
í síma 2506 og 4790 kl..9—17
og í síma 1612 eftir kl. 19.
T I L
liggur leiðin
Nýkomið
Hattar.
Karlmannaföt
Verð: 345,00.
Karlmannafrakkar
stórt úrval.
Drengjafrakkar
Verð: 195,00.
Smokingföt
einhn. og tvíhn.
Skinnblússur
margar teg.
AUGLYSIÐ
I ÞJÖÐVHJANUM
Aki Jakobsson
héraðsdómslögmaður
Jakob J. Jakobsson
Skrifstofa: Lækjargötu 10B
Sími 1453.
/
Málfærsla — innheimta
Reikningshald, Endurskoðun