Þjóðviljinn - 17.11.1944, Qupperneq 1
Föstudagur 17. nóvember 1944,
9. árgangur.
231. tölublað.
SÓSÍALISTAR í VESTUKBÆNPM
Þjóðviljinn heitir á ykkur að út
vega börn til að bera út blaðíð í
nokkur hverfi í ykkar bæjar-
hiuta, Vesturbænum.
Hringið til afgreiðslu í»jóð-
viljans strax í dag, sími 2184.
Æ
PioepiaF leaoia M
bf - Iofee í eyði
Frá norska blaðafulltrúanum.
í síðustu fréttum frá Noregi segir, að þær þjáningar og sú
meyð, sem fólkið í Norður-Noregi líður af völdum Þjóðverja, eigi
(ekki sinn líka í sögu Noregs.
Finnmerkurfyllti hefur um 40000 íbúa, og eru Þjóðverjar og
Kvislingar búnir að flytja þá burtu nauðuga. — í nyrztu sveit-
um Tromsfylkis eru þeir líka byrjaðir að flytja fólkið burtu.
Þjóðverjar brenna og eyðileggja þar sem þeir hörfa, og Kvisl-
ingalögreglan hjálpar þeim og leitar fólk uppi, rekur það út úr
.heimilum sínum og kveikir í húsunum. — Fólkið, sem er skjól-
laust í vetrarkuldanum, neyðist til að fylgjast með straumnum
vestur og suður tll að bjarga lífi sínu.
Fólkið á Finnmörk flýr ekki
Rússana. Það er hið miskunnar
lausa og villimannlega eyðilegg
ingarbrjálæði Þjóðverja, sem
rekur fólkið í Norður-Noregi á
ílótta.
Jónas Lie, hinn alræmdi lög-
:regluráðherra Kvislinga, sem
var sendur til Finnmerkur í okt-
céber, sagði, er hann gaf skipun
um brottflutning fólks úr nyrzta
ihéraði Tromsfylkis: „Ekkert
húsaskjól og enginn matur má
vera til handa Rússunum, sem
koma, þess vegna verður fólkið
;að flytja suður á bóginn.“
Þjóðverjar og Kvislingar ætl-
:uðu í fyrstu að láta íbúa Troms-
íylkis vera kyrra, á meðan íbú-
.ar Finnmerkur væru fluttir
burtu, og þvínæst áttu íbúar
'Tromsfylkis að fara suður til
Norðlandsfylkis og til Þrænda-
laga. — En Þjóðverjar drógu
:svo lengi að fyrirskipa brott-
:flutninginn frá Finnmörk, að
Jpessi ráðagerð fór öll út um
þúfur. — Hluti af íbúunum varð
■eftir, en Þjóðverjar eyðilögðu
:með eldi og sprengiefni öll hús,
birgðageymslur og framleiðslu-
tæki, og um leið komst skriðan
.af stað. íbúamir urðu að flýja
eyðileggingar Þjóðverja til að
hjarga lífi sínu.
lirlii öjjiIp 71
maa m suiigðu
Bygginganefnd og bæjarstjóm
hafa samþykkt byggingaleyfi
Tyrir 9 þrílyft hús, sem bærinn
ætlar að láta reisa við Skúla-
götu- Húsin verða nr. 64, 66.
68, .70, 72, 74, 76, 78 og 80. í
Húsunum verða alls 71 eins og
tveggja herbergja íbúðir. Á
fundi bæjarráðs í dag verður
tekin ákvörðun um hvort bjóða
..skuli sipíði þessara húsa út.
í hinum norsku tilkynningum
er sagt, að það sé ómögulegt
eins og stendur að segja um það
með vissu, hvað langt vestur í
Noreg Þjóðverjar og Kvislingar
eru komnir með eyðileggingar
sínar, en ferlegar sagnir ganga
um það í Norður-Noregi — Það
eitt er víst, að Þjóðverjar halda
áfram að flytia herlið frá Norð-
ur-Finnlandi inn í Noreg á öll-
um þeim vegum, sem þeir ráða
enn yfir. — Mikilvægasti vegur-
inn liggur frá finnsku vegamót-
unum Ivalo til Karasjokk og
Lakselv í Noregi. — Það er einn
ig vitað með vissu, að Þjóðverj-
arnir brenna öll hús jafnóðum
og þeir eru búnir að nota þau
til næturgistingar á leiðinni
vestur.
Bæimir Vardö og Vadsö mega
heita ein rúst, og Þjóðverjai
hafa tekið sundur og flutt með
sér allar vélar iðjuveranna í
Finnmörk. — Þar sem þeir hafa
ekki nægileg flutningatæki
sprengja þeir verksmiðjumar
upp 1 loft. — Kirkjan var síð-
asta byggingin, sem Þjóðverj-
arnir sprengdu upp í Vadsö-
Eins og áður er sagt, eyði-
leggja Þjóðverjar allt jafnóðum
og þeir hörfa. — Búféð er skot-
ið og þau matvæli, sem þeir
geta ekki flutt með sér, eru
eyðilögð. — Hin kunnu fiskiver
Mehavn, Berlevág, Gamvik og
Kamöyfjord hafa verið brennd
til kaldra kola. — I Kauokino á
Finnmörk stendur elliheimilið
eitt uppi
Almenningur nyrzt í Noregi
lifir við hin voðalegustu kjör.
— Mörg börn og sjúklingar hafa
dáið vegna harðréttisins —
Þjóðv. skjóta umsvifal. þá, sem
reyna að íela sig. — Þeir skutu
af þeirri ástæðu allmargt fólk
í Hammerfest, en mörgum tókst
að komast undan til fjalla.
Þjóðverjar hafa oft lýst því
yfir, að þeir hafi fyrirskipun um
að eyða alla byggð fyrir norðan
Sex herír taka þátt í sóknínní
Mikil hreyfing varð á næstum endilöngum vestur-
vígstöðvunum í gær, er tveir bandarískir herir hófu sókn
auk þeirra, sem áður börðust þar. —
Berjast nú sex herir Bandamanna á vesturvígstöðv-
unum.
Þessi sókn Bandamanan er sú mesta síðan barizt
var í Normandí, og þar áttu þeir auk þess í höggi við
miklu öflugri heri.
Veður var gott í gær og
studdi feiknamikill flugher
sókn Bandamanna.
,9. herinn bandaríski, undir
stjórn Simpsons hershöfðingja
er í sókn fyrir norðan Aachen.
— Hefur hann þegar tekið
nokkra bæi nálægt Geilenkirc-
hen.
9. herinn hefur ekki komið
við sögu síðan hann barðist hjá
Brest.
Hann hóf sókn í gær eftir
harða fallbyssuskothríð. —
Komst hann fljótlega yfir all-
margar stórar gryf jur, sem Þjóð
verjar hafa verið að grafa und-
anfarnar vikur.
Ekki varð hann var við einn
einasta þýzkan skriðdreka.
Um 2000 flugvélar Banda-
manna gerðu miklar árásir á
Eschweiler, During og Julich.
2. herinn brezki sótti fram um
5 km. í gær og er nú tæpa 2
km- frá Maas nálægt Roermond.
Mótsþyrna *Þjóðverja er væg.
Narvik og flvtja almenning
burt úr þessum lanshluta
Norsku pólitisku fangamir
hafa verið fluttir frá fangabúð-
unum hjá Tromsö suður á bóg-
inn, og eru búðirnar nú notaðar
sem þýzkt hersjúkrahús.
í fyrsta fangahópnum suður
voru 120 fangar, þar á meðal
Aldor Ingebrigtsen, fyrrverandi
stórþingsmaður fyrir Verka-
mannaflokkinn og útbússtjóri
Noregsbanka í Tromsö; Gunnar
Bráthen, formaður Alþýðusam-
bandsdeildarinnar 1 Norður-Nor-
egi, og margir kunnir kaup-
menn og opinberir starfsmenn
Frá Norður-Noregi berast ægi
legar lýsingar á því, sem fólkið
hefur orðið að líða síðastliðinn
hálfan mánuð. — Það hefur orð-
ið að leggja leið sína vestur
gegnum Finnmörk og suður yf-
ir Troms, fótgangandi eða í of-
hlöðnum fiskibátum og litlum
strandferðaskipum við verstu
skilyrði. — Það. hefur ekki haft
1. bandaríski herinn saékir inn
í Siegfriedlínuna fyrir austan
Aachen.
3. bandaríski herinn er nú um
3 km. frá norðurúthverfum
Metz.
Bardagarnir voru harðastir
fyrir vestan og sunnan borgina
og unnu Þjóðverjar lítið eitt á
þar.
Suður í Vogesafjöllum sóttu
Frakkar fram 8 km. á 40 km. i
langri víglínu og tóku 10 bæi.
Fæðingardeildin ve'ð-
ur reist á næsta ári
Á fundi bæjarstjómar í gær
var upplýst að teikningar að fyr
irhugaðri fæðingardeild við
Landspítalann væru fullgerðar,
og hafizt yrði handa um fram-
kvæmdir á þessum vetri.
Byggingin verður reist suð-
vestan til á Landspítalalóðinni
eða rétt við lóð Kennaraskólans.
nándar nærrj nógan mat, og það
hefur ekki haft nægilegan
klæðnað í vetrarkuldanum, sem
nú fer vaxandi
Það eru hinar mikilvægu síld-
arbræðsluverksmiðjur og frysti-
hús Norður-Noregs, sem Þjóð-
verjar eru nú að eyðileggja. —
Þessar verksmiðjur hafa þeir
hagnýtt sér eftir megni á stríðs-
árnum.
í bréfi, sem norskum föður-
landsvini hefur tekizt að senda
frá Tromsö, er lýsing á ástand-
inu þar þann 25. október s.l.;
„Hér er allt í uppnami og öng-
þveiti. — Hingað streymir flótta
fólk frá allri Finnmörk. — Bær
inn er troðfullur af fólki, og það
er búizt við 30000 í viðbót smám
saman. — Og allir segja, að
þeir séu ekki að flýja Rússa,
heldur þýzku villimennina, sem
cyðileggja allt, hús og heimili.
—- Nú eru þeir að sprengja
sundur öll hafnarmannvirki hér
i Tromsö."
Ungversta sléttan
næstnm öll á valdi
rauða hersins
Rauði henrm hejur mestaUa
ungversku sléttuna á sínu valdi
og sœkja nú upp í hálendið jyrir
Twrðan.
Hann tók 30 bœi í gœr í grennd
við Búdapest.
Nálgast haiíii nú Miskole.
stærsta bæ, sem Þjóðverjar hafa
á valdi sínu fyrir utan Búdapest.
Sovétstjómin hejur lýst aðalat-
riðum í utanríkismálastejnu sinni.
Eru þau sex:
1. Friðsamlegt samband við*
öll iönd.
2. Viðskiptaleg og pólitísk sam
vinna við hvern scm -er.
3. Samband við hvern sem er
gegn árásum.
4. Engar landakröfur á liendur
öðrum.
5. Engin afskipti af innan-
landsmálum annarra Janda.
6. Styrkja samband andfasis-
tiskra þjóða.
Niðurjöínuiiariteffld
Á fundi bæjarstjómar í gær
var niðurjöfnunamefnd endur-
kosin; hún er bannig skipuð:
Zophonías Jónsson, Sigur-
björn Þorkelsson, Gunnar Við-
ar, Björn Bjömsson, Ingimar
Jónsson.
ÍÞ óþabsndalag
Reykjóvíkur kaupir
AndrewshðHiia
Á fundi bæjarstjómar í gær
var samþykkt að veita íþrótta-
bandalagi Reykjavíkur 30 þúsi.
kr. styrk til þess að kaupa An-
drewsíþróttahöllina.
íþróttabandalagið hefur gefið
260 þús. kr. fyrir íþróttahöllina
ásamt kvikmyndahúsinu við
Geitháls, en það var skilyrði fyr
ir að fá íþróttahöllina að kvik-
myndahúsið fylgdi í kaupunum.