Þjóðviljinn - 26.09.1944, Side 7

Þjóðviljinn - 26.09.1944, Side 7
 JÞJÓÐVILJINN 7 Þriðjudagur 26. september 1944. mmrnrn. JACK LONDON: Skipsdrengurmn á Blossa þessa kunningja sína árum saman. Franski Pési hló vingjarnlega til hans yfir borðið. í raun og veru var andlit hans glæpamannslegt, en Jóa fannst það bara veðurbitið. Friskó Kiddi sagði honum, með fullan munn- inn, frá seinasta suðaustan storminum, sem Blossi hafði lent í, og Jói fann til virðingar og aðdáunar á þessum dreng, s'em hafði dvalið langvistum á sjónum og kunni svo góð skil á öllu þar. Skipstjórinn drakk nú eitt glas af víni og bætti það upp — fyrst með einu og svo með öðru, og með illúðleg- um svip á dökkleitu andlitinu, teygði hann úr sér á bekknum og áður en langt leið, heyrðust hrotur hans. Það er bezt að fleygja sér út af og fá sér dálítinn blund, sagði Friskó Kiddi og benti á bekk Jóa. Við fáum víst að vera á fótum það sem eftir verður nætur. Jói hlýddi, en hann gat ekki sofnað jafnskjótt og hinir. Hann lá með galopin augun og starði á vísana á vekjaraklukkunni, sem hékk á veggnum, og hugsaði um hve skjótum breytingum atvikin höfðu tekið síðustu tólf tímana. Þepnan sama morgun hafði hann verið skóladrengur og nú var hann orðirin skrásettur sjómað- ur á Blossa og á leiðinni — hver vissi hvert? Fimmtán árin hans urðu tuttugu við tilhugsunina, og hann varð var við manninn í sér í hverjum þumlungi og þar að auki sjómanninn. Hann óskaði þess að Kalli og Frissi gætu nú séð hann. Nú, þeir mundu bráðum heyra getið um málið. Hann sá þá í anda standa umkringda af hin- um drengjunum og tala um þennan merkisatburð. Hver? Auðvitað Jói Bronson, hann var orðinn sjómaður. Hann var vanur að vera með okkur. Jói fylltist drambi, þegar hann hugsaði um þetta. En hugurinn glúpnaði, þegar hann hugsaði um sorg móður sinnar, en harðnaði aftur við endurminninguna um föð- ur sinn. Auðvitað væri faðir hans góður og vænn mað- ur, en hann hafði ekki vit á drengjum, hugsaði Jói. Það var meinið. Seinast í morgun hafði hann sagt, að heim- Urinn væri ekki leikvöllur, og að drengir, sem hugsuðu það, ættu á hættu að gera stór glappaskot og verða fegnir að flýja heim aftur. Ojæja, hann vissi að það var nóg af þungri vinnu og biturri reynslu í heiminum, en hann áleit líka, að drengir hefðu ýms réttindi. Hann skyldi sína horium, að hann gæti bætt ráð sit’f, að minnsta kosti skyldi hann skrifa heim þegar hans nýja líf væri byrjað fyrir alvöru. IX. Á Blossa. Jói hrökk upp af hugleiðinum sínum við það, að bát- ur rann fram með hliðinni á Blossa. Hann furðaði sig á því, að hafa ekki heyrt áraglam. Síðan heyrði hann tvo menn koma upp á skipið og ofan í káetuna. Fjandinn taki mig, ef þeir ekki liggja og steinsofa, sagði annar þeirra og velti Jóa fimlega út úr ábreiðunni með annari hendinni, en seildisf eftir flöskunni með hinni. Franskí Pési reis upp hálfsofandi og bauð þá vel- komna. , Hver er þetta þarna? spurði Lundúninn, sem svo var nefndur, kjamsaði á víninu og velti Jóa ofan á gólfið. Farþegi? Nei, neí, flýttí franski Pésí sér að svara. Það er nýi sjómaðurinn. Mikið góður strákur. Góður strákur eða ekki, hann verður að kunna að halda tungunni fyrir innan tanngarðinn, urgaöi í hinum ANTON P. TSEKKOFF: l -| r -uru- i-i.-r-irLrir-iriiinim^jMnrr.-ir'ij-'r'aui'jiim GRESJAN 1 þagnaður og Pétursmáfarnir flognir burtu, akurhænurnar sá- ust ekki lengur, krákur svifu letilega yfir skrælnuðu grasinu, þær voru allar eins og gerðu gresjuna enn einræmislegri en hún var. Haukur flaug lágt yfir jörð með jöfnu vængjataki, stað- næmdist snöggvast á fluginu eins og hann undraðist ömur- leik lífsins, síðan veifaði hann ótt vængjum sínum og þaut eins og ör yfir gresjuna, og það var enginn, sem gat sagt um erindi hans. Langt í burtu snerust vængimir á vindmyllunum án afláts. Við og við rufu hvítir sand- hólar eða steinahrúgur hinn ein ræmislega svip gresjunnar, grár steinn reis upp af sléttunni eða skrælnað tré með bláa kráku á efstu grein — síðan voru þau horfin. Marmótdýr hljóp yfir veginn — og aftur sást ekkert annað en hátt grasið og lágar hæðirnar. Loksins mætti þeim þó, guði sé lof, vágn, hlaðinn hveiti- skaufum. Ofan á ækinu lá sveitastelpa, syfjuð og sveitt af hitanum. Hún lyfti höfðinu og leit á ferðamennina. Deniska horfði á hana gapandi, hestarn- ir teygðu fram snoppuna móti hveitinu, hliðar vagnanna ner- ust saman og hveitiöxin burst- uðu kollinn á hatti séra Kristó- fers. á móti vagninum, líklega í þeim tilgangi að gelta, en hann stað- næmdist og horfði kæruleysis- lega á Deniska, sem hóf upp svipu sína. Það var of heitt til að gelta. Ein bóndakonan rétti úr sér, lagði hendurnar á verkj- andi bakið og horfði á rauðu skyrtuna hans Jegorúska. Hvort sem það var af því, að heimi féll 1 geð rauði liturinn eða að hún mundi eftir börnum sínum, þá starði hún hrevfingarlaus á hann. En þessi sýn leið einnig hjá, og aftur tók við skrælnuð slétt ■ an, sólbrenndar hæðirnar og brennandi himinninn yfir þeim. Ennþá sáust vindmyllurnar í sömu fjarlægðinni og áður lík- ar litlum mönnum veifandi handleggjunum á hlaupum, og enn flaug haukur lágt yfir jörð. Það var þreytandi að horfa á þetta, og það var sem maður mundi aldrei komast út úr þessu. Líkast því sem gresjan rynni á undan vagninum. Séra Kristófer og Kúmitsjoff voru þöglir. Deniska lamdi klár- ana með svipunni og hóaði á þá. Jegorúska leit ólundarlega í kringum sig. Hann var hættur að skæla. Hitinn og leiðindi gresjunnar voru að buga hann. Honum fannst, sem hann hefði ekið hér fram og aftur í lang- an, langan tíma, og sólin hefði bakað bak hans í langan, lang- an tíma. Áður en þeir höfðu farið fullar átta mílur, fannst honum vera kominn tími til að æja. Spekingssvipurinn var fölnaður á andliti frænda hans og ekkert eftir annað en alvara kaupsýslunnar. Og sérstaklega á nauðrökuðu andliti með gler- augum, þegar nef og enni eru þakin rauðu ryki, er þessi al- vara þurrleg og lítið aðlaðandi. Séra Kristófer hætti aldrei að norfa á furðuverk guðs, og brosa. Án þess að mæla, braut hann heilann um eitthvað skemmtilegt og fallegt, og vin- gjarnlegt, spekingsbros breidd- ist yfir andlit hans. Það var eins og hitinn hefði þrykkt .in- hverri fagurri og skemmtilegri hugmynd á heila hans. Jæja, Deniska, ætli við för- um fram úr vögnum í dag? sagði Kúmitsjoff. í rökkrinu, ef guð lofar, för- um við fram úr þeim, sagði við, að hann hefði verið talinn aríi, og Göbbels hefði ekki orð- ið skotaskuld úr því, að feðra hann í þýzku ættina. Ef til vill hefur hann aldrei heyrt piltinn nefndan. En það var annað maður, sem ekki var eins gott að þegja um, og það var Jesús Kristur, enda réðust nazistarnir fljótt í að ætt- : færa hann og komust að þeirri j niðurstöðu, að hann hefði ekki verið Gyðingur, heldur hefði faðir hans verið þýzkur hand- verksmaður, og Jesús fæddur í Frankfurt am Main. ★ Sú saga er sögð af stórsvikar- i anum Kruger, sænska eldspýtna í kónginum, að hann hafi ein- ! hverju sinni haldið reizlu og ! látið skreyta salinn með lifandi fíkjutré. Þegar maðurinn, sem stóð fyrir skreytingunni, sagði ; Kruger frá því, að ein fíkjan hefði dottið af trénu, og hann hefði orðið að festa hana með vír, en tók fram, að ekkert bæri i á þessu, þá svaraði svikarinn í hátíðlegri röddu: Við verður að hætta við að hafa fíkjutréð, ég get ekki vitað til þess, að nein svik séu höfð í frammi, jafnvel þótt þau sjáist •kki. i Þú ekur á fólk, bryðjan þín, æpti Deniska, hvað er að sjá á þér smettið? Það pr eins og það sé uppblásið eftir mýstungu. Stúlkan brosti letilega og lagð ist aftur ofan á ækið. Einmana ösp kom í Ijós á lágri hæð. Ein- hver hafði einhvern tíma gróð- ursett hana þarna, og guð einn vissi í hvaða tilgangi. Það var erfitt að hafa augun af þessari spengilegu og grænu mynd. Var þessi yndislega vera hamingju- söm? Steikjandi hiti á sumrum og brunafrost á vetrum, hræði- legar haustnætur, þegar ekkert sést fyrir myrkri og ekkert heyrist nema meiningarlaust ýlfrið í vindinum, og það sem verst var, alein — alein — allt lífið. Að baki asparinnar var hveiti akur eins og ljósgult teppi, sem náði frá veginum upp á hæð- ina. Uppi á hæðunum var búið að slá kornið og leggja það í sæti, en á jafnsléttunni var ennþá verið að slá það. Sex sláttumenn stóðu í röð og veif- uðu sigðum sínum, það glamp- aði á sigðimar, sem sögðu hviss! hviss! Það sást á hreyfing um bændanna og kvennanna, sem voru að binda saman korn- öxin, á glampanum á sigðunum, að hitinn var brennandi og lam andi. Svartur hundpr kom hlaupandi frá sláttumönnunum ÞETEA Árið 1895 voru kvikmynd- ir- sýndar í fyrsta skipti. Það var í kjallara kaffihússins Grande Café í París. Maðurinn, sem sýndi þær, hafði sjálfur fundið upp bæði myndatökuvél- ina og sýningarvélina. Hann hét Louis Lumiére. Uppfinning hans varð brátt kunn og hagnýtt út um allan heim. En það leið ekki á löngu, áður en upphafsmaðurinn var gleymdur og endurbæturnar á vél hans kallaðar nýjar uppfinn ingar. En árið 1935 hélt kvikmynda- ' félag Sovétríkjanna hátíð í til- efni af 40 ára afmæli uppfinn- mgar kvikmyndanna, og kom þá í ljós, að höfundurinn var enn á lífi, 71 árs gamall og starfaði enn að ýmsum uppfinningum. Þegar Göbbels og nazistarnir ' öskruðu sem hæst um ágæti arí- anna, komu þeir einu sinni með þá speki, að danskur maður að nafni Dietrich Penning, hefði fundið Ameríku, og hann var kominn af þýzku foreldri og há- arískur. Sönnuðu þeir um leið, að Columbus, sem var ítali, hefði aldrei til Ameríku komið. Ekki gátu þeir neitt um Leif heppna, og hefði þó mátt búast

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.