Þjóðviljinn - 25.11.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.11.1944, Blaðsíða 8
Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólaanum, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur: Hreyfill, símí 1633. þlÓÐVILIIN Frakkar munu berjast til sigurs segir Dudos leiðtogi franskra Kommúsista Fréttaritari frá Daily Worker átti fyrir skömmu tal við Jac- ques Duclos, fyrrum varaforseta fulltrúadeildar franska þingsins og núverandi leiðtoga franska Kommúnistaflokksins í fjarveru Maurice Thorez. Aðalstöðvar flokksins er sex hæða hátt hús, sem hin alræmda fasistalögregla Darnands hafði aðsetur í eftir 1940. — Harður bar- dagi var háður í húsinu í uppreisninni í París í ágúst s. I. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.35 e h. til kl. 8.50 f. h. TJtvarpið i dag: 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.45 Leikrit: „Talað á milli hjóna“ eftir Pétur Magnússon (Brynj- ólfur Jóhannesson, Anna Guð- mundsdóttir, Alfred Andrés- son. — Leikstjóri: Brynjólfur Jóhannesson). 21.20 Útvarp frá samsæti Alþýðu- sambands íslands í Iðnó. a) Ávarp forseta. b) Erindi: 50 ára afmæli verklýðshreyfingarinnar á íslandi (Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur). Hallgrímssókn: Barnaguðsþjón- usta kl. 11 f. h. á morgun í Aust- urbæjarbarnaskólanum (Sr. Jakob Jónsson). Messa á sama stað kl. 2 e h. (Sr. Þorsteinn L. Jónsson í Miklaholtsþingum). Skíðafélag Reykjavíkur ráðgerir að fara skíðaför upp á Hellisheiði næstkomandi sunnudag. Lagt á stað kl. 9 árdegis frá Austurvelli. Far- miðar seldir hjá L. H. Muller í dag til félagsmanna til kl. 4, en kl. 4 til 6 til utanfélagsmanna er afgangs | Alþýðusambandsþingið Framhald af 1. síðu. Brynjólfi Bjarnasyni, t.il meðlima Sósíalistaflokksins, skorar hann i þessu bréfi á flokksmenn sína að berjast eindregið fyrir stéttarlegri einingu verkalýðsins, en gegn öll- um sundrungaröflum. Þótti fulltrúum Hannibal sein- heppinn að velja slíkt bréf sem dænii um sundrungarstarf! Sæmundur Ólafsson tók næstur til máls og flutti . ádeiluræðu á meiri hluta sam'bandsstjómar og sameiningarmenn, þar sem hann h-ellti hrakyrðum yfir einstaka for- ystu- og starfsmenn verklýðssam- takanna. Deildi hann mjög á öryggismála- ti-Ilögur Alþýðusambandsins og mælti þá: „Sjómennirnir sjálfir eiga ekki að hafa öryggiseftirlitið. Sjómennirnir sjálfir voru að hlaða sig í kaf, það átti ekki að fá þeim — SÖKUDÓLGUNUM SJÁLFUM — eftirlitið í hend- ur“. Ummæli þessi vöktu svo megna andúð, að síðar á fundiiium risu þingmenn úr sætum til þess að mótmæla. Fleiri af „sálufélögum" Sæmund- ar Ólafssonar tóku til máls og voru allar ræður þeirra í sama anda, og verður ekki getið frekar að sinni. Af hálfu sameiningarmanna fluttu ágætar ræður þeir Ilermann Guðmundsson, Eggert Þorbjarnar- son og Lúðvík Jósepsson. í svarræðu sinni til Sæmundar Ólafssonar sagði Hermann m. a.: ,,Það er rétt hjá Sæmundi að ég hafi brugðizt, — ég hef brugðizt því hlutverki sém Sæmundur Ól- afsson ætlaðist til að ég ynni í sambandsstjórn, en Iiann er per- sónugervingur afturhaldsins í sam- tökunum. Til þess að eining verkalýðs- ins geti orðið að veruleika verð- ur hverskonar spilling að sker- ast burt. Til þess að tryggja sig- ur verklýðshreyfingarinnar 1 verður að brjóta sundrungaröfl- in innan hennar á bak aftur“. ★ Sú skemmdarstarfsemi Sæmund- ar Ólafssonar og „sálufélaga“ hans, ! Duclos er lítill og grannur maður, en höfuðið er stórt og hendurnar eins og bjarnar- hrammar. — Hann er brosmild- ur og hefur dimma en þýða rödd- j Duclos fór strax að segja mér j frá, hvernig Kommúnistaflokk- urinn skipulagði mótspymuna gegn Þjóðverjum. „Við byrjuðum mótspyrnuna daginn, sem vopnahléð var und- Nýbyggingarráð Framhald af 1. síðu. auðið er og hefur milligöngu fyrir þá aðila, sem þau vilja kaupa og þeSs óska. Innflutningsleyfi og gjaldeyris- leyfi til framangreindra ráðstafana á fé samkvæmt 1. gr., skulu veitt samkvæmt tillögum nýbyggingar- ráðs. Kostnaður við störf nýbygging- arráðs greiðist úr ríkissjóði. 3. gr. Ríkisstjórnin ákveður með reglugerð nánar um starf nýbygg- ingarráðs. Nýbyggingarráð hefur rétt til þess að ráða sérfræðinga og annað starfsfólk í þjónustu sína. Fela má nýbyggingarráði starf þeirra milliþin'ganefnda. sem nú eru starfandi í skipulagsmálum at- vinnurekstrar eftir stríð, sjávarút- vegsmálum og í raforkumálum, ef ríkisstjórnin álítur það hentugra, svo að starfið vinnist fljótar og 'betur, og skulu þá nefndir þessar lagðair niður jafnóðum og nýbygg- ingarráð tekur við störfum þeirra. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. að halda uppi pólitískum illdeil- um og hindra þingið í nð vinna að hagsmunamálum samtakanna, sem fyrir því liggja, hefur mætt mikilli andúð fulltrúa og munu allir hinir gætnari Alþýðuflokks- menn vilja sameinast öllum öðr- um fulltrúum í því að hindra slík vinnubrögð lil þess að þingið geti snúið sér að hinum faglegu verk- efnum. TILLÖGUR OG BRÉF. Á fundinum í gær voru lagðar fram ýmsar tillögur varðandi mál verkalýðsfélaganna og var þeim vísað til viðkomandi nefnda. Þá barst þinginu liréf frá Yinnu- veitendafélagi ísíands, þar sem það óskar eftir samstarfi við Alþýðu- sambandið um vinnumál. ★ Umræður stóðu langt fram á kvöld. ! í kvöld verður samsæti í Iðnó fvrir fulltrúa og gesti og verður þar minnst 50 ára sögu íslenzku verklýðshreyfingiarinnar. írritað 1940. — Birtum við þá ávarp til þjóðarinnar um að rísa gegn svikurunum. SKÆRULIÐASVEITIR SKIPULAGÐAR Það sem eftir var ársins 1940 og árið eftir skipulögðum við að fara mjög gætilega. — Við vorum í felum og alltaf að skipta um verustaði, en við vor um alltaf í París og nágrenni. Við skiptum okkur ekkert af fyrrverandi stjómmálaleiðtog- um, en komum okkur í sam- band við áhugamenn úr flokk- unum. Rétt fyrir innrásina í Nor- mandí teljum við, að skærulið- arnir hafi verið um 130000, og í ágúst s. 1. hafa þeir sennilega verið orðnir um 250000. Næstum öll vopn okkar feng- um við með því að gera árásir á birgðaskemmur og hermanna skála Þjóðverja. — Við náðum ekki í mjög mikinn hluta af þeim vopnum sem Bandamenn létu svífa niður í fallhlífum. Þegar hann var spurður, hvað kommúnistar mundu gtra við Þýzkaland eftir sigurinn, svar- aði hann: „Aðalatriðið er að út- rýma fasismanum. — í því sam- bandi getum við ekki gleymt því, að þýzka þjóðin sem heild hefur stutt nazista- — Spánn má heldur ekki verða fasista- hreiður. Að því, er bandalög snertir viljum við, að Frakkland haldi áfram að vera í vináttu við Bretland, Bandaríkin og Sovét- ríkin. — Álítum við einingu þeirra vera jafn-mikilvæga fyr- ii friðinn og fyrir stríðið“. EINING FRAKKA Við vorum ólíkir öðrum mót- spyrnuhreyfingum að því leyti, að við trúðum á baráttu með vopnum frá upphafi og van- treystum þeirri hugmynd að geyma her aðgerðalausan þang- að til sú stóra stund rynni upp. Flokkur okkar erfði ekki gamlan ágreining við önnur samtök og flokka, og nú er stefna okkar sú að sameina alla Frakka, svo að Frakkland geti sem bezt háð stríð við hlið bandamanna sinna og krafizt réttmætrar viðurkenningar sem ein af hinum miklu þjóðum heimsins" , Duclos hafnaði þeirri tilgátu sumra manna, að stuðningm- kommúnista við de Gaulle kunni aðeins að verða til bráða birgða. NÝJA BÍO IGulinir hlekkir (They All Kissed the Bride) Fjörug gamanmynd með: JOAN GRAWFORD ' MELVYN DOUGLAS Sýnd kl. 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 3: Evuglettur með DEANNA DURBIN Sala hefst kl. 11 f- h. tjarnakbio p Uppí hjá Möggu (Up in Mabel’s Room) Bráðskemmtilegur ame- rískur gamanleikur. MARJORIE REYNOLDS DENNIS O’KEEFE GAIL PATRICK MISCHA AUER Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Ciloreal augnabrúnalitur ★ ERLA Laugaveg 1 2 MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Getom fcfóíð nokkrar kápur í saum fyrir jól. Höfum einnig tilbúnar kápur. Saumastofa INGIBJARGAR OG SVÖVU Laugavegi 22. (2. hæð, gengið inn frá Klapparst.). KAUPIÐ ÞJÖÐVILJANN „HANN" eftir Alfred Savoir Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Venjulegt leikhúsverð. Ragnar ÓJðfsson Hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi Vonarstræti 12, sími 5999. Skrifstofutími 9—12 og 1—5. Daglega NÝ EGG, soðin og hrá. Kaffisalan H AFN ARSTRÆTI 16. Maðurinn minn PÉTUR INGIMUNDARSON, slökkviliðsstjóri, andaðist að heimili sínu í dag. Reykjavík, 24. nóv. 1944. Guðrún Benediktsdóttir. Vinnan, 10. hefti nýkomið út Vinnan, tímarit Alþýðusam- bands íslands er nýkomin út og er efni hennar sem hér segir: Ragnar Jóhannesson: RE 4008 (kvæði); Jón Rafnsson: Höfum vér nokkuð að verja?; Björn Sigfússon: Þættir úr baráttu ell efu alda; Ólafur Jóh. Sigurðs- son: Snjór í apríl (saga); Berg- steinn Guðjónsson: Þróun bif- reiðanna hér á landi; Siguringi E. Hjörleifsson: Bifreiðastjór- inn; Ignazio Silone: Fontamara (f ramhaldssaga); Benedikt Steinar: Samræming kaup- gjaldsins; Sæmundur Ólafsson: Átta stunda vinnudagur; Elísa- Námskeið fyiir vél-j stjóra hraðlrystihúsa Námsheið fyrir vélstjóra frysti- húsa lwfst jimmtudagimi 16. þ. ui. í fundarsal Vélsmiðjunnar lléðinn h.f. Námskeiðið er haldið samkvæmt ályktun aðalfundar Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna í sumar. Kennsla er verkleg og í fyrir- lestrarformi og kenna þar um 20 menn. Námskeiðið stendur yfir í hálf- an mánuð og eru þátttakendur um 40 vélstjórar víðsvegar að af land- inu. bet Eiríksdóttir: Sarntök ís- lenzkra kvenna. Auk þess eru birt Sambandstíðindi o. fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.