Þjóðviljinn - 17.11.1944, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. nóv. 1944.
ÞJÓÐVILJINN
3
Ertu starfandi?
Fyrir nokkru átti ég tal við íþróttamann og spurði hann hvort
hann væri mikið starfandi í félagi sínu, og kvað hann já við.
Spurði ég hann þá hvað störf það helzt væru og kvaðst hann þá
keppa fyrir það. Starfaðir þú mikið að hlutaveltunni? Nei. Að
.skíðaskálabyggingunni? Eg hef komið þangað einu sinni. Ertu 1
nefndum hjá félaginu? Nei, ég hef engan tíma til þess og vil ekki
vera það. Hvað gerir þú við tómstundimar? Og eiginlega ekkert.
Samtalið varð nokkru lengra, en þegar frá leið fór ég að hugsa
dálítið nánar um það-
í fyrsta lagi varð ég að játa að stór hluti íþróttamanna hefur
;svipaða skoðun og þessi maður hafði. Þeir líta á starf
íþróttafélaganna í ljósi keppninnar, stiganna, sigranna á íþrótta-
vellinum eða hvar nú sem keppnin er háð, og þeir eru þessari
skoðun sinni trúir, en ég get ómögulega fallizt á að þeir séu eins
trúir íþróttahreyfingunni og félagi sínu.
Eg get ekki séð að hægt væri að reka félag með mönnum sem
hafa þennan skilning á veru sinni í íþróttafélagi. Það er líka
svo að víðast hvar kemur félagsstarfið niður á tiltölulega fá-
mennan hóp manna og sannast þar að sá hlutinn er stór sem vill
nðeins taka þátt í því sem veitir stundargaman, en sneiða hjá
því sem á bak v:ð þetta stundargaman stendur, og raunar alla
velferð félagsins, sem er hið innra félags- og athafnalíf, — sem
líka getur verið skemmtilegt. Það starf er ekki síður uppeldis-
lega mikilvægt og áhrifa þess mun vissulega vara lengur og
koma að meiri notum síðar í lífinu en þátttakan í keppninni.
Vegna þessara manna verður allt starf þyngra. Verður bjástur
hinna fáu fyrir lífi og félagslegri tilveru hinna mörgu.
Hugsum okkur ef allir þeir sem telja sig í íþróttafélögum
og sýna það á einhvem hátt, tækju höndum saman um störfin.
Það mætti gera stórvirki á sviði framkvæmda, félagslífið fengi
mýtt líf. Félagarnir fyndu til ábyrgðar. Þeir kæmust að raun um
að starfið þroskar, samheldnin eykst. Starfið verður fjölskníð-
Tigra og um leið meira virði. Þeir kynnast erfiðleikunum af eigin
raim sem gerir þá viljugri til að hjálpa til að sigrast á þeim.
Þessir menn, sem ég gat um í upphafi, eru eitt af vanda-
málum íþróttahreyfingarinnar. Félögin verða að útrýma þeim
illa anda sem þjáir þessa menn. Ef til vill eiga þau að nokkru
sök þar á, þar á ég við þá dýrkun félaga og einstaklinga á sigr-
um, stigum og metum, og mönnum, sem þetta geta veitt.
Allt það á að koma óstöðvandi sem árangur af sterku upp-
alandi félagslífi bæði andlega og líkamlega. Þessum mönnum
má segja það, að fyrsta krafan sem þeim ber að gera þegar þeir
hafa gengið í íþróttafélag, er krafan til þeirra sjálfra. Krafan
um það að bera fulla ábyrgð á þeim athöfnum sem félagið tekur
sér fyrir hendur og það geta þeir gert með því einu að vera
starfandi, vera vakandi fyrir velferð félagsins.
Að lokum vildi ég segja þetta:
Hver sem starfar til þess að upphefja sjálfan sig er ónógur
félagi.
Hver sem gengur á snið við „skítverkin“, stritið, er illhaf-
andi í félagsskap.
Hver sem krefst alls af öðrum en einskis af sjálfum sér er
það sem kallað er félagsskítur.
Vilja þeir íþróttamenn sem þessar línur lesa, íhuga hvaða
afstööu þeir hafa tekið til félags síns og félaganna sem þeir eiga
að starfa með.
K.R.-inpf fá bús
sitt ðltur
Eftir því sem form. K. R.
■sagði Íþróttasíðunni, hafa K.R.-
ingar nú fengið sitt aftur í-
þróttahús sitt. Var Erlendur sig
urreifur yfir þessari sókn sem
sjálfsagt hefur verið tangar-
sókn! Sagði hann að félagið
hefði í hyggju miklar breyt-
ingar á húsinu og lagfæringar.
Er öllum það ánægjuefni að
þetta íþróttahús komi íþrótta-
mönnum bæjarins að notum þvx
þörfin er mikil enda óeðlilega
fáir íþróttasalir hér, miðað við
íþróttafélög og skóla og mun
langt frá að fullnægt sé gild-
andi reglum um þetta efni.
íþrðttabandðiag Reykja-
víknr heftir í hyggju að
kaupa Andrewshúsið
Að undanförnu hafa staðið
yfir samningar um kaup á
Adnrews-húsinu og hefur Í.B.R.
gert tilboð í það.
íþróttamönnum mun fljótt
hafa leikið hugur á að eignast
húsið og mun í. R., K. R. og Ár-
mann hafa rætt þetta nokkuð.
Hinsvegar mun í. S- í. hafa
hreyft þessu formlega við nefnd
ina og þá með væntanlegt
Bandalag Reykjavíkur fyrir aug
um. En sem kunnugt er standa
öll íþróttafélög Reykjavíkur að
því-
ÍÞRÖTTIR
RITSTJÓRI. FSÍUANN HELGASON
u-
Meistarar frá byrjun
Oliver Steinn, meistari í lang-
stökki 1944.
Hástökk:
1927 Helgi Eiríks. í. R. 1,72 cm.
1928 sami. 1.70 —
1929 sami 1.67 —
1930 sami 1.71 —
1931 Þorst. Einarss. Á. 162 —
1932 sami 1.60 —
1933 sami 1.60 —
1934 Helgi Eiríkss. í. R. 1.59 —
1935 Sig. Norðdal Á. 1.60 —
1936 Sig. Sigurðss. K.V.1.70 —
1937 sami 1.67 —
1938 Kristj. Vattn. KR 1.70 —
1939 Sig. Sigurðss. ÍR 1.75 —
1940 sami ÍR 1.70 —
1941 Skúli Guðm. KR 1.70 —
1942 Jón Hjartar KR 1.65 —
1943 Oliver Steinn FH 1.80 —
1944 Skúli Guðm. KR 1.94 —
Langstökk:
1927 Sveinbj. Ingim. ÍR
1928 sami ÍR
1929 Ingvar Ólafss. KR
1930 Sveinbj. Ingim. ÍR
1931 Garðar Gíslas. KR
1932 Ingvax* Ólafss. KR
1933 Daníel Loftss. KV
1934 Karl Vilm.s. Á.
1935 sami Á.
1936 Sig. Sigurðss- KV
1937 Karl Vilm.s. Á.
1938 Jóh. Bernhard KR
1939 sami KR
1940 Oliver Steinn FH
1941
1942
Í943
1944
sami
sami
sami
sami
Á
FH
FH
FH
6.30 m.
6.39 —
5.53 —
6.52 —
5.86 —
5.96 —
5.92 —
6.11 —
6.26 —
6.47 —
6.07 —
6.30 —
6.25 .—
6.37 —
6.30 —
6.57 —
6.67 —
7.08 —
iþróttanámskeiðin enn
Frímanni Helgasyni hefur
þótt ástæða til að andmæla svar
grein minni um íþróttanám-
skeiðin frá 15. sept, því að hann
fer aftur af stað í síðustu I-
þróttasíðu Þjóðviljans.
í fyrri grein sinni viður-
kenndi Frímann íþróttanám-
skeiðin sem æskilega starfsemi,
en sagði að þau væru þó mjög
vafasöm í því formi, sem þau
vær’u, vegna þess að drengirn-
ir þyldu ekki áreynsluna, sem
keppni væri samfara. Eg mót-
mælti þessu, og taldi frjálsí-
þróttir sízt hættulegri eða erfið-
ari en sund og knattspyrna, og
hvatti foreldra til að leyfa
drengjunum sínum að iðka
frjálsíþróttir.
í þetta sinn teflir Frímann
fram tveim erlendum íþrótta-
frömuðum til stuðnings skoðun
sinni. Birtir hann kafla úr
greinum eftir þá, þar sem þeir
ræða um þjálfun drengja. Hvor-
ugur þessara ágætu mann stvð-
ur þó skoðun Frímanns, að í-
þróttanámskeið séu varhuga-
verð. Og þeir eru heldur ekk-
ert á móti því, að drengir taki
snemma áð iðka frjálsíþróttir.
Annar þessara manna, Norð-
maðurinn Helgi Lövland, segir
meira að segja, að drengirnir
verði, til að geta orðið góðir
íþróttamenn, „að iðka hlaup og
stökk, kasta knetti, leika knatt-
spyrnu, synda, fara á skautum
o. s- frv.... Allt það, sem dreng
urinn er látinn gera, skal vera
eftir því sem hægt er í leik-
formi“.
íþróttanámskeiðin, sem félög-
in hafa haldið og Frímann tel-
ur svo vafasöm, eru þannig, að
drengjunum hafa verið kennd
undirslöðuatriði frjálsíþrótta.
Þegar námskeiðin hafa verið á
enda, hafa drengimir til gam
ans fengið að reyna sig í nokkr-
um léttum greinum. Slík keppm
er í leikformi og getur því ekki
verið alvarlegs eðlis, enda veit
ég ekki um neinn, sem hennar
vegna hefur beðið tjón á sál
eða líkama.
Frímann virðist álíta að knatt
1 spyrnuþjálfun sé heppilegri til
11» "
'
Skúli Guð-
mundsson,
meistari í há-
stökki 194.
að þroska írjálsíþróttamann
heldur en íþróttanámskeið. Þar
er ég á annari skoðun, því að
knattspyma gerir fótvöðvana
stutta og stinna, en langir og
mjúkir vöðvar gefa beztan ár-
angur í frjálsíþróttum. Og ég
hef engan íþróttafrömuð vitað
mæla með knattspymu serr.
undirstöðuþjálfun fyrir frjálsar
íþróttir. Aftur á móti eru ýms-
ir knattleikir, svo sem íslenzk;
boltaleikurinn, baseball, boboll
eða líkir leikir ágæt undimtaða.
því að þeim fylgir snögg en
stutt áreynsla og snarpir sprett-
ir.
Íþróttaáhugi Frímanns er á
ýmsa lund virðingarverður, og
ég hef verið honum sammála
um marga hluti. En skoðanir
hans á íþróttanámskeiðunum
eru skakkar. Og mér finnst ó-
trúlegt, að hann skuli vilja vara
drengi á sprækasta aldri við að
reyna sig í léttum íþróttagrein-
um, í sama mund og hann hvet-
ur starfsmenn ýmsra fyrirtækja
í bænum til frekari kappleikja
í knattspyrnu og öðrum íþrótt-
um. Því að Frímann veit, að
meirihluti þeiira starfsmanna-
iiða, sem keppt hafa í knatt-
spyrnu á íþróttavellinum, hefur
verið lítt undir það búinn, enda
margir þátttakendur komnir a{
léttasta skeiði og búið að því
vikum saman.
Eg nenni ekki að deila vic*'
Frímann 'um þetta mál frekar.
Eg vil því nota tækifærið, áður
en ég lýk þessum línum, og
hvetja íþróttafélögin til að
halda þessum námskeiðum
áfram, en vanda vel til þeirra.
| Og reynið einmitt að fá sem
flesta drengi á aldrinum 13—l(v
ára til að vera með Það mur.
vissulega gefa góða raun-
Sigurður S. Ólafsson.
Athugasemd.
Vinur minn, Sigurður Ólafs-
son, lætur sig enn ekki skilja
hvað ég á við er ég hvet til
varfærni í keppni fyrir unga
drengi, og verð ég að láta þafi
svo vera.
Hinsvegar vil ég taka frarr.
að ég hef aldrei mótmælt nám-
skeiðunum. Heldur ekki talið
knattspyrnu undirstöðuíþrótí
fyrir aðrar íþróttir.
Eg hef aldrei mælt með þv’
að starfsmenn fyrirtækjr
kepptu óæfðir. Sammála getunv:
við þó orðið um það að keppn-
in verði að vera létt, og sam-
mála getum við víst orðið um
það líka að ekki færi fram „þol-
hlaupkeppni“ fyrir litla drengi.
og að síðustu getum við víst
Framh. á 8. síðu.