Þjóðviljinn - 17.11.1944, Page 4

Þjóðviljinn - 17.11.1944, Page 4
Föstudagur 17. nóvember 1944. — ÞJÓÐVILJINN ‘JÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. nóvember 1944. þJÓÐVILJlKN Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurínn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstofa: Austurstrœti 18, sími 8270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181j. Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.j., Garðastrœti 17. Framfarimar í sjávarútveginum og „Framsókn44 Allíöngu fyrir aldamót veiddu yfir 2000 sjómenn. á 400 opnum báiiiTn itm 5500 skippund miðað við verkaðan saltifisk. Nú veiða 5 mótorbátar frá Sandgerði með 60 manna áhöfn álíka magrt á vertíðínni. Þetta hafa afköst hvers einstaklings aukizt við nýtízku tæki. 1903 unnu 9600 sjómenn á íslenzka fiskiflotanum, — 7590 þar af á 1910 árabátum, en um 2000 á 137 skútum. Framleiðslumagnið var um 36 þúsund tonn af fiski á ári, eða ca. 3% tonn á mann. A síðustu árum framleiða ca. 6000 sjómenn, mestmegnis á ca. 35 tognrum, 15 öðrum gufuskipum, 328 mótorskipum og 763 mótorbátum, ca. 200 þúsund tonn af fiski og álíka af síld eða 400 þúsund tonn samtals. Það eru 66 tonn á mann. — Afköst togarasjómanna eru hinsvegar þau, að reikna má með framleiðslumagni á hvern þeirra ca. 70 tonn a'f físki og 80 tonn af síld, eða um 150 tonn á mann af hvortveggja samanlagt. Rétt er auðvitað að taka tillit til þess að það eru ekki aðeins afköstin á mann, sem hafa aukizt vegna meiri vinnu og stórtækari véla, held- ur hítt að vinnuafl og auðlindir eru nýttar miklu betur, unnið lengri tíma ársins en áður, nýjar auðlindir fundnar (síldin) o. s. frv. En framfarirnar liggja í augum uppi. Framleiðsluafköst íálenzkra sjómanna eru heimsmet í fiskveiðum. Veldur því þrent í senn: auðgi sjávar vors, tiltölulega stórvirk tæki og framúrskarandi dugnaður og harðfengi sjómannanna. Bezt sézt þetta ef til vill, ef borið er saman við aðra helztu fisk- veiðendur: í Noregi framleiða yfir 100 þús. fiskveiðimenn um 1 milljón tonna af fiski ög síld, — í Japan framleiða um 1 milljón manna ca. 3 milljónir tonna af fiski og öðru sjávarfangi. En á.íslandi framleiða 5—6000 sjómenn 400—500 þús tonn af fiski. lslendingar hafa með því að leggja höfuðáherzlu á sjávarútveg- inn ]>ví möguleika til betri lífsaflcomu en aðrar fiskveiðaþjóðir, ef þeir gœta þess að gcra tœlci sín sifellt stórvirlcari, vinna betur úr vörunni og halda \>ið áhuga manna fyrir að stunda sjóinn. íslenzkir sjómenn geta t. d. háft hærra kaup en sjómenn annarra þjóða og íslenzkur sjávarútvegur samt verið fyllilega samkeppnisfær, ef nógu vel er að honum búið að öðru leyti, hvað tækni, skipulagningu og þjóðfélagslega afstöðu snertir. Kauplækkunarkrafa er því krafa afturhalds, sem enga trú hefur á landi og þjóð, — eða ágirndarseggja, sem ekki geta hugsað sér að vinnandi menn íslands njóti auðlinda sjávarins og framfaranna í tækni. • 1925 áttu íslendingar 40 tiltölulega nýja togara. 1944 eiguín við aðeins 29. Hvað veldur þessari afturför? Það er kreppan og kafbátarnir, — og hinn innlendi óbeini banda inaður kreppunnar, Framsóknarvaldið. Framsókn hefur alla tíð verið fjandaflokkur sjávarútvegsins, hef- ur hatazt við þróun og framfarir í sjávarútveginum, af ótta við að þær myndu ýta um of undir myndun og stækkun bæjanna á íslandi. Þessvegna hefur Framsóknarflokkurinn alltaf notað kreppurnar •scm átyllu til þess að reyna að draga úr vexti sjávarútvegsins. Þess- vegna hefur Framsöknarflokkurinn alltaf bætzt ofan á þá aðra erfið- leika, sem sjávarútvegurinn hefur átt við að búa á íslandi. T. d. hafa vextir bankanna til sjávarútvegsins verið slíkir að þeir hafa siigað hann, á sama tíma sem Framsókn hinsvegar reyndi að hafa vextina til landbúnaðarins sem lægsta. Tap Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar á togaraútgerð 1930—’39 var nákvæmlega sama upphæð og hún greiddi í vexti til ríkisbanbanna á þeim tíma. Og nú vonazt Framsókn eftir kreppunni nógu fljótt til þess að hindra eflingu sjávarútvegsins, — nú ákalla Framsóknarliðsforingj- arnir hrunið og öngþveitið sér til hjálpar, til þess að forða þeim frá eflingu sjávarútvegsins og góðri lífsafkomu fólksins. En eigi aðeins goðin, sem þeir akallá, munu daufheyrast við bæn- mn þeirra, heldur fólkið líka. Alcxandcr (abolcff: Þegar égtalaði viðStalín... Það má merkilegt heita. jafn gildur þáttur og vegir eru í öllu starfi og lífi þessarar þjóðar, hve vegakerfinu og ástandi þess er lítill gaumur gefinn. Bílstjór- ar og farþegar bölva þegar bíli- inn hrekkur til á ójöfnu vegar- ins. Á þessu sviði er það megin- hlutinn af athygli fjölda fólks, sem um vegina fer. Stundum birta blöðin fregnir um afrek á sviði vegamálanna og línurit eru birt, sem sýna að vegir landsins hafa lengst um nál. 5000 km. s.l. 70 ár. En daginn eftir kemur fregn um það að ein stærsta brú landsins á fjöl- farnasta vegi þess hafi sokkið í fljótið. Gefur þessi atburður ekki nokkurt tilefni til þess að íhuga í hverskonar ástandi þetta vegakerfi er? Vissulega. Það mun sannast sagna að stór hluti vegakerfisins er óð- fluga að dragast aftur úr tíman- um. Á sama tíma, sem umferð- in margfaldast, flutningstækin stækka og þyngjast og það; sem flytja þarf, eykst kannski mest af öllu þessu, þá stendur vega- gerðin í stað hvað snertir áhöld efnisnotkun og starfshætti alla. Malarvegirnir voru góðir og sjálfsagðir fyrir hestvagnaum- ferðina áður fvrr, en nú eru þeir allsendis ófullnægjandi fyr- ir þau flutningstæki sem nú er farið að nota — bíla, sem vega allt að 12 tonnum með hlassi. Og tímamir halda áfram að krefjast meiri hraða og meiri afkasta, ekki síður í ferðalögum og flutningum en öðru, því tím- inn er í rauninni hið eina, sem er dýrt nú á dögum og gífur- legasta tjónið, sem þjóðfélagið jafnt sem einstaklingur getur orðið fyrir, er einskisnýt sóun á tíma. í nánustu framtíð þarf því að verða gjörbreyting á vegagerð á fjölförnustu vegum landsinj óg þá sérstaklega hér út frá Reykjavík. Og að þessum mál- um þarf að vinna á skipulegan hátt með það heildarmarkmið fyrir augum að leggja vegi sem svara flutningsþörfinni á full- nægjandi hátt fyrir framtíðina- Ef þjóðfélagið ekki gerir þetta er óhætt að fullyrða að þjóðinni verður ekki kleift að lifa fram- sæknu menningarlífi í stórum hlutum landsins eða nýta auð- lindir þess á þann hátt, sem óskir og vonir, a. m. k. alþýðu landsins standa til, því vegir eru grunnbygging almennra framfara og hagsældar. Þetta hafa ýmsar aðrar þjóðir skilið á enn ljósari hátt heldur en við íslendingar, t. d. Rússar og Ame nkumenn. í þéim löndum var víða hafizt handa um byggingu fullkominna flutningabrauta um algjörlega óbyggð svæði, en íólkið kom á eftir, nam landið út frá vegunum og nýtti auð- lindir þess. r jonoinustu vegir hér á landi t. d. vegurinn austur yfir fjall, suður með sjó Mosfellssveitar- vegurinn og jafnvel til Þing- valla, neðri hluta Borgarfjarð- ar, um Eyjafjörð, út frá Akur- eyri og e. t. v. nokkru víðar þarf að steypa. En til þess að þessi . vegargerð verði kleif kostnaðarins vegna, þarf að fá hin fullkomnustu tæki, og kaup þeirra má ekki skera við nögl. Þenna skilning á gildi vega og þá yfirsýn um þessi mál, sem hér hefur verið lýst að nokkru, virðist hingað til hafa algerlega skort hjá þeim sem haft hafa yfirstjóm þessara mála af hálfu þjóðfélagsins. Hér í nágrenni Rvíkur, þar sem ætla mætti að ástand veg- anna væri einna bezt, er jafnvel viðhaldinu mjög ábótavant. Mal bikuðu kaflarnir eru aldrei sæmilega sléttir. Steypti kaflinn á Elliðaárvegi er svo slitinn orð inn, að eyðilegging vofir yfir í næstu framtíð ef ekki er aðgert. Margar plötumar eru mölbrotn ar og járnin víða komin upp úr steypunni- Sandnám bæjar- ms hefur þrengt svo mjög að vegum í Ártúnsbrekku að tii vandræða horfir í nánustu fram tíð. Mosfellssveitarvegur er ill- fær oft og tíðum, jafnvel um hásumarið. Vegurinn suður með sjó er í vandræðaástandi eins og sjá má af því að hann var breikkaður fyrir nokkru síðan á þann hátt, að á löngum köflum var mikið heflað ofan af hon- um og rutt til hliðanna, og svo búið látið standa. í Digranes- hálsi býr nú orðið fjöldi fólks árið um kring, og fjöldi af því við fullkomna vegleysu, svo að ir áður en það kemst á bílveg og bera að sér á bakinu allar sínar nauðsynjar — jafnvel kol. Og svona mætti lengi telja. Á sama tíma segir vegamálastjóri vegavinnumönnum upp vinnu með þeim ummælum að hann sjái ekkert skynsamlegt vit í því að halda vinnunni áfram. Nei. Vegagerðina skorti vissu iega ekki verkefni ef „skynsam- legu viti“ er beitt. Hefja þarf undirbúning að öflugu grjót- námi, töluverða vegagerð þarf að hefja í Digraneshálsi og Ell- iðaárvegur þarf gagngerðrar endurnýjunar við. Kæmi þar til álita að flytja hann af Ártúns- brekkunni og láta %iann liggja um rafstöðina upp hjá stíflu og þar á Suðurlandsbrautina á ný. Að öllu þessu er auðvelt að vinna strax í vetur. Talað er um að sennilega þurfi að stofna til einhverrar atvinnuaukningar nú á næst- unni í tilefni af væntanlegu at- vinnuleysi á því tímabili er líð- ur þar til sú nýbygging atvinnu- lífsins, sem núverandi ríkis- stjóm er mynduð um, kemst í nokkra framkvæmd. Ekkert verkefni er heppilegra í því augnamiði en einmitt stór- aukin vegagerð, sem væri stofn- að til þegar í upphafi af hæfi- legum stórhug og framsýni. Gott ástand veganna um landið er grundvöllur að auknu fram- leiðslustarfi og menningarlífi þjóðarinnar. Þetta kostar mikið fé, munu einhverjir segja. Það er að vísu satt, en hitt er líka sannleikur og ekki minni, að stundum eru það dýrustu úrræðin að láta Hófundur þessarar greinar er helzti flugvélateiknari Sovétríkj- anna, sá, sem fann upp ,Jak“, frœgustu orusiuflugvél Rússa. — Ilann er nú aðstoðarþjóðfulltrúi, fyrir flugvélaiðnað Sovétríkjanna og stjom- ar tilraunastóð. Árið 1927 teiknaði Jalcoleff fyrstu rássnesku smáflugvéhna. Hann útskrifaðist úr háskóla flughersins 193í og varð fljótt kunnur fyrir hinar djörfu og frumlegu flugvélateikmngar sinar. Fyrir fáum árum síðan voru honum veitt Stalin-verðlaun, 200000 rúblur, og nafnbótin „Hetja sósíalistiskrar vinnu . það verður að ganga langar leið hlutina ógerða- Amerfskir bleðcmenn í heimsókn I Reykfavík Tólf amerískir blaðamenn eru nú staddir hér í Reykjavík. Eru þeir í flugferð til þess að kynna sér norður-flugleiðina frá Bandaríkjunum um Kanada, fsland og til Englands. Blaðamannafélag íslands hafði boð inni fyrir amerísku blaða- mennina að Hótel Borg í gær, þar sem þeir ræddu við íslenzka blaðamenn. í gærkvöld sátu blaðamennimir boð amerísku herstjómar- innar. Amerísku blaðamennimir 12, sem nú eru staddir hér em þess- ir: Peter Edson, frá NEA — Newspaper Enterprise Associa- tiation; William Shippen, frá Washington Star and NANA — North American Newspaper Alliance, Reuel S. Moore, frá United Press; Robert Considine. frá INS — International News Service; Caroline Iverson frá Life; John U. Turrel, frá News- week Magazine; Albert Hughes, frá Christian Science Monitor, Boston; Robert Edson frá Time Magazine; Watson Davis frá Science Service Syndicate; Da- vid Driscoll frá Mutual Broad- castring System; Frank J. Gip- riand, frá Chicago Tribune og Carl Levin, frá New York Her- ald Tribune. Valtýr Stefánsson. formaður Blaðamannaíélags íslands bauð amerísku blaðamennina vel- komna með ræðu. Aðalræðuna af hálfu amerísku blaðamann- anna flutti Robert Considins, en auk þeirra fluttu ræður m a. Maham, fararstjóri amerísku Þegar nýja orustuflugvélin mín hafði, eftir fyrstu reynsluferðirn- ar, reynst búa yfir jafnvel meiri flugkostum en aðrar flugvélar, fékk ég einu sinni síðla dags alveg óvænt skilaboð um að finna félaga Stalin. — Það var 27. apríl 1939. Eg var ákaflega spenntur. — Á leiðinni til Kreml reyndi ég þús- und sinnum að ímynda mér, hvern ig fundur okkar myndi verða. — Hvernig átti ég að nálgast Stal- in? — Hvernig átti ég að heilsa honum? — Eg reyndi að gizka á, hvað hann myndi spyrja mig um, og svo að finna svör við því. — Eg var mjög snortinn af þeirri hugsun, að nú væri ég á leiðinni til að tala við hann og sjá vinnu- stofu hans. Ungu liðsforingjarnir tveir, sem skoðuðu vegabréf mitt í biðstof- unni, heilsuðu mér fjörlega með hermannakveðju og brostu svo glaðlega, að ég var viss um, að þeir skildu, hvernig mér var innan brjósts. , Eg gekk upp stiga með rauðum dregli á og sneri gljáancli látúns- hún á stórri, livítri hurð. — Er ég hafði gengið í gegnum nokkur stór herbergi, kom ég í skrifstofu ritarans. „Eruð þér Jakoleff verkfræðing- ur? — Þér hafið verið beðnir að finna félaga Stalin kluk'kan 6. — Nú vantar liana 15 mínútur í 6“, sagði ritarinn og bað mig um að bíða. — Stundvíslega klukkan sex var mér boðið inn í vinnustofuna. • Vorosiloff og Molotoff voru í herberginu auk Stalins. ' Stalin gekk á móti mér og tók í hönd mína. Svo heilsuðu Vorosi- •loff og Molotoff mér líka með handabandi. Eg get ekki sagt, að öll geðs- hræring hafi horfið eins og fyrir töfra um leið' og óg gekk inn í vinnustofuna, en hún hvarf smám saman. — Mér var tekið mjög hlýlega. — Málrómur og handtak félaga Stalins komu mér í jafn- vægi. Hann byrjaði að spyrja mig um vinnu mína, um nýju flugvél- ina mína. Herbergið, þar sem félagi Stal- in vinnur, þar sem hann stjórnar blaðamannanna, colonel Prisa, Valdimar Björnsson liðsforingi og Finnur Jónsson félagsmála- ráðherra, sem flutti ræðu' fyrir minni hinna sameinuðu þjóða. Klukkan hálffimm í gær áttu amerísku blaðamennirnir tal við forseta íslands, Svein Björnsson og var forsætisráðherra, Ólafur Thom viðstaddur. Að því loknu skoðuðu þeir Alþingishúsið. í dag verður þeim sýnd hita veitan o. fl. sögulega mikilvægum málum, hef- ur fezt óafmáanlega í minni mitt. — Eg skal játa, að í fyrstu varð ég fyrir dálitlum vonbrigðum. Eg hafði ímyndað mér, að umhverfi svona óvenjulegs og svona mikils manns eins og Stalins hlyti að vera alveg sérstakt á einhvern hátt. En allt var framúrskarandi ein- falt og látlaust. — Gluggar hinn- ar stóru vinnustofu, sem er með hvelfdu lofti, eru þrír og snúa út að hallargarði Kremls. Hvítir vegg irnir voru þiljaðir frá gólfi og upp í mannshæð með Ijósri eik. Við innganginn, til hægri, var dánarmynd af Lenin. Vinstra meg- in var stór klukka í svörtum kassa og rétti Stalin miðann. Stalin las það, sem skrifað var á hann, og kinkaði kolli. Því næst las Vor- osiloff upp hátt af ixiiðanum. Var það béiðni til æðsta ráðs Sovét- ríkjanna um að veita mér Lenin- orðuna, ZlS-bíl og hundrað þús- und rúblna verðlaun. — Því næst skrifuðú þeir allir þrír undir beiðn- ina. Eg hafði ekki búizt við slíkum launum og mér varð svo mikið um að ég mundi ekki einu sinni eftir að þakka þeim fyrir. — Það eina, sem ég gat stunið upp, var að þar sem ég hefði ekki unnið verkið einn, heldur í samvinnu við hóp verkamanna, væri ekki sann- gjarnt, að ég einn fengi verðlaun. — Stalin svaraði, að það þyrfti strax að semja lista yfir þá, sem hefðu unnið með mér að því að framleiða hina nýju flugvél. Áður en ég fór, kvöddu þeir mig allir innilega og óskuðu mér fleiri sigra í starfi mínu. Þessi fyrsti fundur okkar Stalins hafði djúptæk áhrif á mig og fram- tíðarstarf mitt. Teppi var á endilangri stofunni að skrifbórðinu, sem var þakið bókum og skjölum. Við borðið var skrifborðsstóll, og vinstra rnegin við það var lítið borð, sem á voru nokkur símatæki, mismunandi að lit, til að greina þá sundur. • Fyrir ofan borðið var hin al- kinna mynd af Lenin að halda ræðu. — Á milli glugganna, vinstra megin við borðið, var bókaskápur úr gleri. — Eg kom auga á nokkur bó'kanöfn. Það voru rit Lenins, Al- fræðiorðabók eftir Brockhaus og Efron og stóra Sovét-alfræðiorða- bókin. Upp við vegginn á móti, sem á voru myndir af Marx og Engels, var langt borð, þakið svörtum dúki. Við það var röð af stólum. — Þegar ég kom inn, sat Stalin við fjarlægari endann á þessu borði með Molotoff og Vorosiloff hvorn við sína hlið. Dyr voru opnar inn í annað her- bergi, og voru veggir þess þakt- ir landabréfum. Á miðju gólfinu sá ég afar stórt hnattlíkan. Á borðinu var líkan af flugvél með nafninu „Flugleið Stalins“. Það var nafnið á flugvél þeirri, sem Tskaloff, Bajdúkoff og Belja- koff notuðu í hinni frægu flug- ferð sinni yfir Norðurpólinn til Ameríku. Samtalið snerist brátt að tækni- legum efnum og fannst mér ég þá vera kominn í essið mitt. — 1 lok samtalsins leið mér ágætlega. — Stalin, Molotoff og Vorosiloff töluðu við mig á svo látlausan hátt, að feimni mín hvarf. — Það var eins og ég hefði hitt þá oft áður. Eg gat svarað spurningum þeirra án þess að hugsa sérstak- lega um orðaval. Er ýmis atriði viðvíkjandi fram- tíðarstarfi mínu höfðu verið á- kveðin ritaði Vorosiloff eitthvað á bréfmiða, leit kímnislega til mín Það var orðið nokkuð framorð- ið, þegar ég kom heim. — Mamma var inni. — Ilún vissi, hvern ég hafði farið að finna, cn tók eftir, hvað ég var í mikilli geðshrær- ingu og spurði mig einskis. — Eg sagði henni ékki frá hinni vænt- anlegu Lcnin-orðu. Hélt, að nóg- ur tími væri til þess, þegar þar að kæmi. Næsta morgun, þegar ég kom niður, sá ég, að mamma var fló- andi í tárum, og varð mér ákaf- lega bylt við. Svo fékk ég að heyra það. „Auðvitað heyrir móðir þín það síðast af öllum“, sagði hún kjökr- andi. „Það er heldur skemmtilegt að heyra fréttirnar hjá ókunnug- um!“ „Hvaða fréttir?“ „Þú veizt vel, hvaða fréttir. Þú hefur fengið heiðursmerki!“ Þegar hún fór að sækja mjólk- ina um morguninn, hafði lyftu- stúlkan sagt við hana: „Eg óska yður til hamingju í tilefni af heiðr un sonar yðar!“ Mamma flýtti sér að ná í dag- blað og grét svo sumpart af gleði, og sumpart af því að ég hafði ekki sagt henni fréttirnar kvöldið áður. • Heillaóskir streymdu heim allan daginn. Eg varð alveg uppgefinn. Jafnskjótt og ég komst í verk- smiðjuna, samdi ég lista yfir þá verkamenn, sem ég ætlaði að mæla með að fcngju verðlaun. — Um kvöldið fór ég snemma að hátta, fannst ég vera ákaflega hamingju- samur og sofnaði strax. Síminn vakti mig. „Er það Jakoleff verkfræðingur? — Þetta er ritari félaga Stalins. — Viljið þér gera svo vel að hringja félaga Stalin upp? Hann langar til að tala fáein orð við yður“. Ilann sagði mér frá síma- númerinu. -----Eg sneri skífunni nokkr- um sinnum, og allt í einu heyrði ég málfóminn, sem ég kannaðist svo vel við. —: „Komið þér sæl- ir! — Eg hef listann yðar fyrir framan mig. — Eg held, að þér 'hafið gleymt flugmanninum. — Eg sé ekki nafn hans“. „Eg held, að það sé þar, félagi Stalin. — Það er lagt til, að hann fái Lenin-orðuna“. „Já, hérna er það, — auðvitað. — Mér hefur sézt yfir það. — Og hvað er að frétta af yður?“ „Allt ágætt, félagi Stalin“. Þarna hafði ég tækifæri til að þakka honum, en ég missti aftur af því, og endurtók bara „allt á- gætt, allt ágætt“. „Jæja þá, verið þér sælir, og gangi yður vel“. Það var ekki fyrr en ég hafði lagt símatólið niður, að mér datt í hug, að ég hafði ekki þakkað honum ennþá. — Eg var afskap- lega æstur. Þann 27. apríl fékk ég heiðurs- merkið, og þann 29. var hringt til mín frá stjórnarráðinu. „Af hverju sækið þér ekki bíl- inn yðar? — Við höfum fengið fyrirmæli um að afhenda yður hann fyrir 1. maí“. Eg sagði þeim, að mér lægi ekk- ert á. Það væri alveg nóg að fá hann eftir 1. maí. „Nei, hann verður að vera kom- inn í yðar hendur fyrir 1. maí“. Fáeinum dögum seinna fékk ég aftur boð um að finna Stalin. — I þetta skipti var ég ekki feiminn, og þakkaði honum fyrir mig og samstarfsmenn mína. — Eg sagði, að þetta væru miklu meiri laun en við ættum skilið, og að ég ákyldi gera allt, sem í mínu valdi stæði, til að verða þeirra makleg- ur. Stalin sagði brosandi: „Ilvað er- uð þér að þakka fyrir? — Ef mað- ur vinnur þarft verk, á hann skil- ið að fá sín laun fyrir. — Þökk sé yður sjálfum!“ Eftir að ég hitti Stalin fyrst, þurfti ég að finna liann nokkrum sinnum í sambandi við starf mitt, og ég sá æ greinilegar persónuleik þessa mikla manns. Stalin er sjálfur ákaflega blátt áfram. Hann er vanur að ganga hægt um gólf á meðan hann talar við fólk. — Hann grípur mjög sjaldan fram í, hlustar með athygli og gcfur þeim, sem talar nægan tíma til að tala út. Á fundum ríkisstjórnarinnar eru miðar oft látnir berast til hans. Ilann les alltaf skilaboðin, brýtur blaðið saman og stingur því í vas- ann. Enginn er vanræktur. Stalin þolir ekki yfirborðshátt. Hann er miskunnarlaus gagnvart fólki, sem reynist fáfrótt, er rætt er um efni, sem það á að vera vel að sér í. Hann ávítar slíkt fólk harðlega og háðslega, og það kem- ur áreiðanlega betur undirbúið næst. Hann gerir miklar kröfur til dugnaðar og nákvæmni í störfum. — Það er eitt af höfuðeinkennum hans. — Oftar en einu sinni hef ég heyrt starfsmenn, sem beðnir höfðu verið að taka að sér ábyrgð- arstarf, segja við hann: Félagi Stal- Framh. á 8. síðu. Verkfrœðingarnir, sem vegamálastjóri fékk til að athuga burðar- þol Olfusárbrúarinnar, hafa lokið þeirri athugun, og er álit þeirra, á- samt bréfi vegamálastjóra um málið birt í nefndaráliti frá allsherjar- nefnd Sameinaðs þings, um tillógu varðandi umferð á brúnni. Fer álit verkfræðinganna og bréf vegamálastjóra hér á eftir: „Samkvæmt beiðni vegamálal- stjóra höfum vér undirritaðir at- hugað burðarþol Olfusárbrúarinn- ar miðað við núverandi ásigkomu- lag brúarinnar og möguleikann fyrir því að styrkja hana þannig, að öruggt væri að leyfa umferð þyngri bifreiðum en nú er heimil- uð. Aðgerðir þær, sem fram fóru á brúnni, eftir að hún féll niður, voru allar miðaðar við það, að unnt yrði að nota brúna til bráða- birgða fyrir létta umferð, á meðan verið væri að byggja nýja brú, og var þá gengið út frá því, að sá tími yrði 12 mánuðir. Skal hér gerð grein fyrir ein- stökum hlutum brúarinnar. # I. FESTARSTÖPLAR Festarstöplar brúarinnar eru all- ir hlaðnir úr grágrýti. Við borun í stöplana kom í ljós, að stein- lími því, sem heldur saman stein- unum, er orðið mjög ábótavant, og vai'ð vart við holur í þeim. Stöplarnir vestan árinnar hafa fyr- ir nokkrum árum verið styi-ktir með þeim hætti, að utan um þá hefur verið steypt steinsteypu- kápa með styrktarjárnum, og er auðvitað að því talsvert öryggi. Enn fremur var nú norðvesturstöp ullinn þyngdur með því að hækka hann um ca. 75 cm. Má því telja, að óhætt sé að treysta stöplunum þann tíma, sem um er að ræða, að brúin verði not- uð héðan í frá (ca. 12 mánuði), enda þótt um hana verði leyfður þungaflutningur allt að 6 toniu um. En þó skal á það bent, að ekk- ert er hægt að segja um ásigkomu- lag festarjárnanna í stöplunum, en þó er líklegt, að þau hafi ryðgað, þar sem þau hafa legið í stein- steypu og eru smiðuð úr seigu smíðajárni, eins og tíðkaðist fyrir 50 árum. II. TURNAR Turnarnir eru smíðaðir úr sterkri vmkiljárngrind, sem hefur verið vel haldið við, og má ganga út frá, að þeir séu fulltraustir. III. TURNUNDIRSTÖÐUR eru hlaðnar úr grásteini, og er sama um þær að segja og stöpl- ana, að steinlímið er farið að láta á sjá, og í einni undirstöðunni losnuðu steinarnir, þegar brúnni var lyft, vegna þess að átakið varð þá nokkuð skakkt á turn- toppinn. Yfir allar turnundirstöðurnar hafa nú vcrið steyptar járnbentar steypuplötur til þess að halda sam an steinunum í undirstöðunum. IV. BURÐARSTRENGIR Áður en brúin féll niður, voru burðarstrengir þrír hvorum meg- in, 1 stk. 3” vír og 2 stk. 2” vírar (miðað við þvermál). Var vírun- um fest í festihólka, sem síðan voru boltaðir við festijárn stein- stöplanna. Vírarnir drógust út úr hólkunum við norðvesturstöpul brúarinnar, og féll brúin þá niður að norðanverðu, hékk með öllum þunga á syðri strengjasamstæð- unni. Ekki voru sjáanlegar breyt- ingar á þeim vírum eða festum, þrátt fyrir þessa miklu áreynslu. Til styrkingar þeim vírafestum voru sammt klemmdir 8—10 stk. 1” vírar (þvermál) utan um gömlu vírana við hvorn stöpul og þeim fest í festijárn stöplanna. Vírum þcim, sem losnað höfðu úr festi- hólkunum við norðvesturstöpul- inn, var fest með hliðstæðum hætti (en fleiri vírum) við festi- járn þess stöpuls. Síðan var bætt einum nýjurn burðarstreng (1%” þvermál) við hverja vírasamstæðu, þannig að nú er hvor hlið borin uppi af 1 stk. 3’ vír, 2 stk. 2” vír- um og 1 stk. 1%” vír. Hinum nýju burðarstrengjum var fest þannig, að utan um hvorn festistöpul á vesturbakka, var sett vírvaf úr I %” vír og burðar- strengnum fest í það. Á austur- bakka árinnar var hinum nýju burðarstrengjum fest á þann hátt, að nýjum festibo'lta var komið fyr- ir í brúarstöplinum og vírunum 'fest í hann, en síðan steyptur nýr steinstöpull fyrir aftan þann gamla og yfir bolta og víra. Var það gert sem öi-yggi til þess að þurfa ekki eingöngu að treysta á gömlu festijárnin. Má telja, að með þessu séu burð- arstrengirnir fullöruggir fyrir um- ferð 6 tonna vagna, en þó er þess að gæta, að festingarnar eru ekki til frambúðar og þurfa nákvæms eftirlits við. V. TOGBÖND Togbönd þau, sem haldið höfðu uppi brúargólfinu, höfðu öll skemmzt meira eða minna og voru fl'estöll endurnýjuð með traustum böndum, sem eru nægilega sterk til að þola þunga umferð. Togböndunum hafði verið fest í járneyru, sem hnoðuð voru við þverbita brúargólfsins með 2 stk. %” hnoðum, og var það mjög veik festing. Nú hafa þessi eyru verið rafsoðin við þverbitana, svo að þau má telja traust. VI. BRÚARGÓLF OG GÓLF- BITAR Gólfbitana má nú telja einna veikasta hluta brúarinnar, og veld ur sá veikleiki þvi, liversu brúin svignar, þegar þung ökutæki fara eftir henni. Langbitar brúarinnar eru U-járn nr. 22, og er það mjög grönn stærð, þegar miðað er við þann ökuþunga (6 tonn), sem er nú heimilaður. Sjálft brúargólfið og langtrén undir því voru tekin upp, þegar búið var að rétta brúna við, og tréð alls staðar end- urnýjað þar sem það var fúið eða. brotið. íj Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.