Þjóðviljinn - 25.11.1944, Síða 2

Þjóðviljinn - 25.11.1944, Síða 2
2 ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 25. nóv. 1944. Tillögur hafnfirzkra verkamanna tll að tryggja varanlega atvinnu I Hafnarflrði Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði kaus á s.l. hausti at- vinnumálanefnd til þess að undirbúa tillögur um ráðstafanir ti/ þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi í Hafnarfirði í næstu fram- tíð. Nefnd þessi skilaði áliti og lagði tillögur sínar fyrir fund í Hlíf í október s.l. og voru tillögur nefndarinnar einróma sam- þykktar. Nefndin skiptir tillögum sínum í tvo flokka, í fyrri flokkn- um eru verkefni sem ýmist eru aðkallandi eða hægt að vinna nú þegar. í seinni flokknum eru aftur þau verkefni, sem bíða úrlausnar í framtíðinni og krefjast lengri undirbúnings. Með þessum tillögum sínum hafa hafnfirzkir verkamenn lagt á ráðin um það hvemig ekki er aðeins hægt að fyrirbyggja atvinnuleysi í Hafnarfirði, heldur bendir einnig á leiðir til þess að tryggja varanlega atvinnu í framtíðinni. Það hefur dregizt nokkuð að Þjóðviljinn birti þessa sam- þykkt Hlífar, en váfalaust mun blaðinu gefast tækifæri til þess að leggja Hlífarmönnum lið sitt áður en tillögur þeirra em að fullu framkvæmdar. úfitgiarf/ótturinÍÞ Atvinnumálanefnd Verka- mannafélagsins Hlíf hefur á fundum sínum tekið til með- ferðar viðfangsefni það, er henni hefur verið falið af félags fundi Hlífar. en það er, að gera tillögur um atvinnumál Hafnar- fjarðar, með sérstöku tilliti til atvinnuhorfa verkamanna, mið- að við nútíð og framtíð. Nefndin hefur athugað og yf- irvegað ástandið eins og það er í dag í atvinnumálum verka- manna, og reynt að skygnast fram í tímann og sjá, hvað helzt mætti verða til undirstöðu blóm legu atvinnulífi íjarðarbúa. Niðurstöðu nelfndarinnar er skipt í tvo flokka, A-flokk og B- flokk. í A-flokki eru þau við- fangsefni, sem leysa vanda þann í augnablikinu, sem stafar af því atvinnuleysi sem nú er og stefnir að. í B-flokki eru þau viðfangsefni, sem tilhevra hin- um komandi tíma að meira eða minna leyti. A-FLOKKUR. Formáli nefndarinnar fyyir A-flokki er þessi: Nú þegar er farið að bera á atvinnuleysi hjá verkamönn- um og búast má við, að hin svo- kallaða ástandsvinna (setuliðs- vinna) hætti að mestu innan tíðar. Við það missa margir hafnfirzkir verkamenn vinnu og koma á vinnumarkaðinn, til við bótar þeim, sem fyrir eru. Full- komin óvissa ríkir um það, hvort nokkur vinna verður á þessum vetri við ísun fiskjar, en sú vinna hefur verið ein að- alatvinnugreinin hér undan- farna vetur, og fullvíst má telj- ast, að þau fyrirtæki, sem hér starfa muni eigi bæta við sig fleiri verkamönnum en hjá peim starfa nú og ennfremur et vitað að litlar líkur eru til þess, að fjölgað verði verkamönnum við þær framkvæmdir, sem nú eru hér á döfinni. Miklu lík- legra er að þar verði verka- mönnum fækkað þegar líður á veturinn. Það er því augljóst að allstór hópur atvinnuleysingja mun myndast á þessu hausti og stækka þegar líður fram á. Því er brýn nauðsyn skjótra aðgerða af hálfu bæjarins til þess að sjá þeim fyrir vinnu, sem nú eru atvinnulausir og fyrirbyggja allt atvinnuleysi með því að nýta hið fáanlega vinnuafl til framkvæmda í bænum og landi bæjarins. Vill nefndin benda á eftirfarandi verkefni er bíða úr- lausnar: 1. liður: Vatnsveitu bæjarins verði kornið í viðunandi horf og hafist handa með að leggja öfl- uga vatnsleiðslu upp í upp- sprettu Kaldár. 2. liður: Bærinn hefji nú þeg- ar byggingu fjögra barnaleik- valla. 3. liður: Bærinn kaupi Víði- staðina og geri þar fullkomið íþróttasvæði. 4. liður: Bærinn lagi bygginga lóðir í bænum, rífi niður kletta, sem til tálmunar eru og mali þá niður með grjótvinnsluvél- um í byggingarefni. Bærinn byggi nýjar götur, þar sem þess er þörf og láti vinna að fegrun og betra skipulagi bæjarins. Þá láti bærinn vinna garðlönd bæj- arins tilbúin til notkunar og sáningar fyrir bæjarbúa. 5. liður: Bærinn hefji nú þeg- ar byggingu íbúðarhúsa fyrir húsnæðislaust fólk í bænum. 6. liður: Bærinn hefji nú þeg- ar byggingu á sjúkrahúsi, fæð- ingaheimili, bamaspítala og elli heimili. 7. liður: Bærinn hef ji nú þeg- ar stækkun á bamaskólanum eða geri það sem ef til vill er heppilegra, byggi nýtt skóla- hús á heppilegum stað í bæn- um. Sömuleiðis hefji bærinn byggingu á stóru og fullkomnu fiipleikahúsi. 8. liður: Bærinn byggi b^ta- höfn með öllu tilheyrandi, ver- búðum, bátabryggjum og frysti- húsi til geymslu á beitusíld, sem jafnframt verði það stórt, að' nota megi það til geymslu á matvælum fyrir bæjarbúa. I 9. Iiður: Bærinn girði land sitt í Krýsuvík og hefji undir- búning að þeim framkvæmdum, sem hægt er að hefjast handa um, nú þegar, af þeim sem nefndar eru í 7. lið í B-flokki. B-FLOKKUR Formáli nefndarinnar fyrir B- flokki er þessi: Sjáanleg't er að sú atvinna, sem nú er í Hafnarfirði við út- gerðarfyrirtækin og annað það er nú til fellur er hvergi nærri nægjanleg til þess að verkalýð- ur þessa bæjar búi við þau frum skilyrði sannrar menningar og hagsældar, sem segja má að næg vinna sé undirstaða að. Veruleg aukning atvinnunnar í þessum bæ verður að koma, en það þýðir aukningu sjávar- útvegsins fyrst og fremst sem er og verður aðaluppistaða at- vinnulífsins í Hafrirfirði ásamt auknum framkvæmdum í sam- bandi við land bæjarins í Krýsu vík. , Vill nefndin í þessu sambandi benda á nokkur atriði til aukn- ingar og tryggingar blómlegu atvinnulífi í bænum 1. liður: Bærinn kaupi 4—6 nýtízku togara og reki þá og láti byggja í skipasmíðastöðvum hér 6—5 vélskip 50 smálesta 2. liður: Bærinn komi upp verksmiðju til þess að vinna úr fiskúrgangi. 3. liður: Bærinn komi upp verksmiðju til lýsisvinnslu. 4. liður: Bærinn komi upp íullkominni niðursuðuverk- smiðju. 5. J liður: Bærinn byggi full- komna dráttarbraut, sem taki upp nýtízku togara 6. liður: Bærinn haldi áfram byggingu hafnargarðanna og hraði því verki og vandi, svo sem tök eru frekast á. 7. liður: Bærinn hefji nýtingu á landi sínu í Krýsuvík, með því að ræsa þar mýramar fram og rækta. Síðar, eða svo fljótt sem verða má, komi bærinn þar upp stóru og fullkomnu kúabúi, sem fullnægt geti þörf bæjar- búa á mjól'kurafurðum. Bærinn nýti hveraorkuna þar syðra sem tök eru á, með því að virkja þar gufuhverina og láti bora eftir vatni og gufu- Gufan verði síðan notuð til þess að fram- leiða rafmagn, sem leitt verði til Hafnarfjarðar og notað til ljósa, hita og aukins iðnaðar. Heita vatnið þar verði not- . að til upphitunar gróðurhúsa og íveruhúsum þeirra, sem vegna atvinnu sinnar búa í Krýsuvík. Þá verði athugaðir möguleik- ar á vinnslu brennisteinsnám- anna og að bærinn byggi full- komið sumarhótel og hressing- arhæli við suðurenda Kleifar- vatns. Ennfremur verði hafizt Það á að bera út ábyrgðar- póst Góði bæjarpóstur! Vilt þú gera fyrirspurn til Póst- og símamálastjórnarinnar hvemig á þvi standi að ábyrgðarbréf skuli ekki vera borin út hér í bæ eins og tíðkast í öllum menningarlöndum. Menn fá bréfsnepil heim með til- kynningu um það að þeir eigi ábyrgðarbréf á pósthúsinu. Menn halda stundum að þetta sé ómerki- Jeg tilkynning um víxil sem ef til vill þegar hefur verið greiddur og svo fara menn alls ekki í pósthús- ið, en svo geta menn komið heim til sínn einn góðan veðurdag og kom- sín einn góðan veðurdag og kom- búinn að selja húskofann ofan af manni upp í einhverja smáskuld. Hvenær á að fara að bera út ábyrgð arbréf á íslandi? Það er alveg óhætt að taka upp þá nýbreytni, því þessi siður hefur lengi tíðkast í Dan- mörku. Bæjarbúi. Þessari fyrirspurn er hér með vís- að áfram til réttra aðila, en ég er heldur hlynntur fyrirspyrjanda og vil taka undir það, að alveg eins ætti að vera hægt að bera út á- byrgðarpóst og annan póst. Þó ekki verði allir svo illa út úr því að missa húsið sitt af þeim sökum að ábyrgðarpóstur er ekki borinn út, geta hlotizt af því ýms óþægindi. Óþörf ferðalög á stríðs- tímum Sjómaður skrifar: „Það hefur oft undrað okkur sjó- mennina hvað mörgu fólki er leyft að ferðast nú á stríðstímum og það yfir mesta hættusvæðið. í öllum mannsköðunum finnst manni að við hapda um fiskirækt í Kleifar- vátni. Greinárgerð: Vatnsveita bæjarins hefur í langan tíma verið í mjög slæmu ástandi svo bæiarbúar hafa liðið fyrir. Háværar raddir hafa því verið uppi um lagfæringu og endurbætur, en ekkert verið aðhafst fyrr en nú að kafli vatnsveitunnar hefur verið end urnýjaður (við Mjólkurbúið) og heyrzt hefur að þrýstidæla sé komin og verið sé að vinna að uppsetningu hennar. Vitað er að eina framtíðarlausnin á þessu máli liggur í fullkominni vatnsleiðslu alla leið upp í Kaldá. Það er ekkert til fyrirstöðu að hafizt sé handa annað en samþykkt bæjarstjómar og út- vegun á nauðsynlegu efni. Sagt er að miklum annmörkum sé bundið að fá vatnsrör úr járni, það mikið magn að það nægi þessa löngu leið. Á meðan á- standið er slíkt virðist vera til- valið að nota tímann og steypa stokk a þeim kafla sem gamli tréstokkurinn stendur nú. Þess- um stokkum mætti loka á líkan hátt og stokk þeim, sem heita vatnið frá Reykjum er leitt í til Reykjavíkur. Bamaleikvellir eru engir til hér í Hafnarfirði og er það mesta ómenningarástand'. Fyrir löngu hafa komið fram raddir höfum sloppið furðu vel á þessum ferðum. Með skipunum vestur eru iðulega um og yfir 40 farþegar og það oft heilar fjölskyldur með böm. Það er vitað að ófriðarþjóðirnar leyfa alls ekki farþegaflutning á. því stigi sem hér gerist. Sumt af þessum mönnum sem. fara vestur og það með alla fjöl- skylduna virðist ekki hafa annað' erindi en að leika sér eða bara dvelja nokkurn tíma þar vestra. En margir telja að slíkt ferðalag mætti bíða til stríðsloka engu síður hér en hjá stríðsþjóðunum. Mér dettur ekki í hug að amast við ferðum fólks sem fer til náms eða í öðrum nauðsynlegum erinda- gerðum, en er sannfærður um að strangara eftirlit með ferðum ís- lendinga um hættusvæði styrjaldar- innar væri til góðs.“ „Sjómaður" bendir hér á mikil- vægt mál, sem full ástæða er til að gaumur sé gefinn. íslendingar mega ekki treysta því, að hættan af ferða- lögum um Norður-Atlanzhaf sé liðin hjá, síður en svo, og verða að haga sér eftir því. En þeir sem verða að komast Námsmaður sem bíður eftir skips- ferð vestur um haf kvartar sáran yfir erfiðleikunum á því að fá far- Telur hann sérstaklega að nú verði að gera alveg sérstakar ráðstafanir til að grei'ða fyrir því fólki sem nauðsynlega þarf að komast, en fáí. ekki neitt skipsrúm fyrst um sinn, vegna þess að Goðafoss missti við. Er þess að vænta að yfirvöldin greiði eitthvað fyrir þessu fólki, sem getur liðið alvarlegan baga við það að fyrirhugaðar ferðir bregðast. um að hér þyrftu að kom* bamaleikvellir, en því miður hefur því ekki verið sinnt. Um menningarlega þýðingu þessa verður varla deilt, og því síð- ur hversu það er meira öryggi fyrir börnin að dvelja og leika sér á barnaleikvöllum undir eft irliti, eða vera á götum úti í sífelldri hættu vegna bíla og annarra fcrartækja. Fyrir jafn- stóran bæ og Hafnarfjörður er, nægja varla færri en fjórir bamaleikvellir, sem ættu að vera á hentugum stöðum í bæn- um. Um byggingu fullkomins íþróttasvæðis að Víðistöðum er það að segja, að allur aðbúnað- ur íþróttafólks í þessum bæ, er óviðunandi og hefur verið það í lengri tíma og því fyllsta þörf •úrbóta. Það er fyrir löngu viður- kennt, að eini staðurinn sem til mála kemur sem íþróttasvæði Hafnarfjarðar sé í Víðistöðum. íþróttafélögin hafa gert sam- þykkt þar að lútandi, íþrótta- fulltrúi ríkisins mælt með staðn um, sem og hin nýstofnaða iþróttanefnd Hafnarfjarðar sam þykkt að vinna að byggingu íþróttasvæðis þar, og sömuleiðis samþykkt á fundi sínum í fyrra að skora á bæjarstjórn að hefj- ast handa í þessu máli. Að bærinn lagi byggingarlóðir og götur í bænum, telur nefndin Framhaid á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.