Þjóðviljinn - 18.11.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.11.1944, Blaðsíða 5
Í'.CÓÐYILJINN — Laugardagur 18. nóvcmber 1944. . þJÓÐVIUI Útgefandi: Sameiningarflokkur alfiýSu — Sósíalistaflokkurínn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. G.00 á mánuði. Úti á Iandi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Efling atvinnulífsins og íslenzka ríkisbáknið Fyrir Alþingi liggja nú til afgreiðslu launalög fyrir opin- Ijera starfsmenn. Það er eitt af stefnumálum núverandi ríkis- st’órnar að afgreiða þau lög. Með þessum lögum eiga opinberir starfsmenn loks að fá þeim réítlætiskröfum sínum fullnægt, að þeir fái laun í samræmi við aðra þegna þjóðfélagsins, — góð laun, er tryggi þeim sæmilega afkomu. En samtímis því, sem ríkið gerir þannig ráðstafanir til þess að gera vel við starfsfólk sitt, verður það að sjá til þess að starfsemi ríkisins sé rekin með slíkri hagsýni, hvað fyrirkomu- Jag hennar snertir, að ríkisreksturinn sé ekki lakari en einka- relístur, heldur þvert á móti fyrirmynd í þeim greinum, sem til fyrirmyndar geta orðið. Það er ekkert skemmtilegt fyrir ríkið að ætla að hafa for- göngu um nýsköpun atvinnulífsins, útvegun nýrra tækja og skyn- samlegri hagnýtingu vinnuaflsins í hvívetna, en láta svo sinn eígin rekstur vera aftur úr bæði hvað tæki og skipulagningu snsrtir. Hagstofan er t. d. ein af þeim ríkisstofnunum, sem nauð- synlega þarf alveg sérstaídega nýrra tækja við- Vegagerðina vita menn um og nýsköpun er nú loks að byrja þar. En sama máli gildir og hvað snertir skipulagningu t. d. rík- ísverdananna. Þetta eru allt mál, sem taka þarf til athugunar mjog fljótt. Afkoma landsmanna byggist á því að vmnuafl hvers manns sé vel hagnýtt cg atvinnulifið og afkoma almennings bíður við það hnekki, ef ríkisbáknið er óþarflega dýrt og gamaldags hvað iækni og skipulag snertir. Þessvegna þarf ríkið að taka sinn eigin ríkisbúskap til tafarlausrar endurskoðunar — og það er á margan hátt eðlilegt að það sé gert nú samtímis því, sem afgreidd eru launalög til hagsbóta fyrir starfsmenn ríkisins. Launalögin verða afgreidd á þessu þlngi — og endurskoðun ríkisrekstrarins sjálfs þolir heldur ekki bið. Skynsamleg skipan á ríkisbákninu er til langframa nauðsynleg undirstaða góðra launa starfsfólksins. Nýbyggingaráð þarf sem fyrst að taka til starfa Frumvarp ríkisstjómarinnar um nýbyggingaráð er nú í fjár- hagsnefnd neðri deildar. Þetta frumvarp hefði í rauninni helst þurft að vera komið í gegnum þingið og byrjað að vinna í málinu. Sannleikurinn er að íslenzka þjóðin hefur þegar beðið stór- tjón vegna þess hve seint er byrjað á þessum málum: öflun nýrra f r amleiðslutæk j a. Hver dagurinn er því dýrmætur og má helst engan dag lengur dragast að farið sé.að starfa að þessum höfuðmálum — og þótt ríkisstjórnin auðvitað inni sjálf að þessum málum eftir beztu getu, meðan hin fyrirhugaða nefnd er eigi skipuð, þá er vitanlegt að hún kemst ekki yfir nema lítinn hluta af starfi því, vegna annarra anna. Við Íslendíngar megum ekki ganga út frá því að beðið sé eftir okkur úti í heimi, til þess að taka við pöntunum. Það er þvert á móti. Það dynja nú — og hafa dunið í heilt ár — pantanir á fram- Ie'ðslutækjum eftir stríð yfir þær verksmiðjur, er framleiða þau. Stjóm sú, sem nú er farin frá, hefur orðið þjóðinni óhemju dýr, einmitt vegna vanrækslu sinnar í þessum málum og skeytingar- leysis um áminningar og samþykktir Alþingis-. Þjóðin fagnar því að hafa nú loks fengið stjórn, sem vinnur í þessum málum, og þjóðin ætlazt til þess að á þinginu gangi þessi stórmál stjómarinnar fljótt. 0 Ef 400—500 milljónir króna yrðu settar í ný atvinnutæki yrði 6% vextir — eða 24—30 milljón króna vaxtagreiðslur á ári óbærilegur baggi fyrir atvinnulífið. Einnig frá sjónarmiði bankanna eru háu vextirnir hættulegir — og þjóðin sem heild þarf að átta sig á að háir sparisjóðs- vextir eru ekki hið eftirsóknarverða, — heldur blómlegt atvinnulíf. Útlánsvextir íslenzku bankanna munu nú vera 5Y2 til 6V2 %. Hærri vextir mimu tíðkast manna í milli. " Innlánsvextir eru hæzt 2% og engir á fjárhæðir yfir 25 þús. kr. Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að athuga vel sinn gang í bankapólitíkinni. Þjóðin á bankana og það á að stjórna þeim í þágu þjóðarheildarinnar. Það er einkenni á þeim lönd- um, sem fátæk eru að fjár- magni, að vextir eru þar háir. í löndum þeim, sem mikið fjár- magn er í, eru vextir hinsvegar éðlilega mjög lágir- Víða erlend- is munu innlánsvextir nú vera %% til 1% og allvíða munu eng ir vextir greiddir af innstæð- um, sumstaðar verða menn að greiða með fénu. Vér íslendingar höfum lengst af verið fátæk þjóð að fjár- magni. Vér höfum orðið að sæta afarkóstum áður fyrr, er vér fengum lán frá ríkum þjóðum. Vér urðum stundum að greiða 5—7% vexti af erlendu fé, er vér tókum að láni handa bönk- um vorum — og með svona dýru fé varð að reka atvinnu- vegi vora. Það gefur kð sk:lja að þegar vér greiðum erlondu fjármagni svona háa vexti, þá crum við að greiða bví skatt, sem í einni eða annarri mynd leggst á vinnu íslendinga. Það er aðeins fátæk, kúguð þjóð, sem neyðizt til að una slíkum kjörum og hún borgar skattinn með slig- uðu atvinnulífi, rýrri lífsaf- komu, skuldabasli og atvinnu- leysi. Bankar vorir voru á þessum árum raunverulega skattheimtu menn fyrir lánardrottnana miklu í London, milliliðir til þess að framkvæma arðrán brezks fjármagns á íslenzku at- vinnulífi- Það stóð stundum heima að bankarnir hirtu allan hugsan- legan ágcða af útgerðinni og meira til. Talið er t. d. að ca. fimm sjöundu af tapi Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar á öllum árunum 1931 til 1939 samsvari vaxtagreiðslum þeim, sem Bæjarútgerðin varð að inna af hendi. ** Nú erum vér íslendingar auðugri að fjármagni. Nú get- um vér sjálfir stjórnað bönkum vorum. Og nú er gengi átvmno- vega vorra að miklu ieyti undir því komið að vér kunnarn sjalf- ir að stjóma rétt. í ágústlok vom innieignir^í bönkunum um 560 milljónir króna, útlán hinsvegar ca. 230 milljónir króna. Um 330 millj- ónir króna liggja ónotaðar í bönkunum og verða bankamir að greiða vexti af þeim, en fá ekkert í staðinn. Frá rekstrarsjónarmiði bank- anaa mun sú aðstaða, sem skap ast við þetta, líta út eitthvað á þessa leið: Tekjur bankanna af 6% vöxt- um af 230 milljónum króna, sem lánaðar eru út, eru ca. 14 millj- ónir. — Útgjöld bankanna af því að greiða 2% vexti af 560 milljónum kr. eru ca. 11 millj- ónir, af þeim þrem milljónum, — ef þetta reyndist eitthvað nærri lagi — sem afgangs yrðu myndu bankarnir ekki fá stað- ist- Ef bankarnir ættu einvörð- ungu að lifa af útlánsstarfsem- inni myndi rekstur þeirra vart bera sig. — Það eru innheimtu- launin1 af erlendum kröfum, vörugreiðslum o. s. frv., sem íyrst og fremst gefa þeiip gróða. Bankarnir myndu fá nokkurn veginn sömu útkomu, þótt þeir I greiddu 1% vexti af 500 millj- j ónum króna, er þeir hefðu í ' mnlögum hjá sér, — og tækju ! aðeins 2% vexti af 400 milljón- 1 um, ef þeir ykju útlán sín upp í það, enda mættu vera hærri vextir af sumum dánum. En með þessu móti yrði það föst venja að bankarnir hefðu höf- uðtekjur Sínar af verzluninni, — ómakslaun o. s. frv., — en ekki af lánum til stofnunar nýrra fyrirtækja í atvinnulíf- inu. Oi ef til vill er þetta það heilbrigðasta, meðan þjóðin ein- beitir kröftum sínum að nýbygg ingunni. ~ ** En frá sjónarmiði alþjóðar,» þá er það eitt allra veigamesta málið við nýbyggingu atvinnu- tækja á íslandi að tryggja lága vexti, sérstaklega þó á lánsfé til stofnkostnaðarins. Þetta sér hver maður ef hann athugar eftirfarandi: Ef 300 milljónir króna eru lánaðar til skipakaupa, verk- * smiðjubygginga o. fl. með 6% Jvöxtum, þá er árlegur skattur af þessum fyrirtækjum í vexti vegna stofnkostnaðar: 18 millj- ónir króna. Og þá væri eftir að greiða hugsanlega vexti af rekst ursfé og ágóða til atvinnurek- enda, auk alls annars kostnaðar: 1 verkalauna, almenns reksturs- kostnaðar o- s. frv. Svona háir vextir myndu frá upphafi sliga atvinnureksturinn og áður en á löngu liði valda kreppu og erfiðleikum. Hve þungur slíkur skattur yrði á hinum einstöku mönnum, sem vinna með tækin, má sjá af eftirfarandi dæmi: 80 tonna bátur sænskur mun nú kosta um 450 þúsund krón- ur. Ef greiða ætti 6% vexti af lánsfé til slíkra bátakaupa og allt féð væri tekið að láni, þá myndu vaxtagreiðslur af stofnfé verða 27 þúsund krónur. Á slík- um báti vinna 12—14 manns. — Það þýðir að það yrðu um 2000 krónur af því, sem hver maður framleiðir á ári, að ganga í vaxtagreiðslur. Þetta nær vitanlega engri átt. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði hljótum vér íslendingar að stefna að því að hafa vaxta- byrðina á útgerðinni og öðrum atvinnurekstri sem allra létt- asta. Það er beinlínis þáttur í því að tryggja í senn góða af- komu landsmanna og góða af- komu atvinnuveganna. Það er þjóðinni hinn mesti hagur, að þeir eigendur fram- leiðslutækja, sem taka lán til að stofnsetja fyrirtæki sín geti sem fyrst greitt þau aftur og það geta þeir auðvitað miklu fyrr með því að vextir séu 2% en ef þeir eru 6%. Það er böl, sem íslenzkt atvirinulíf þekkir alltof vel, ef lansféð festist í iyrirtækjunum og bankarnir með herkjum fá mjólkað úr þeim háa vexti, — en fyrirtækin sjálf geta ekki greitt stofnkostn aðinn og berjast í bökkum með að standa í skilum með vexti. Hitt er leiðin til áframhald- andi eflingar í atvinnulífinu að bankarnir fái féð frekar fljót- ara aftur, þótt vextir séu lágir, og geti þá lánað það á ný til þarfra fyrirtækja. ** Fyrir sparifjáreigendur er það sízt aðalatriði hvort vextir eru 1 eða 2%. Hitt er þýðingar- mest fyrir þá að atvinnulíf landsmanna standi í blóma, því það er hin raunverulega trygg- ing fyrir innstæðum þeirra. Lækkun vaxtanna er því eitt af þeim stórmálum, sem fram- kvæma þarf hið.fyrsta, til þess að skapa styrkan fjárhagslegan | afkomugrundvöll fyrir atvinnu- líf landsmanna og sérstaklega I fyrir nýsköpun atvinnuveganna. Fyrirbyggjura atviunu leysi í vetur „Framkvœmdum. innanlands í ■ sambandi við öjlun þessara- jram- leiðslutœkja skal haga með hlið- sjón aj atvinnuástandi í landinu, í því skyni, að komið verði í veg jyrir atvinnideysi, meðari vcrið cr að útvega hin nýju atvinnutœki. Ríkisstjórnin mun talca til at- hugunar hverjum öðrum jram- kvœmdum ríkisvaldið skuli beita sór jyrir í því skyni að jorðast at- vinnuleysi“. (ZJr stejnushrá ríkisstjóm- arinnar). Við atvinnuleysisskráningu um síðastliðin mánaðamót lét 21 mað- ur skrá sig vinnulausan. Þrátt fyr ir þessa lágu tölu er það vitanlegt, að undanfarnar 4—5 vikur hefur verið lítið um vinnu við Reykja- víkurhöfn og að dagar hafa komið, þegar margir verkamenn hafa cnga vinnu fengið- Víða hafa atvinnu- rekeridur fækkað við sig mönnum, sem leita.þá „á eyrina“ ef annað býðst ekki. Ennfremur er það vit- anlegt, að stöðugt, sækja menn úr öðrum atvinnulitlum héruðum til Iteykjavíkur í leit að atvinnu. Það sé fjarri mér, að spá nein um hrakspám um mikið atvinnu- leysi í vetur. Við höfum rétt til að vona, að hin nýja stefna í þjóð- málum landsins muni fjörga at- vinnulífið fyr en síðar. Hinsvegar vita allir verkamenn, að atvinnuvegir landsins ðcrða ekki endurskapaðir á fáeinum vik um eða mánuðum, að ný .atvinnu- tæki munu ckki koma til sögunn- ar svo neinu nemi á yfirstand- andi vetri. En þetta þýðir jafnframt, að svo getur auðveldlega farið, að hér verði tilfinnanlegt atvinnuleysi næstu 3—4 mánuði, og það at- vinnuleysi sem þegar er farið að brydda á, er mjög ákveðin bend- ing til hlutaðeigandi aðila. Ríkisstjórnin hefur - líka séð þetta fyrir og kveðið mjög greini- lega á um þennan möguleika í stefnuskrá sinni. Og verkamenn munu ekki að óreyndu efast um, að ríkisstjórnin og aðrir hlutað- eigandi aðilar geri skyldu sína. Það er enginn efi á því, að það er nú þegar kominn tími til þess að gerðar verði vissar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að nokkurt teljandi atvinnuleysi verði á _næstu mánuðum. Og það sem nú skiptir máli í Réttur íslenzkra kvenna gagnvart er- lendum barnsfeörunt þelrra Kveméttindafálög íslands krefst þess að um slík mál sé fjallað af íslenzkum dómstólum Miðstjóm Kvenréttindajélags íslands hejur sent utanríkismála-' unar máli sínu. Er það auðsjá- ráðherra ejtirjarandi bréj um réttindi íslenzkra kvenna gagnvart er- anlega óhéppilegt frá íslenzku sjón armiðþ lítil trygging fyrir því að t Laugardagur 18. nóvember 1944. — ÞJÓÐVILJINN WWWVWMAMnAVMMAnHVWUVWVWVV lendum barnsjeðrum sínum: „Á 6. Landsfundi íslenzkra kvenna, sem haldinn var- í júní, 1944, í Reykjavík og á Þingvöll- um, var samþykkt svohljóðandi áskorun til ríkisstjórnarinnar: „Landsjundur kvenna skorar á ríkisstjórn Islands að gera þegar í stað ráðstajanir til, að samning- ar verði gerðir við hin erlendu ríki, sem haja hajt hér setulið, um það, að íslenzlcar konur, er jœða mönn- um þessara þjóða börn, geti not- ið jyllsta réttar samkvœmt íslenzk um lögum, jyrir íslenzkum dóm- stólum“. Miðstjórn K.R.F.I. hefur- þegar í viðtali við hæstvirtan utanríkis- málaráðherra minnzt á"þetta mál. Það er á allra vitorði að íslenzkar stúlkur, víðsvegar um landið, hafa eignazt börn með setuliðsinönn- um er hér hafa dvalið, enskum og amerískum, og að þær geta ekki fengið að reka réttar síns frammi, fyrir íslenzkum dómstólum, vegna dreS^ er af kau])i mannsins, án þess að talið et að menn þessirjl5C*s ríkið bæti þar við, og þar séu ekki undir íslenzkri lögsögnjsem kauP manna í enska hernum og engir samningar hafa farjð,cr mluS IaSt verða meðlögin eftir fi’am milli íslands og ríkja þeirra, því. Ef um amerískan mann er að ræða greiðir ríkið um helming af lágmarksmeðlagi, sem mun vera alls uin 44 dollarar á mánuði, en tekur engan þátt í barnsfararkostn aði ógiftra kvenna. Greiðslan kerix- ur beint frá Dependency Office í Bandaríkjunum og er send ein- göngu á nafn stúlkunnar, en það tekur langan tíma að koma þessu í kring og virðist svo sem greiðsla falli niður fyrir þann tíma, þó foringi sá, sem með mál þessi fer hér, segi að hún eigi að geta kom- ið frá fæðingu barnsins þegar fað- ernisviðurkenning er fyrir hendi. Ef maðurinn neitar fellur málið niður án frekari rannsóknar. Þess eru meira að segja dœmi að slík- um málum er vísað jrá þó maður- inn liaji ekki neitað jafferninu, það nœgir að hann neiti að borqa. Þegar um Englendinga er að ræða fæst ekki annað mcðlag en það sem er í lilut eiga, um það að hin cr- lendu ríki vilji virða íslenzk lög í því, venjulega langt fyrir neðan íslenzk meðalmeðlög. Um báða málin séu frá upphafi rannsökuð svo vel sem hægt er og að ekki glatist plögg, sem geta haft þýð- ingu. Þá mun það nokkrum sinn- um hafa komið fyrir að stúlkur, sem shúið hafa sér til hersins, hafa samið við barnsföðurinn um greiðslu á fúlgu með barninu, einu sinni fyrir allt, gegn því að skuld- binda sig til þess að gera ekki frekari kröfur til föðursins, og lilýt ur það að vera ólöglegt að móðir semji fyrir hönd barns síns um af- sal nokkurra réttinda þess gagn- vart föður þcss. Einhverjar tilraunir munu hafa vérið gerðar af yfirvöldum hér til þess að komast að raun um tölu þcirra barna, sem hér cr um að ræða — samkv. skýrslum prcsta og yfirsetukvenna — í því skvni að gerðar yrðu síðar kröfur til hlutaðeigandi ríkja um þátttöku í framfærslu þessara barna. Margar yfirsetukonur munu liliðra sér hjá að spyrja barnsmæður um faðerni Ibarris þeirra og munu telja að það komi í bága við almennar kröfur velsæmis og skyldur þeirra í starfinu. Það cr líka tvísýnt að hægt verði að fá erlend ríki til SIF ÞORS SIF ÞÓRS Danssýning Sif Þórz sýnir listdans í Iðnó í dag kl. 7 e. h. Nokkrir ósóttir pantaðir að- göngumiðar verða seldir þeg- ar í stað í Bókaverzlun Sig- íúsar Eymundssonar og Hljóð- færahúsinu. DANSSKÓLI SIF ÞORZ Vegna skorts á hentugu húsnæði verður ekki hægt að kenna nýjustu samkvæmisdansa fyrir nýár. Upplýsingar í síma 2016 daglega kl. 2—4 e. h. til næst- komandij miðvikudags. ýV^%VLAVVmVMVVVU%%VlWUVVVViVVVVVVW^VWVlAV^lWUVC Seidisve! óskast. Vinnutími frá kl. 2—7. Afgreiðsla Þjóðviljans gildir það sama, ameríska hermenn þess að viðurkenna slíkar kröfur, þessu efni og taka gilda úrskurði j °0 enska, cb ekki er hwgt að íslenzkra dómstóla á hendur mönn I þvmga herrmnn til ]>ess að borga um þessum. j barnsmeðlag nema samkvœmt úr- N;i er gangur þessara má!a þann Jsáwrði dómsstóls. Er þetta tekið ig, að ef stúlka óskar að ná íram- lagi með barni hjá erlendum barns föður úr setuliðinu, snýr hún sér m- a- a anriaðhvort til sakadómara hér eða til hersins — ef um ameríkana er að ræða, en svo er að sjá sem enska fram í herlögunum og í bréfum frá Dcpcndency Office. Sézt þetta f litdrætti þeim úr hinum enska „Air Force Act“, sem fylgir bréfi þessu. Reykjavíkurbær hefur samkv. sendiráðið hafi einhver afskipti af \ bciðni Mæðrastyrksnefndar gengið þessum mál.um enskra manna — og gefur skýrslu um málið. Er þá reynt að hafa upp á manninum og yfirboðari hans í hernum spyr inn á það, að vcita stúlkum þeim, sem börn eiga mcð þessum útlend- ingum , meðlög og stundum barns hánn hvort liann kannist við barnið og vílji greiða meðlag með því sambandi er það, að hafist verði handa þegar í stað til þess að hafin verði vinna fyrir 150— 200 manns. Verkefnin eru þegar fyrir hendi. í þessu máli er það mikilvægt, að hin nánasta samvinna geti orð- ið milli hins opinbera og verklýðs- samtakanna og að þeir sem með hinar ýmsu greinar opinberra fram kvæmda fara gei'i sér það Ijóst, að nú eiga ekki lengur við hin- ar gömlu aðfprðir vélræns niður- skurðar á vinnu, að hinn gamli stíll í starfinu er orðinn úreltur. M. ö o.: Það þarf að gera nauð- synlegar ráðstafanir án tafa til þess að fyrirbyggja atvinnuleysi í vetur. Verkamannafélagið Dagsbrún mun nú um helgina leggja til- lögur sínar um þessi efni fyrir hlutaðeigandi aðila. Það cr von okkar, að þeim verði i Deint vel tekið — með framkvæmdum. E. Þ. | fararkostnað, sem lán er ekki telj- ist fátækrastyrkur, ef þær gefa skýrslu um málið lijá sakadómara. Mun þá bærinn gera ráð fyrir því að ríjcissjóður endurgreiði Reykja- vík slík lán, þó ekki muni cnn hafa komið nein skrifleg og form- lcg skuldbinding um það frá stjórnarráðinu. Margar stúlkur hafa gefið slíkar skýrslur og hcf- ur sakadómari sent þær til dórtis- málaráðuneytisins, sem mun liafa falið utanríkismálaráðuneytinu að koma þeim á framfæri og mun hafa haft sambönd við hlutaðeigandi sendiráð um þetta. Það er vitað að í mörgum þessum málum hef- ur virzt fullsannað að stúlkan hefði á réttu að standa þó barnsfaðir- inn neitaði. Oft liefur verið um trú lofun að ræða og bréf, sem virzt hafa haft mikið sönnunargildi, t. d. þcgar barnsfaðirinn hefur tal- að þar um sameiginlcgt barn sitt og stúlkunnar, en hefur þó neit- að þegar hann hefur átt að taka á sig ábyi'gðina á því. Margar stúlkur hafa snúið sér til hersins með þessi mál, gefið þar skýrslur og lagt fram plögg þau er þær höfðu til sönn- 'nema sannanir séu fyrir hendi um faðerni, sem ckki fást nema liægt : é að reka málið fyrir íslenzkum dómstólum. Hitt er þó þýðingar- mest að okkar áliti, að Iiverri einstakri stúlku gefist kostur á að sanna mál sitt og reka réttar síns og barns s'íns, en þessir menn geti ckki komizt upp mcð að virða cinskis íslenzk lög og íslenzkar konur. Ilcfur okkur fundizt betta óbærileg smán hæði fyrir ísland og íslenzkar konur. Það liefur nú lengi A'erið talað um að ísland væri í tölu hinna frjálsu þjóða, sem standa við hlið bandamanna, og þessar þjóðir — Englendingar, Ameríkumenn, — Norðmenn — hafa fonnlega við- urkennt sjálfstæði íslands. Okkur finnst því tími kominn til þess að semja um þctta mál, svo að með þessi vandamál verði farið eins og viðskipti frjálsra manna. Treystum við því að hin nýja stjórn og háttvirtur utanríkismála ráðherra geri nú þegar ráðstafanir til þess að leitað verði samninga um það, að hlutaðeigandi ríki við- urkenni úrskurð íslenzkra dóm- stóla í þessum efnum og rétt kvenna þeirra og barna, sem hlut eiga að máli, samkvæmt íslenzk- um lögum. Virðingarfyllst, í miðstjórn Kvenréttindaf. íslands' Aðalbjörg Sigurðardóttir Laujey Valdimarsdóttir Guðrún Pétursdóttir Védís Jónsdóttir Dýrleij Arnadóttir Teresía Guðmundsson Raanheiður Möller María J. Knudsen Charlotta Albertsdx>ttir“. UNIÐ Kaífisöluna Hafnarstræti 16 T I L liggur leiðin Enskt ullartau Drengjafataefni ERLA Laugaveg 12. Rðgnar Ólafsson Hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi Vonarstræti 12, sími 5999. Skrifstofutími 9—12 og 1—5. I. 0. G. T. HAUSTÞING Umdæmisstúkunnar nr. ] verður haldið hér í bænun dagana 18. og 19. nóvembei hefst á laugardaginn kl. 8,3 í Templarahöllinni við Fri kirkjuveg. Fulltrúar og stig beiðendur eru beðnir a mæta þá stundvíslega. Á sunnudaginn verður Þin, ið í G.T.-húsinu og hefst þin: fundur þann dag kl. 1,30. K l flytur síra Árelíus Níels son erindi, og er öllum Temp urum þá heimill aðgangu meðan húsrúm leyfir. Allskonar viðgerðir framkvæmdar Dvergasteinn Haðarstíg 20. Sími 5085. Daglega NÝ EGG, soðin og hrá. Kaffisalan HAFNÁRSTRÆTI 16.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.