Þjóðviljinn - 17.11.1944, Page 2
2
Föstudagur 17. nóv. 1944.
ÞJÓÐVILJINN
Þjóðviljinn skýrði i gær fi
raálaráðstefnunnar. Hér fara á
unnar.
Frá nefnd þeirri er gera
skyldi tillögu út af erindi Arons
Guðbrandssonar, um byggingar
og fjármál, var svohljóðandi til-
laga samþykkt:
„Byggingamálaráðstefnan
1944, telur Iögmætum. almenn-
um ákvæðum um fasteignalán
ábótavant í því, að verðgildi
iasteignanna sé of lágt metið,
c g leggur til:
1 a: Að brunabótavirðing ein
verði látin nægja til lán-
veitinga enda fái lánveit-
endur afrit af matinu.
b: Að lán verði miðuð við
80% af matinu.
c: Að unnið verði að því, að
með opinberri íhlutun
verði réynt að fá vaxta-
kjör fasteignalána lækkuð,
frá því sem nú er.
d: Að kostnaður og varasjóðs
tillag til veðlánasjóð verði
lækkað niður í %%.
2. Ráðstefnan telur aukaatriði:
a: Hvort lánin eru veitt
gegn einum (fyrsta) eða
tveimur veðréttum og þá
ef til vill til mislangs
tíma, en telur að fasteigna
veðlánastofnanirnar eigi
þá samt að veita hvoru-
tveggja Iánin.
b: Fyrirkomulag ' veðlána-
starfseminnar, s. s., hvort
einni eða fleiri veðlána-
stofnunum er ætlað að
annast lánveitingamar.
Að öðru leyti telur ráðstefn-
an að með lögum nr. 17, 1931,
um verkamannabústaði, lögum
nr. 71, 1932, um byggingasam-
vinnufélög og hinum ýmsu lög-
um, sem varða byggingamál
sveitanna, sé svo greitt fyrir
e xistaklingum til að eignast í-
búðir sínar, sem við megi una.
S jái löggjafarvaldið hinsvegar
fært að ganga lengra til fyrir-
greiðslu í þessu efni, ber því
vel að taka“.
BÆIRNIR EIGI SJÁLFIR
LÖND ÞAU ER ÞEIR ERU
REISTIR Á
Þá var samþykkt svolátandi
ályktun:
„Byggingamálaráðstefnan tel-
ur æskilegt:
1. Að kaupstaðir og kauptúna
hreppir eigi land það, er þeir
byggjast á og íbúar þeirra
þurfa til afnota.
2- Að öll verðhækkun, sem
verður á lóðum og löndum fyr-
ir tilstuðlan þess opinbera, verði
sameign.
3. Að lóðir, sem haldið er auð-
um inni í bæjum í gróða skyni,
verði skattlagðar sérstaklega.
4. Að greitt sé fyrir skipu-
legri endurbyggingu gamalla
húsahverfa, með því að gefa
bæjarfélögum lagaheimild til,
að stofna skyldusameignarfélög
allra lóðareigenda og húseig-
enda í hverfi því er endur-
byggja skal.
5. Að gætt sé ýtrustu varúð-
, tveim samþykktum bygginga-
:ftir aðrar samþykktir ráðstefn-
ar með útþenslu bæja, nema
alveg í sérstökum garðhverf-
um“.
SKIPULAGSMÁL
í skipulagsmálum voru eftir-
farandi tillögur sa.mþykktar:
„Bæjum og kauptúnum lands
ins sé skipt niður í ákveðin og
afmörkuð skipulagssvæði, sem
hvert og eitt skuli vera full-
byggt samkvæmt staðfestu
skipulagi innan ákveðins ára-
fjölda.
Sé frestur til þeirra fram-
kvæmda 15 ár, þar sem erfið-
ast er um vik.
Sé frestinum ekki fullnægt
með framkvæmdum innan á-
kveðins tíma, falla lóðimar und
ir ráðstöfun bæjarstjórna sam-
kvæmt mati.
Sé þá bæjarstjóm skylt að
hefja þær framkvæmdir, sem
aðrir höfðu látið undir höfuð
leggjast, annað hvort beinlíms,
eða framselja lóðina þeim sem
hefðu hug og getu til jákvæðra
framkvæmda þegar í stað“.
„Byggingamálaráðstefnan 1944
skorar á Alþingi íslendinga, að
samþykkja og gera að lögum,
frumvarp til laga um skipu-
lagssjóði nr. 177, frá 1940.
Einnig vill ráðstefnan mæla
með því við þing og stjóm, að
bæjum og kauptúnum verði
veittur aðgangur að hagkvæm-
um lánum vegna framkvæmda
skipulagslaganna á hver j um
tíma“.
SKIPAÐ VERÐI 7 MAUN \
FRAMKVÆMDARÁÐ TIL
UNDIRBÚNINGS NÆSTU
BYGGINGAMÁLARÁÐ-
STEFNU 1946
Þá var samþykkt svohljóð-
andi' ályktun:
„Um leið og byggingamaia-
ráðstefnan vottar þakklæti sitt
framkvæmdaráði ráðstefnunnar,
þeim Helga H. Eiríkssym, Svein
bimi Jónssyni og Hauki S.
Bjömssyni, og eins beim aðil-
um öðrum er unnið hafa að und
irbúningi og skipulagningu ráð-
stefnunnar, samþykkir ráðstefn
an eftirfarandi:
1. Umræður þær, sem hér
hafa farið fram hafa leití í ljós
þörfina á því að efnt verði bráð
lega aftur til slíkrar ráðstefnu.
Lagt er til að hún verði haldin
á fyrsta ársfjórðung 1946, eða
svo fljótt sem framkvæmdarráð
telur fært, með tilliti til nauð-
synlegs undirbúnings
2- Ráðstefnan beinir þeim til-
mælum til iðnaðarmálaráðhenra
að hann skipi fyrir áramót
1944—45 sjö manna fram-
kvæmdaráð til þess að undir-
búa væntanlega ráðstefnu og
aðrar framkvæmdir í því sam-
bandi.
Sé einn maður skipaður sem
fulltrúi fyrir og í samráði við
hvert af þessum félögum og
stéttarsamtökum:
Alþýðusamband íslands, Bún
aðarfélag íslands, Húsameistara
félag íslands, Landssamband
iðnaðarmanna, Verkfræðingafé-
lag íslands, Iðnaðarmannafélag-
ið í Reykjavík og Sveinasam-
band byggingamanna.
Iðnaðarmálaráðherra tilnefn-
ír formann. Störf ráðsins eru
ólaunuð.
3. Ráðstefnan leggur til að
kostnaður við undirbúning
næstu ráðstefnu greiðist þann-
ig að væntanlegum ágóða af yf-
irstandandi byggingamálasýn-
ingu, verði óskiptum varið til
þessa, en að ríkissjóður greiði
það sem á vantar.
4. Fyrir næstu ráðstefnu þarf
meðal annars að taka eftirfar-
andi atriði til rækilegrar athug-
unar, og gera eftirfarandi rann-
sóknir:
a: Athugun á nýjungum á
sviði byggingamála í nágranna-
löndum vorum. Sérstaklega
væri æskilegt ef hægt væri að
senda sérfróðan mann eða
menn til þess að kynna sér
vinnuaðferðir og annað við hin
tilbúnu hús, sem Bretar hafa í
huga að reisa í stríðslok.
b: Raunhæfar athuganir á ein
angrunargildi ýmissa þeirra
veggjagerða, er rutt hafa sér til
rúms á síðari árum. Um léið
færi fram aðrar þær rannsókn-
ir og athuganir á byggingaefn-
um, byggingaraðferðum og
tækni, sem ráðið telur nauðsyn-
legar.
c: Gerðar séu sambærilegar
kostnaðaráætlanir um mismun-
andi byggingaraðferðir fyrir
hús af sömu stærð. Um leið sé
athugaður mismunur á bygging-
arkostnaði á ýmsum stöðum í
landinu, og leitazt við að finna
orsakir hans.
d: Rannsókn á því hvemig ná
grannalönd vor hafa skipulagt
íjárfestingu í nýbyggingum..
Gerðar séu tillögur um þær
breytingar á fjármálakerfi voru
sem byggingarframkvæmdir
hafa í huga, hagkvæm afnot af
því sparifé landslnanna, sem
ekki er fest í framleiðslutækj-
um eða með öðrum hætti.
e: Athugun sér gerð á iðn-
löggjöf, samningum um nema-
fjölda, og öðrum þeim atriðum,
sem ætla mætti að gætu torveld
að, að nægilegt vinnuafl verði
til þeirra stórfelldu byggingar-
framkvæmda, sem gera má ráð
fyrir að stríðinu loknu“-
ERINDI OG SKÝRSLUR
BYGGINGAMÁLARÁÐ-
STEFNUNNAR VERÐA GEF-
IN ÚT í BÓK
Ennfremur var samþykkt:
„Byggingamálaráðstefnan 1944
felur riturum ráðstefnunnar, i
samráði við framkvæmdaráðið,
að gefa út í bókarformi skýrslu
um ráðstefnuna, þar sem prent-
uð séu erindi og umræður á
ráðstefnunni. Útgáfan verði
kostuð af fé ráðstefnunnar og
bógin seld við kostnaðarverði,
enda verði ágóði af sölu bókar-
Íþrétíamét Vestíjarða
Knattspymufélagið Vestri vann tþróttamót Vestfjarða og
í. R.-bikarinn og þar með titilinn „Bezta íþróttafélag Vestfjarða
í frjálsum íþróttum“, Hlaut Vestri 85 stig. Hörður fékk 58 stigr
og íþróttafél. Ármann 1 stig.
Fyrir nokkru barst Íþróttasíð-
unni skýrsla frá íþróttamóti
Vestfjarða sem haldið var í
sept s. 1. og fór fram að tilhlut-
un íþróttabandalags ísfirðinga.
Mótið hófst með því að þátt-
takendur, 23 að tölu, gengu
fylktu liði inn á völlinn og
heilsuðu áhorfendum með
fánakveðju. Að þessu sinni var
í fyrsta skipti keppt um bikar
þann er í- R. gaf og hlýtur það
félag hann er flest stig fær.
Mót þetta er stigamót og hafa
þeir ísfirðingar komið sér sam-
an um eftirfarandi stigagjöf
sem mun vera nýmæli:
Fyrir 1. mann 7 stig.
— 2. — 5 —
— 3. — 3 —
— 4 — 1 —
Á móti þessu voru sett eftir-
íöld Vestfjarðamet:
155 m. hlaup, Loftur Magnús-
son V. 4.45.9 mín. (4.58.0).
Langstökk: Guðm. Hermanns-
son H. 5,98 m. (5.68).
Stangarstökk: Þorsteinn Löve
V. 3-05 m. (2.93).
Kringlukast: Þorsteinn Löve
V. 31.87 m. (31.59).
Kúluvarp: Þorsteinn Löve V.
12.14 m. (11.10).
Bezfi árangur í einstökum
greinum:
100 m. hlaup:
Þorsteinn Löve V. 11.6 sek.
800 m.:
Þorsteinn Sveinsson V- 2.13.6
sek. ■
1500 m.:
Loftur Magnússon V. 4.45.9
sek.
Úrslit í hlaupunum urðu:
innar varið til undirbúnings
nýrrar ráðstefnu“.
FLOKKUN Á FASTEIGNUM
„Ráðstefnan telur brýna þörf
á því, að við opinber möt á
fasteignum, verði þeim skipað
í minnst þrjá flokka, eftir gæð-
um, og leggur því til að hæst-
virt ríkisstjórn láti sem fyrst
semja reglur hér að lútandi“.
Þá var eftirfarandi tillaga
samþykkt:
„Byggingamálaráðstefnan á-
lyktar, að fela fulltrúum þeim
sem hér eru mættir að beita
sér fyrir því, hver á sínum
stað, að sem bezt samvinna geti
ávallt ríkt milli iðnaðarmanna
og eftirlits brunavama".
Helgi H. Eiríksson, forseti
Landssambands iðnaðarmanna,
sleit svo ráðstefnunni kl. rúml.
20, með ræðu, þar sem hann
þakkaði fulltrúum fyrir störf
sín, þá fyrirhöfn og erfiði sem
margir hefðu lagt á sig vegna
ráðstefnunnar, og óskaði öllum
góðrar heimkomu.
Vestri 39 stig.
Hörður 8 stig
Ármann 1 stig.
Hástökk:
Þórólfur Egilsson H. 1.64 m.
Langstökk:
Guðm. Hermannsson H. 5.98
m.
Stangarstökk:
Þorsteinn Löve V- 3.05 m.
Úrslit í stökkunum urðu:
Hörður 25 stig.
Vestri 23 stig.
Spjótkast:
Þórólfur Egilsson H. 43.11 m.
Kringlukast:
Þorsteinn Löve V. 31.87 m>
Kúluvarp:
Þorsteinn Löve V. 12.14 m.
Stigaúrslit eftir köstin:
Hörður 25 stig.
Vestri 23 stig.
Eins og fyrr segir fékk Vestri
85 stig samtals, og vann í. R.~
bikarinn og titilinn: „Beztæ
íþróttafélag Vestfjarða í frjáls-
um íþróttum“-
Mótið fór hið bezta fram og;
var veður gott tvo fyrstu dag-
ana en því sem fram átti a5'
fara þriðja daginn varð að*
fresta svo að mótinu lauk ekki
fyrr en 21. sept.
Bréf til ríkfsstjórnar
innar
Forsætisráðherra hefur bor-
izt bréf frá Sjómannafélagi
Reykjavíkur, og segir þar m. a-:
„Fundur í Sjómannafélagi
Reykjavíkur, haldinn 12. nóv.
1944, lýsir ánægju sinni yfir því,,
að ríkisstjórn sú, er nú hefur
tekið við völdum, skuli hafa
sett það, sem aðalmál á stefnu-
skrá sína, að beita sér fyrir ný-
sköpun á aðalatvinnuvegi lands:
manna, sjávarútveginum, meÁ
því að stuðla að og greiða fyrir
innkaupum og smíði á nýjum
skipum og byggingu á verk-
smiðjum til vinnslu á sjávar-
afurðum. Einnig fagnar félagið*
þeirri stefnuyfirlýsingu stjóm-
arinnar, bæði að leggja kapp á
að hindra, að tekjur hlutarsjó-
manna rýrni, og eins hitt, að
settar verði á næsta ári full-
komnar almannatryggingar.
Um leið og félagið þakkar
þeim, sem að því hafa unnið,
að þessi stefnuskráratriði vom
upp tekin, heitir það fylgi sínu
og stuðningi til framkvæmda á
þessum mikilvægu málefnum“.
Forsætisráðherra hefur þakk-
að -félaginu þann stuðning sem
ríkisstjórninni er heitið.